Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 25 Ætla íslensk stjórnvöld að taka þátt í baráttunni gegn barnavinnu Á RÁÐSTEFNU Norræna verka- lýðssambandsins um barnavinnu sem ég sótti í apríl sl. sagði Neil Kearney frá Alþjóðasambandi starfsmanna í vefnaðariðnaði frá 5-7 ára börnum sem vinna 16-20 stund- ir á dag í fataiðnaði í Bangladesh. Börnin eru veik, sum næstum blind og mörg með berkla. Hann sagði frá 7 ára strák sem vann við að setja smellur á gallabuxur með hamri. Fingur hans voru þrútnir og bólgnir og hann var barinn ef hann gerði einhver mistök í starfi sínu. Neil sagðist hafa spurt þennan strák hvenær hann hefði tíma til þess að leika sér. Það fékkst ekkert svar vegna þess að orðið leikur var ekki til í hugarheimi þessa stráks. Þessi börn fengu engin laun og unnu fyr- ir mat. Foreldrar barnanna voru annaðhvort atvinnulausir eða höfðu svo lág laun að þau gátu ekki fætt þessi börn. Neil taldi að aðalástæðan fyrir þessu ástandi væri óstjórnleg græðgi atvinnurekenda og hugleysi ríkisstjórnarinnar. - Þessi frásögn er ótrúlega ljót og það er auðvitað líka mjög illa gert af mér að trufla lesendur Morgun- blaðsins með því að fá þetta birt þar. Sumir kunna líka að segja að ég sé að setja málin óheiðarlega - eða ætla þau að sitja hjá? fram með því að tengja þessa frásögn fyrirsögn greinarinnar. Bera ís- lensk stjómvöld virki- lega ábyrgð á þessu hræðilega ástandi? Svarið er að auðvitað bera íslensk stjómvöld ekki ábyrgð á þessu, EN, þau gætu staðið sig mun betur í því að taka þátt í baráttu gegn barnavinnu og baráttu fyrir auknum mann- réttindum í heiminum. Hvað eru samþykktir ILO? ísland á aðild að ILO, Alþjóða vinnumálastofnuninni, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Eitt af því sem ILO gerir er að setja reglur um vinnumarkaðs-, félags- og mannréttindamál sem eiga að gilda fyrir allan heiminn. ILO er þríhliða stofnun þar sem samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og stjórnvöld þurfa að ná samkomu- lagi um þessar reglur. Reglurnar em síðan staðfestar af aðildarríkjunum Ari Skúlason og taka gildi eft.ir ákveðnum reglum. ísland hefur staðið sig mjög illa við að stað- festa samþykktir ILO. Við höfum einungis staðfest 18 samþykktir á meðan hin Norður- löndin hafa staðfest á bilinu 70-100 sam- þykktir. Alþýðusam- band íslands hefur bar- ist fyrir því í mörg ár að fá fleiri samþykktir samþykktar en staðið frammi fyrir mikilli andstöðu bæði stjórn- valda og atvinnurek- enda. Til hvers eru samþykktir ILO? Nú eru samþykktir ILO mjög mis- munandi og skipta okkur mismiklu máli. Nú liggja t.d. fyrir Alþingi, og hafa legið lengi, þingsályktunartil- lögur um að íslensk stjórnvöld stað- festi samþykktir ILO um málefni starfsfólks með fjölskylduábyrgð og uppsögn starfs af hálfu atvinnurek- Ætlar ísland að taka þátt í samstöðu með öðrum þjóðum um það, spyr Ari Skúlason, að berjast gegn því böli og smánarbletti sem bamavinnan er á heimssamfélaginu. enda. Þessar tvær samþykktir skipta máli fyrir réttindi og kjör íslensks launafólks og því eru þær mikilvæg- ar fyrir okkur. Síðan eru til aðrar mikilvægar samþykktir sem við höfum ekki stað- fest sem skipta okkur litlu máli, en skipta aðra mjög miklu máli. Dæmi um það er ILO-samþykkt nr. 138 um bann við vinnu barna. Einn helsti liðurinn í baráttunni gegn barna- vinnu í heiminum er að sem flest ríki staðfesti þessa samþykkt til þess að það sé hægt að nota hana sem vopn í baráttunni gegn bama- vinnu. En af hvetju ætti ríki eins og Bangladesh að staðfesta sam- þykkt af þessu tagi þegar land eins og ísland hefur ekki gert það? Reyndar hafa tvö Norðurlandanna ekki staðfest þessa samþykkt; ísland og Danmörk. Vegna mikils sjálf- stæðis danska vinnumarkaðsins gagnvart stjórnvöldum hafa dönsk stjórnvöld veigrað sér við að stað- festa samþykktir af þessu tagi. En í þessu tilfelli hafa Danir nú ákveðið að bijóta regluna og staðfesta sam- þykkt nr. 138. Innan skamms verður Island, eitt Norðurlandanna, í þeirri stöðu að taka ekki þátt í baráttunni gegn barnavinnu í heiminum með því að staðfesta þessa samþykkt. Staðfesting kostar okkur ekkert íslensk stjórnvöld hafa engin rök fyrir því að staðfesta ekki ILO-sam- þykktina um barnavinnu. Þær reglur sem gilda nú um þessi mál ná mun lengra þannig að staðfestingin hefði engin áhrif á íslenskan vinnumark- að. Spurningin snýst aðeins um það hvort ísland vill taka þátt í samstöðu með öðrum þjóðum um að beijast fyrir því böli og smánarbletti sem barnavinnan er á heimssamfélaginu. Við teljum okkur oft meðal fremstu þjóða, og í þessu máli ættum við að færa okkur mun framar og öðlast sess meðal þeirra þjóða sem láta sig mannréttindi í heiminum einhveiju skipta. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Undir 16 ára - aðeins með foreldrum AÐ UNDANFÖRNU hefur mátt sjá auglýsingar þar sem foreldar eru hvattir til að sýna börnum sínum ást með því að segja nei þegar vímu- efni eru annars vegar. Þeir eru hvattir til að vera sam- taka, ákveðnir og elskulegir, m.a. með því að neita að kaupa áfengi fyrir unglinga undir 16 ára aldri. Ekki þarf að koma á óvart að þessum tilmælum sé beint til foreldra. Mikil og sterk vakning er í gangi til að beijast gegn áfengis- og vímu- efnanotkun unglinga og það er vitað að fram- lag foreldra er þar áhrifamest. Lengi hefur verið unnið gegn áfengis- og vímuefnavandanum Valgerður Magnúsdóttir með fræðslu til að auka þekkingu. Hún er nauðsynleg en ekki nægjan- leg. Niðurstöður rannsókna sýna að fjórir af hveijum fimm unglingum í 10. bekk hafa neytt áfengis og margir einnig prófað önnur fíkni- efni, t.d. hafa 13% þeirra notað hass. Þessar tölur hafa aldrei verið hærri en nú. Fjölskylduferðir í stað unglingaf er ðalaga Það má í raun segja að unglinga- drykkja eins og hún hefur tíðkast sé ekkert annað en vanræksla, sem hefur viðgengist með einhvers konar þegjandi samþykki. Það er t.d. engin ástæða til að unglingar undir 16 ára aldri séu í ferðalögum án stjórnar og leiðsagnar fullorðinna og ástæða til að leggja þau af. Á vorfundi okkar nýlega fögnuð- um við félagsmálastjórar þeim krafti sem virðist í forvarnarstarfi um þessar mundir. Við vorum sammála um að nauðsynlegt væri að sporna við því að unglingar færu einir síns liðs á útihátíðir eða aðra staði þar sem fyrsta neyslan á sér oft stað og ýmsar hættur geta beðið þeirra. Því viljum við beina því til foreldra að láta ekki undan þrýstingi, heldur neita börnum sínum samtaka, ákveðnir og elskulegir um að fara í slíkar ferðir. Þannig má beina þeim frá þeim hættum sem reynslan sýn- ir að of mikið er af. Það er upplagt að fara heldur með þeim i ánægju- lega íjölskylduferð og bjóða e.t.v. vini eða vinkonu með. Félagsmálastjórar heita foreldrunum lið- sinni eftir því sem verða má til þess að snúa vörn í sókn og kveða þessa vanrækslu niður. Sam- takamátturinn sem for- eldrar hafa virkjað að undanförnu hefur sýnt sig að skila árangri. Það sést t.d. í starfi for- eldravaktanna. Leiðir til að auka styrk unglinganna Besta aðferðin til að sporna við áukinni áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga er að auka styrk þeirra sjálfra til að standa á móti þrýstingi um að byija að drekka og dópa. Það þarf að hafa áhrif á lífsstíl þeirra, ekki aðeins á þekkingu og viðhorf. Til þess að það sé hægt þarf þrennt að koma til. í fyrsta lagi stuðningur, eftirlit og agi heima fyrir. í öðru lagi góð tenging þeirra við skólann og í þriðja lagi Mikil og sterk vakning er í gangi til að berjast gegn áfengis- og vímuefnanotkun unglinga. Valgerður Magnúsdóttir bendir á að þar sé framlag foreldra áhrifamest. styrkur hinna ýmsu stofnana, s.s. skóla og félagsmiðstöðva. Fyrsti þátturinn skiptir meginmáli og til þess að hann virki vel þurfa foreldr- ar að fá stuðning og aðstoð frá styrku skólastarfi, hollum og góðum tómstundatilboðum og öflugri og aðgengilegri fræðslu. Einnig þarf félagsleg þjónusta að sinna vel ráð- gjafar-, stuðnings- og meðferðar- starfi því sem henni er ætlað. Fjölda- margir aðilar þurfa að sinna sínum verkefnum vel, til þess að öll tann- hjól virki og úr verði eitt afl sem ekkert fær stöðvað fyrr en drykkju og hvers kyns vímuefnanotkun ungl- inganna hefur verið útrýmt. Nýlega voru haldnar tvær fjölsótt- ar ráðstefnur, önnur á Akureyri og hin í Reykjavík. Þar ríkti baráttu- hugur og virtist uppgjafarhljóð und- anfarinna ára á bak og burt. Stríð stendur um unga fólkið, en það stríð þarf að vinna. Þar eiga foreldrar að bandamönnum starfsfólk ýmissa stofnana sem vinna að fræðslu og forvarnarstarfi, ráðgjöf, meðferð, rannsóknum og ýmsu öðru sem of langt mál yrði upp að telja. Skoðanir foreldra og unglinganna sjálfra í nýrri skoðanakönnun á viðhorf- um foreldra gagnvart unglinga- drykkju kom í ljós að 96,4% foreldra telja að unglingar undir 16 ára aldri eigi ekki að neyta áfengis. Í auglýs- ingum sem Reykjavíkurborg og Ák- ureyrarbær standa að um þessar mundir er foreldrum bent á að með því að kaupa áfengi fyrir unglinga felst samþykki við því að þau drekki það. Slíkt samþykki vilja foreldrar yfírleitt ekki gefa og því er tilvalið að standa saman á móti þrýstingi og neita samtaka, ákveðnir og elsku- legir að kaupa áfengi fyrir ungling- ana. Með því móti sýna foreldrar ást sína. Það liggur ljóst fyrir að ungl- ingarnir sjálfir vilja skýr skilaboð frá hendi foreldra sinna. Því skyldu eng- ir foreldrar láta blekkjast af andófí augnabliksins og röksemdunum um að allir hinir megi það sem til um- ræðu er, sem vissulega getur komið upp þegar þeir sýna umhyggju á þennan hátt. Fjölskylduhátíð á Akureyri Um komandi verslunarmanna- helgi verður fjölskylduhátíð á Akur- eyri og vonast er eftir mörgum gest- um. Þangað er tilvalið fyrir foreldra að koma með unglingum sínum og eiga með þeim ánægjulegar stundir. í ofangreindri könnun kom einnig fram að foreldrar vilja fá að vita ef einhver verður þess áskynja að barn þeirra undir 16 ára aldri neytir áfengis. Við því verður brugðist á Akureyri um verslunarmannahelg- ina. Barnaverndarstarfsmenn munu vinna ötullega að því að láta for- eldra vita ef einhveijir unglingar undir 16 ára aldri verða í vanda. Þá verður leitað til foreldra þeirra og óskað eftir því að þeir sæki ungl- inginn sinn, því þá þurfa þeir svo sannarlega á pabba og mömmu að halda. Slíkar neyðaraðgerðir má fyr- irbyggja með öllu með því að fjöl- skyldan skemmti sér saman á já- kvæðan hátt. Áfram foreldrar, elskið börnin ykkar óhikað og segið nei, samtaka, ákveðnir og elskulegir. Höfundur er félagsmálastjóri Akureyrarbæjar. Fyrsta flokks Fyrir fellihýsi og hjólhýsi Gott verð og mikið úrval af þessum frábæru for- tjöldum sem reynst hafa vel áratugum saman. CÍSLI . 1ÓNSSON efif Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Opiö lau. 10-16 og sun. 13-16 Umboösmenn: Bílasalan Fell, Egilsstööum og BG Bílakrlnglan, Keflavík. L A N G U R LAUGARDAGUR OPIÐ TIL KL. 17 í HERR AGARÐINUM SUMARBLl SSlTIi A 20% AFSUETTI I dag veitum við 20% afslátt af glæsilegum sumarblússum. m 1$li^ omiö og sjáið fulla búð af fatnaöi og skóm. 20% aí'sláítur af sumarblussum í dag Laugavegi 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.