Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 39 ■- MAGNUS J. MAGNÚSSON + Magmís J. Magn- ússon fæddist á Kirkjubóli í Reykja- vík 2. júní 1912. Hann lést á Land- spítalanum 10. febr- úar síðastliðinn. Fað- ir hans var Magnús Vigfússon, f. 20. febr. 1870 í Reykjar- koti í Mosfellssveit, d. 11. júní 1935, vegavinnu verkstj óri og bóndi. Móðir hans var Sólveig Jónsdótt- ir, f. 30. júní á Bakka í Garðahreppi, d. 27. febr. 1957, húsmóðir. Magnús var yngstur fímm systkina og eru þau nú öll látin. Hin hétu Margrét, Björgvin, Guðbjörg og Regína. Magnús kvæntist árið 1936 eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Collin Guðmundsdótt- ur, f. 11. ágúst 1913, dóttur Guð- mundar Eiríkssonar bónda frá Kjarnholtum í Biskuptungum og Margrétar Oddsdóttur frá Mels- húsum á Álftanesi. Þau hjónin stofnuðu heimili sitt á Laugar- nesvegi 34, á jörð Kirkjubóls, og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: Guðmundur Kristján, f. 21. apríl 1937, prófessor, kvæntur Valdísi Árnadóttur, Sólveig, f. 14. maí 1939, búsett í Bandaríkj- unum, og Halla, f. 14. maí 1939, Það er komið að kveðjustund. Hann afi á Laugarnesveginum er horfinn yfir móðuna miklu. Þegar ég horfí til baka þá sé ég fyrir mér hljóðláta manninn sem var eins og klettur. Hann var heiðar- legur út í gegn og ákaflega vand- virkur í öllu sem hann gerði, enda þúsundþjalasmiður. Ef eitthvað þurfti að laga þá var afi kominn, hvort sem það var til að plokka úr sárunum smágrjót eða til að koma bílnum í gang, lagfæra, smíða eða setja upp. Allt gat afi. Hann var mjög fastur fyrir og hélt fast við sínar ákvarðanir og dugði ekki einu sinni að nota per- sónutöfra til að hnika þeim. Afi hafði einnig hliðar á sinni per- sónu sem voru tónlistargáfur, góð kímnigáfa, ást á ljóðum og bók- menntum. Þær voru oft skemmti- legar samræðurnar sem við átt- um saman. Þær eru margar minningarnar um hann afa á uppvaxtarárum mínum á Laugarnesveginum og fram til þessa dags. Minnist ég t.d. þess þegar ég var sjö ára þegar afi gaf mér fyrsta hjólið mitt og kenndi mér að hjóla. Þetta var gamalt hjól sem hann hafði gert upp og var það eins og nýtt væri. Einnig kenndi hann mér að synda. Og hvílíkur fjöldi af franskbrauð- um og tepokum hljóta að hafa farið hjá afa og ömmu, en það var „ritúalið" hjá mér, Dóu, Elfu og Asgeiri að fá te og ristað brauð hjá þeim í morgunmat og ekki má gleyma kvöldkaffinu. Þau hljóta að hafa verið stórkúnnar hjá bakar- anum. Afi passaði vel upp á okkur og vorum við kölluð á teppið ef honum líkaði elcki gjörðir okkar. Eg á nú von á að þau okkar sem erum „gloppótt í allar áttir“ hafi átt eitthvað í gráu hárunum hans. Hann og amma reyndust systur minni Dóu sérstaklega vel, en hún gekk ekki heil til skógar og lést um tvítugt. Henni þótti ákaflega vænt um þau. Einnig studdi hann lom ubúð m öarðskom v/ Fossvocjski <-kj»goi-3 Sími. 554 0500 húsmóðir. Barna- börn Magnúsar eru sjö (eitt látið) og barnabarnabörnin eru einnig sjö. Magnús stundaði iðnám hjá Kristjáni Kristjánssyni, járn- smíðameistara í Reykjavík, 1927-30. Hann tók sveinspróf í vélvirkjun 1938 í vélsmiðjunni Héðni og fékk meistara- réttindi í sömu grein 1942. Hann sótti námskeið hjá véla- framleiðendum í Englandi 1949 og í Þýskalandi 1959 og fékk 1968 styrk frá Evrópuráðinu til að kynna sér verklega kennslu o.fl. í norskum vélskólum. Hann var kyndari og vélstjóri á togur- um og línuveiðurum 1931-36, vélstjóri á ms. Laxfossi 1937-38. Hann starfaði í vélsmiðjunni Héðni 1938-52, síðustu 11 árin sem verkstjóri við skipa- og vélaviðgerðir. Magnús var kenn- ari við mótornámskeið Fiskifé- lags fslands 1952-66 og for- stöðumaður þeirra frá 1961. Hann var fastráðinn kennari við Vélskóla íslands frá 1966 þar til hann lét af störfum 1979 sökum aldurs. Útför Magnúsar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. mig dyggilega við andlát fóður míns. Eina sögu vil ég segja sem lýsir vandvirkni afa. Þegar ég flutti í nýja íbúð þá ákvað ég að hlífa afa einu sinni. Ég kalla pabba til í staðinn og við drifum upp allar festingar o.þ.h. á baðherberginu. Það var miðað, borað og skrúfað með miklum hamagangi. Pabba verður að orði: „Það er eins gott að hann Magnús afi þinn sjái ekki vinnubrögðin." Afi kemur í heim- sókn og ekki er sagt orð um bað- herbergið. Viku seinna Þá dettur Elfu frænku í hug að gera upp baðherbergið heima hjá mömmu sinni og hefur samband við afa. Eitthvað var hann upptekinn og Elfa segir honum að hún hljóti að geta gert þetta sjálf eins og Dídí. Þá segir afi: „Það er nú allt ramm- skakkt hjá henni.“ Amma mín, ég votta þér samúð mína og get ekki annað en dáðst að því hversu vel þú hefur staðið við hliðina á honum afa í veikindum hans undanfarin ár. Att þú heiður skilinn. Þegar við barnabörnin bárum kistuna hans afa út úr Laugarnes- kirkju varð mér hugsað til þess að hann afi fæddist á Kirkjubóli, byggði hús á jörð Kirkjubóls og var jarðaður í kirkjunni sem stendur einnig á þeirri jörð, „alltaf staddur í túnfætinum heima". Með þessum orðum kveð ég þig, kæri afi. Minningin um þig lifir með mér. ^ Kristín Þórarinsdóttir. Hann elsku afi minn er dáinn. Ég hugsa til þeirra góðu tíma sem við áttum saman og hversu stórt hlutverk hann spilaði í mínu lífi. Afi var maður sem var með allt á hreinu, í orðsins fyllstu merkingu. Það var margt sem við gerðum saman og var það allt eftir ákveð- inni „formúlu“. Meðal annars minnist ég veiðiferðanna til Þing- valla á vel bónaða Volvónum, skylduferðanna í sund á miðviku- og laugardagsmorgnum og þeirrar venju að drekka te með ristuðu brauði á morgnana og maltsins og tvíbakanna klukkan níu á kvöldin, óborganlegu ferðanna á gamla uppgerða skíðasleðanum, þegar hann spyrnti okkur á siglingu með fagmannlegum sveiflum og kassa- bflsins sem hann smíðaði handa mér (sá flottasti í hverfinu). Afi var fljótur að skerast í leik- inn þegar ég var í einhverju „stússi“. Má þar nefna dæmi sem lýsir honum best. Það var þegar ég kom með skellinöðrutuðruna mína til hans og bað hann um að lagfæra bremsurnar. Hjólið fékk ég ekki aftur fyrr en mánuði seinna og var ég alveg að brjálast úr óþolin- mæði. En afi lét sig ekki muna um að rífa hjólið niður í „frumeindir“ og fékk ég ekki hjólið aftur fyrr en það var komið í óaðfinnanlegt stand að hans mati. Og viti menn, skellinöðrutuðran var orðin að nýju hjóli, glæsifai-artæki. Ég kveð þig núna, afi minn, með sáru hjarta og þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér. Þú munt lifa með mér að eilífu. Ásgeir Hrafnkelsson. M hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. (Tómas Guðm.) Kæri pabbi, ég mun geyma minningu þína í hjarta mínu. Halla Magnúsdóttir. Mig langar með þessum orðum að minnast Magnúsar J. Magnús- sohar, langafa litlu dóttur minnar. „Þá mælti Almítra: Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirt- unni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins. því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. I djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvit- lega, og eins og fræin, sem dreym- ir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnar. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran) Ég sendi fjölskyldu Magnúsar og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halla og Embla. PETUR JOHANNSSON + Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafírði hinn 12. aprfl 1913 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi hinn 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 21. febrúar. í bemskuminningum mínum berð þú, elsku frændi, höfuð og herðar yfir aðra, fyrir þekkingu þína og góðar gáfur, og er ég þá ekki að halla á aðra, sem ég um- gekkst, síður en svo. Átta-Pétur, það var viðumefnið sem þú ávannst þér í Menntaskól- anum; átta var hæsta einkunnin sem gefin var í þá tíð. En mennta- brautin, sem hæfði þér svo vel, varð ekki löng. Átján ára gamall varðstu að hætta, kallaður heim til að taka við bústjórn ásamt móður þinni, á æskuheimilinu í Glæsibæ, þegar faðir þinn fórst af slysför- um. Þrátt fyrir erfiði og amstur hættir þú ekki að afla þér frekari kunnáttu og lærdóms allt fram á síðustu ár, þegar tölvumenningin ruddi sér til rúms, greipst þú þá möguleika, sem hin nýja tækni hafði upp á að bjóða, og nýttir þér hana til hins ýtrasta. Þú varst fæddur kennari og ósínkur á að miðla öðrum af þekk- ingu þinni. Jafnframt því tókst þér að innstilla í nemendum þínum fróðleiksfýsn, sem þeir nutu góðs af löngu eftir að skólagöngu þeirra var lokið. Ég var svo lánsöm að njóta kennslu þinnar á unga aldri og hefir það verið mér ómetanlegt vegarnesti. Það er fáum gefið að hafa veru- leg jákvæð áhrif á líf annarra, en það var nokkuð sem þú lagðir þig fram við af öllum kröftum. Hvort sem um var að ræða ungt fólk, sem þú miðlaðir af vizku þinni, eða heil sveitar- eða bæjarfélög, sem þú bjóst í - hvar sem þú fórst lagðir þú þig fram við að efla hag og bæta aðbúnað fólks. Ég dáðist að hvemig þú aðlag- aðist breyttum aðstæðum allt fram á efri ár, eftir langan og annasam- an starfsferil utan heimilisins kom það í þinn hlut að hjúkra Sigríði, konu þinni, sem þú gerðir af ein- stakri nærgætni, umhyggjusemi og ástúð í langvarandi veikindum hennar. Tókst þú á þig að sjá um hana og heimilishaldið, sem hafði verið hennar hlutverk til þessa. Ég minnist þess að koma í heimsókn eitt sinn, þú barst mér myndarlegt kaffi með meðlæti og sagðir hlæj- andi um leið: „Ja, þú veist ekki hvað ég er orðinn húslegur í mér!“ Já, Pétur minn. Við söknum þín- um mjög. En eins og þú hefðir sagt sjálfur: Lítum á björtu hlið- ai-nar og verum þakklát fyrir að hafa átt þig sem frænda og fyrir- mynd. Ástarkveðjur. Hafdís Bennett og fjölskylda. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. írjiíryííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA ICE LANDAIR HOTELS Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eft- irfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka, og böm, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálan- um, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar em beðn- ir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykui' öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.IO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.