Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 22
' 22 ’LAUGARDAGUR 5: JÚ'LÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Nú nálgast aðalgöngutími laxins óðfluga og nær hámarki í kringum 10. júlí sunnanlands. Veiðimenn eru í essinu sínu og fjölmenna í veiðiverslanir til að velja sér „rétta“ agnið. Túbur eru mikið notaðar og Ingvi Hrafn Jonsson segir hvar helst og hvenær. Túbur Dulbúin maðkveiði eða venjuleg fiuguveiði7 LAXVEIÐIMENN eru að margra áliti hópur sérvitringa og beturvitringa, (ef þannig leyfíst að íslenska „Besserwisser"). Það má sjálfsagt færa nokkur rök fyrir slíku áliti, því að við liggur að kenningar um hvemig á að fá lónbú- ann spengilega til að taka agn, séu jafnmargar veiðimönnum. Öll berum við mikla virðingu fyrir Atlantshafs- laxinum og tölum um hann sem kon- ung vatnafiska. Við höfum tilhneig- ingu til að setja upp á stall þá veiði- menn sem skara fram úr öðrum varðandi fjölda veiddra laxa. Oftar en ekki eru þetta menn, sem hafa náð ótrúlegum tökum á að láta lax taka maðk. Þeir eru miklu færri, sem hafa náð stórveiði á flugu, spón eða þyrilbeitu. En er eitthvað göfugt við skepnu sem móðir náttúra skap- aði sem listaverk, sem treður upp í sig 100 króna virði af slímugum möðkum, 400 króna brasstúbu eða 500 króna Tóbyspón, að ekki sé tal- að um allar stærðir og gerðir af marglitum flugum? yrir skömmu fjallaði ég um „hitsið“, sem að margra áliti er einhver nettasta og skemmtilegasta aðferðin við að tæla lax til töku. Gaman að skjóta því hér inn, að eftir að sú grein var skrifuð fór ég í Norðurá þegar norðaná- hlaupið stóð yfir og fékk á fostu- dagskvöldið 6. júní, 2 tíu punda laxa á „hitsið“. Þá var lofthitinn rúmar 4 gráður, vatnshitinn tæpar fjórar og 7-8 vindstig. Sannkallað heim- skautaveður. Engu að síður komu báðir laxarnir upp úr með klassísk- um hætti til að negla fluguna. Veiði- félögum mínum fannst þetta með ólíkindum, en ég var algerlega sannfærður um að ég myndi fá töku. Það var líka í eina skiptið í túrnum sem ég hafði þessa tilfinningu og varð enda ekki var eftir þessa fyrstu eftirmiðdagsvakt. Það var áhugavert við þessa fyrstu vakt, að við félagarnir settum í 4 laxa á Eyrinni, hinir tveir voru á Snældu, sem er túbuútfærsla hönn- uð af Grími Jónssyni. Laxinn leit hins vegar ekki við maðki. Túbuveiði á sér langa sögu hér á landi, allt frá því fyrstu bresku veiðimennirnir komu hingað, með risastórar bambusstangir, eða split canestang- ir og stórar túbur, sem þá voru og nú eru mikið notaðar í viskílituðum ám Stóra-Bretlands. Hins vegar held ég að túbuveiði hafi fyrir alvöru og almennt haslað sér völl meðal ís- lenskra veiðimanna síðustu 10-20 ár- in og þá sérstaklega á vorin, þegar árnar eru kaldar, vatnsmiklar og jafnvel svolítið skolaðar eða með leysingalit. að var við slík skilyrði fyrir tæpum tuttugu árum, er ég var að skrifa í Morgunblaðið um opnun Norðurár, að ég kastaði túbu fyrst. Þetta var á Eyrinni og ég var að fylgjast með þeim Sverri Þor- steinssyni og Eyþóri „kokki“ Sig- mundssyni. Þeir voru báðir búnir að fá lax á túbu, sem þeir kölluðu Skrögg og var svört með svolitlu rauðu í, að því er mig minnir, en ég veit að hún er líka hnýtt með gulu í, en þá meira notuð í haustveiði. Þeir félagar vildu endilega að ég prufaði. Þeir réttu mér stöng, sem var með flugulínu með sökkvandi enda og brössuðum Skrögg. Ég var ekki orð- inn mikill flugumaður á þeim tíma og hafði sjaldan ef þá nokkru sinni kastað sökkvandi flugulínu, enda skall Skröggurinn í hnakkann á mér í fyrsta kasti svo að glumdi í, gott ef ég fékk ekki kúlu. Þeir félagar hlógu dátt, en komu mér fljótt til aðstoðar og ráðlögðu mér að kasta aðeins upp í strauminn og beygja mig örlítið er ég kastaði. Mér fannst þetta hálf- skrítið allt saman, en náði fyrir rest að slæma túbunni út og viti menn, rétt er henni sló fyrir fékk ég töku og landaði 8 eða 9 punda fiski. Mig minnir að þeir félagar hafi bætt.við einhverjum löxum fram að hádegi, allt á Skrögginn. Ég þurfti hins vegar að drífa mig í bæinn til skrifa. Ég var heldur upp með mér er ég sagði kunningja mínum frá þessum flugu- laxi um kvöldið, en það hnussaði í honum og sagði að túbuveiði væri bara maðkaveiði flugumannsins, dræsunni væri bara þverkastað með flugustöng. Ekki tók ég þessi ummæli alvar- lega, enda maðurinn forfallinn maðkari með óbeit á hinum „hrein- ræktuðu" fluguveiðimönnum. Stað- reyndin er sú að túbuflóran er alveg jafnfjölbreytt, ef ekki fjölbreyttari en fluguúrvalið. Menn veiða á brössuð (þyngdar) einnar til tveggja tomma tundurskeyti og á svo smáar örtúbur (míkrótúbur) að þær sjást vart í vatninu og auðvitað allar stærðir þar í milli. Það sem kannski greinir túbuveiðina helst frá venju- legri fluguveiði, er þríkrækjan, sem veitir nokkuð öryggi þeim sem hræðast það mest í veiði áð missa lax. Líklega varð mesta byltingin í túbuveiði, er Francestúbumar komu, en rauðar og svartar Frances-flugur og -túbur eru afla- sælustu flugur veiðimanna, líklega fyrr og síðar og gáfu t.d. 525 af 1112 flugulöxum úr Norðurá á sl. sumri. Upp frá því að Frances-höfundurinn Peter Deane fyrst setti þetta bráð- veiðna agn á markað, er óhætt að Draumafötin klæða vel DRAUMSTAFIR Krlstjáns Frímanns í DRAUMI hafa fot og klæðnað- ur sérlundaða og ákveðna merk- ingu sem ekki þarf endilega að tengjast fatnaði vökunnar þó táknin séu sótt þangað og til duldra meininga um útlit, stíl, liti og efnisval. Sem dæmi birtist oft- ar en ekki framliðið fólk í brúnum eða gráum og efnislega þéttum og þykkum fótum svo sem leðri og vaðmáli en lifendur í táknrænum litum og efni sem tjáir einkamál hvers og eins frekar en almenna tísku. Fötin skapa manninn og draumurinn skapar manninum tjáningarmiðii leyndra hugsana með lindum og líni sem maður man þó helst þegar draumurinn tínir til föt og klæðir þig ákveðnu tákni/merki sem bendingu á eðlis- þátt, tilfinningu eða óminnisstig. Klæðaleysi er vinsælt merki draumsins til dreymanda um hræðslu hans við mistök, álit ann- arra eða annað óþægilegt sem hendir í samskiptum við aðra í líf- inu. Dæmi um nekt er að vera nakin/n að neðanverðu innan um fólk og vera óhræddur að bera sig, það vitnar til persónu sem hefur ákveðnar skoðanir og lang- anir og sem er órög að tjá þær. Hinir sem bera sig að ofan í draumi eru oft athyglissjúkir og/eða hafa farið á mis við hlýju í lífinu. Þá geta draumar fullkom- innar nektar vottað löngun við- komandi til byltingar á eigin lífi, siðum og venjum þó sami draum- ur sýni öðrum angist þess að finn- ast hann vera maður berskjaldað- ur. Fötin skapa ímynd í draumi sem vöku, smókingföt og tylliföt minna á gleðistundir líkt og þunn marglit fót en sömu föt geta sagt aðra og ófagra sögu af hugarfari dreymandans. Sem dæmi um lita- blöndun þá spegla rauð og svört fót vökunnar manninn sem kyn- veru en í draumi tjá þau sköpun- arkraft frekar en löngun til sam- fara, þó báðir þættir séu af sama meiði þá eru áherslur ólíkar. Sama má segja um liti, snið og efnisvai annarra fata, þau styðja oft hvert annað á brúnni milli svefns og vöku. Draumar lesenda í draumum „Dóttur“ kemur fyrir hús sem ímynd dreymand- ans og föt sem boðberar gleði en fatnaður í draumi getur verið tákn sem klæðir mann hjarta- hlýju og sálaryl. En draumur „Siggu“ er á skáldlegum nótum. Fyrri draumur „Dóttur“ „Mig dreymdi að ég væri mjög stressuð við að reyna að loka úti- dyrahurð. Lykilinn snérist alltaf og^nérist án þess að það læstist. Eg var svo stressuð því mamma var inni í húsinu (ég þekkti ekki húsið en það var á fleiri hæðum og í húsalengju). Mér fannst eins og hún væri geðveik og mætti alls ekki sleppa út. Hún var á leiðinni niður stigann og nú fannst mér ég verða að læsa. Meðan ég reyni að læsa kemur maður að, hann sér hvað ég er æst og ætlar að hjálpa mér, ég útskýri fyrir honum nauðsyn þess að læsa. Við gátum ekki læst og ég opna hurðina, þá stendur mamma í stiganum og er döpur á svip. Ég hleyp upp stig- ann og tek utan um hana. Þá seg- ir hún „Það borgaði sig að skilja, svo að við næðum saman". Síðan féllumst við í faðma, grétum og settumst í stigann". Seinni draumur „Mér fannst ég vera að renna mér á skíðum á skíðasvæði, fullt MyncVKristján Kristjánsson KLÆDDUR draumi og kom- inn á ról. af fólki og gott veður. Allt í einu er mamma komin. Ég var mjög undrandi því hún átti að vera dá- in. Ég fagna henni óskaplega. Síð- an erum við allt í einu komin heim. Hún í eldhúsinu og mjög þreytuleg. Ég vil að hún hvíli sig og spyr hvemig það hafi verið að deyja? Ég man ekki hverju hún svaraði en ég varð hneyksluð á viðbrögðum pabba. Hann var mjög glaður að hún væri komin aftur en ætlaði samt að halda sínu striki eins og hann væri einn, það er að fara einn út með vinum sín- um í síðdegiskaffi (það er það sem hann gerir í dag). Mér fannst að hann ætti að sleppa því, fyrst mamma var komin. Pabbi var bú- inn að klæða sig upp í svargrá, teinótt jakkafót. Hann var mjög fínn, leit vel út og ánægður með sig (hann fer aldrei í jakkafót hversdags). Ráðning Fyrri draumur Húsið sem þér tekst ekki að læsa er ímynd þín og að þér tókst ekki að læsa því bendir til að hvorki tilfinningum, hugsunum eða eðlisþáttum um líf þitt og þinna verði haldið utan seilingar eða innan múra hugans. Maður- inn sem kemur þér til aðstoðar er Animus þinn og hann er á sama máli. Þú þekktir ekki húsið og þar með ekki þig sem skyldi og því eru þættir í þér ókunnir og var- hugaverðir að eigin mati. Þessir þættir verða samt að koma fram svo þú áttir þig á samhengi hlut- anna og losnir undan ímynduðum skoðunum. „Það borgaði sig að skiija...“ er bæði merki um lát (skilja við) og merki þess að þú þurfir að greina þig frá öðrum svo fyrrgreint samhengi komist á, samhengi hugar og hjarta. Seinni draumur í seinni draumnum ertu á skíðasvæði sem þýðir visst frelsi og hugsanlega ákveðinn tíma en í draumnum (sem þeim fyrri) kem- ur sterkt fram að móður þinni er mjög annt um þig og vill veg þinn sem mestan og bestan og koma hennar nú geti haft áhrif þar á. Viðbrögð föður þíns við komu móður þinnar bendir til að með þessum draumi fylgi góðar breyt- ingar og að hann var uppábúinn bendir til að draumurinn rætist á þann gleðilega hátt sem til var ætlast. „Siggu“ dreymdi „Mig dreymdi draum fyrir nokkrum árum sem fer mér ekki úr minni. Ég var á gangi með full- orðinni konu (fyrrverandi tengda- móður mannsins míns). Við kom- um að hæð, efst á hæðinni var lágt klettabelti, niður undan því var aflíðandi brekka grasi gróin. Um alla brekkuna voru knéháar þúfur, efst á hverri þúfu var háls og á hálsinum frómað konuhöfuð. Við gengum þarna um og rædd- um við þessi höfuð, sem horfðu á okkur með engu minni undrun en við á þau. En það var líf og fjör í þessum andlitum öllum og hlegið, skrafað og spurt. Ég man aðeins eina spurninguna sem eitt bros- andi höfðuðið spurði „Hvernig farið þið að því að eignast böm?“. Ég svaraði því og mátaði á sam- ferðakonu minni hvemig við yrð- um útlits við meðgöngu. Það var greinilegt að þeim fannst þetta bráðfyndin aðferð við að fjölga sér. Er einhver meining í svona draumi?“ Ráðning Það er von þú spyrjir hvort ein- hver meining sé í svona draumi sem er gjörsamlega á skjön við raunveruleikann og „út úr korti“ eins og sagt er. En ekki er allt sem sýnist því konan í draumnum sem fylgir þér er velgjörðarmað- ur þinn og leiðir þig um þroskað- ann innri veruleika þinn (hæðin, klettabeltið og brekkan), þitt draumaland. Þar komið þið að knéháum þúfum með konuhöfðum á, það era ónýttar (höfuðin vora undrandi, þú varst undrandi) hug- myndir þínar til sköpunar, líklega hæfileikar til sagnagerðar sem viija fæðast/verða til. Þar sem þú sýndir höfðunum hvemig bam verður til þá er ekki loku fyrir það skotið að úr hugmyndunum (höf- uðin) rætist og úr verði raunvera- legt afkvæmi/saga-bók. 0Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og riðna sendi þámeð fullu nafni, fæðingardegi og iri isamt heimilisfangi og dulnefni tíl birtingar til: Draumstaflr Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.