Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 48
. 48 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ANDTHE HÁSKÓLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó OVÆTTURINN TOM SIZEMORE PE'NELOPE ANN MILLER ^ FRÁ FRAMLEIÐANDA TERMINATOR OG ALIENS The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens meö Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhiutverkum og framleiöandi er Gale Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiðslu „science fiction" mynda á bord við Terminator 2, Aliens og the Abyss. The Relic er mögnuö spennumynd sem þú veröur að sjá. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. FRUMSÝNING: EINRÆÐISHERRA í UPPLYFTINGU Fran Drescher LTON SANDRA BULLOCK CHRIS O'DONNEL mt The Beautician and The Beast er frábaer gamanmynd meö Fran Dresher (Barnfóstran á Stöö 2) og Timothy Dalton (James Bond) i aðalhlutverkum. Einræöisherrann Boris i Slovetziu ætlarað snúa landi og þjóð til vestrænna siöa og ræöur, aö hann heldur, kennara frá bandaríkjunum aö kenna börnum sinum vestræna siði. Kennarinn er föröunarfræöingurinn Joy frá Queens sem heldur aö hún haf verið ráðin til aö lappa upp á útlit einræöisherrans. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Sýnd kl. 5.30. Enskt tal, ótextað. PIERCE BROSNAN LINDA HAMILTON UNDIRD'JUP ÍSLANDS Diagðu andarin dju|3t ■Æ*:% ★ ★ ★ OHT Rás2 Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 12 ára. ÁTT ÞÚ EFTIR AÐ SJÁ KOLYA? Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar GINA Lollobrigida ber aldur- inn vel. Á sínum yngri árum var Gina þrjú ár í myndlistarakademí- unni í Róm. Sjötug Og síung ►GINA Lollobrigida heldur upp á sjötugsafmæli um þessar mundir. Hún sló í gegn á sjötta áratugnum með leik í kvik- myndum á borð við Hringjar- ann frá Notre Dame. Á áttunda áratugnum dró hún sig í hlé í leiklistinni til að sinna myndlist en sneri aftur á þeim níunda í sjónvarpsmyndaflokknum góða Falcon Crest. k Rólegur steinn MICK gamli Jagger, söngv- ari hljómsveitarinnar Roll- ing Stones, tekur fregnun- um um að eiginkonan Jerry -*i Hall sé ófrísk með stóískri ró. Hann er reyndur faðir, orðinn 53 ára, og ef allt gengur að óskum verður þetta sjötta barn hans. Hér sést hann rölta um í al- menningsgarði nálægt heimili sínu á Englandi. ^ Jerry á von á sér í desem- ber. Fylgst með fólkinu Á síðustu misserum hefur orðið til öflug stétt atvinnuplötusnúða sem ferðast um heiminn og leikur tónlist efbir aðra. Derríck Carter heitir einn af þeim sem hvað mestrar virðingar nýtur um þessar mundir, en hann skemmtir hér á landi í kvöld. STARF plötsnúðarins er orðið annað og meira en var á árum áður, því nú er hann í fararboddi þeirra sem kynna nýja tónlist og plötusnúðar hafa mikið að segja um framvinduna í danstónlistar- heiminum. Breski dansstaðurinn Plastic People, sem er með helstu dansklúbbum Lundúna, hefur gert samning við íslenskt danshús um að það verði einskonar útibú frá Plastic People einu sinni í viku og í kvöld kemur hingað Derrick Carter, sem er að sögn skipuleggj- enda heimsóknarinnar, Margeirs Jónssonar og Helga Más Bjarna- sonar, með virtustu plötusnúðum heims. Derrick Carter er hálfþrítugur Chicagobúi og vakti fyrst athygli fyrir níu árum, þegar hann sendi frá sér fyrstu breiðskífuna á eigin útgáfu. Síðan hefur honum gengið allt í haginn, hvort sem hann hef- ur ferðast um heiminn til að æsa dansgesti eða gefa út plötur, en hann er meðal annars frægur fyr- ir það að hafa undir þijá plötusþil- ara samtímis þegar hann er að skemmta. Carter segist snemma hafa sýnt áhuga á tónlist. „Móðir mín á í fórum sínum upptökur þar sem ég syng James Brown lög þriggja ára gamall og ég kom fyrst fram sem plötusnúður níu ára. Þar með BANDARÍSKI plötusnúður- inn Derrick Carter. var framtíðin ráðin því eftir það hugsaði ég ekki um annað en plöt- ur og spilara, setti saman eigin græjur úr tveimur gömlum plötu- spilurum og sundurteknu segul- bandi.“ Þegar Carter var sautján ára segist hann hafa verið kominn á kaf í starfið, en þá var mikil uppsveifla í danstónlist í Chicago sem kallaðist house. Carter var of ungur til að komast að sem plötusnúður í klúbbum Chicago, þar sem aldurstakmarkið var 21 árs, og því var hann iðinn ið að troða upp á skemmuskemmtunum. Með tímanum varð fastur liður að hann skemmti á gríðarstóru háa- lofti sem félagi hans leigði og þar segist hann hafa fengið fijálsar hendur til að spila það sem hann vildi. „í klúbbunum voru menn að spila gamaldags og hallærislega tónlist að okkar mati,“ segir hann, „en ég gat leyft mér hvað sem er og fyrir vikið var sífellt meira og meira að gera, því fólk var fíkið í nýja tónlist.“ Derrick Carter segir að aðal plötusnúðsstarfsins sé að fylgjast með fólkinu í salnum. „Það skiptir ekki svo miklu hvaða tónlist þú ert að spila; aðalatriðið er að þú raðir lögunum rétt saman í dag- skránni, fylgist með fóikinu á staðnum og^ stýrir því rétt með tónlistinni. Ég reyni að láta alla fljóta með dansbylgjunni, skýt inn gömlum lögum í bland við ný til að halda samhengi í því sem ég er að gera.“ Carter ólst upp við house-tónlist í Chicago, en segist leika hvaða tónlist sem er eftir því sem verkast vill, hvort um sé að ræða nánast ambient draumtóna, svellandi house eða dynjandi tec- hno. Derrick Carter skemmtir í Rósenbergkjallararanum í kvöld. á vegum Plastic People með plötu- spilarana sína þijá..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.