Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. PEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ fyrst og mamma hálfhrædd," segir Ingibjörg, „svo pabbi ákvað að hún flyttí með okkur krakkana og stúlkumar út í Klébergsskóla, sem var laus eftir að skóla lauk í maí.“ Ólafur og karlmennirnir komu sér fyrir í kjallara íbúðarhússins og var sendur matur frá Klé- bergi, enda voru þeir við heyskap. En yfir- menn Bretanna komu sér fyrir á hæðunum. Hermennimir fóra illa með húsið, sem þurfti viðgerðar við um haustið. Þá flutti fjölskyld- an heim, enda var þá búið að byggja bragg- ana á kirkjuhólnum fyrir alla þá sem stóðu vaktina til að óvinurinn kæmist ekki óséður á land. Hermennimir vora því þama rétt á hlaðinu hjá þeim allt stríðið en samskiptin gengu vel. Ólafur stóð fyrir sínu og gætti þess að ekki væri ágangur á fjölskylduna og Bretamir virtu hann. Þeir vora því sestir þama að þegar þeir þurftu að finna stað og fá leyfi til að grafa þýsku flugmennina. Því má bæta við að þetta varð endirinn á sumadvöl kúnna frá Korpúlfsstöðum í Amar- holti. Herinn var þar allan tímann og 1946 keypti Reykjavíkurborg jörðina. „Hvað við voram heppin að Arnarholt var laust og Thor Jensen létti hemum af okkur. Við voram svo hrædd,“ segir Ingibjörg þegar hún rifjar þetta upp. TVÆR ÞÝSKAR FLUGÁHAFNIR í VIÐBÓT í október árið 1942 komu liðs- foringjar aftur til Ólafs sömu erinda. Nú með þrjú lík af þýskum flugmönn- um, sem höfðu verið skotnir niður 18. októ- ber. Og enn árið eftir þegar þrír þýskir flug- menn höfðu verið skotnir niður 24. apríl 1943. Ólafur sagði sem fyrr sjálfsagt, grafið þá í garðinum hér hjá okkur. Þá vora graf- imar orðnar 13, í röð nyrst í garðinum. Þar var jarðsettur við hliðina á þeim Bjami, son- ur Ólafs og Astu 1948, og var allur garðurinn með stækkuninni endurvígður af sr. Hálfdáni Helgasyni. Samkvæmt dagsetningunni 1942 hefur þetta verið vél af Jungergerð, sem Bretar eltu og löskuðu svo að hún hrapaði í Svína- skarði innan við Esjuna og féllu hlutar úr vélinni til jarðar í Grafardal. Flugmennimir vora samkvæmt nöfnum sem skrifuð hafa verið á afrit af grein þýsku blaðamannanna er komu í garðinn 1953: Frans Kirchmann, 22 ára, Josef Ulsamer, 24 ára, og Harald Ost- hus, þrítugur. Þeir höfðu er þeir skrifuðu grein sína fundið nöfn þeirra þriggja sem fórast árið eftir, 24. apríl 1943: Wemer Ger- hard Bullerjahn, 31 árs, Theodor Scholtys- sek, 23 ára, og Karl Martin Brack, 25 ára, sem var „lautenant". Junkers 88 flugvél þeirra eltu Bandaríkjamenn og löskuðu yfir Faxaflóa og lenti hún í hrauni á Strandaheiði. Þrír fórast en loftskeytamaðurinn bjargaðist í fallhlíf og var tekinn til fanga. Þetta vora því allt ungir menn sem hlutu legu í Brautar- holtskirkjugarði. Systkinin muna vel eftir þessum 13 gröfum í röð efst í kirkjugarðinum og þegar komið var með líkin í þremur áfongum, fyrst sjö 1941, þijú 1942 og aftur þijú 1943. Faðir þeirra hugsaði alltaf vel um grafimar og lét slá á þeim grasið hvert sumar. Eftir 1943 vora ekki fleiri þýskir flugmenn grafnir þar, enda höfðu vamir hér verið stórefldar og ferðir þýskra flugvéla að leggjast af. Eftir stríð vora Þjóðverjar Ólafi í Brautarholti ákaflega þakklátir, svo sem marka má af þakkartöflunni, sem prófessor dr. F. Dan- meyer afhendi honum 1953 í viðurvist þýska sendiherrans dr. Kurt Opplers. Þá var mess- að í kirkjunni, að viðstöddum kaþólskum og lúterskum prestum, og síðan settur upp við þýsku leiðin trékross að frumkvæðj Gísla Sigurbjömssonar á Elliheimilinu. A krossinn var letrað: „Hér hvíla 13 óþekktir þýskir flugmenn." Nú vora Þjóð- veijar búsettir hér, sendiráðs- fólk og þýskir ferðamenn famir að heim- sækja grafreitinn á hveijum „þjóðarsorgar- degi“ Þjóðverja til að leggja blómsveig að krossinum að aflokinni messu. En þeim þótti staðurinn nokkuð afskekktur og fyrirhafnar- samt að komast þangað eftir vondum vegum og í misjöfnum veðram. Einkum þó í annan grafreit á Reyðarfirði þar sem hvfldu fjórir þýskir flugmenn. Því ákváðu Þjóðveijar að gera sérstakan hermannagrafreit í Fossvogs- kirkjugarði og flytja þangað líkamsleifar þýsku flugmannanna, sem var gert 1957. Man Jón Olafsson vel eftir því þegar menn frá Fossvogskirkjugarði komu í slagveðri miklu og grófu upp líkamsleifar þýsku flug- mannanna þrettán. Segir í grein, sem birtist um þetta í fréttablaði Sambands félaga um varðveislu þýskra hermannagrafreita árið eftir, þegar reiturinn hafði verið formlega tekinn í notkun, að tveir menn hafi átt mest- an þátt í að flytja hina föllnu í aðalkirkju- LÍKIN FLUTT Á ÞJÓÐARSORGARDAGINN þýska var að aflokinni messu með kaþólskum presti og ís- lenskum haldið að leiðunum með trékross. Þá eru hermannabraggarnir á kirkjuhólnum horfnir, en þar stóðu breskir og bandarískir hermenn vörð öll stríðsárin til að vakta innsiglinguna til Reykjavíkur og inn í Hvalfjörð. Ljósmynd Pétur Thomsen. KROSS með áletruninni „Hér hvfla 13 þýskir, óþekktir flugmenn“ var reistur 1953. Þýski sendiherrann dr. Kurt Oppler leggur krans á leiðin að viðstöddum Ólafi Bjarnasyni, bónda í Brautarholti, og próf dr. F. Danmayer. HERMANN AGR AFREIT- UR fyrir þýska flugmenn í Fossvogskirkjugarði var vígður sumarið 1958. Þá höfðu verið fluttir í hann flugmennirnir 13 frá Brautarholti og fjórir frá Búðareyri á Reyðarfirði. Nöfnin, fæðingarár og dánardægur eru letruö á vegginn kringum leiðin, sem sýnir að þetta voru allt kornungir menn. UNGI flugmaðurinn var ekki lengur óþekktur. Haft var upp á nöfnum flugmannanna þegar þeir voru fluttir í Fossvogs- kirkjugarð 1957 og náð- ist í ættingja flestra þeirra. garðinn í höfuborg íslands, Gísli Sigur- bjömsson forstjóri, sem hafi látið sér mjög annt um grafreitina og séra Horst Schubrig frá Giessen-Wieseck, sem fyrst frétti af hin- um fóllnu á ferð til Islands 1951 og skýrði Sambandinu ft-á gröfunum, auk þess sem sendiráðið í Reykjavík sýndi málinu skilning. Þar segir að haustið 1957 hafi allir erfiðleikar verið að baki. Flugmennimir 17 séu ekki lengur „óþekktir flugmenn" eins og stóð á krossinum í Brautarholti. Fólk þekkti nöfn þeirra og aðstandendur þeirra höfðu verið látnir vita. Þó hefði ekki enn tekist að ná til aðstandenda fimm þeirra. Sama dag og mennirnir þrettán í Brautar- holti vora fluttir til Reykjavíkur, 20. septem- ber 1957, komu líkamsleifar hinna fjögurra frá Búðareyri við Reyðarfjörð með vélskipinu Heklu, en útgerð skipsins tók á sig kostnað- inn við flutninginn. Þýsku flugmennimir fjórir höfðu hvflt í kirkjugarðinum á Búðareyri frá því flugvél þeirra af Henkel-gerð fórst á uppstigningar- dag 1941 er hún lenti á fjallinu Snæfugli norðan við Reyðarfjörð. Könnunarflug Þjóð- verja yfir Austurlandi munu einkum hafa miðað að því að aðgæta um liðssafnað sem hugsanlega miðaði að innrás í Noreg. Fólk á nálægum bæ varð slyssins vart og Islending- ar fundu líkin. Flugvélin lá á svonefndum Völvuhjalla og mátti til skamms tíma sjá þar leifar af þessari þýsku flugvél. Allir flug- mennirnir fjórir fórast, foringinn Joakim Durfeld, Brauer yfn-liðþjálfi, Leitz undirliðs- foringi og Hornisch loftskeytamaður. Heim- ildir eru um þetta flugslys á Reyðarfirði og hefur verið um það skrifað. Þegar 50 ár voru liðin frá hernáminu átti blaðamaður Morg- unblaðsins, Guðrún Guðlaugsdóttir, viðtal í Þýskalandi við systur Joakims Durfelds, sem hafði fengið málmmerki hans, sem á var grafið nafn hans, type HE 11 og númer flug- vélarinnar, 1291 R. Þannig merki hafa allir flugmennirnir eflaust haft um hálsinn og þar fengin númerin á leiðunum í Brautarholti. Hans Joakim Durfeld hafði, að sögn Ilse systur hans, verið myndarlegur, glaðlyndur maður, 31 árs gamall, nýkvæntur, foringi í þýska flughernum og átti eftir eitt ár af her- skyldu. Fyrstu fregnir af afdrifum hans sögðu að hann hefði ekki snúið aftur úr flugi til Englands, en í október 1941 barst systr- um hans tilkynning frá upplýsingaskrifstofu hersins þess efnis að hann hefði farist í flug- slysi á Islandi. Ilse var mjög þakklát að heyra að vel hefði verið hugsað um gröf bróður síns í kirkjugörðunum hér öll þessi ár. Líkin 17 vora grafin við hljóð- láta athöfn við grafreitinn, sem þýska sendiráðinu hafði ver- ið úthlutaður í kirkjugarðinum í Fossvogi, að viðstöddum nokkram starfsmönnum þýska sendiráðsins og þýskum Reykvíkingum, prestar beggja kirkjudeilda báðu bænir og kransar vora lagðir. Endanlegur og varan- legur frágangur minningarreitsins fór svo fram á vegum þýska ríkisins ög var lokið sumarið eftir. Þar höfðu verið steyptir þrír voldugir krossar og skráð á vegginn um graf- reitinn þekkt nöfn þeirra sem þar hvfla. Var reiturinn vígður á þjóðarsorgardag Þjóðverja 1958 við hátíðlega athöfn, að viðstöddum Þjóðverjum á íslandi, dómprófastinum Jóni Auðuns og kaþóska biskupinum Pater Hack- ing, menntamálaráðherra íslands, ráðuneyt- isstjóra utanríkisráðuneytisins, fulltrúa aðal- ræðismanns Austurríkis, forseta Germaníu og íslenskum Þýskalandsvinum, þeirra á meðal Gísla Sigurbjömssyni, segir í greininni í fréttabréfi Sambands félaga um varðveislu þýskra hermannagrafa. En Gísli hafði haft mikil afskipti af þessum málum öllum og vora færðar þakkir. Svo heppilega stóð á að frægur þýskur organisti, Wilhelm Stollenwer, var einmitt á tónleikaferð á ís- landi og lék við minningarathöfnina í kapell- unni þar sem Dómkórinn söng. Hans Ric- hard Hirschfeld sendiherra lagði blómsveig á grafimar, svo og aðalræðismaður Austurrík- is. Og séra Horst Schubrig frá Giessen-Wies- eck, sem kom flugleiðís á eigin vegum til vígslu grafreitsins í Reykjavík, fann þau orð sem náðu til hjartans þegar hann talaði um „fómardauða milljóna manna sem létu líf sitt vegna pólitískrar sannfæringar eða vegna þess að þeir vora af ákveðnum kynþætti, sem féllu í vígstöðvunum, í sprengiregni loft- árásanna eða á endalausum flótta". Þama höfðu þá hlotið með viðhöfn varan- lega gröf 17 ungir menn, sem sogast höfðu inn í stríðsátök. Að vísu ekki þar sem hvfldi þeirra vagga heldur norður á íslandi. Sinn hlut í því átti stórbóndinn íslenski Ólafur Bjarnason, sem lét sig engu varða hvorum megin þessir piltar vora að stríða og geymdi þá í íslenskri mold meðan ósköpin liðu hjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.