Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN GEORG MÖLLER +Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918 og bjó þar alla tíð. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn. For- eldar hans voru Christian Ludvig Möller, lögreglu- þjónn á Siglufirði, f. 5. apríl 1887 á Blönduósi, d. 11. ágúst 1946 á Siglu- firði, og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, húsmóðir, f. 18. mars 1885 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 6. feb. 1972 á Siglufirði. Systkini Jóhanns voru þessi: Alfreð, f. 1909, látinn; William Thomas, f. 1914, látinn; Rögn- valdur Sverrir, f. 1915; Unnur Helga og Alvilda María Frið- rikka, f. 1919; Kristinn Tómas- son, f. 1921; Jón Gunnar, f. 1922, látinn. Jóhann var kvæntur Helenu Sigtryggsdóttur frá Hrísey, f. 21. sept 1923 í Ytri-Haga á Ár- skógsströnd og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn: 1) Helga Krístín, f. 30. okt. 1942, kennari við Digranesskóla í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ, d. 15. mars 1992. Maður hennar var Karl Harry Sigurðsson, bankamaður, og dætur þeirra eru Helena Þuríð- ur, lögfræðingur, og Hanna Lillý. 2) Ingibjörg María, f. 12. júlí 1944, kennari og aðstoðar- ^ skólastjóri í Hlíðaskóla í Reykja- vík. Fyrri maður hennar var Sigurður Harðarson arkitekt en þau skildu. Börn þeirra eru Hörður, dýralæknir, Jóhann og Fríða. Jóhann á Jónu Diljá með unnustu sinni, Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur. Ingibjörg er gift Barða Þórhallssyni, lögfræð- ingi, deildarstjóra hjá Trygg- ingastofnun rikisins. 3) Alda Bryndís, f. 27. maí 1948, mat- vælafræðingur og þróunarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Hún var áður gift Stefáni Vilhjálmssyni, matvælafræð- ingi. Maður hennar er Derek Karl Mundell, landbúnaðar- fræðingur og framleiðslustjóri hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík. Börn þeirra eru Eva Hlín og Kristján. 4) Jóna Sigurlína, f. 22. nóv. 1949, kennari og að- stoðarskólastjóri við Kópavogs- skóla. Maður hennar er Sveinn Arason, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá Ríkisendur- skoðun. Dætur þeirra eru Hel- ena, læknir, og Kristbjörg. 5) Kristján Lúðvík, f. 26. júní 1953, íþróttakennari, framkvæmda- stjóri og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar. Kona hans er Oddný H. Jóhannsdóttir, versl- unarmaður. Synir þeirra eru Jóhann Georg, Almar Þór og Elvar Ingi. 6) Alma Dagbjört, f. 24. júní 1961, svæfinga- og gjörgæslulæknir í Svíþjóð. Mað- ur hennar er Torfi Fjalar Jónas- son, læknir og í sérfræðinámi í hjartalyflækningum I Svíþjóð. Börn þeirra ung eru Helga Kristín og Jónas Már. Jóhann varð gagnfræðingur frá MA 1937. Hann vann lengst af sem verkamaður og verkstjóri hjá Síld- arverksmiðjum rík- isins á Siglufirði. Hann sat í stjórn SR 1959-71 og var varaformaður stjórnarinnar um hríð. Ilann var einn- ig í stjórn Lagmet- isiðjunnar Siglósíld- ar, sem var í eigu SR, í nokkur ár. Jóhann tók mikinn þátt í stjórnmálastarfi, verkalýðsmál- um og félagsmálum frá unga aldri og fram á efri ár og að sumum verkefnum vann hann til æviloka. Hann var bæjarfull- trúi á Siglufirði fyrir Alþýðu- flokkinn samfellt í aldarfjórð- ung, eða á tímabilinu 1958- 1982. Hann sat í bæjarráði 1962-74 og 1978-82 og var for- seti bæjarstjórnar Siglufjarðar 1978-82. Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins, þ.á m. hafnarnefnd, rafveitu- nefnd, sjúkrasamlagsnefnd og æskulýðsráði. Þá átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna Siglufjarðarkaupstaðar um átta ára skeið. Að sveitar- stjórnarmálum vann hann einn- ig á vettvangi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, var þar í stjórn 1978-1982 og var full- trúi á fjórðungsþingum Norð- lendinga í mörg ár. Baráttumál verkamanna voru Jóhanni hugleikin til dauðadags. Hann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1957-63, ritari Verkalýðsfé- Iagsins Vöku frá 1976 til 1994 og í trúnaðarmannaráði þess til æviloka. Hann sat mörg þing ASI, Verkamannasambandsins og Alþýðusambands Norður- lands. Þá var hann og formaður Byggingarf élags verkamanna á Siglufirði 1958-1974. Jóhann G. Möller var gerður að heið- ursfélaga Verkalýðsfélagsins Vöku hinn 1. maí 1993. Jóhann G. Möller átti lengi sæti í flokksstjórn Alþýðu- flokksins og sat fjölmörg flokksþing hans. Hann var um- boðsmaður Alþýðublaðsins á Siglufirði í fimm áratugi. Jóhann var mikill áhugamað- ur um íþróttir. Hann var meðal stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, formaður þess um árabil og var auk þess í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Hann var gerður að heiðursfélaga KS árið 1992 og að heiðursfé- laga Bridgefélags Siglufjarðar árið 1991. Hann var formaður áfengisvarnanefndar Siglu- fjarðar og starfandi í bindindis- hreyfingunni lengi. Jóhann G. Möller var sæmd- ur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sin að félags-, verkalýðs- og sveit- arstjórnamálum hinn 17. júní 1983. Jóhann verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þeir voru jafnaldrar, frændi minn Jóhann G. Möller og Siglufjarðar- kaupstaður. Bærinn fagnar 80 ára afmæli í maí á næsta ári, en Jóhann hefur nú kvatt okkur 79 ára að aldri. Það er nauðsynlegt að minnast hug- sjónamannsins Jóhanns og Siglu- fjarðar í sömu setningunni því allt hans líf var helgað uppbyggingu síldarbæjarins, bættum kjörum og blómlegra félagslífi bæjarbúa. Hann var sannarlega litrík persóna sem setti svip sinn á bæinn og óhætt að fullyrða að Siglufjörður verður fá- ~ 1 tækari þegar Jóhanns nýtur ekki lengur við. Jóhann var ef til vill meira áber- andi á götum bæjarins en margur annar sökum þess að hann ýmist ferðaðist um á tveimur jafnfljótum eða á reiðhjóli. Hann fór gjarnan hratt yfir og göngulagið var þannig að maður vissi úr langri fjarlægð hver þar var á ferð. Ollum var heils- að og oftast fór hann ekki langt án þess að spjall væri tekið á einhveiju götuhorninu. Jóhann var einn af þeim sem kom sér ávallt strax að efninu þannig að sjaldnast stóð stoppið lengi. Hraðinn var það mik- ill að það var stundum eins og Jó- hann þyrfti að leysa öll mál bæjarins og þjóðarinnar á einum degi. Það er reyndar nokkuð til í þessu, um það bera öll hans verkefni, trúnaðar- störf og félagsstörf glöggt vitni. Jóhann var hugsjónamaður og gekk snemma til liðs við Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Mínar fyrstu minningar tengjast einmitt stjórnmálamanninum Jóhanni Möll- er. Eg var ekki hár í loftinu þegar Jóhann boðaði okkur systkinin niður í Borgarkaffi til þess að bijóta sam- an og bera út Neista — málgagn Alþýðuflokksins á Siglufirði. Þetta þótti okkur sjálfsagt og vorum í raun stolt af því að fá einhveija „vinnu“. Störfin urði fleiri og ábyrgðarmeiri í kjölfarið; sala á 1. maí merkjum og útburður á Alþýðublaðinu með tilheyrandi innheimtuaðgerðum. Þó ég muni það ekki nú geri ég ráð fyrir að baráttumál jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar hafi borið á góma strax á þessum árum. Ég get í það minnsta þakkað þeim feðgum, Jóhanni og Kristjáni Möll- er, fyrir að eiga stærstan þátt í að vekja áhuga minn á stjórnmálum og boðskap Alþýðuflokksins. Ég minnist þess til dæmis hversu fagnandi hann tók mér þegar ég leitaði til hans eftir heimildum þegar ég vann að lokaritgerð um átökin í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyf- ingunni á kreppuárunum. I ljós kom að hann lúrði á sínu eigin pólitíska bókasafni sem innihélt m.a. fundar- gerðarbækur flokksfélaga og verka- lýðsfélaga jafnaðarmanna á Siglu- firði frá upphafi. Þótt Jóhann hafi vart verið nema unglingur þegar átökin stóðu sem hæst var greinilegt að þessir atburðir stóðu ljóslifandi í minningu hans. Lýsingarnar og dra- matíkin voru með þeim hætti að maður sá fyrir sér sjóðheita átaka- fundi og allt að því blóðug slagsmál krata og kommúnista. Jóhann var persónugervingur Al- þýðuflokksins á Siglufirði. í áratugi gengdi hann öllum helstu embættum og trúnaðarstöfum fyrir flokkinn og verkalýðsfélögin, auk þess að sinna öllum stórum og smáum verkum sem þurfti að vinna til þess að halda úti öflugu flokksstarfi og heyja kosn- ingabaráttu. Þessu fékk ég að kynn- ast mjög náið þau ár sem ég var framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins. Það leið varla sú vika, þessi fjögur ár, án þess að Jóhann hringdi á flokksskrif- stofuna í Reykjavík. Oftast lá honum mikið á hjarta, enda flokkurinn í erfiðúm málum og bullandi innan- flokksátökum á þessum árum. Hann hikaði ekki við að segja meiningu sína og gagnrýna það sem honum þótti miður fara, en hann hafði einn- ig ráðleggingar og lausnir á reiðum höndum. Á opnum fundum var gam- an að sjá skörunginn Jóhann flytja ræður af mikilli innlifun og sannfær- ingarkrafti. Mér er í fersku minni fundur á Siglufriði fyrir nokkrum árum þar sem Jóhann gagnrýndi Jón Baldvin fyrir að fylgja ekki jafnaðar- stefnunni í verki. Jón tók þessu vel, eins og hans var von og vísa, og kvað upp þann úrskurð að Jóhann væri samviska flokksins og það væri hollt fyrir forystumenn hans að koma öðru hvoru norður til þess að gleyma ekki hornsteinum jafn- aðarstefnunar. Það er ekki ofsagt að Jóhann hafi verið einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum og velgjörðarmönnum Alþýðublaðsins og eins og nýleg dæmi sanna hefur Alþýðublaðinu oft og tíðum ekki veit af bandamönnum. Hann var umboðsmaður og fréttarit- ari blaðsins í áratugi og allt fram á áttræðisaldur hjólaði hann með blað- ið til allra áskrifeda á Siglufirði, sem þá voru fleiri en margan grunar. Hann vildi gjarnan halda þessum starfa áfram meðan heilsan leyfði og var þess vegna vonsvikinn þegar blaðstjórnin ákvað að leggja niður umboðsmannakerfi sitt árið 1992. Þrátt fyrir að heilsan hafi verið far- in að bila undir það síðasta var það ætíð fastur liður hjá Jóhanni að sækja sér eintak í Alþýðuhúsið þeg- ar hann var staddur í Reykjavík. Án Alþýðublaðsins gat hann ekki verið. Á æskuárum mínum á Siglufirði vorum við nágrannar og það var ætíð gott að vippa sér yfir girðing- una til þeirra Jóhanns og Lenu enda eiga þau góða og samheldna fjöl- skyldu og oft var glatt á hjalla á Laugaveginum þegar dæturnar og barnabörnin komu í heimsókn að sunnan. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast hugsjónarmanninum Jó- hanni Möller og ég mun sakna góðs frænda og vinar. Við Jenný sendum Helenu, börnum, barnabörnum og eftirlifandi systkinum innilegar sam- úðarkveðjur. Sigurður Tómas Björgvinsson. í þessum fáu línum langar mig að riija upp og þakka þér, afi minn, fyrir þau 18 ár sem við höfum verið saman. Það er mér mjög ofarlega í huga þegar við „nafnarnir" fórum á hjólum að bera út Alþýðublaðið sem þér þótti svo vænt um. Þú lést mig svo smátt og smátt taka við af þér að bera út og það sem því tilheyrir. Ekki voru nú margir áskrifendur að Alþýðublaðinu á þessum tíma en þú lagðir alltaf allan þinn metnað í að koma blaðinu vel og tímanlega til skila. Það sýnir vel hversu þú unnir flokknum og blaðinu mikið. Þú hugsaðir alltaf um alla, jafnt stóra sem smáa. Það hefðu t.d. ekki allir lagt það á sig að hjóla niður í síldarverksmiðju með fisk, þegar vil- liköttur hafði eignast kettlinga þar. Þetta lýsir þér einna best. Þú lést málefni flestra þig varða og þau voru ófá félagasamtökin sem þú styrktir. Þú varst dyggur stuðnings- aðili í öllu sem tengist vímuvörnum og mikill bindindismaður sjálfur. Þegar maður var að skoða hveijir voru helstu styrktaraðilar t.d. hjá vímuvörnum, voru talin upp mörg stórfyrirtæki og svo Jóhann G. Möll- er. Elsku afi. Ég mun sakna þess sárt að þú hringir ekki núna á hveij- um degi og fáir upplýsingar hvernig gangi hjá okkur bræðrunum í íþrótt- unum. Þú hefur verið mesti og besti stuðningsaðili okkar í íþróttunum í gegnum árin. Þú misstir ekki af leik hjá okkur þegar þú varst í bænum, allt til æviloka. Síðustu leikir núna munu alltaf verða mér minnisstæðir því þá kappkostaði ég að reyna að skora, sérstaklega fyrir þig. Þennan tíma sem þú hefur átt við veikindi að stríða og hefur verið rúmfastur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, var gott að fá fregnir af því að þú fylgdist með okkur í knattspyrnunni og var það mikil hvatning. Það verður skrýtið að spila heimaleiki og sjá þig ekki meðal áhorfenda, en vafalaust heldur þú samt áfram að fylgjast með okkur öllum þar sem þú ert núna. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig á þessum árum. Jóhann Georg Möller, yngri. Kveðja frá bæjarstjórn Siglufjarðar Jóhann Georg Möller er látinn. Með honum er horfinn einn þeirra sem sett hafa svip sinn á Siglufjörð mestan hluta þessarar aldar. Ungur að aldri haslaði Jóhann sér völl innan Alþýðuflokksins. Á þeim árum sem hann var í Menntaskólan- um á Akureyri gerðist hann ákafur talsmaður jafnaðarstefnunnar. Hann barðist fyrir bættum kjörum verka- fólks og þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Félagar hans fólu honum hin ýmsu störf sem inna þurfti af hendi. Þau verkefni sem hann tók að sér vann hann ávallt með það í huga að verkafólkið, skjól- stæðingar hans, nyti þeirra. Hugur hans var jafnan hjá þeim sem minna máttu sín. Jóhann sat í bæjarstjórn Siglu- fjarðar um aldarfjórðungsskeið. Hann gegndi þar æðstu embættum, var forseti bæjarstjórnar um hríð og sat í bæjarráði í fjögur kjörtímabil. Þegar Jóhann sat í bæjarstjórn var staða bæjarfélagsins oft erfið. Það var ekki eftirsóknarvert að standa undir öllum þeim væntingum sem gerðar eru til bæjarfulltrúa við slíkar aðstæður. Allt þetta stóð Jóhann af sér og kom ósár frá því, en oft var baráttan erfið. Hann naut þeirrar ánægju að koma mörgum góðum málum í höfn og uppskar þannig oft árangur erfiðisins. Hann nálgaðist verkefnin með opnum huga og leysti þau þannig að þau kæmu að sem mestu gagni fyrir bæjarfélagið og þá ekki síst siglfirskt verkafólk. Bæjarstjórn Siglufjarðar þakkar Jóhanni Georg Möller fyrir áratuga vel unnin störf í þágu bæjarins og sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Siglufjörður í sumardýrð. Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi síldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi sér úr greipum í seinasta sporðakastinu. Brækjan í vitum manns minnti stöðugt á tilgang tilverunnar í „Klondæk" síldarævintýrisins: Að mala gullið sem sótt var í greipar Ægis konungs. Síidarhreistrið var límt á hvern bryggjusporð sem breyttist í glerhált dansgólf, þar sem mörgum sakleysingjanum varð síðar hált á svellinu. Og allar þessar konur út um allar þorpagrundir. Kvenblómi íslands saman kominn á einum stað. Þær voru háværar eins og heimaríkur vargfugl í bjargi; hláturmildar í miðj- um hamaganginum og með annar- legt blik í auga af eftirvæntingu þessarar náttlausu voraldar verald- ar. Og karlarnir? Þeir voru veður- barðir og með saltið í skegginu, láta- læti í hveiju spori, spígsporandi eins og hanar á haug, sælir í þeirri sjálfs- blekkingu að allt væri þetta þeim til dýrðar. Þvílíkt mannlíf! Þvílíkt karníval kynslóðanna! Þvílík tímasprengja óhaminna tilfinninga í miðri grútar- bræðslu okkar hversdagslega brauðstrits. Þeir sem aldrei upplifðu Siglufjörð síldaráranna vita ekki hvað það er að hafa lifað; svo að við hljótum að samhryggjast þeim. Það var þarna, í síldarbræðslunni miðri, sem fundum okkar Jóhanns G. Möller bar saman fyrst, fyrir u.þ.b. 40 árum. Hann var verkstjór- inn sem pískaði okkur strákana áfram á vöktum, en létti okkur leið- indin með linnulausum pólitískum málfundi. Hann var gijótharður vin- strikrati og verkalýðssinni með lífs- reynslu kreppuáranna í blóðinu. Ég var sautján ára og gallharður bolsi og afneitaði honum og Hannib- al í annarri hverri setningu. Eitthvað varð maður að gera til að reka af sér slyðruorð ráðherrasonarins á þessu síldarplani stéttabaráttunnar. Við rifumst nefnilega undir vinstri- stjórn, sem hvorki kunni á gengi né þann gjaldeyri sem við lögðum nótt við nýtan dag til að afla; og tórði í einum andaslitrunum í önnur á fors- íðum blaðanna á þessu heita sumri og beið þeirra örlaga að verða tekin af á Alþýðusambandsþingi nokkrum misserum síðar. Að vísu tókst Jóhanni ekki betur til við að píska okkur strákana út en svo að eftir tólf tíma vaktir í bræðslunni stóðum við frívaktir í löndun til þess að komast nær pils- faldaveldinu á bryggjusporðunum. „Andvaka var allt mitt líf“, söng Sverrir konungur Birkibeina, fyrir fréttir. Og svo hvarf þessi hverfula draumadís, síldin, skyndilega og sporðlaust. Fremur en að játa mig sigraðan smyglaði ég mér í skiprúm um borð í Elliða og þóttist þar með eiginlega vera orðinn innfæddur Siglfirðingur og maður með mönn- um. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Við Jóhann tókum ekki aftur upp þráðinn fyrr en rúmlega tuttugu árum seinna. Þá var ég seztur í rit- stjórastól á Alþýðublaðinu. Og Jó- hann var þá, sem fyrr, öflugasti boðberi fagnaðarerindisins á Siglu- firði og sérlegur umboðsmaður Al- þýðublaðsins. Það var eins og við hefðum slitið talinu deginum áður. Jóhann var nefnilega samur við sig. Hann lét sér ekki nægja að tala um hlutina; hann gerði það sem aðrir töluðu um. Hann fór sjálfur á hjólinu sínu út um allan bæ til að safna áskrifendum að blaðinu og aftur til að rukka inn áskriftargjald- ið. Á þessum árum var hann forseti bæjarstjórnar í meirihlutasamstarfi undir forustu krata - og á kafi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.