Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ETTANN Því er nú haldið fram að hvalurinn Keiko sé reiðubúinn til að fara úr lokaðri laug í flotkví, sem ætlað er að verði á stærð við hálfan fótboltavöll. Meðal þeirra staða, sem koma til greina, er Eskifjörður. Karl Blöndal heimsótti Keiko í sædýrasafnið í Newport í Oregon. ETTANN, Keiko, éttann," hrópar lítill snáði um leið og fimm punda lax syndir fram hjá honum með fimm tonna hval á eftir sér við það að læsa skoltinum í sporðinn á honum. ,^Áfram, Keiko,“ öskrar annar um leið og hvalurinn bítur í laxinn. Fyrir framan gluggana á laug há- hymingsins Keikos í sædýrasafn- inu í Newport í Oregon standa um hundrað manns og hrópa upp yfir sig og stynja þegar háhymingur- inn leikur sér að fiskinum eins og köttur að mús; bítur í hann, slepp- ir, bítur aftur og gleypir hann síðan í einu vetfangi. Kennt að veiða Það er verið að kenna hvalnum að bjarga sér sjálfur og veiða sér til matar. I átján ár hefur Keiko aðeins þurft að opna munninn til að fá að éta. Hann er smátt og smátt að komast á bragðið. Þegar 13 kyrrahafslöxum var sleppt í laug- ina til hans á þriðjudag réðst hann umsvifalaust á fyrsta fiskinn. Þegar komið var á fjórða fisk var áhuginn orðinn minni, veiðarnar leikur en ekki fæðuöflun. Há- hymingurinn, sem á ensku er kall- aður „drápshvalur", hefur ekki gleymt öllu, þótt hann hafi senni- lega aðeins verið tvö ár í sínu nátt- úrulega umhverfi áður en hann var veiddur í net undan Austfjörðum og settur í Sædýrasafnið í Hafnar- firði. Hafist var handa við að kenna Keiko að veiða í júní. Það hefur tekið sinn tima, en hann er smátt og smátt að komast á lagið. Eigi hann að lifa af í hafinu - í villtri náttúrunni - verður hann að vera sjálfbjarga og fmmskilyrði er að hann geti veitt. Keiko er nú í sædýrasafninu í Newport í Oregon. Þar hefst hann við í stórri laug. Hann er til sýnis, en nú er hann ekki látinn sýna list- ir sínar íýrir framan áhorfendur, heldur fer hann sínu fram. Al- menningi er ekki hleypt að barmi laugarinnar og getur aðeins fýlgst með hvalnum gegnum glugga und- ir yfirborði laugarinnar. Áður miðaðist öll þjálfun hvals- ins við það að láta hann sýna stökk og hreyfingar eftir pöntun, en nú er hann farinn að átta sig á því að hann getur bmgðið á leik. Nolan Harvey, yfirþjálfari hvalsins, segir að það hafi verið eitt ánægjuleg- asta augnablikið á þjálfunarferli Keikos þegar hann fór að stökkva og kasta sporðinum að eigin fmm- kvæði. „Nú er hann meira segja farinn að læðast að næturvörðun- um þegar þeir ganga meðfram lauginni og stökkva upp úr vatninu alveg við þá til að gera þeim bilt við,“ segir hann. Það kemur til greina að flytja hvalinn á þrjá staði, til íslands, Hjaltlandseyja eða Irlands. I upp- hafi mundi hann hafast við í flotkví, en brátt yrði honum hleypt út úr henni. I fyrstu mundi hann snúa aftur í kvína, en þar kæmi, ef allt gengi eftir, að hann hyrfi í villta náttúrana íýrir fullt og allt. Gert er ráð fýrir því að verkefnið kosti um tvær milljónir dollara (um 140 milljónir króna). Jeff Foster hefur yfimmsjón með fyrirhuguðum flutningi. Hann starfaði áður við að fanga háhym- inga fyrir sædýrasöfn og skemmti- garða og var meðal annars tvo vet- ur á Islandi, á ámnum 1976 til 1978. Hann sagði að áherslu bæri að leggja á það að vemda kvína fyrir veðmm þegar þar að kæmi. Keiko er sennilega um 20 ára gamall. Hann var fluttur í Sædýra- safnið 1979. 1982 keypti sædýra- safnið Marineland í Ontario í Canada hvalinn. Þar farnaðist hon- um ekki vel og 1985 var hann seld- ur skemmtigarðinum Reino Aventura í Mexík- óborg fyrir 150 þúsund dollara (rúmar tíu millj- ónir króna). Keiko naut mikillar hylli þar og höfðaði einloim til barna, en það var aðeins byrjunin. Árið 1992 var hafist handa við gerð kvikmyndarinnar „Frelsið Willy“ í Reino Aventura. Myndin fjallar um hval, sem óprúttnir skemmtigarðseigendur hyggjast drepa. Hvalurinn hænist að litlum dreng, sem bjargar honum á síð- ustu stundu. Herferð í kjölfar bíómyndar Myndin var fmmsýnd 1993 og sló í gegn um allan heim. I lok myndarinnar birtist á tjaldinu símanúmmer, sem hægt var að hringja í endurgjaldslaust til að fá upplýsingar um sjávarspendýr. Fjöldi manns hringdi, en fæstir vildu almennar upplýsingar. Afdrif Keikos vom fólki efst í huga og þá sérstaklega börnum. Boltinn fór hins vegar fyrst að rúlla þegar grein birtist í tímaritinu Life um að hvalurinn væri sársjúkur þrátt íýr- ir góða umönnun i Reino Áventura. Eftir að greinin birtist tók bréfum að rigna yfir Wamer Brothers- kvikmyndaverið, sem hafði rakað inn fé á myndinni. Skorað var á kvikmyndaverið að skerast í leik- inn og hjálpa Keiko. Akveðið var að hefja leit að nýj- um heimkynnum fyrir hvalinn. Wamer Brothers fengu Earth Is- land-stofnunina í Kalifomíu til samstarfs árið 1994 og brátt hófust viðræður við Oregon-sædýi-asafnið í Newport, sem er á vesturströnd Bandaríkjanna. Safnið uppfyllti fjögur skilyrði. Þar var lögð áhersla á fræðslu, nóg af ferskum, köldum sjó, pláss fyrir stóra laug f villtri náttúrunni er frumskilyrði að geta veitt Morgunblaðið/Karl HÁHYRNINGURINN Keiko horfir inn um gluggann á laug sinni og fylgist með vísindamönnum Keiko-stofnunarinnar að störfum. Vildu breyta handritinu ÞEGAR gera átti kvikmyndina Frelsið Willy leituðu framleið- endur myndarinnar hjá kvik- myndaverinu Warner Brothers víða að háhyrningi í hlutverk Willys. Meðal annars ræddu þeir við sædýrasafnið Seaworld í Bandaríkjunum. Þar var erind- inu vel tekið og buðu stjórnendur safnsins þeim að kvikmynda að kostnaðarlausu. Það var aðeins eitt skilyrði: þeir vildu breyta sögunni. I handritinu var gert ráð fyrir því að hvalnum Willy yrði bjarg- að úr sædýrasafni í höndum óþokka og sleppt út í villta nátt- úruna. Sá endir var stjórnendum Seaworld ekki að skapi og báðu þeir um að handritinu yrði breytt þannig að Willy stykki úr sæ- dýrasafni óþokkanna í góða sæ- dýrasafnið. Þar með var útilokað að myndin yrði gerð í Seaworld og framleiðendur myndarinnar enduðu í Mexíkóborg þar sem hvalurinn Keiko var fyrir. Eigendur Seaworld hafa senni- lega haft hugboð um það hvaða áhrif myndin gæti haft og óttast að yrði hvalur úr garðinum not- aður í kvikmynd þar sem hann slyppi út í náttúruna kynni að koma upp krafa um að slíkt hið sama yrði gert í raun og veru. Og sú varð raunin eins og stjórn- endur Reino Aventura-skemmti- garðsins í Mexíkó komust að. AUSTFIRSKUR háhyrningur fær sfld að heiman. KEIKO gæðir sér á bráð sinni, fimm punda Kyrrahafslaxi. og dýr ekki látin æfa sýningarat- riði. Enn var hins vegar langt í land. Nú hófust miklar samningaviðræð- ur við safnið. Umstangið í kringum Keiko var að verða Earth Island- stofnuninni ofviða og því var Frels- ið Willy Keiko-stofnuninni komið á fót. Stofnféð var fjórar milljónir dollara (tæplega 30 milljónir króna). Hluti fjárins kom úr vösum Warner Brothers og fyrirtækisins New Regency Productions, en einnig kom tveggja milljóna doll- ara framlag frá ónafngreindum velunnara, sem reyndist vera Craig O. McCaw, milljarðamær- ingur frá Seattle, sem hyggst skjóta upp 288 gervihnöttum til að auðvelda símasamskipti um allan hnöttinn fyrir árslok 2002. McCaw hefur gefið rúmlega þrjár milljónir dollara (rúmlega 21 milljón ki-óna) í allt til að styðja málstað Keikos og hefur synt í lauginni með Keiko. „Það var andlegur hápunktur lífs míns að vera með Keiko í lauginni,“ sagði McCaw eftir þá reynslu. Létu hvalinn endurgjaldslaust I upphafi árs 1995 var tilkynnt að Reino Aventura myndi láta hvalinn af hendi endurgjaldslaust. Um leið var greint frá því að reist yrði stöð til að endurhæfa hvalinn í sædýrasafninu í Newport. Kostn- aður við stöðina: 7,3 milljónir doll- I s í > \ > i i i I i í i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.