Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HAFÞÓR VESTFJÖRÐ GUÐMUNDSSON + Hafþór Vest- fjörð Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 16. febr- úar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss vogskirlq' u 1. júlí. Fregnin um andlát Hafþórs mágs míns kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Aðeins einni viku áður höfðum við setið saman í brúðkaupi eldri sonar hans. Og við höfðum horft á hann í kirkjunni þar sem hann sat hjá altarinu við hlið Helga, sonar síns, er þeir biðu þess að brúðurinn kæmi gangandi upp kirkjugólfið. Hafþór með góða andlitið sitt og rósemina. Höggið kom meðan hann var í blóma lífs síns, aðeins 54 ára gam- all; báðir synirnir komnir í höfn með góðar konur sér við hlið, fyrsta barnabamið, hún Ásta Margrét, var hans líf og yndi og fyrirhuguð var sumarleyfisferð hans til Parísar í júlí ásamt eiginkonunni Margréti. Sumarleyfisferð, sem þó hafði kostað fortölur, því í augum Haf- þórs átti að nota sumarleyfi til að vinna að einhverju uppbyggilegu, einhveiju gagnlegu, ekki bara til að hvíla sig eða skemmta sér. Frí- tími hans hafði alla tíð farið í að sinna hugðarefnunum. Hugðarefn- um, sem voru ótrúlega mörg og fjölbreytileg, en áttu rætur sínar að rekja til listrænna hæfileika hans og áhuga á náttúrunni. Við sögðum stundum við hann í gríni að hann væri algjör dellukall. Hann bara hló við og hélt sínu striki. En hann var enginn venjulegur dellukall. Hann sinnti öllum hugðarefnum sínum heils hugar og af ítrustu vandvirni. Allt var skoðað ofan í kjölinn, þarna var enginn yfirborðsáhugi. Hann sótti sér fræðslu um allt er varðaði það áhugaefni sem var efst í huga hans hveiju sinni. Síðan gat hann lagt það áhugaefnið til hliðar, en fyrr en varði var annað komið upp sem átti hug hans allan. Hann fékk snemma veiðibakter- íuna og sinnti þeim þætti af fag- mennsku í silungs-og laxveiðiðám, oft með fjölskyldunni. Hann aflaði sér djúpstæðrar þekkingar um líf- emi og gönguferil fískanna, sem hann ætlaði sér að veiða. Síðar beindist áhugi hans að fískarækt og fískum í búri og kom hann sér upp dáfallegu safni fiskabúra. Safn- aði að sér gagnlegum fróðleik með lestri erlendra timarita og fræði- bóka. Þá var hann áhugasamur um ljósmyndun og liggur eftir hann stórt safn ljósmynda, sem hann tók, MINNINGAR framkallaði sjálfur og stækkaði. Sá sjálfur um allan ferilinn. Allt gert af svo mikilli vandvirkni og listfengi. í náttúruna sótti hann steina, sem hann tók heim og mál- aði af smekkvísi. Tvö ár Hafþórs í myndlista- og handíðaskólanum drógu enn betur fram listræna hæfíleika hans. Haglega gerða muni, búna til úr leðri, úr tré eða í stein, fengum við ástvinir hans að gjöf frá honum og eigum nú þakklát til minningar um hann. Síðustu árin hefur áhugasvið hans fundið sér nýjan farveg, því hann hefur verið að kynna sér mið- aldahljóðfærið íslenska, langspilið, sögu þess, uppbyggingu og notkun og auðvitað endaði það með því að hann smíðaði sjálfur fallegt lang- spil, sem hangir á vegg í stofunni heima, tilbúið til notkunar. Já, Hafþór var mjög fjölhæfur maður og hann nýtti hæfíleika sína vel, enda naut hann góðs stuðnings fjölskyldunnar. Allt var þetta gert í frístundum, en starf hans sem kennari hefur einnig þróast með honum í átt að hugðarefnunum. Lengstan tíma starfsferils síns hef- ur hann verið barnakennari en hann var einnig í nokkur ár skólastjóri úti á landi. Síðasta árið hefur hann ásamt starfmu sem smíðakennari, verið í framhaldsnámi við Kennara- háskólann. Líf Hafþórs var óvenju innihalds- ríkt og margþætt en það var alltof stutt og söknuðurinn eftir hann er sár. En minningin um hann mun lifa og megi hún verða til að styrkja þau öll í sorginni: eiginkonuna Margréti, syni þeirra, Helga og Sig- urð og tengdadæturnar, móður hans Matthildi og systkini hans Qögur. Sigrún Helgadóttir. + Guðbjörg Ragnheiður Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 10. desember 1949. Hún lést á Land- spítalanum 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 3. júlí. Elsku besta Gugga frænka. Nú ert þú, ein af mínum uppáhalds frænkum, komin til himna. Ég hefði ekki trúað því fýr- ir fáeinum árum að svo stutt væri í kveðjustundina. Það er margs að minnast. Þegar ég hugsa til baka og minningarnar um þig hrannast upp, er mér minn- isstæðastur sá tími þegar þú áttir heima við Skeiðfossvirkjun, en þar fékk ég oft að vera hjá þér og fjöl- skyldu þinni yfir sumartímann. Ég er þakklát fyrir það. Það er skrýt- ið en þegar ég minnist þess tíma er ég dvaldi hjá þér kemur upp í huga mér sól, þægilegt andrúms- loft, góður matur, kökur og sam- eiginleg tiltekt. Já, sameiginleg til- tekt. Mér fannst þú alveg frábær stjórnandi, þú áttir svo auðvelt með að leiðbeina fólki í návist þinni. Þegar þú sagðir að nú ættu allir að taka til hendinni og skiptir með okkur verkum, gengu allir til verks, alveg sama hversu gamlir eða ungir þeir voru, allir hjálpuðust að. Ég man að ég nefndi þetta við þig eftir að þú veiktist og þá sagðist þú ekki skiíja í þeim sem nýttu sé ekki það fólk sem væri á heimil- inu heldur gerðu alla hluti sjálfir. Eg var al- veg sammála þér. Þú og Heiðar áttuð hlýlegt og þægilegt heimili sem flestum ef ekki öllum fannst yndislegt að koma á. Mér var tekið svo vel og fannst ég strax vera ein af fjölskyldunni. Á betra heimili er ekki hægt að koma. Ég er bæði fegin og reið yfír því að þú sért farin til himna. Fegin yfir því að nú veit ég að þér líður vel, en reið yfír því að fá ekki að hafa þig lengur hér hjá okkur, en ég veit að þú vakir yfir okkur. Elsku Heiðar, Inga, Brói, Lilja, Gummi, Jón Grétar, Hófí og amma Inga, hugur minn er hjá ykkur. Guð styrki ykkur öll. Kæra frænka, takk fyrir allar samverustundirnar, sérstaklega samtölin okkar við eldhúsborðið. Kveðja frá Danmörku. Sólrún Ólína Sigurðardóttir. GUÐBJORG RAGNHEIÐUR SIG URÐARDÓTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR Danska sendiráðið auglýsir eftir ábyrgum og þroskuðum einstakl- ingi til að aðstoða við pössun á ungabarni. Um er að ræða hlutastarf, 4 tíma daglega, einnig einstaka kvöld og helgar. Upplýsingar í síma 562 1230 frá kl. 9.00 til 12.00 virka daga. TIL SOLU Til sölu Til sölu er fasteign að Ytra-Holti við Dalvík Húsið hefur verið notað sem geymslu- og iðn- aðarhúsnæði. Tilboðum skal skila til sparisjóðs- stjóra, sem gefur allar nánari upplýsingar. Tilboðsfrestur ertil 1. ágúst nk. Dalvík, 2. júlí 1997. Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík. Nálægt FB í Breiðholti 5 herb. íbúð (4 svefnherb.) ásamt bílskúr. Stór- ar suðursvalir. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Áhv. 5 millj. Verð 7,3 millj. Upplýsingar gefa Ingibjörg eða Garðar í síma 553 2492. ÝMISLEGT Til leigu Til leigu eru stórar sumarhúsa- og skógræktarlóðir í landi Steðja á Þelamörk, Eyjafjarðarsýslu. Þetta land er í um 15 km fjarlægð frá Akureyri. Búið að leggja veg og vatnslögn inná svæðið. Upplýsingar í síma 462 6848. HÚSIMÆB! í BOOI Stórhöfði 17 Jarðhæð, að neðanverðu. Frábært húsnæði fyrir allskonar rekstur. Stærð rúml. 80 fm. Upp- lýsingar í síma 587 7685. Er laust nú þegar. SMÁAUGL VSING AR FÉLAGSLÍF Dalvegi 24, Kópavogi Samkoma fellur niður vegna sum arfagnaðar. Dagsferðir: í fjallasyrpum Útivistar er boðið upp á spennandi fjallgöngur Fjallasyrpan er á dagskrá annan hvern sunnudag. Samhliða fjall- göngunum er boðið upp á göngu á láglendi meðfram á. Sunnudaginn 6. júlí verður farið á Heklu og jafnframt gengið með Þjórsá. Sunnudaginn 6. júli: Fjalla- syrpan, 5. áfangi. Gengið á Heklu frá Skjólkvíum. Brottför frá BSl kl. 9.00. Verð kr. 2.500/2.200. Sunnudaginn 6. júlí: Árganga. Gengið með Þjórsá og farið í Ar- nes. Skemmtileg ganga við allrs hæfi. Brottför frá BSl kl. 9.00. Verð kr. 2.500/2.200. Nýtt göngukort af Þórsmörk og Goðalandi komið út. Skemmtilegar lýsingar á göngu- leiðum um stórbrotna náttúru á ensku og íslensku. Kortið fæst é skrifstofu Útivistar fyrir aðeins kr. 300. Munið hjólarækt Utivistar. Á þriðjudögum kl. 18.30 hittisl hópur áhugamanna um hjólreið- ar við Grillhúsið við Breiðholts- braut/Bústaðaveg. Þriðjudaginr 8. júí verður Vatnsendahringur- inn hjólaður. Ekkert þátttöku- gjald, allir velkomnir. Kynnið ykkur sumarferðir Útivistar á netinu: centrum.is/utivist TILKYNNINGAR Þingvellir — þjóðgarður Dagskrá helgarinnar. Á Þingvöllum bjóða landverðii upp á gönguferðir og barna- stundir og af nógu verður að taka um helgina. Laungardagur 5. júlí Kl. 13.00 Skógarkot Gengið frá þjónustumiðstöð um Sandhólastíg í Skógarkot og til baka um Þinggötu. Fjallað verð- ur um sögu búskapar og jarð- fræði á Þingvöllum. Gangan tek- ur um 3 klst. og má gjarnan taka með sér nestisbita. Kl. 15.00 Leikið og litað í Hvannagjá Barnastund fyrir alla krakka. Far- ið verður í létta leiki og málað með vatnslitum. Hist verður á bílastæði við Hvannagjá og gengið saman upp eftir. Barna- stundin tekur um 11/2 klst. og nauðsynlegt er að vera vel búinn. Sunnudagur 6. júlf Kl. 13.00 Hrauntún Gengið með gjám og um fornar götur að Hrauntúni. Á leiðinni verður hugað að sögu og nátt- úrufari. Gangan tekur um 3 klst. og verður lagt upp frá þjónustu- miðstöð. Kl. 14.00 Guðsþjónusta Séra Heimir Steinsson annast guðsþjónustuna. Organisti ei Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kl. 15.00 Þinghelgin Gengið verður um hinn forna þingstað undir leiðsögn land- varðar. Lagt af stað frá Þingvalla- kirkju að lokinni messu. Tekur um 1-11/2 klst. Allar frekari uppiýsingar um dagskrána fást hjá landvörð- um f þjónustumiðstöð, sími 482 2660. Eitt blað fyrir alla! JHtrrrjímblobiti -kJmlaáUul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.