Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ KN!CKK R3GX Á ÍSLANDI Nýjír brjóstahaldarar Stærðir: 32 ABCD 34 ABCD 36 ABCD 38 BC ' Konudagiirinn er á morgun, sunnudag 12-16. kr. 2.899 í dag frá 10-16. kr. 1.899 Full búð af Sendum sumarvörum. KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM TRACI Lords var ein vinsælasta klámmyndaleikkona Bandaríkjanna þegar hún var unglingur. Á innfelldu myndinni má sjá hvernig Traci leit út þegar hún lék gestahlutverk í „Melrose Place“. Kentucky Fried Chicken Var klámmynda- stjarna undir lögaldri ►LEIKKONAN Traci Lords á lit- ríkan leikferil að baki en hún öðl- aðist frægð sem ein vinsælasta klámmyndaleikkona Bandaríkj- anna þegar hún var unglingur. Traci var aðeins 14 ára gömul þegar hún fór að leika í svæsnum klámmyndum eftir að hafa farið að heiman og ánetjast fíkniefnum og áfengi. Nora Louise Kuzma, eins og Traci heitir réttu nafni, var 12 ára þegar hún flutti með móður sinni og systrum frá Ohio til Kali- forníu árið 1980. Hún segist ekki muna lengur af hveiju hún hætti í skóla og fór að heiman. Ferill hennar í klámiðnaðinum byrjaði skömmu síðar þegar hún sat nak- in fyrir í karlatímariti og fór að leika í svæsnum klámmyndum til að fjármagna kókaínneyslu sem hún var þá orðin háð. Það var svo í maí 1986 að upp komst að ein vinsælasta klám- myndastjarna Bandaríkjanna var undir lögaldri þegar hún lék í öll- um nema einni klámmynd sinni. „Það er mjög skrítið að lifa með þessum hluta lífs míns núna þegar ég er orðin fullorðin," segir Traci Lords sem reynir eftir fremsta megni að gleyma fortíð sinni og einbeita sér að ferli sínum sem leik- og söngkona. Fyrsta alvöru tækifæri hennar sem hefðbundin leikkona var árið 1988 þegar B-myndaframleiðand- inn Roger Corman gaf henni hlut- verk í myndinni „Not of This Earth“ en þar er að finna eina nektaratriði Traci siðan hún hætti í klámmyndum. Hún lék f mynd- um John Waters, „Cry Baby“ og „Serial Mom“, og smám saman fór tækifærunum að fjölga. Traci sat fyrir á dagatölum og plakötum og lék meðal annars i þáttunum „Tommyknockers“ sem gerðir voru eftir bók Stephens King. Traci Lords er mikil áhuga- manneskja um líkamsrækt og gerði líkamsræktarmyndband ár- ið 1992 auk þess sem hún hefur tvisvar prýtt forsíðu tímaritsins „Muscle & Fitness". Það var svo árið 1995 að fyrsta plata Traci kom út en þá hafði hún lært söng í nokkur ár. Á plötunni, sem heit- ir „1000 Fires“, er að finna tekn- ódanstónlist en lagið „Control" komst í annað sæti Billboardvin- sældalistans. Vegna vafasamrar fortíðar sinnar hefur Traci fengið nokkur tilboð um að skrifa ævisögu sína. Hún hefur hins vegar afþakkað þau öll og segir að sig hrylli við tilhugsuninni. Þótt hún noti lítið vefinn er Traci nieðvituð um hin- ar fjölmörgu síður með myndum af henni og æviágripi. Traci segist í fyrsta sinn á æv- inni fara á stefnumót en hún sleit nýlega trúlofun sinni og leikarans John Enos. Hún var áður gift leik- aranum Brook Yeaton í fímm ár en þau skildu árið 1990. Framtíð- in lítur ágætlega út hjá leikkon- unni sem fékk nýlega hlutverk í þáttunum „Profíler" og hefur Iok- ið að leika í myndinni „Extrama- rital" sem verður frumsýnd í sum- ar. „Ég hef fengið annað tækifæri í lífinu og það er mjög gott,“ segir Traci Lords.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.