Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SNORRI Björnsson og Birgir Sveinbergsson eru mennirnir á bakvið leikmyndir atvinnuleikhúsanna á höfuðborgarsvæðinu. BLEKKING OG ÞEKKING VIÐSKIPn AIVINNUIÍF Á SUNNUDEGI ► Birgir Sveinbergsson og Snorri Björnsson reka fyrirtækið Sviðsmyndir Listsmiðja sem sérhæfir sig í smíði leikmynda og leikmuna fyrir leikhús, kvikmyndir, auglýsingar og fyrir- tæki. Birgir og Snorri stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum en höfðu áður unnið við leikmyndasmíði og leikmunagerð hjá Þjóðleikhúsinu um árabil. Þeir vita því hvað þeir syngja þeg- ar rætt er um praktísku hliðina á leikhúsvinnunni. ehir Hóvar Sigurjónsson ISKÚTUVOGINUM er að fínna sérkennilega smiðju, eða verkstæði; eða kannski væri réttara að segja að inn- anum dekkin, byggingavör- umar og heildsölurnar, sé að fínna sérstakan heim, þar sem draumar, hugmyndir og tilfinningar eru þrykktar í plast, mótaðar í járn eða skomar í tré. Þetta er fyrirtækið Sviðsmyndir Listsmiðja sem sér- hæfir sig í gerð leikmynda og leik- muna fyrir leikhúsin í borginni, kvikmynda- og auglýsingafyrir- tæki, og reyndar alla þá sem þurfa á einhvers konar blekkingu fyrir augað að halda, eða listrænu hand- bragði sem blekkir engan þó grannt sé skoðað. Birgir Sveinbergsson og Snorri Bjömsson em stofnendur og eig- endur Sviðsmynda Listsmiðju en starfsmenn em auk þeirra um 10 að jafnaði, þ.á m. húsgagnasmiðir, listmálari, jámsmiður og mynd- höggvari. „Við vomm þrír sem stofnuðum íyrirtækið í ársbyrjun 1985, við Snorri og Sigurður Finns- son sem dró sig útúr fyrirtækinu fyrir tveimur ámm. A þessum tíma voram við starfsmenn Þjóðleik- hússins í leikmynda- og leikmuna- deild og fengum þessa hugmynd þegar við fórum saman í skemmti- og kynnisferð til New York. Þar skoðuðum við mjög skemmtilegt fyrirtæki þar sem framleiddar vom leikmyndir og leikmunir fyrir leik- húsin vítt og breitt um Bandaríkin. Þama kviknaði hugmyndin og ég var sannfærður um að þörfin fyrir svona fyrirtæki hér í Reykjavík væri fyrir hendi, þar sem Leikfélag Reykjavíkur bjó við þröngan kost, Islenska óperan var nýlega komin af stað, Þjóðleikhúsið annaði varla eigin eftirspum og fjöldi leikhópa var starfandi vítt og breitt um borgina. En ég vissi líka að til þess að þetta gæti gengið yrðum við að hafa mikið pláss og höfum haldið okkur við það, utan fáein ár þegar við vomm inn í Skeifu í alltof litlu húsnæði." Stóra sviðið á gólfinu Húsnæðið í Skútuvoginum er gríðarstórt, en þar er hægt að reisa leikmyndir fyrir Stóra svið Þjóð- leikhússins í fullri stærð og loft- hæðin er hæst sjö metrar svo ekki er hætta á að reka sig uppundir. „Við höfum fræst ofaní gólfið hér Stóra-svið Þjóðleikhússins, með merkingum fyrir hringsviðið, stúk- umar, bakhringinn og getum sett upp leikmyndirnar tilbúnar og það hefur gerst að leikararnir hafa komið hingað inn eftir og gengið um leikmyndina svona til reynslu. Leikmyndimar fyrir Leikfélag Reykjavíkur smíðum við í Borgar- leikhúsinu enda er þar miklu meira pláss baksviðs en í Þjóðleikhúsinu. Svo höfum við einnig unnið flestall- ar leikmyndir fyrir Operana og för- um eins að, reisum þær hér hjá okkur til að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera.“ Fyrir fjómm árum vora smíða- verkstæði og leikmyndadeild Þjóð- leikhússins lögð niður og upp frá því hafa Sviðsmyndir séð um fram- leiðsluna. „Þetta em að jafnaði um 10-12 verkefni á ári, misjafnlega umfangsmikil enda ekki sama hvort sýnt er á Stóra sviðinu, Smíðaverk- stæðinu eða Litla sviðinu. Fyrir Leikfélag Reykjavíkur vinnum við 6-7 verkefni á ári og Ópemna 1-2 svo samanlagt era þetta um 20 verkeíhi árlega fyrir þessa þrjá stærstu viðskiptavini okkar.“ Aðspurður hvort þetta fyrir- komulag veiti þeim ekki sjálfdæmi í verðlagningu segir Birgir að svo sé ekki. „Við emm með samning við Þjóðleikhúsið, sem kveður á um ákveðnar tímasetningar, þ.e.a.s. að okkur er ætlaður ákveðinn tími til að vinna hvert verkefni og teikning- ar þurfa að liggja fyrir með tiltekn- um fyrirvara. Útfrá þessum for- sendum gerum við tilboð í hvert verkefni. Þjóðleikhúsið gerir sína kostnaðaráætlun og og síðan em tölur bornar saman. Ef eitthvað ber á milli er sest niður og reiknað og fundin tala sem báðir aðilar geta sætt sig við. Eg leyfi mér að full- yrða að fyrir Þjóðleikhúsið hefur þetta haft umtalsverðan sparnað í fór með sér. Það liggur eiginlega í augum uppi að það sé ódýrara að greiða ákveðna upphæð fyrir hvert verkefni í stað þess að reka heilt trésmíðaverkstæði með nægilegum mannskap, húsaleigu og tilheyrandi árið um kring. Okkar vandi er hins- vegar sá að oft era verkefnin á síð- ustu stundu þegar þau koma til okkar, allt verður að gerast strax og erfitt fyrir okkur að skipuleggja starfsemina langt fram í tímann vegna þess. Við höfum lent í því að standa uppi með dauðan tima í viku eða lengur vegna þessa.“ Fljótandi glasabakki En í „dauða tímanum" leggjast menn gjarnan í uppfinningar í Sviðsmyndum og Birgir sýnir því til staðfestingar hugvitsamlega unnin box úr íslensku lerki, andlits- grímur af þekktum íslenskum stjórnmálamönnum og rúsínuna í pylsuendanum, sem er fljótandi glasabakki fyrir sundlaugar og heita potta með innbyggðri öldu- deyfingu. Fyrir þá sem vilja styrkja sig á kaldri mjólk - eða annarri hollustu - í heita pottinum er þetta ómissandi þing. „Ef við hefðum meira viðskiptavit myndum við sjálfsagt beina kröftunum meira í þessa átt,“ segir Birgir. Hann segir að þegar unnið er fyrir leikhús verði að gera ráð fyrir ýmsum óvissuþáttum. „Allar breyt- ingar sem verða á verkefnaáætlun leikhúsanna snei'ta okkar starfsemi beint eða óbeint. Það er t.d. „slæmt“ fyrir okkur ef sýningar ganga svo vel að aðrar sýningar komast ekki að og verður frestað. Þá fækkar verkefnunum hugsan- lega hjá okkur um leið og vel geng- ur í leikhúsinu. I vetur sýnist mér t.d. orðin stór spuming hvort öll verkin komast að í Þjóðleikhúsinu." Auk þess að vinna fyrir leikhúsin og Óperuna taka Sviðsmyndír að sér alls kyns verkefni. „Ég hef stundum sagt að við geram allt nema að klippa ranna, því verkefn- in eru svo margvísleg. Til að gefa einhverja hugmynd má nefna sviðs- myndir og leikmuni fyrir kvik- myndir og auglýsingar, sýningar, sýningarbása og útstillingar, grím- ur og alls kyns muni sem vantað hefur við ólíklegustu tækifæri.Við teljum okkur hafa svo fjölhæfum og um leið sérhæfðum starfsmönnum á að skipa að ekki þurfi að leita út fyrir fyrirtækið eftir vinnu eða þjónustu. Við smíðum allt járn sjálfir og öll málm-, plast- og latex- vinna er einnig unnin hér. Hér eru í rauninni þrjár til fjórar deildir, þ.e. trésmíðaverkstæði, járnsmiðja og ) málarasalur auk aðstöðu til að vinna í tau, plast eða önnur efni.“ Risaeðlusýningin Birgir segir að yfirleitt sé vinnu- ferlið þannig að hluturinn eða verk- efnið sé hannað af öðrum og Sviðs- myndir taki síðan að sér útfærsl- una. „Helst viljum við fá hlutina hannaða áður en komið er til okkar. Allavega að búið sé að hugsa þá til einhverrar hlítar. En við höfum I starfsmenn sem ráða alveg við hönnun, t.d. eram við með mjög fullkominn tölvubúnað og mann sem getur í rauninni hannað hluti eftir mjög ófullkomnum skissum eða hugmyndum og hönnuðir sem þekkja vel til okkar hafa treyst okkur fyrir slíkri vinnu. Við gefum okkur samt ekki út fyrir að hanna, | þó við tökum að okkur slík verk- j efni, en oftar en ekki leitum við til . viðurkenndra hönnuða til að vinna ' með okkur ef þannig kemur uppá.“ Útlit sýninga hefur verið snar þáttur í starfsemi Sviðsmynda og má nefna hina vinsælu risaeðlusýn- ingu sem haldin var í Kolaportinu í fyrravetur. „Við unnum þá sýningu algjörlega eftir hönnun Sigurjóns Jóhannssonar, bjuggum til alla bakgranna og umgjörð sýningar- I innar fyrir dýralíkönin sem komu erlendis frá. I samstarfi við Sigur- . jón sáum við líka um útlitið á safni Náttúrafræðistofnunar sem hefur fengið á sig alveg nýjan svip.“ Birgir segir að fyrirtækið hafi vaxið talsvert á síðustu árum, verk- efnum hafi fjölgað og séu orðin fjöl- breyttari en áður var. „Erfiðast hefur verið að koma umhverfinu í skilning um að sérstaka fagþekk- ingu þurfi til að framleiða þá hluti sem við geram. Við höfum á undan- I fórnum áram komið okkur upp | mannskap og kunnáttu sem á varla sinn líka hérlendis. Föstum starfs- mönnum hefur fjölgað um helming frá því við byrjuðum, úr 5-6 í 10-12, og veltan hefur margfaldast. En við erum engu að síður í samkeppni við aðra aðila um leikmyndasmíði og sýningahönnun. Þó held ég að mér sé óhætt að segja að enginn ráði yf- ir jafnfjölbreyttri kunnáttu og við getum boðið upp á hér inni. Ég 1 minnist þess ekki að við höfum lent ) í því að vísa neinu verkefni frá vegna þess að við hefðum ekki kunnáttuna til að gera það. Auðvit- að höfum við fengið óskir um að gera hluti sem eru hreinlega ófram- kvæmanlegir, en þá er það oft spurning um að finna réttu lausn- ina, svo allir séu ánægðir." Standast öryggiskröfur Kunnáttan er oft fólgin í því að vita hvernig best er að blekkja ' augað og láta hlutina líta út fyrir að vera eins og til er ætlast, þó not- uð séu önnur efni og aðrar aðferð- ir, til að ná þeim árangri. „Leik- myndir þurfa að vera bæði léttar og sterkar, og síðan þurfa þær að standast allar öryggiskröfur," seg- ir Snorri yfirsmiður. Hann nefnir nýjustu leikmyndina fyrir Þjóðleik- ) húsið sem dæmi, en þar verður á | sviðinu stæða af 200 heyböggum. . „Við notuðum ekki hey, nema sem svarar einum og hálfum heybagga, sem límt er utan á plastform. Hey- ið þarf samt að rykbinda og eld- verja í samræmi við öryggiskröf- ur.“ í þessum efnum er greinilegt að hvergi er slegið af kröfum enda líf og limir leikenda oft í húfi þegar klifra þarf upp margra metra háar * byggingar á leiksviðinu og príla I niður eitthvað sem lítur kannski út ) fyrir að gefa sig á hverri stundu. Það er kjarni málsins, að líta þannig út en standast álagið kvöld eftir kvöld, sýningu eftir sýningu án þess að láta undan. Lokaspurn- ingin til þeirra Birgis og Snorra er hvort ekki sé gaman að vinna við svona fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Þeir eru sammála um svarið, að oft á tíðum sé þetta nú fyrst og fremst fyrir ánægjuna gert. „Því ekki verðum við ríkir af | þessu, svo mikið er víst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.