Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 35 HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - 2. GREIN Skjálfti sem varð 1784 er stærsti jarð- skjálfti segir Ragnar Stefánsson, sem góðar heimildir eru til um á Suðurlandi. EGAR talað er um mikla jarðskjálfta á íslandi er oftast átt við 4 skjálfta á Suður- landsundirlendi í ágúst og september 1896. Fyrsti skjálfti varð 26. ágúst, á mótum Landssveitar og Holta, og sprunguna eftir hann má t.d. sjá í landi Flagbjarnarholts. Skjálftar fylgdu svo í kjölfarið vestar á svæðinu. A mynd 1, eftir Svein- björn Björnsson eru sýnd þau svæði þar sem helmingur allra húsa á sveitabæjum á Suðurlandi hrundi í jarðskjálftum, sam- kvæmt lýsingum og skýrslum Þorvaldar Thoroddsen. A því korti má einnig sjá sprungur sem vitað er að hafa myndast í jarð- skjálftum. Líklega er jarðskjálfti, sem varð austast í Landssveit og á Rangárvöllum 1912, síðasti þátt- urinn á skjálftahrinunni sem hófst 1896. Með skjálftanum 1912 hafði færsla eða spenna, sem hlaðist hafði upp frá því árið 1784 leyst úr læðingi. í skjálftunum 1896 og 1912 varð samanlagt 2-3 metra þvergengisfærsla á Suður- landi. Svæðið norðan skjálfta- beltisins færðist til vesturs miðað við svæðið sunnan beltisins. Síð- an hefur sjálft Suðurlandsundir- lendið verið mjög rólegt og af- stressað, þótt skjálftar hafi lítil- lega aukist þar frá þvi kringum 1960. Jarðskjálftinn 1912 mældist á jarðskjálftamælum á nokkrum stöðum í heiminum, en þá voru áreiðanlegir jarðskjálftamælar nýlega komnir til sögunnar. Stærð hans mældist 7,0 á Richter kvarða. Vegna þess að skjálftinn 1912 mældist svo vel og unnt var að ákvarða stærð hans nákvæm- lega, hefur hann verið notaður sem kvarði fyrir aðra jarðskjálfta á Islandi, sem valdið hafa skemmdum. Aðferðin er sú að bera saman skemmdasvæði hans og eldri skjálfta, sem ekki voru mældir með mælum. Við slíkan samanburð kom fram að jarð- skjálftinn 1912 var stærri en stærsti skjálftinn frá 1896, þótt hann hafi ekki orðið eins sögu- frægur. Sprungur eftir skjálftann 1912 má m.a. sjá í landi Selsunds suðvestur af Heklu. Skjálfti sem varð 1784 er stærsti jarðskjálfti sem góðar heimildir eru til um á Suðurlandi. Hann var sterkastur austarlega á Skeiðum, en áhrifasvæðið náði langt norður eftir Biskupstung- um, og stærð hans hefur verið metin 7,1 á Richterkvarða. Tveimur dögum síðar varð annar öflugur skjálfti nokkru vestar, sbr. mynd 2. Það er athyglisvert við jarð- skjálfana á Suðurlandi að áhrifa- svæði þeirra og sprungur sem mynduðust við þá snúa norður og suður og eru hlið við hlið, aðeins 5 -10 km á milli. Heildarhreyfingin á Suðurlandi er eins og sést á myndinni það sem kallað er vinstri handar sniðgengi þar sem svæðið norðan sprungubeltisins færist til vesturs (til vinstri) mið- að við svæðið sunnan við. Mörg- um finnst eðlilegt að slík hliðrun verði eftir austur vestur snið- gengissprungu, sem marki skýra línu milli færslu platnanna hvorr- ar fram með annarri. Svo er þó ekki, heldur fær misgengishreyf- ingin og spennan sem henni er samfara útrás á tiltölulega breiðu brotabelti, þar sem sprungur snúa norður suður. Ymsar skýr- ingar hafa verið gefnar á þessu, m.a. sú að svæðið sé jarðfræðilega svo ungt að skýr sniðgengis- sprunga hafi ekki náð að mynd- ast. Norður af landinu hafa orðið 2 stórir skjálftar frá því um alda- mót, 1910 og 1963, báðir um 7 á Richter kvarða. Hvorugur þeirra olli miklum skemmdum á landi enda upptökin talsvert langt frá byggð. Dalvíkurskjáftinn 1934 var nokkru minni, 6,3. Hann olli þó nokkrum skemmdum og sprung- ur komu fram í jarðvegi, einkan- lega á Dalvík og þar í grennd, enda upptökin nálæg. Skjálfti á hafsbotni í Öxarfirði, 16. janúar 1976, þremur vikum eftir að Rröflueldar hófst var 6,2 að stærð. Lítils háttar skemmdir urðu á Kópaskeri og opnar sprungur sáust í jarðvegi þar suð- ur af. Mestu skemmdaskjálftar sem sögur fara af fýrir norðan urðu nálægt Flatey á Skjálfanda 1755, á svonefndu Húsavíkur - Flateyj- ai-misgengi, og svo tveir skjálftar 1872 á sama misgengi en með upptök milli Flateyjar og Húsa- víkur. Stærð skjálftans 1755 hefur verið metinn 7,0 _ 7,1 en skjálft- anna 1872 rúmlega 6. Skjálftar þessir voru mjög öflugir á Húsa^ vík, í Flatey og í Fjörðum. I Grímsey hrundi úr björgum við skjálftann 1755. Brotabeltið fyrir norðan er í heild sinni kallað Tjörnes-brota- beltið. Það ber mjög einkenni þess að að gliðnunarsvæðið fyrir norðan og norður af landinu hefur verið að færast til austurs á síð- ustu ármilljónum. Gliðnun íslands um norðurgosbeltið, frá Vatna- jökli og norður um Kröflu, fær á Norðurlandi útrás á breiðu belti, sem nær allt frá Öxarfirði og vest- ur að mynni Skagafjarðar. Innan þessa beltis er þó mjög áberandi ein meginsniðgengissprunga sem nær allt frá mynni Skagafjarðar og austur að norðurgosbeltinu austan Húsavíkur. Stórir jarð- skjálftar norðan lands tengjast færslu um þessa sprungu. Hún byrjaði að myndast fyrir mynni Skagafjarðar fyrir meira en 10 milljónum ára en hefur lengst til austurs eftir því sem gliðnunar- beltið fyrir norðan færðist austar. Hvenær koma næstu stóru skjálftar? Út frá almennu tölfræðilegu mati, sem byggir á skjálftasögu, er talið að 90% líkur séu á að skjálfti af stærðinni 6 verði á Suð- urlandi á næstu 20 árum, og lík- urnar eru svipaðar eða lítið eitt minni fyrir Norðurlandi. Líkur á stærri skjálftum eru talvert miklu minni á þessu tímabili, samkvæmt slíkum útreikningum. I grein sem Ragnar Stefánsson og Páll Halldórsson skrifuðu 1988 telja þeir líklegt að tími milli þess að heildarhnik verði um Suð- KSHEtM INNAN lokuðu ferlanna á myndinni féll helmingur allra húsa á Suðurlandi f skjálftum 1732, 1734, 1784, 1896 og 1912. Norður-suður línur sýna þekktar jarðskjálftasprungur á Suðurlandi. 50 km Hekla I urslandsundirlendið sé nálægt 140 árum. Þetta mundi þýða að há- punktur næsta skjálftatímabils verði um 2040. Þessi kenning ef sönn reyndist mundi þó ekki þýða að við getum verið sallaróleg til 2040. Gengið er út frá því að slík brotaskeið geti varað áratugum saman, eins og var frá 1732-1784. Líta má þannig á, að brotaskeið sem hófst 1732 hafi náð hámarki með skjálftunum 1784. Á Norðurlandi eru nokkrar lík- ur á að stór skjálfti kynni að verða á Húsavíkur - Flateyjarmisgeng- inu á næstu áratugum. Þetta veld- ur auðvitað áhyggjum af því mis- gengissprungan er nánast undir Húsavík. Það er þó erfitt að full- yrða neitt um þetta. Mikil hliðrun varð á spnmgunni í skjálftunum 1755 og 1872, sem slökuðu á spennu. Hins vegar vitum við ekki hversu hröð spennuupphleðslan er um sprunguna um þessar mundir. Lítið hefur verið um jarðskjálfta þarna á síðustu áratugum, þangað til 1994 að skjálftar hófust við norðurenda sprungunnar, út af Eyjafirði. Þetta og ýmislegt fleira getur bent til að orkumiðja næsta stóra skjálfta þarna verði nálægt Flatey, en vegna þess hversu mik- Sýnir áætlaða stað- setningu og stærðir nokkurra mestu jarðskjálfta sem þekktir eim á Islandi. Rauð strik fyrir hvern skjálfta tákna áætlaða stefnu og lengd brotflatar niðri í jarðskorpunni, og er ágiskun sem byggist á stærð skjálft- anna og stefnu sprungna á yf- irborði. Heildarlengd sprungna sem sjást á yfirborði er tniklu styttri en þessir áætl- uðu brotfletir niðri í skorp- unni. Grænir punktar á kort- inu eru minni háttar skjálftar á fyrra árshelmingi 1997. Útlín- ur möttulstróksins á 300-400 km dýpi sjást í fjólubláu. Helstu gliðnunar- belti, eru sýnd í gulum lit. ið sprungan í heild sinni hefur færst á síðustu árhundruðum mætti geta sér til um það að skjálftinn yrði ekki eins stór og skjálftinn 1755, þótt ekkert sé hægt að fullyrða um þetta á grundvelli núverandi þekkingar okkar. Eins og ljóst má vera af þess- um lestri er langt í land að unnt sé að segja með einhverri vissu hvenær megi búast við næstu stóru skjálftum á íslandi. Það er ekki fast tímabil milli stórra skjálfta. Og þegar litið er til nokk- ur hundruð ára leysast þeir ekki út með sama hætti í hvert sinn innan sömu skjálftasvæðanna. Það er til að skilja þetta betur, og al- mennt til að skilja betur orsaka- samhengið í jarðskorpunni, sem við leggjum mikla áherslu á jarð- skj álftaspárrannsóknir. HEIMILDIR •Utlínur skemmdasvæða í mynd 1 eru eftir mynd Sveinbjöms Björnssonar sem birtist í skýrslu Almannavama um Suð- urlandsslgálfta árið 1978. Skjálfta- sprungumar á myndinni era að mestu teknar frá Páli Einarssyni eins og þær birtust í grein í tímaritinu Teetonoph- ysics frá 1991 sem nefnist: Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Mat á stærðum skjálfta, m.a. í mynd 2, brotlengdum og færslum er byggt á grein eftir Ragnar Stefánsson og Pál Halldórsson, sem birtist í Tectonoph- ysics 1988 og nefnist Strain release and strain build-up in the south Iceland seis- mic zone, og ýmsum skýrslum eftir þá félaga. Ymislegt um stærðir skjálfta og líkur á skjálftum er byggt á upplýsing- um frá Páli Halldðrssyni, sem ekki hafa verið birtar. Gliðnunarbeltin í mynd 2 eru teiknuð eftir kortum Kristjáns Sæ- mundssonar (t.d. í Eldur er f norðri í út- gáfu Sögufélagsins frá 1982) Staðsetning smáskjálfta kemur frá Veðurstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.