Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ r - ERLENT Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands V- ’IKTOR Tsjernomyrdín verður ef til vill ekki talinn til merkra stjómmálaskörunga en um það verður ekki deilt að hann hefur sýnt yfirburðahæfíleika í þeirri stöðugu valdabaráttu sem fram fer austur í Rússlandi. Tsjernomyrdín hefur nú gegnt embætti forsætisráðherra í fimm ár, sem einungis verður jafnað við heila eilífð í rússneskum stjómmálum. Hann hefur staðið af sér ótal hreinsanir innan stjómar Borís Jeltsíns forseta og margoft virst nærri því að falla í ónáð. Nú bendir allt til þess að staða hans sé sterkari en áður og hann sé tekinn að renna hým auga til forsetaembættisins. Hinnslægi meistari valdabaráttunnar Hagsmunir stórfyrirtækja varðir Petta stjörnuhrap þeirra Nemtsovs og Þess hafa sést merki á undanförnum mánuðum að Holdtekja stöðugleikans Tsjernomyrdín tók við embætti forsætisráðherra Rússlands 14. desember 1992. Pá hafði þingheimur risið upp gegn umbótastefnu þeirri sem byltingarmaðurinn Jegor Gaidar, þáverandi forsætisráðherra, hafði fylgt. Litið var á þetta sem gríðarlegt áfall fyrir umbótastefnuna svonefndu sem stjóm Gaidars hafði mótað samkvæmt skipunum Jeltsíns. Tsjernomyrdín hafði tekið við embætti ráðherra orkumála í maí 1992 er Jeltsín reyndi að stuðla að sáttum með því að taka þrjá miðju- og afturhaídsmenn inn í ríkisstjómina. Tsjemomyrdín var tengdur Borgarasambandinu, hreyfíngu sem þá var á þingi og barist hafði fyrir því að aftur yrði horfíð til miðstýringar efnahagslífsins til að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun ríkisfyrirtækja og fjöldaatvinnuleysi. Þar að auki var hann gamall forystumaður úr sovéskum iðnaði. Fréttaskýrendur á Vesturlöndum töldu almennt ekki ástæðu til að fagna þessari níðurstöðu. Margir töldu að Tsjemomyrdín yrði tæpast langlífur í embætti því sjónarmið þau sem hann stæði fyrir væm úrelt og dæmd á öskuhauga sögunnar. Annað átti eftir að koma á daginn. Þessi rússneski vörubflstjórasonur varð síðar holdtekja stöðugleikans í rússneskum stjómmálum og maðurinn sem vestrænir ráðamenn horfðu til er fréttir tóku að berast af heilsuleysi og meintum drykkjuvandamálum Rússlandsforseta. Tsjemomyrdín reyndist maðurinn sem knúið gat fram málamiðlanir í andrúmi síaukinnar pólitískrar spennu. Persónuleg sambönd hans áttu eftir að reynast ómetanleg og geta reynst það enn ákveði hann að freista þess að feta í fótspor Jeltsíns og setjast í stól forseta. Einstakt samband við Jeltsín Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússa, hafí styrkt mjög stöðu sína og að hann sé tekinn að huga að embætti forseta. Ásgeir Sverrisson segir frá þessum slæga stjórnmálamanni sem jafnan hefur haldið velli í þeirri stöðugu baráttu um völdin sem fram fer í Rússlandi. VIKTOR Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, ásamt Borís Jeltsín forseta (t.h.) fyrir fund þeirra í Kreml á mánudag þar sem efnahagsvandinn var helsta umfjöllunarefnið. Tsjúbais styrkti mjög stöðu Tsjemomyrdíns og var mjög trúlega rannið undan hans rifjum. Nemtsov og Tsjúbais höfðu ákaft barist fyrir því að einokunarstaða stórfyrirtækja í Rússlandi yrði brotin upp og reglur settar um starfsemi þeirra. Þá höfðu þeir tveir mjög reynt að beita sér fyrir endurbótum á skattakerfinu sem einfaldlega virkar ekki og gerir fyrirtækjum kleift að halda eftir gífurlegum fjármunum. Þessar breytingar stríddu augljóslega gegn hagsmunum forstjóra stórfyrirtækjanna en þeim hópi tilheyrði Tsjemomyrdín áður og þangað sækir hann pólitískan styrk sinn. En í stað þess að reka þá Tsjúbais og Nemtsov komst Jeltsín forseti enn og aftur að þeirri niðurstöðu að þeir væru of dýrmætir. Þeir vora því lækkaðir í tign og þeim fengin störf sem engan veginn era fallin til að auka vinsældir þeirra. Tsjúbais ber nú höfuðábyrgð á því að bæta skattakerfið en Nemtsov hefur verið falið að hrinda í framkvæmd umbótum á húsnæðiskerfinu. í árlegri stefnuræðu sinni sem Jeltsín flutti frammi fyrir báðum deildum þingsins nú um miðjan mánuðinn bar hins vegar svo við að forsetinn minntist ekki einu orði á nauðsyn þess að brjóta upp einokunaraðstoðu orkufyrirtækjanna. Aukinheldur taldi hann ekki heldur ástæðu til að nefna sérstaklega að umbylta þyrfti húsnæðiskerfinu, sem er niðurgreitt og mikill baggi á rfldssjóði. Bæði þessi atriði var að finna í ræðu þeirri sem Jeltsín flutti við sama tækifæri í fyrra og vora þau án nokkurs vafa rannin undan rifjum Tsjúbais. Þessi ræða Jeltsíns verður því að teljast enn ein sönnun þess að skriðþungi Tsjúbais fer ört dvínandi innan rússneska valdakerfisins. Hún er með sama hætti til marks um að staða Tsjemomyrdíns hafi styrkst þar eð niðurstaðan virðist sú að hrófla ekki við helstu baráttu- og hagsmunamálum hans. Ovirkur forseti Reuters Tæpast leikur nokkur vafi á því að langlífi sitt í embætti getur Tsjernomyrdín þakkað því einstaka sambandi sem hann hefur náð að mynda við Jeltsín forseta. Þrátt fyrir öll áfóllin og átökin, vopnaða uppreisn og stöðuga baráttu um völdin hefur þessum tveimur mönnum jafnað tekist að vinna saman. Hagsmunir þeirra hafa ennfremur farið saman; á köflum hefur Tsjemomyrdín verið sem stuðpúði fyrir Jeltsín gagnvart afturhaldsöflunum. Þessir menn eiga mikið og margt sameiginlegt. Báðir risu þeir til æðstu metorða innan sovéska kommúnistaflokksins án þess að séð verði að þeir hafi þá verið þeim mun hæfari en aðrir til að gegna þessum trúnaðarembættum. Báðir hafa hefur hranið á þessum tíma, innanlandsframleiðslan er nú mun minni en hún var er Tsjemomyrdín tók við og hagtölur gefa til kynna að hún sé einungis helmingur þess sem við átti fyrir sex árum. Spillingin gegnsýrir þjóðfélagið en er þó mest á æðstu stöðum. Bófaflokkar greiða um helming þeirra tekna sem „fyrirtæki" þeirra afla í mútur til embættismanna. Skipulagðar hreyfingar glæpamanna virðast á köflum eitt af fáu sem virkar sem skyldi í samfélaginu. Rauði herinn, þetta mikla þjóðarstolt, hefur verið niðurlægður og liðsaflanum breytt í beiningamenn. Laun hermanna eru ekki greidd og það sama gildir um eftirlaun milljóna manna. Líkt og keisarinn forðum gefur Jeltsín forseti út tilskipanir um að kippa beri hlutunum í lag, skammar ríkisstjórnina eins og skólastráka, hótar mönnum brottrekstri - en ekkert gerist. rfldsstjómina. Tsjemomyrdín náði að snúa andstæðingum stjórnarinnar með því að fylla þá hræðslu gagnvart því að undirsátar hans, umbótasinnamir ungu þeir Boris Nemtsov og Anatolíj Tsjúbais, myndu einfaldlega taka öll völd yrði hann látinn fara. I hlutverki líknarbelgsins hafa Notadijúgir umbótasinnar hins vegar reynst búa yfir miklum pólitískum hæfileikum en einna best hefur reynst þeim náðargáfan að geta jafnan komið sökinni yfir á aðra. Jeltsín forseti hefur hins vegar gengið lengra á þessu sviði og breytt Flugsyndur og gjörþekkir aðstæður Flestir stjómmálaleiðtogar í öðram löndum hefðu tæpast lifað þessar hörmungar af. Raunar hefðu fáar þjóðir látið þessi ósköp yfir sig ganga af slíkri stillingu sem Rússar enda saga þeirra einstök og geymir - miklar fómir og hörmungar. Þetta sýnir að Tsjemomyrdín er flugsyndur og gjörþelddr aðstæður í rússnesku þessum hæfileika sínum í helsta stjórntæki sitt. Afleiðingamar hefur rússneska þjóðin orðið að þola. Martröð umskiptanna Á þeim fimm áram sem liðin eru frá því að fulltrúaþingið kaus Tsjemomyrdín til að gegna embætti forsætisráðherra hafa Rússar mátt þola hremmingar, sem margir myndu jafna við þjóðarmartröð. Upplausn hefur ríkt á mörgum sviðum samfélagsins og þjóðarauðnum hefur verið stolið með skipulegum hætti - að þessu sinni í nafni einkavæðingar. Trúlega ræðir þar um einn mesta þjófnað mannkynssögunar. Upp hefur risið moldrík, fámenn forréttindastétt en gríðarlegur fjöldi fólks hefur orðið fómarlömb umskiptanna frá miðstýringu til markaðshagkerfis. Ræðir þar ekki síst um aldraða, sjúka og örykja sem teljast nú forsmáður hópur. Efnahagslífið stjómmálalífi. En Tsjemomyrdín hefur ekki eingöngu náð að halda velli á tímum efnahagsþrenginga sem kallað hefðu fram vopnuð átök í flestum löndum. Einna mesta snilli hefur hann sýnt með því að beita fyrir sig umbótasinnunum svonefndu, áköfustu fylgismönnum vestrænnar frjálshyggju, sem hann hefur notað sem skjöld gagnvart eindregnustu afturhvarfssinnunum í rússneskum stjórnmálum. Með þessu móti hefur Tsjernomyrdín ávallt náð að halda virkinu þótt fast hafi verið að honum sótt. Og á þennan hátt hefur honum tekist að gera sig ómissandi í augum Jeltsíns forseta. Eftir því sem skriðþungi forsetans hefur minnkað á heimavelli vegna veikinda og langvarandi fjarvera hefur mikilvægi Tsjemomyrdíns aukist. Þessi einstaki hæfileiki Tsjernomyrdíns kom glögglega fram í október er þingið hótaði að bera fram vantrauststillögu á Þeir Nemtsov og Tsjúbais hafa löngum verið nánast í helgra manna tölu á Vesturlöndum þar sem ráðamenn og fjármálastofnanir virðast einungis þeklqa mælikvarða hagtalnanna. Þeir Nemtsov og Tsjúbais hafa enda starfað í anda þeirra vestrænu hagfræðikenninga sem þeim era svo tamar. Tsjúbais er á hinn bóginn hataðasti maðurinn í rússneskum stjórnmálum énda einn helsti höfundur áætlunar þeirrar um einkavæðingu sem stjórn Jeltsíns fylgdi og náði að gera umtalsverðan hluta þjóðarinnar að fátæklingum og hina fátækustu að þurfamönnum. Jeltsín hefur haldið þeim Tsjúbaís og Nemtsov fram gagnvart vesturlandabúum þegar hann hefur þurft að sannfæra þá um að hvergi standi til að hverfa frá umbótastefnunni. Þeir hafa því reynst mikilvægir þegar bandamanna hefur verið þörf erlendis. Tsjemomyrdín hefur __ notað þessa menn til að verja stöðu sína innanlands og gagnvart þinginu Einstakt samband við Jeltsín forseta sem almennt er honum þó heldur vinsamlegt enda líta margir þingmenn á þennan fyrram forstjóra Gazprom-orkufyrirtækisins sem bandamann sinn og „einn af strákunum". Tsjúbais og Nemtsov hefur því verið kennt um allt það sem úrskeiðis hefur farið. Þeir hafa verið í hlutverki stuðpúðans fyrir tvo sérlega þjóðlega og mun hæfari stj órnmálamenn. Völd þeirra Tsjúbaís og Nemtsovs hafa verið minnkuð með skipulegum hætti á síðustu mánuðum. Undarlegt spillingarmál í tengslum við bók sem fyrirhugað var að gefa út eftir Tsjúbaís meðal annarra var notað til að svipta hann fjármálaráðherraembættinu. Nemtsov var sviptur embætti orkumála, opinberlega vegna tengsla sinna við Tsjúbais. Samt þótti Jeltsín og Tsjernomyrdín nauðsynlegt að halda þeim í stjóminni og þeir gegna nú embættum aðstoðarforsætisráðherra. ( l í l Ovissa hefur ríkt um hvort Jeltsín hyggist bjóða sig fram á ný í forsetakosningunum árið 2000. Forsetinn hefur vikið að þessu en þau ummæli sem hann hefur látið frá sér fara hafa verið fallin til þess eins að auka óvissuna. Jeltsín er mikið ólíkindatól og þeir sérfræðingar um rússnesk stjórnmál era til sem halda því fram að hann hyggist kveðja þetta líf í embætti Rússlandsforseta. Hin rússneska hefð sé sú að keisarinn deyi frá þegnum sínum. Sú niðurstaða yrði hin versta hugsanlega fyrir Rússa. Síðasta árið eða svo hefur Jeltsín nánast verið óvirkur í embætti og stjómkerfið hefur verið nálægt því að geta talist lamað. Forsetinn er orðinn harðfullorðinn maður á rússneskan mælikvarða og er án nokkurs vafa heilsuveill. Framganga hans í embætti á síðustu mánuðum hefur verið mjög ósannfærandi. Veikindi Jeltsíns hafa styrkt stöðu Tsjemomyrdíns. Hann hefur tekið við yfirstjórn margra mikilvægustu ráðuneytanna í fjarvera forsetans á sama tíma og helstu andstæðingar hans, þeir Nemtsov og Tsjúbais, hafa átt í miklum erfiðleikum með að fóta sig á svellinu. Þá vinnur stjómarskráin með Tsjemomyrdín, falli forsetinn frá mun hann stýra bráðabigðastjóm til þriggja mánaða áður en boðað er til kosninga. I I i I Stöðugleiki og hagsmunir Skoðanakannanir hafa raunar sýnt heldui' lítinn stuðning við Tsjemomyrdín en varast ber að oftúlka niðurstöður þeirra. Hið sama átti við er Jeltsín sóttist eftir endurkjöri í júlímánuði 1996 en fylgi hans var lengst af innan við tíu prósent, samkvæmt könnunum. Sigurinn í þeim kosningum tryggðu hins vegar rússneskir kaupsýslumenn og fjölmiðlakóngar sem fylktu sér um forsetann og lögðu fram um fimm milljarða króna, að því er talið er, til að tryggja kjör hans. í staðinn hefur hagsmuna þeirra verið gætt í hvívetna. Þessir sömu menn munu láta til sín taka á ný í næstu forsetakosningum í Rússlandi. Verði Jeltsín ekki í framboði munu þeir ásamt ríkisforstjóranum fylkja sér um frambjóðanda þann sem tryggt getur stöðugleikann en hann fer ágætlega saman við hagsmuni þehra. Reynslan sýnir að Viktor Tsjemomyrdín er öldungis fullfær um að taka það verkefni að sér. I I . f-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.