Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJfSMBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkomu- lagi náð í Kolbeinseyj- ardeilunni SAMKOMULAG hefur náðst um að skipta hafsvæðinu umdeilda vegna Kolbeinseyjar þannig að 30% komi í hlut íslendinga og 70% í hlut Græn- lendinga. Einnig felur samkomulag- ið í sér viðurkenningu á fullum áhrif- um Grímseyjar við afmörkunina. Samkomulagið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag og verður lagt fyrir Alþingi í haust. Niðurstaðan byggist á heildarmati á öllum þeim þáttum sem hafa áhrif við afmörkunina, svo sem grunnlín- um, viðmiðunarpunktum, því að hve miklu leyti löndin eru háð fiskveið- um, lengd viðkomandi stranda og nauðsyn stöðugleika og varanleika. Ný markalína verður virt á yfir- standandi loðnuvertíð. „Samkomulagið sýnir að ná- grannalönd á Norðaustur-Atlants- hafi geta með góðum vilja leyst deil- ur sínar með friðsamlegum hætti þannig að allir aðilar geti við unað,“ segir Tómas H. Heiðar formaður íslensku samninganefndarinnar. ■ ísland fær/6 ■ Skiptir mestu/30 -----» ♦ ♦ Guðjón byrj- aður með landsliðið GUÐJÓN Þórðarson er þegar farinn að huga að landsleik íslands og Noregs á Laugardalsvelli 20. júlí, en greint var frá ráðningu hans í stöðu landsliðs- þjálfara í gær. Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, beitti sér fyrir lausn á deilu Guðjóns og Knattspyrnufé- lags ÍA árla dags en eftir að hann hafði höggvið á þann hnút var eftirleikurinn auð- veldur. ■ Góður endir/Dl Norska loðnuveiðiskipið var kyrrsett í Vestmannaeyjum Rannsóknin beinist að- eins að veiðidagbókum RANNSÓKN vegna meintra brota skipstjórans á norska loðnuskipinu Kristian Ryggefjord á ís- lenskum reglugerðum um loðnuveiðar Norðmanna í íslenskri lögsögu stóð fram á kvöld í gær og henni verður fram haldið í dag. Skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. í kjölfar skoðun- ar á skipsskjölum ákvað Georg Lárusson, sýslu- maður í Vestmannaeyjum, að kyrrsetja skipið og var haffærnisskírteini og leiðarbók gerð upptæk. Georg segir að leiði rannsóknin til ákæru verði málið tekið fýrir í Héraðsdómi Suðurlands og flutt í Vestmannaeyjum klukkan 17 í dag. Georg segir að m.a. verði gerð krafa um það fyrir dómnum, leiði rannsóknin til ákæru, að skip- ið verði svipt veiðileyfi. Hann segir að lögreg- lurannsóknin beinist einvörðungu að veiðidagbók- um skipsins. Veiðidagbækur hugsanlega falsaðar Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á því að skipstjórinn hafi falsað veiðidag- bók. Þótti greinilegt að ein þeirra sem hann af- henti Landhelgisgæslunni hefði nýiega verið færð. Var því hótað að gerð yrði leit í skipinu að dag- bók sem talið var að vantaði og gæti sú leit tekið marga daga eða vikur. Afhenti skipstjórinn þá réttu veiðidagbókina sem hann hafði falið í skipinu. Skipstjórinn tilkynnti Landhelgisgæslunni sl. fimmtudag um löndun á rúmlega 700 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og að 400 tonn afl- ans hefðu fengist í lögsögu Jan Mayen. Landhelg- isgæslan telur sig hafa upplýsingar um að bátur- inn hafi verið með tómar lestar þegar hann kom til veiða inn í íslenska lögsögu. ■ Skipstjórinn/4 Morgunblaðið/Golli SÝSLUMAÐURINN í Vestmannaeyjum, fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Tollgæslunnar fóru um borð í norska loðnuskipið Kristian Ryggefjord þegar það kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Rætt um mögnleika á olíuhreinsistöð Morgunblaðið/Þorkell Mikil ferðamannahelgi MIKILL ferðahugur er í lands- mönnum um helgina og virðist straumurinn helst liggja til Hafnar í Hornafirði, til Akureyrar og á landsmótið í Borgamesi. Einnig ætla margir til Þórsmerkur eins og venja er fyrstu helgina í júlí. Hjá Flugfélagi íslands var mesta sveiflan í flugi fyrir helgina til Hafnar i Hornafirði en um helgina er Humarhátíð á Höfn. Þangað vom farnar fjórar ferðir í gær en venjulega eru tvær áætl- unarferðir. Á Akureyri em tvö knatt- spyrnumót um helgina, Pollamót- ið og ESSO-mótið. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarmiðstöðinni vom flestir á leið til Þórsmerkur og klukkan 20 í gærkvöldi fóru um 200 manns með rútum þangað. Alls verða um 1.500 manns í Þórsmörk um helg- ina. Stúlkurnar á myndinni vom á Umferðarmiðstöðinni í gær- kvöldi og var ferðinni heitið í Þórsmörk. TIL tals hefur komið hvort hag- kvæmt geti verið að reisa olíu- hreinsistöð hér á landi. Málið er ekki komið langt á veg en Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra stað- festi að rússneskir og bandarískir aðilar hafi sýnt því áhuga. Þetta mál hefur verið lítilsháttar athugað á vegum Fjárfestingar- skrifstofu íslands og embættis- manna utanríkisráðuneytisins og tengist að sögn Ólafs Egilssonar sendiherra aukinni samvinnu ríkja á norðurslóðum í kjölfar stofnunar Norðurskautsráðsins og Barents- ráðsins. í því sambandi hafi menn velt fyrir sér ýmsum möguleikum á nýjum fjárfestingum. Fram hafi komið að í Norður-Rússlandi eru Rússneskir o g bandarískir að- ilar sýna áhuga svæði þar sem olía er í jörðu en vinnsla er ekki hafin og í tengslum við það hefðu verið rifjaðar upp gamlar hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Hefur verið kannað áður Ólafur sagði að kannað hafi verið nokkrum sinnum á síðustu áratugum hvort grundvöllur væri fyrir að reisa slíka stöð en svo hefði ekki verið og ekki væri ljóst enn hvort þær forsendur hefðu breyst. Grundvöllur slíkrar verk- smiðju væri samstarf annars vegar við land sem byggi yfir olíu og land þar sem væri tryggur markaður fyrir afurðirnar og vænst væri upplýsinga frá fyrir- tækjum sem yrðu skoðaðar nánar þegar þær bærust. Olafur sagði að ekkert Iægi fyr- ir um hvar umrædd verksmiðja kynni að rísa eða hvað hún gæti orðið stór. „Þetta eru afar lausleg- ir þankar og menn bíða eftir að það skýrist nánar hvort málið fái á sig þá mynd að ástæða sé fyrir stjórnvöld að skoða það,“ sagði Ólafur Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.