Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/2 - 21/2 ► NÝTT flugfélag, MK-Avi- ation sem er í eigu íslend- inga, hefur byijað fraktflug en það verður einkum í flutningum milli Afríku, Evrópu og Asíu. Er einnig stefnt að því að hefja frakt- flug frá íslandi. ► FRANSKA lögreglan handtók íslending á ferð í Frakklandi með 5 kg af hassi. Situr hann nú í fang- elsi f Nice en maðurinn er búsettur á Spáni. Hann hef- ur áður komið við sögu af- brota hérlendis og erlendis. ► ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum í 7,12% hlut Ný- sköpunarsjóðs atvinnuh'fsins f íslandsbanka. Er hann að nafnvirði 276 milljdnir króna og er óskað eftir tiiboðum í allan hlutinn. Framkvæmda- sljóri Nýsköpunarsjóðsins segir ástæðu sölunnar þá að um 25% af stofnsjóðnum, um einn milljarður króna, sé bundinn og vilji menn lækka það hlutfall. ► TUTTUGU skólastjórar nokkurra grunnskóla í Reykjavík fara í næsta mán- uði til Singapore til að kynna sér skólamál, ekki síst stærðfræðikennslu, sem hef- ur þótt skara fram úr þar. ► IÐNAÐARRÁÐHERRA sagði á iðnþingi að banka- kerfið hér væri of dýrt í rekstri. Vaxtamunur sem hlutfall af heildareignum sé hér um 4% en 2% í öðrum Evrópulöndum. Hljóti mark- mið endurskipulagningar og einkavæðingar á fslenskum Qármagnsmarkaði að hafa það að leiðarljósi að Iækka vaxtamun og kostnað. Loðnuvertíðin hafín LOÐNAN tók að veiðast í vikunni og fengu nokkur loðnuveiðiskipin fyrsta sæmilega aflann í vikubyrjun. Sjó- mönnum fannst þó vertíðin ekki hefj- ast fyrir alvöru fyrr en fóstudaginn 20. en þá fengu mörg skipin stóra og fal- lega loðnu suðaustur af Papey. Tals- verð áta var ennþá í loðnunni. Þörf á 800 málm- iðnaðarmönnum NÝ áætlun iðnaðarráðuneytisins um líklegar stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir næstu sjö árin gerir ráð fyrir að magnesíumverksmiðja verði reist hérlendis á árunum 1999-2001 og að hafm verði bygging stórs álvers árið 2003. Talin er þörf á rúmlega 300 málmiðnaðarmönnum vegna þessara og annarra framkvæmda og að hún fari upp í um 800 manns þegar mest verður um að vera, t.d. verði af bygg- ingu álversins. Síldarvinnslan færir út kvíamar GENGIÐ var frá kaupum Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað á 22% hlut í Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd fyrir um 420 milljónir króna og er fyrirtækið þar með stærsti hluthafi fyrirtækisins. Forráðamenn Síldar- vinnslunnar segja ástæðu kaupanna þá að tímabært sé að skoða samstarfs- möguleika við önnur fyrirtæki í sjávar- útvegi. Spáð góðu veiðisumri HORFUR eru á góðu laxveiðisumri og telur dr. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Veiðimálastoftiun- ar, ýmsar forsendur fyrir því að vertíðin verði gjöfulli en sú síðasta. Segir hann rökin gott ástand á seiðum og í sjónum. Annan gerir úrslitatilraun KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fór til Bagdad í írak á fóstudag til viðræðna við Saddam Hussein íraksforseta. Var fórinni lýst sem síðustu voninni um friðsamlega lausn á deilu íraka og SÞ en á fimmtu- dagskvöld gáfu þeir Annan og Jacques Chirac, forseti Frakklands, út yfirlýs- ingu þar sem þeir skoruðu á Saddam að standa við gerða samninga og koma þannig í veg fyrir loftárásir Bandaríkja- manna og Breta. Áformað var, að Ann- an ræddi við ráðamenn í írak um helg- ina en færi til Parísar á mánudag. Á þriðjudag gæfi hann síðan öryggisráði SÞ skýrslu um viðræðumar. Chirac og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddust við á fimmtudag og voru sam- mála um, að enn mætti leysa deiluna en Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ítrekaði við Annan, að Saddam ætti þann eina kost að standa við friðar- skilmála SÞ. Víktor Posuvaljúk, erind- reki Rússa í írak, sagði að loknum fundi með Saddam á fimmtudag, að hann hefði heitið að sjá til þess, að Ann- an færi ekki erindisleysu til Bagdad. Mikið flugslys á Tævan TÆVÖNSK farþegaþota af gerðinni Airbus fórst er hún ætlaði að lenda á al- þjóðaflugvellinum í Taipei, höfuðborg Tævans, sl. mánudag og með henni all- ir, sem voru um borð, 196 manns, og sjö manns á jörðu niðri. Kom vélin niður á fjölbýlishús rétt við flugvöllinn en mikil þoka var er slysið átti sér stað. Þá var flugstjórinn að reyna að lenda öðru sinni en áður hafði hann sagt, að hann sæi ekki flugbrautina. Talið er hugsan- legt, að hann hafi talið ljós við hrað- braut vera flugbrautarljósin. Flugritar þotunnar hafa fundist og er vonast tdl, að þeh- geti gefið skýringar á slysinu en flugmálayfirvöld á Tævan kyrrsettu all- ar níu Airbus-þotur tævanska flugfé- lagsins. Verða þær skoðaðar og flug- banni aflétt komi ekkert athugavert í ljós. ►POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, boðaði í vikunni til kosn- inga og verða þær 11. mars. Kom sú ákvörðun á óvart þótt Rasmussen Ieggi áherslu á, að stjórnarsam- starfið gangi að óskum. Lík- legt þykir, að Nyrup og jafn- aðarmenn kæri sig ekki um langa kosningabaráttu. Hins vegar er búist við, að hún verði snörp og óvægin og snúist einna helst um efna- hagsmál og innflytjenda, aukið ofbeldi og velferðar- mál. ►SINN Fein, stjórnmála- flokki IRA, írska lýðveldis- hersins, var formlega vísað burt úr viðræðunum um frið á Norður-írlandi á fóstudag. Þykir sannað, að liðsmenn IRA hafi myrt tvo mótmæl- endur í Belfast en áður hefur einum öfgaflokki mótmæl- enda verið vfsað burt vegna morða á kaþólskum mönn- um. Stendur brottvikningin til 9. mars en Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, kvaðst ætla að ræða þetta mál við þá Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra ír- lands. ►KOMIÐ hefur í fiós galli í Boeing-737-farþegaþotum að mati rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi og hef- ur nefndin skorað á Boeing- verksmiðjurnar og laga hann strax. Er um að ræða vökva- leka, sem truflað getur stýr- isbúnaðinn, og veldur því, að þotan veltur á bæði borð. Kom það fyrir í æfingaflugi í 20.000 fetum og fengu flug- mennirnir ekki við neitt ráð- ið fyrr en vélin var komin niður í 7.500 fet. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson KEPPENDUR í stærðfræðiprófinu spreyta sig við dæmin. FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ hélt stærðfræðikeppni fyrir grunnskóla í gær. Þátttak- endur voru alls 58, allir úr Garðaskóla, sem er eini grunn- skólinn á unglingastigi í Garða- bæ. Af þessum hópi voru 18 á efra stigi úr 9. og 10. bekk Garðaskóla og 25 af neðra stigi úr 7. og 8. bekk. Mikill hugur er í báðum skól- unum í Garðabæ að efla stærð- fræðikennslu og auka veg stærðfræðinnar f skólunum. Gunnlaugur Sigurðsson, skóla- stjóri Garðaskóla, var aðal- hvatamaður keppninnar en stærðfræðikennarar í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, þau Bjarni Pálsson, Hrafnhildur Sigurgeirsson, Sigurður Freyr Stærð- fræði- keppni í Garðabæ Jónatansson og Þorbjörn Guð- jónsson höfðu veg og vanda af undirbúningi hennar undir for- ystu Stefáns Árnasonar deildar- stjóra og Kristínar Bjarnadótt- ur aðstoðarskólameistara. Búnaðarbankinn í Garðabæ styrkir keppnina með því að gefa hveijum keppanda bol til minningar um hana og Mál og menning veitir þremur bestu keppendunum í hvorum flokki bókaverðlaun. Dæmi um viðfangsefni í próf- inu: 1. Melóna, sem er 4 kg að þyng, er 99% vatn. Þegar hún hefur verið geymd í sólinni eru aðeins 98% hennar vatn. Hve þung er melónan þá? 2. í fjölskyldu minni eru for- eldrar mínir, bróðir minn, syst- ir mín og ég. Við heitum Jón, Jóhanna, Davíð, Marfa og Katrín en ekki í aldursröð. Jó- hanna er yngri en María. Ég er eldri en Katrfn. Jón er yngri en ég. Hver er pabbi minn? Hver er mamma mín? Hver er ég? Frummat umhverfisáhrifa við Laugarvatnsveg hafið Laugarvatns- vegur-| / 3' Laugarvatn/—\ y— lUllfOSS Selfoss Múíatjamir NU KOSTAR m AÐEINS 40.50 Á ÍWÍN. AÐ HRINGIA TIL B ANDARÍKIANNA EFTIR KL.23 ► ÁKVÖLDIN Kostur gefínn á athuga- semdum ATHUGUN Skipulagsstofnunar á frummati á umhverfisáhrifum Laugarvatnsvegar í Biskupstung- um, frá Úthlíð að Múla, er hafin. AJ- menningi gefst kostur á næstu fimm vikur að kynna sér fram- kvæmdina og leggja fram athuga- semdir til Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 4 km langan veg- arkafla og er áætlað að fram- kvæmdir hefjist um miðjan maí og ljúki í október 1998. Krappar beygj- ur verða lagðar af og er reiknað með því að nýi vegurinn verði snjó- léttari en sá sem fyrir er. Efnistöku vegna fyllinga, burðarlaga og slit- lags verður þannig háttað að um það bil 104 þúsund rúmmetrar verða teknir úr námum við Stekk- holt, Andalæk og úr landi Múla. í frétt Skipulagsstofnunar kemur fram að samkvæmt gróðurkorti muni vegurinn liggja um fjölbreyti- legt gróðurlendi. Hvorki eru þó friðlýstar háplöntur né tegundir á válista á vegstæðinu. Vegurinn mun bggja I jaðri mýra sunnan við Múla, en vatnasvið Múla er sagt athyglis- vert hvað varðar gróður og dýralíf; m.a. eitt fárra varpsvæða flórgoða á Suðurlandi auk þess sem blesgæsir hafa þar viðkomu sína. Matsskýrsla liggur frammi frá 18. febrúar til 25. mars hjá oddvita Biskupstungnahrepps, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu berast Skipu- lagsstofnun eigi síðar en 25. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.