Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 50
5Ö SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR Í998 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ í DAG Vikurnar helgu Það er hlutskipti kristins manns að tefla á tæpasta vað, segir séra Heimir Steinsson, þegar hann vill tjá sig um innilegustu trúar- reynslu sína. UPP ER runninn sunnudag- ur í föstuinngang. Fyrir stafni eru sjö helgustu vikur ársins, sjöviknafasta, eins og hún heitir frá fornu fari. Pennan tíma allan minnumst vér Písl- arsögu Drottins vors Jesú Krists. Passíusálmalestur er nú þegar hafinn í Ríkisútvarp- inu. Hann miðast reyndar við níuviknaföstu og lýkur að kvöldi laugardags fyrir páska. Orðið „passía“ er komið úr lat- ínu og merkir „þjáning". Af því orði er heiti Passíu- sálmanna dregið. Passíusálm- amir eru mesta bókmennta- verk íslenzkrar kristni. Um þá sagði Halldór Laxness. í rit- gerðinni „Inngángur að Pass- íusálmum": „Það er vafasamt, hvort jesú- viðfángsefninu hafa nokkru sinni verið gerð þvílík skil í skáldskap sem í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, að guð- spjöllunum fráskildum. Að minstakosti eru höfundi þess- ara lína ókunn dæmi um það. Það má mikið vera ef Passíu- sálmar eru ekki tindur sér- stakrar öldu í heimsbókment- unum um leið og skáldsnild ís- lendinga nær í þeim hámarki í annað sinn.“ (Vettvángur dags- ins). „Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta" Guðspjall þessa Drottinsdags samkvæmt annarri textaröð er að finna í 18. kapítula Lúkasar guðspjalls, versunum 31-34. Þar segir á þessa leið: „Hann tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum vér upp til Jerúsalem, og mun allt það koma fram við Mannsson- inn, sem skrifað er hjá spá- mönnunum. Hann verður framseldur heiðingjum, menn munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann. Þeir munu húðstrýkja hann og líf- láta, en á þriðja degi mun hann upp rísa. - En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hul- in, og þeir skynjuðu ekki það, sem sagt var.“ Af þessum ummælum og öðrum hliðstæðum 1 Nýja testamentinu verður það ráð- ið, að Jesús vissi fyrir, hvað biði hans við ævilok og eftir dauðans dimma dag. Kirkjan hefur valið textann oss til íhugunar á þessari stundu vegna þess að nú er langafasta hafín. Oss er í dag ætlað að horfa með frelsaranum fram til dymbilviku og páska. Guð- spjallið beinir huga vorum á þann veg. Hið sama gjöra Passíusálmarnir og fjölmargt annað í helgum arfí kirkjunn- ar. Pislardulúð Fyrir fáum árum birti séra Einar Sigurbjörnsson próf. dr. theol. athuganir sínar á „Písl- arsögu og Passíusálmum" í Ritröð Guðfræðistofnunar. Þar segir höfundur meðal ann- ars: „Sú hefð að hugleiða píslir Krists og gera sér þær hug- leiknar varð mjög áberandi í guðfræði og guðrækni síðmið- alda. Rekja má þá hefð til hinn- ar s.k. píslar- eða þjáningar- dulúðar (passionsmystkik) . . . Að mati píslardulúðarsinna var líf Jesú skilið sem fyrirmynd. Um leið var líf Jesú álitið afl- vaki hins nýja lífs, sem lifað væri í fylgd við Krist og breytni eftir honum.“ Aftar í sömu ritgerð segir séra Einar: „Marteinn Lúther var undir áhrifum dulúðar- stefnu miðalda og notaði margt úr orðaforða hennar og mynd- máli til þess að skýra sínar kenningar. Siðbótin gekk m.ö.o. að arfi, sem henni þótti mikilvægt að ávaxta vel. Að mati siðbótar var dagleg um- þenking pínu og dauða Jesú nauðsynlegt dygða- og hjálpar- meðal mönnum.“ „Sá geymir hinn dýrasta hlut“ í Passíusálmum séra Hall- gríms Péturssonar skín fram sú innileikaguðfræði, sem var áherzluatriði siðbótarinnar. Áhrif „lútherskrar dulúðar- stefnu" á Hallgrím kom m.a. fram í inngangi Passíusálma, en þar segir: „Umþenking guðrækileg Herrans Jesú pínu og dauða er vissulega dýrmæt og hver sig langvaranlega gefur til þeirrar umþenkingar og ber jafnan Jesú Kristi píslar minning í sínu hjarta, sá geymir hinn dýrasta hlut.“ Þessi guðrækilega umþenk- ing lætur sín hvarvetna getið í Passíusálmum. Skínandi dæmi er að fínna í eftirfarandi er- indi: Komir þú undir krossinn stranga, kristin sála, gæt þess hér, ef holdið tekur að mögia og manga, minnstu, hver þín skylda er, láttu sem þú sjáir ganga sjálfan Jesúm undan þér. Samfélagið við „sjálfan Jesúm“ er þungamiðja hugsun- arinnar í þessu versi. Innileg návist skáldsins og hins kross- festa er uppistaða kveðandinn- ar. Orðum ofar Hér að framan er talað um „dulúð“ og „dulúðarstefnu", þegar verið er að þýða útlenda orðið „mystik". Sjálfur hef ég fyrr í þessum sunnudagshug- vekjum notað orðið „einingu", „einingarhyggju" og „eining- arreynslu" í sama skyni. Báðar þessar þýðingar, dulúð og ein- ing, fela í sér hættur. En það er hlutskipti kristins manns að tefla á tæpasta vað, þegar hann vill tjá sig um innilegustu trúarreynslu sína. Samfélag það, sem trúhneigð sál fyrir náð heilags anda á við Guð og son hans Jesúm Krist, er orð- um ofar. Allt að einu knýr Kristur oss til að gjöra grein fyrir því samfélagi í mæltu máli. Sjöviknafasta býr yfir leynd- um þræði. Þér er boðið að rekja þann þráð dag frá degi. Píslarsaga Krists er leiðar- hnoðað. Hana finnur þú t.d. í 70. prentun Passíusálmanna, en hún birtist í Reykjavík árið 1991 og fæst í bókaverzlunum. Ég óska þér góðrar ferðar um hulda stigu helgrar reynslu. VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Manngerðu hellarnir í Rangárþingi MANNGERÐU hellarnir í Rangárþingi eru sumir hverjir mjög fornir. Þeir eru menningarsögulegur arfur, hugsanlega fyrstu vistarverur fólks á land- inu. Margir þeirra eru í hinni mestu niðurníðslu eftir að bændur hættu að nota þá. Sumir eru að lok- ast eða jafnvel lokaðir og enginn veit lengur ná- kvæmlega hvar nokkrir þeirra eru. Fornleifafræðingar hafa ekki aldursgreint elstu hellana, og lítið eða ekkert rannsakað þá. Mér vitanlega hafa fornleifa- rannsóknir ekki átt stað á svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár, en á sama tíma er grafið og rann- sakað í afdölum og úteyj- um í öðrum landsfjórð- ungum. Þetta er til skammar. Það sem gera þarf er að fá einn eða tvo fomleifa- fræðinga í Rangárþingi, sem hafi það hlutverk að rannsaka fomar minjar í héraðinu, þar með tahð elstu manngerðu hellana. Minjar sem kynnu að finn- ast yrðu varðveittar á byggðasafninu á Skógum, eða í nýjum byggingum á Hellu eða Hvolsvelli. Það væri verðugt verk- efni fyrir þingmenn hér- aðsins að láta þessi mál til sín taka, eða em þeir of latir til að nenna þvi? Reyndar væri æskilegt að flytja Þjóðminjastofn- unina austur í Rangár- þing. Væri það ekki þjóð- ráð, nú á þeim tímum þeg- ar unnið er að flutningi ýmissa stofnana úr Reykjavík og út á lands- byggðina? Úlfhéðinn. Ábending til Davíðs INGI Steinar hafði sam- band við Velvakánda og vildi hann koma á fram- færi ábendingu til Davíðs Oddssonar um að hann setji kjaradeilu sjómanna í kjaradóm. Hann segir þetta vera það mikilvæga stétt fyrir þjóðfélagið. Góður saltfiskur ÉG VIL þakka Trausta sf., Hauganesi við Eyja- fjörð, fyrir frábæran salt- fisk sem ég keypti frá þeim. Hef keypt oft frá þeim og er fiskurinn alltaf jafnfrábær. Klara. Jólagjöf baðhússins VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Málið er þannig til komið að börnin mín keyptu jólagjöf í Baðhúsinu, sem er í kortaformi og kallast jóladekur. Ég hringdi ótal símtöl til að fá þessa þjón- ustu sem á jólagjöfinni stóð og aldrei var neitt til- búið og ekki hægt að fá tímasetningu. Ég þurfti að fara úr borginni í byrj- un febrúar, talaði máli mínu við forstjóra um- rædds fyrirtækis og fór vinsamlega framá að fá jólagjöf þessa endur- greidda. Var ég beðin um að bíða fram yfir helgina með svar sem ég fékk síð- an á mánudegi, sem var þvert nei. En Linda Pét- ursdóttir bauðst til þess að framlengja kortið, sem ég afþakkaði, þar sem ég hafði ekki kost á því að nota það. Ég tel að ég eigi kröfu á að fá endur- greidda jólagjöf þessa og fer með málið lengra ef með þarf. Ég tek það fram að jólagjöf barna minna er ekki frá smá- börnum og ætluðu þau svo sannarlega að gleðja mömmu með jóladekri sem aldrei varð. Börnin eru miður sín vegna þessa.“ Elva Björnsdóttir. SKAK binsjón Margvir Pétursson STAÐAN kom upp í þýsku Bundesligunni um mánaðamótin. Englend- ingurinn Matthew Sadler (2.665), Sol- ingen, hafði hvítt og átti leik gegn Slóvakanum Igor Stohl (2.565), sem lék síðast 17. Ha8-d8? og setti á hvítu drottning- una. 18. Hxg7+! - Kxg7 19. Bh6+ - Kg8 20. e7! og Stohl gafst upp, því hann tapar báðum hrókunum! Köln Porz er í efsta sæti í þýsku Bundeslig- unni með 17 stig, en Sol- ingen, sem á titil sinn að verja, er í öðru sæti með 15 stig. HVITUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI OOAi ___________________________________ ,, Fy/llngin, þ)*, iigffur i c/i/cdn^." Víkverji skrifar... NÝLEGA kom fram í fréttum, að toppurinn á skattakerfinu, sjálfur fjármálaráðherrann, ætli að skipa einar þrjár eða fjórar nefnd- ir til að endurskoða skattamálin. Þessar nefndaskipanir koma í kjöl- far þeirrar tilkynningar forsætis- ráðherra, að ákveðið hafi verið að setja á fót embætti umboðsmanns skattgreiðenda til að veita þeim aðstoð vegna hættu á óréttmætri meðferð hjá skattyfirvöldum. Ekki hefur heyrzt um skipanir manna í þessar nefndir fjármálaráðherra, en ganga má út frá því sem vísu, að skattgreiðendur eigi þar engan fulltrúa. Nær öruggt má telja, að í nefndunum eigi sæti eingöngu menn, sem þiggja laun frá hinu op- inbera, þar með taldir alþingis- menn. Þeir horfa því innan úr kerfinu út í þjóðfélagið, en ekki ut- an úr þjóðfélaginu inn í kerfið til að sjá hvar pottur er brotinn í því. Hvers vegna skyldi þetta vera svona? XXX LITLAR líkur eru á því, að réttur skattborgaranna verði varinn eigi eingöngu opinberir starfsmenn sæti í þeim nefndum, sem eiga að endurskoða skattkerf- ið í framhaldi af þeirri miklu gagn- rýni, sem á því hefur dunið að undanförnu. Spurningin er sú, hvort þessar nefndir fjármála- ráðuneytisins eigi að standa að breytingum, sem að einhverju leyti komu til móts við gagnrýnina en raski sem minnst því fyrir- komulagi sem nú er. Víkverji full- yrðir, að engar umtalsverðar breytingar til bættrar stöðu skatt- greiðenda gegn kerfinu verði gerðar af fulltrúum kerfisins sjálfs. xxx LÍTUM AÐEINS á núverandi fyrirkomulag. Starfsmenn skattstofa fara yfir framtölin og gera athugasemdir eftir atvikum. Sætti skattgreiðandinn sig ekki við athugasemdimar getur hann kært til skattstofunnar. Þeir sömu menn og gerðu athuga- semdirnar fella síðan úrskurð um sín eigin verk. Þá getur skatt- greiðandinn kært til yfírskatta- nefndar. Áður en hún tekur mál fyrir krefst hún umsagnar ríkis- skattstjóra, sem er hluti af skatt- kerfinu. Hann á sem sagt að veita umsögn um verk starfsmanna skattstofanna, kollega sinna. Kerfið fjallar sem sagt enn um eigin verk. Loks ber yfirskatta- nefnd að fella lokaúrskurð. Hún starfar á ábyrgð fjármálaráð- herra, æðsta yfirmanns skattkerf- isins, og hann skipar nefndar- menn. Þetta lokar hringnum. Mál skattgreiðandands er á öllum stigum í höndum skattkerfisins. Hann getur að vísu leitað til dóm- stóla eftir að hring skattkerfísins hefur verið lokað, en allir vita, hversu kostnaðarsamt það er og kostar mikinn tíma og fyrirhöfn. Enda fullyrðir Víkverji, að stór hópur skattgreiðenda sæki ekki rétt sinn, sérstaklega ef um lágar upphæðir er að ræða. Það einfald- lega borgar sig ekki. Þetta er það umhverfi, sem pólitískir fulltrúar almennings, alþingismenn, hafa búið skattgreiðendum, þeim sem borga þeim launin. Hafa virkilega engir alþingismenn, aðrir en for- sætisráðherra, áhyggjur af því, að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar er þverbrotin þegar skattamál eni annars vegar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.