Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKOMULAGIÐ, sem náðst hefur ura afmörkun hafsvæðisins milli íslands og Grænlands, tekur bæði til fiskveiðilögsögu og land- grunns. Hafsvæðið umdeilda vegna Kolbeinseyjar skiptist þann- ig að íslendingar fá 30% og Græn- lendingar 70%. Einnig felur sam- komulagið í sér viðurkenningu á fullum áhrifum Grímseyjar við af- mörkunina. Ekki hefur náðst samkomulag um afmörkun hafsvæðisins milli íslands og Færeyja, en ísland hef- ur notað Hvalbak sem viðmiðunar- punkt á svæðinu. í samkomulag- inu miili íslands og Grænlands er hins vegar kveðið á um að sú af- mörkun hafi ekki fordæmisgildi að því er varðar afmörkunina milli íslands og Færeyja. Nýja markalínan virt á yfirstandandi ioðnuvertíð Samkomulagið náðist á fundi samninganefnda íslands annars vegar og Danmerkur, Grænlands og Færeyja hins vegar. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn dagana 27. og 28. júní. Samkomulagið milli íslands og Grænlands var staðfest á ríkis- stjórnarfundi síðastliðinn þriðju- dag og hefur verið kynnt utanrík- ismálanefnd og sjávarútvegsnefnd Alþingis. Það er háð samþykki danskra, grænlenskra og íslenskra stjórnvalda og verður lagt fyrir Alþingi í haust. Hljóti það staðfest- ingu allra aðila verður gengið frá formlegum samningi. í samkomulaginu felst að hin nýja markalína verður virt á yfir- standandi loðnuvertíð. íslensk skip hafa samkvæmt loðnusamningn- um milli íslands, Danmerkur f.h. Grænlands, og Noregs heimild til veiða á loðnu í grænlenskri lög- sögu og samkomulagið hefur því engin áhrif á veiðimöguleika þeirra. Gert er ráð fyrir að áhrifasvæði Grímseyjar, sem er um 1.500 km2, komi í hlut íslands, en Danir hafa ekki viðurkennt það hingað til. Að auki fær ísland í sinn hlut 30% af áhrifasvæði Kolbeinseyjar eða 3.015 km2 af 10.050 km2 svæði, þ.m.t. 170 km2 úr óum- deildri grænlenskri lögsögu vestur af umdeilda hafsvæðinu. Kolbeinsey í verulegri hættu Kolbeinseyjardeilan hefur verið óleyst mál allt frá því íslendingar færðu lögsöguna út í 200 mílur árið 1975. Þá ákváðu íslendingar að nota Kolbeinsey og Grímsey annars vegar og Hvalbak hins vegar sem viðmiðunarpunkta við afmörkun miðlínu. Danir gerðu fyrirvara við þessa ákvörðun árið 1975 og ítrekuðu hann 1979 og 1988. Samkomulagi náð í Kolbeinseyjardeilunni ísland fær 30% af hinu umdeilda hafsvæði Fundist hefur lausn á Kolbeinseyjardeilunni, sem staðið hefur frá því að íslendingar færðu lögsögu sína út í 200 mílur árið 1975. Pét- ur Blöndal kynnti sér ýmsar hliðar sam- komulagsins og ræddi við utanríkisráðherra. stæði enn upp úr hafi. Það liggur í augum uppi að við hefðum ekki talið rétt að semja ef við hefðum haft trú á því að við gætum feng- ið mun betri niðurstöðu í dóms- máli.“ Að sögn Halldórs liggur Ijóst fyrir að ef Alþingi hafnar sam- komulaginu í haust er málið kom- ið á byijunarreit og væntanlega ekkert annað framundan en að vísa því til dómstóla. Ekki ljóst hver niðurstaðan yrði fyrir dómstólum Erfitt er að vega og meta áhrif einstakra þátta ef málinu yrði vís- að til dómstóla, að mati sérfræð- inga, samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Kolbeinsey yrði líklega metin sem klettur í skilningi hafréttarsamn- ingsins og gæti því ekki haft efna- hagslögsögu né landgrunn. Þess vegna yrði að teljast ólíklegt að Kolbeinsey fengist metin nema að takmörkuðu leyti, en svo gæti allt eins farið að dómstóllinn hunsaði alfarið tilvist eyjarinnar. Aðrir þættir gætu einnig haft áhrif á dómsniðurstöðuna, s.s. að viðeigandi strandlengja Græn- lands er u.þ.b. þrisvar sinnum Iengri en strandlengja íslands að svæðinu. Færa megi rök fyrir því að ísland sem sjálfstætt ríki sé háðara fiskveiðum en Grænland. Ágreiningur landanna kom aft- ur upp á yfirborðið þegar dönsk skip hófu loðnuveiðar á umdeilda svæðinu síðastliðið sumar. Frá þeim tíma hafa átt sér stað viðræð- ur um lausn málsins. „Einstaka sinnum hefur komið til árekstra á þessu svæði og hefur það á margan hátt staðið í vegi fyrir vinsamlegum samskiptum milli íslendinga og _ Grænlend- inga,“ segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. „Þegar Lars Emil Johansen, formaður græn- lensku landstjórnarinnar, kom til landsins í vetur lagði hann mikla áherslu á að við reyndum að ná niðurstöðu í þessu máli,“ heldur hann áfram. „Hér er að sjálfsögðu um mjög viðkvæmt mál að ræða, því það varðar okkar lögsögu. Áftur á móti er ljóst að Kolbeinsey er í verulegri hættu. Eyjan hefur minnkað á síðastliðnum tíu árum úr 1.520 m2 niður í 370 m2 í fyrra og talið er að enn gangi á eyjuna. Eftir að hafa metið málið vandlega og leitað álits sérfræðinga á þessu sviði, ekki eingöngu innlendra heldur jafnframt erlendra, teljum við hagstætt að semja á þessum grundvelli fremur en að vísa mál- inu til dómstóla með miklum til- kostnaði. Það tæki alllangan tíma og við vitum ekki hver staða málsins yrði á þeim tíma, t.d. hvort Kolbeinsey Loðnustofninn er íslenskur og ís- land á 78% loðnukvótans en Græn- land aðeins 11%. Á móti komi að væntanlega yrði tekið tillit til þess að Græn- land ætti að njóta sanngjarns að- gangs að miðunum. Alþjóðadóm- stóllinn lagði einmitt áherslu á sams konar sjónarmið í Jan May- en-málinu milli Noregs og Græn- lands. Samanburður á ýmsum félags- Iegum og efnahagslegum aðstæð- um, s.s. búsetu á ströndum við- komandi landa og efnahagslegri þýðingu sjósóknar, yrði væntan- lega Islandi í hag. Þó beri að hafa í huga að dómstólar hafa almennt litið fram hjá slíkum þáttum. Lítil loðnuveiði á svæðinu Ekki er vitað um neinar nýtan- legar auðlindir nema loðnu og hval á hinu umdeilda hafsvæði milli íslands og Grænlands. Sam- skipti Islendinga og Grænlendinga á þessu svæði hafa verið góð að sögn utanríkisráðherra, enda samningur í gildi milli þeirra um gagnkvæmar loðnuveiðar. Vanda- málið hefur fyrst og fremst legið Fegursta Islandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á íslenste, ensku. þýste, {tönsfeí og sænsku. mk ' mk FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 í því að Grænlendingar hafa yfir- fært hluta af sínum veiðiheimild- um til annarra þjóða, þá sérstak- lega Evrópusambandsins, og hafa dönsk skip verið að veiðum á þessu hafsvæði. „Það heyrir þó til undantekn- inga, sem sýnir hvað lítið hefur verið um loðnuveiði á þessu svæði,“ segir Halldór Ásgrímsson. Hann nefnir sem dæmi að loðnu- veiðin um þessar mundir sé aust- ar. Halldór leggur áherslu á að fiskistofninn skipti meginmáli, en ekki afmörkunin sem slík. Verð- mætin liggi í auðlindunum á svæð- inu. { máli hans kemur ennfremur fram að erlend skip geti hafið veiðar í grænlenskri lögsögu og þeim hluta hafsvæðisins sem kom í hlut Grænlendinga, þótt Alþingi hafi ekki fengið málið til formlegr- ar meðferðar. Hefð sé fyrir því í samningum um afmörkun haf- svæða að aðilar virði umsamda markalínu þar til gengið hefur verið frá endanlegum samningi. Deila Færeyinga og Breta setti strik í reikninginn í þeim viðræðum sem hafa farið fram um afmörkun hafsvæðisins milli íslands og Færeyja hefur ekki náðst samkomulag. Svo virð- ist, samkvæmt heimildum blaðs- ins, sem Færeyingar séu ekki reiðubúnir að ganga til raunhæfra samninga að svo stöddu af ótta við hugsanleg fordæmisáhrif á deilu þeirra við Breta um afmörk- un hafsvæðisins milli landanna. Bretar hafa viljað nota eyjar á því svæði sem viðmiðunarpunkta og kunna miklir hagsmunir að vera í húfi ef olía finnst á svæðinu. Halldór Ásgrímsson tekur undir að það hafi sett strik í reikninginn að Færeyingar eigi í svipuðum deilum við Breta þar sem meiri hagsmunir séu í húfi. „Það hefur óneitanlega áhrif í sambandi við lausn á deilu sem þessari, þótt það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fýrir samkomulagi,“ segir hann. „Samkomulag þar myndi óneitanlega greiða fyrir lausn milli íslands og Færeyja." Staða Islendinga er talin sterk- ari í því máli en í Kolbeinseyjar- deilunni. í fyrsta lagi er strand- lengja íslands, sem snýr að haf- svæðinu, þrisvar sinnum stærri en strandlengja Færeyja. í öðru Iagi er Hvalbakur mun stærri en Kol- beinsey eða um 14.000 m2 að stærð og ekkert sem bendir tii þess að hann sé að minnka. Síðast en ekki síst er Hvalbakur mun nær strönd íslands en Kolbeinsey. Samningaviðræðum um af- mörkun hafsvæðisins milli íslands og Færeyja verður haldið áfram að sögn Halldórs. „Við munum leggja áherslu á að ljúka því sem fyrst,“ segir hann. „Við teljum okkar stöðu sterka og munum halda áfram að leita lausna og leitast við að halda viðræðum áfram í þeim góða anda sem ríkt hefur.“ Engu skiptir hvort Kolbeinsey hverfur í hafið „Ljóst er að gríðarlegur til- kostnaður hefði fylgt því að verja Kolbeinsey," segir Halldór As- grímsson. „Ekki er heldur víst að það hefði verið hægt. Þarna eru miklir náttúrukraftar á ferð, ekki eingöngu öldubrot heldur einnig j hafís. Þar að auki er alls ekki víst I að það hefði breytt nokkru, t.d. j fyrir dómstóli, þótt menn hefðu lagt í slíkan tilkostnað.“ Sam- kvæmt hafréttarsamningnum hafa tilbúnar eyjar ekki áhrif á afmörkun landsvæða efnahagslög- sögu né landgrunns. Halldór segir að eftir þetta sam- komulag skipti engu máli hvað verði um eyjuna. „Ef hún hverfur hefur það engin áhrif á þetta sam- ; komulag. Þar af leiðandi þjónar það engum tilgangi að leiða hug- ; ann að því hvað verður um eyj- j una.“ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.