Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VEIST þú UM BETRA KEX? %trórK mest selda kex á íslandi Samráðsnefnd um vinnutíma Komist að sameigin- legri nið- urstöðu SAMRÁÐSNEFND aðila vinnu- markaðarins um skipulag vinnutíma komst í gær að sameiginlegri niður- stöðu en nefndinni hafði m.a. verið falið að kanna hvort samningstilboð samninganefndar ríkisins til Félags íslenskra náttúrufræðinga (FIN) stæðist ákvæði vinnutímatilskipunar ESB og samning aðila vinnumarkað- arins um vinnutíma frá í janúar. Sambærilegt ákvæði er að fínna í nýgerðum samningi Félags _ ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). ASl og BSRB töldu mjög vafasamt að samningstilboðið rúmaðist innan ramma vinnutímatilskipunarinnar. í niðurstöðu nefndarinnar segir m.a. að öll frávik frá ákvæðum um lág- markshvíid séu aðeins heimil í alger- um undante'kningartilvikum. í niðurstöðu sinni um erindi FÍN mælir nefndin með að „valinn verði hinn almennari texti kjarasamninga um þetta efni“, eins og það er orð- að. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir þetta þýða að farin verði sama leið og ASI hafi gert í samn- ingum en ekki sú leið sem hjúkrunar- fræðingar fóru í sínum samningi. Óþarft að gera breytingar Gunnar Bjömsson, formaður SNR, segir of mikið sagt að um samkomu- lag hafi verið að ræða en samráðs- nefndin hafí komist að niðurstöðu um hvaða vinnulag væri eðlilegt að hafa í þessum málum. „Menn voru sammála um að reyna að taka upp það vinnulag að reynt verði fyrirfram að kortleggja hvaða tilvik gætu kom- ið upp og bregðast við með þeim hætti að vinnufýrirkomulagi yrði breytt til að koma í veg fyrir að menn lendi í þeirri aðstöðu að fara út fyrir þessi mörk,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að engin ástæða væri til að gera breytingar á texta kjarasamnings Félags ísl. hjúrunarfræðinga í kjölfar þessa en við framkvæmd hans yrði höfð hlið- sjón af þessari niðurstöðu. í niðurstöðu nefndarinnar, sem undirrituð er af öllum fulltrúum sem sæti áttu í nefndinni, segir m.a.: „í þeim sértæku undantekningartilvik- um, þar sem aðstæður eru með þeim hætti að um er að ræða tilvik sem telst force majure eða fellur undir b-lið 13. greinar vinnutímasamn- ingsins, og ekki verður með nokkru móti hjá því komist að fresta hvíld starfsmanns, umfram það sem heim- ilt er skv. a-lið 13. greinar, ber að viðhafa eftirfarandi vinnulag: Tilvik- ið skal skilgreint, þ.m.t. til hverra það nái og leita skal ráða til að leysa starfsmann af við þau störf sem um ræðir eins fljótt og því verður við komið, leysist ekki tilvikið.“ Morgunblaðið/Golli KRISTIAN Ryggefjord leggst að bryggju í Friðarhöfn í gær með 700 tonn af loðnu. Hagnaður Akoplast 13,5 millj. GÍSLI Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, hefur tekið við stjórnarformennsku í Akoplasti hf. á Akureyri af syni sínum Alfreð Gísla- syni. Eins og komið hefur fram er Alfreð að flytja til Þýskalands ásamt fjöiskyldu sinni og taka við þjálfun þýska handknattleiksliðsins Hameln. Akoplast er í eigu Upphafs ehf. og Plastprents í Reykjavík og eiga félögin 50% hlut hvort. Að sögn Daníels Árnasonar, framkvæmda- stjóra, hefur reksturinn gengið vel og skilaði fýrirtækið 13,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Jóhann Oddgeirsson og Eyþór Jós- epsson sitja í stjórn Akoplasts fyrir hönd Upphafs og þeir Eysteinn Helgason og Gylfi Þór Magnússon fyrir Plastprent en Gísli Bragi er oddamaður í stjórn. N orska loðnuskipið Kristian Ryggefjord kyrrsett í Vestmannaeyjum Skipsljórínn faldi veiðidagbókina í brúnni Loðnuskipið Kristian Ryggefjord frá Hammerfest var kyrrsett í Vestmannaeyjum í gær. Guðjón Guðmundsson var á Friðar- höfn og fylgdist með framvindu málsins. NORSKA ioðnuskipið Kristian Ryggefjord frá Hammerfest var kyrrsett í Vestmannaeyjum í gær og skipsskjöl og haffærniskírteini gerð upptæk. Landað var úr skipinu um 700 tonnum af loðnu sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði keypt. Skipstjórinn hafði tilkynnt að um 400 tonn aflans hefðu fengist í lög- sögu Jan Mayen en afgangurinn í íslenskri lögsögu. Landhelgisgæslan telur sig hafa upplýsingar um að enginn afli hafi verið um borð í skip- inu er það hóf veiðar innan íslensku lögsögunnar. Fjöldi manns var samankominn á Friðarhöfn þegar Kristian Rygge- fjord lagði að bryggju við Vinnslu- stöðina. Var auðséð að mál þetta vakti mikla athygli í Vestmannaeyj- um. Magni Oskarsson skipherra Landhelgisgæslunnar, tollverðir og Georg Lárusson sýslumaður í Vest- mannaeyjum fóru strax um borð í skipið ásamt túlki. Þar dvöldust þeir í rúmlega tvær klukkustundir. Skömmu eftir að yfirvaldið fór um borð í skipið var tölvufræðingur kallaður til sem fór inn í tölvu þess í Ieit að gögnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins framvísaði skipstjórinn öll- um veiðidagbókunum. Þótti greini- legt að ein þeirra hefði nýlega verið færð. Var því hótað að gerð yrði leit í skipinu að dagbók sem talið var að vantaði og gæti sú leit tekið marga daga eða vikur. Afhenti skip- stjórinn þá réttu veiðidagbókina sem hann hafði falið í skipinu. Líklega réttað í Eyjum á morgun Georg Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, sagði að gerð hefði verið rannsókn á veiðidagbók og leið- arbók og hefði sú rannsókn leitt til þess að skjöl skipsins voru gerð upp- tæk. Sýslumaður kvaðst hafa metið aðstæður þannig að rétt væri að kyrrsetja skipið og voru því mælibréf og haffæmiskírteini íjarlægð. Eiginleg lögreglurannsókn hófst þó ekki fyrr en skýrsla skipherra Landhelgisgæslunnar lá fyrir í gær- kvöldi. Sýslumaðurinn hefur fengið tvo menn frá ríkislögreglustjóraemb- ættinu til þess að aðstoða við rann- sóknina. Einnig hafði hann samband við Héraðsdóm Suðurlands og lýstu dómarar við réttinn sig reiðubúna GEORG Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, brá sér út fyrir til þess að hringja meðan rannsókn fór fram í brúnni. til þess að koma til Vestmannaeyja í dag ef ákveðið verður að rétta í málinu. „Það ræðst af niðurstöðum rann- sóknarinnar hvort tekin verður ákvörðun um að ákæra skipstjórann. Ef ákært er reikna ég með því að réttarhöld fari fram á morgun [í dag] fyrir Héraðsdómi Suðurlands í Vestmannaeyjum," sagði Georg. Höfðu samið við tvö norsk skip Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, sagði að framferði norska skipstjórans kæmi sér í opna skjöldu. Hann sagði að ekki væri hægt að veija gjörðir hans. Y firburðasigur á NM í brids ÍSLENDINGAR unnu yfirburða- sigur á Norðurlandamóti brids- manna 25 ára og yngri sem lauk í Þórshöfn í Færeyjum í gær- kvöldi. Þetta er fyrsti Norður- landameistaratitill íslendinga í þessum aldursflokki. íslenska liðið endaði með 196 stig, en Danir, sem voru í 2. sæti, hlutu 175 stig. Svíar hlutu bronsverðlaun með 162 stig, þá komu Norðmenn með 125 stig, Færeyingar með 117 og Finnar ráku lestina með 115 stig. Spiluð var tvöföld umferð og hlaut íslenska liðið flest stig bæðj í fyrri hlutanum og þeim síðari. í gær gerði liðið jafntefli við Dani, 15-15, og vann Finna í lokaleikn- um, 21-9. íslensku Norðurlandameistar- arnir heita Magnús E. Magnússon, Sigurbjöm Haraldsson, Stefán Jó- hannsson og Steinar Jónsson en fyrirliði var Jónas P. Erlingsson. Að gömlum góðum sið færði hann þó áhöfn norska skipsins tertu með áletrun sem bauð hana velkomna og myndir af íslenska og norska fánanum. Vinnslustöðin hefur áður átt við- skipti við útgerð skipsins og landaði það t.a.m. tvisvar hjá Vinnslustöð- inni á síðustu loðnuvertíð. Fyrirtæk- ið hafði gert samning um að tvö norsk loðnuskip, Kristian Rygge- fjord og annað til, lönduðu öllum sínum loðnukvóta hjá Vinnslustöð- inni í sumar. Sagði Sighvatur að þessi viðskipti skiptu fyrirtækið tals- verðu máli í upphafi loðnuvertíðar þegar lítið magn af loðnu berst alla jafna til Vestmannaeyja. Norðmenn hefðu að auki skilað mun betra hrá- efni en íslensku loðnuskipin fyrir sama hráefnisverð enda skip þeirra búin kælitönkum. Taldi Sighvatur óvíst nú hvort nokkuð yrði af frek- ari viðskiptum. Kvóti Kristian Ryg- geflord er 3.500 tonn en búast má við að veiðileyfi skipsins verði aftur- kallað ef sekt skipstjórans verður sönnuð í þessu máli. Skipstjóri vildi ekki tjá sig Skipstjórinn, Einar Evröy, vildi ekki tjá sig um málið. Bjornar Han- sen, bátsmaður frá Tromso, sagði hins vegar að hér hefði verið misskiln- ingur á ferðinni. „Við erum ekki van- ir því að lögreglan taki á móti okkar á bryggjunni og við fengum allan aflann í íslensku lögsögunni. Það hlýtur að hafa verið fyrir misskilning að tilkynnt var að hluti aflans hefði fengist við Jan Mayen. Það er samt gott að koma til íslands og við ætlum bara að landa hérna,“ sagði Hansen. í í > I t I l i i I I t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.