Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 40
, 40 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, dóttir, systir og tengdamóðir, BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR, Búhamri 13, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtu- daginn 19. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Bernódus Alfreðsson, Þórður Ólafur Rúnarsson, Ragnar Birkri Bjarkarson, Guðný Bernódusdóttir, Birkir Jónsson, Guðmundur Birkisson, Hrefna Birkisdóttir, Helga Birkisdóttir, Sólrún Bragadóttir, Erla Helgadóttir, Erla Guðjónsdóttir, Gísli Garðarsson, Ólafur Sólmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, Espigerði 2, lést fimmtudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Svanhildur Magnúsdóttir, Viðar Guðmundsson, Gerlinde A. Xander, Bryngeir G. Guðmundsson, Katrín Hallgrímsdóttir, Guðmundur H.S. Guðmundsson, Hanna H. Leifsdóttir, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Kristinn Kristinsson, Óskar Guðmundsson og barnabörn. Fóstra min, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Droplaugarstöðum v/Snorrabraut, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 23. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Steindór Guðmundsson. Útför fósturmóður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR Þ. HÖRGDAL, Skarðshlíð 17, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Þorsteinn R. Hörgdal, Kristín Óskarsdóttir, Jónína R. Hörgdal, Helgi Örn Jóhannsson og barnabörn. Elskuleg frænka okkar, AÐALBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Hólavegi 5, Dalvík, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju daginn 24. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, þriðju- Jóhann Tryggvason, Kristín Tryggvadóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA SVAVARSDÓTTIR, Stillholti 8, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 24. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. HALLGRIMUR INDRIÐASON + Hallgrínmr Ind- riðason fæddist á Espihóli í Eyjafirði hinn 17. júní 1919. Hann lést á heimili sínu í Litla-Hvammi, Eyjafjaröarsveit, hinn 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Helgason, bóndi í Botni og síðar á Dvergstöðum í Eyja- firði, f. 26.1. 1869, d. 20.6. 1939, og kona hans Helga Hannes- dóttir, f. 20.1. 1892, d. 7.1. 1976. Eftirlifandi systkini hans eru María, Páll, Jóhann og Sigurlaug, en elsti bróðirinn, Þorbjörn, lést 1979. Árið 1941 kvæntist Hallgrímur Lilju Jónsdóttur, f. 19. júní 1921 í Vaglagerði í Skagafirði, dóttir Jóns Kristjánssonar, kennara og organista, og konu hans Rann- veigar Sveinsdóttur. Hallgrímur og Lilja bjuggu lengst af í Krist- nesi í Eyjafirði og störfuðu við Krist- neshæli, hann við vélavörslu og snu'ðar og hún síðari ár við símavörslu. Árið 1987 fluttu þau hjón- in í Litla-Hvamm í sömu sveit. Þau Hallgrímur og Lilja eignuðust fimm börn og eru tvö þeirra látin: Indriði, bókasafnsfræðingur, f. 21.10. 1944, d. 27.1. 1979, og Jón, bóndi, f. 21.10. 1944, d. 3.5. 1991. Önnur börn þeirra eru Kristín, ritari, búsett í Reykjavík, f. 30.4. 1947, Hólmgeir Gunnar, húsasmfðameistari, Álftagerði f Mývatnssveit, f. 14.12. 1960, og Helga, bóndi í Hvammi, Eyja- fjarðarsveit, f. 30.3.1962. Útför Hallgríms fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Mig langar með þessum orðum að minnast Hallgríms tengdafoður míns, ekki eingöngu sem indæls tengdafóður, heldur miklu fremur sem afa barnabama sinna, en í því hlutverki fannst mér hann ætíð njóta sín hvað best. Sömuleiðis dáð- ist ég ætíð af þeirri alúð sem hann lagði við hestana sína, sem sannar- lega voru heppnir með húsbónda. Það leyndi sér ekki, að þeir voru miklir vinir hans, ekki síður en bamabörnin. Það sem framar öðra prýddi skapgerð Hallgríms var hæglæti og iðjusemi, en jafnframt hafði hann til að bera smitandi glettni, ekki síst þegar eitthvað hé- gómlegt í fari fólks bar á góma. Hallgríms verður héreftir sárt saknað í heimsóknum okkar í Litla- Hvamm. Vandfundinn er betri stað- ur til að öðlast hugarró og stilla sál- arkompásinn á allt það, sem eðli- legt, heilbrigt og náttúralegt getur talist. Þar bjuggu þau Hallgrímur og Lilja í fullkomnum samhljómi við náttúrana. Lengst af bjuggu tengdaforeldr- ar mínir í Kristnesi og ólu þar upp böm sín fimm að tölu. Þangað var ætíð gott að koma og minnist ég þakklátur þeirra mörgu sæludaga, sem ég og fjölskylda mín áttum þar með þeim hjónum og bömum þeirra. Þegar Hallgrímur lét af störfum árið 1987, sem smiður við Kristneshæli, og Lilja hætti síma- vörslu við hælið, ákváðu þau að festa kaup á Litla-Hvammi, sem þá var orðinn heldur hrörlegur bær við jaðar Kjamaskógar. Fannst mörg- um það hið mesta óráð og að vart yrði þar aftur um mannabústað að ræða. En Hallgrímur hélt sínu striki, sem endranær, og endur- byggði húsið af þvílíkum dugnaði að athygii vakti. Saman byggðu þau Lilja upp einkar hlýlegt heimili og fegruðu umhverfið af sinni einstöku smekkvísi og alúð. Síðastliðið sumar hlutu þau hjón viðurkenningu sveit- unga sinna fyrir fagurt umhverfi og snyrtimennsku. I Litla-Hvammi er gestum ávallt tekið fagnandi og af norðlenskri gestrisni. Aldrei heyrist þar talað styggðaryrði við eða um nokkurn mann. I mesta lagi gert góðlátlegt grín að náunganum. Heimilið er látlaust og menningarlegt og m.a. margt góðra bóka, sem ég læt oft eftir mér að sökkva mér ofan í í kyrrðinni, sem ekkert truflar nema hljóð þau sem tilheyra nátt- úru landsins. Verð ég að viður- kenna, að stundum gat tekið tíma að venjast kyrrðinni, og að vakna við fuglasöng og suð í flugum, í stað þess þunga niðs umferðar, sem jafnan fylgir morgunsárinu í Reykjavík. Hallgrímur leyndi oft á sér og gat verið gaman að gantast við hann þegar svo bar undir. Fannst mér oft skondið hversu rækilega hann var áttaður, ekki síður innan húss en ut- an. Hvert herbergi og jafnvel hús- gagn laut reglu áttavitans og fannst okkur borgarbörnum, sem kunnum fáar áttir aðrar en uppettir og niðrettir, stundum kostulegt á að hlýða. Hallgrímur, eins og annað fólk á sömu slóðum, talaði hrein- ræktaða norðlensku, sem í fyrstu hljómaði skringilega í sunnlenskum eyram. Framan af fannst mér óþarflega mikið af samhljóðum í þessari skýru tungu, enda vanari sérhljóðum. Fljótlega lærði maður að meta hin nýstárlegu hljóð, sem fylgdu heimsóknum í Litla-Hvamm, og skynjaði þau sem náttúrulega tónlist í réttum takt við mannssál- ina. Hallgrímur þoldi illa skarkala borgarlífsins og fór helst ekki ótil- neyddur til Reykjavíkur. Að því leyti vora þau Lilja nokkuð ólík. Þá sjaldan henni tókst að telja mann sinn á að heimsækja höfuðborgina, tók hann fljótt að ókyrrast og verða heimfus. Hann fór að hafa áhyggjur af hestunum sínum og fyrir kom að hann missti áttirnar, aldrei þessu vant, enda fátt um kennileiti ef mið- að er við Eyjafjörðinn. Þótt mér fyndist Hailgrímur og Lilja alltaf vera einkar hamingju- samt fólk, þá vissi ég að alltof oft hafði nístandi sorgin knúið dyra hjá þeim. Þannig misstu þau tvö elstu börn sín, tvíburana Indriða og Jón, er þeir vora í blóma lífsins. En, eins og gjamt er um lífsreynt fólk, þá var áföllum tekið af æðraleysi og sorgin hljóð. Virtist sem Hallgrímur og Lilja efldust með hverri raun sem á þau var lögð. Um leið og ég votta tengdamóður + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist 29. ágúst 1908. Hún lést 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar vom Guðmundur Guðjónsson, báta- smiður, f. 1882 á Vattamesi í Gufu- dalssókn, Austur- Barðastrandarsýslu, d. 1964, og Margrét Zakaríasardóttir úr Bolungarvík, f. 1884, d. 1943. Börn þeirra voru átta. Á lífí eru Ágúst, Björn og Jón, en látin eru Stefán, Björg, Jónas, Guðmundur og Ingibjörg. Ingibjörg giftist 7. ágúst árið 1931 Ágústi Oddsyni, sjómanni, f. 14.6. 1900, d. 19.2. 1975. Uppeld- Mig langar að minnast frænku minnar, Ingibjargar Guðmunds- dóttur, nokkram orðum, eða Ingu eins og hún var alltaf kölluð meðal ættingja og vina. Amma hennar, Björg, var langamma mín. Inga fæddist í Bolungarvík en ólst upp með systkinum sínum í Hnífsdal, en þangað höfðu foreldrar hennar flutt. Guðmundur, faðir hennar, bjó í æsku með móður sinni Björgu Guðmundsdóttur hjá sæmdarhjón- unum Petrínu Pétursdóttur og Bimi Jónssyni, sem þá bjuggu á Kirkjubóli á Bæjarnesi í Austur- Barðastrandarsýslu. Arið 1895 flytja þau hjón búferlum með heim- issonur þeirra er Steindór Guðmunds- son, verkfræðingur, forstjóri Fram- kvæmdasýslu ríkis- ins, f. 8.6. 1947. Ágúst var ömmu- bróðir hans. Foreldr- ar Steindórs voru Guðmundur Péturs- son, símritari, og Ingibjörg Jónsdóttir. Kona Steindórs er Bjarndís Harðardótt- ir, snyrtifræðingur. Börn þeirra eru: Eva Hrönn, f. 1971, Fríða Dóra, f. 1974, og Snorri Valur, f. 1981. Útför Ingibjargar verður gerð frá kapellunni í Fossvogi á morg- un, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ilisfólk og búfénað að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði. Farið var gangandi yfir Glámu, sem þá var hulin jökli. Guðmundur faðir Ingu var með í þeirri för, þá tólf ára gam- all, en Björg móðir hans fór sjóleiðis yfir í Dýrafjörð með unga syni hjón- anna, þá Pétur Bjömsson síðar skipstjóra á Gullfossi og Þorvarð Bjömsson síðar lóðs. Þessi ferð yfir Glámu þótti frækilegt afrek og var lengi í minnum höfð. Frásögn þessa skráði Lilja Bjömsdóttir skáldkona eftir systur sinni Guðrúnu, sem var tíu ára þegar hún fór þessa ferð og mundi hana vel. Sjálf var Lilja einnig með í ferðinni, þá barn á fyrsta ári. Skólaganga Ingu varð ekki löng, frekar en oft á þeirri tíð, nokkur ár í barnaskóla, því fara varð út á vinnumarkaðinn eins fljótt og kostur var. Suður til Reykjavíkur kom Inga um 1930 og réðst í vist. Hún var m.a. í vist hjá Thor Jensen og fjöl- skyldu hans. Þar líkaði henni vel að vera og talaði ætíð hlýlega um það fólk, enda kunni það vel að meta myndarskap hennar og glaðværð. Ingu og Ágústi varð ekki barna auðið en þau ólu upp fósturson, Steindór Guðmundsson, frænda Ágústar, sem kom til þeirra barn að aldri. Lengst af bjuggu Inga og Ágúst á Framnesvegi 21 í Reykjavík, leigðu þar íbúð hjá Sigurði Halldórssyni og Sigríði konu hans, en hún var systurdóttir Ágústar. Á milli fjöl- skyldnanna var einstök vinátta. Inga hreifst af söng og tónlist og hafði sjálf fallega söngi-ödd. Líklega hefur hlédrægni valdið því, að sá draumur hennar, að syngja í kór, rættist aldrei. Hún var ein af þess- um íslensku húsmæðrum, sem kusu sér fyrst og fremst fjölskylduna og heimilið sem starfsvettvang. Hús- móðurstarfinu sinnti hún ákaflega vel, hún var bæði smekkleg og myndarleg. Hún hafði yndi af hverskonar hannyrðum og bar heimili hennar þess fagurt vitni. Inga var farin að tapa heyrn und- ir það síðasta en var að öðru leyti ótrúlega ern og minnið í besta lagi. Síðustu árin bjó hún á Droplaugar- stöðum við Snorrabraut, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Ég kveð nú Ingu frænku og þakka henni langa og góða sam- fylgd. Greta. INGIBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.