Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Norðmenn í tveimur efstu sætunum NORÐMENN urðu í tveimur efstu sætunum í svigi karla í fyrrinótt, hinn 22 ára Hans-Petter Burás sigraði og Ole Christian Furuseth, sem er 31 árs, varð annar. Thomas Sykora frá Aust- urríki náði bestum tíma í fyrri ferð- inni en Norðmennirnir létu það ekki trufla sig og skutust framúr honum í þeirri síðari. Tom Stiansen frá Noregi varð í fjórða sæti þannig að Norð- emnn geta vel við unað. „Þegar ég náði öðru sæti í heims- bikarnum í Kitzbúhel á dögunum sagði ég að næst yrði það gull - og það stóð. Ég stefni að því verða besti svigmaður allra tíma,“ sagði Burás. Furuseth var hins vegar hóg- værari: „Ég er búinn að bíða lengi eftir honum þessuin,“ sagði hann þegar silfurpeningurinn var kominn um háls hans. „Ég hef fjórum sinn- um orðið í fjórða sæti á stórmóti og því var þetta kærkomið,“ sagði kappinn. Tæknileg mistök urðu mér að falli Kristinn Björnsson féll í fyrri ferð svigsins á —?-——-------------------------------------- Olympíuleikunum. Þóroddur Bjarnason fylgdist með, sá Svein Brynjólfsson ljúka keppni - einan Islendinga á leikunum, en Arnór Gunnarsson og Haukur Arnórsson féllu einnig í fyrri ferðinni. ÓHÆTT er að segja að það hafí ver- ið öllum vonbrigði að sjá Kristin Bjömsson, helstu von Islendinga um verðlaun á Ólympíuleikunum að þessu sinni, keyra út úr brautinni og verða þai’ með úr leik. Hann fór vel af stað, millitími hans lofaði góðu en stuttu síðar fór hann of mikið á innra skíðið og þar með var draumurinn úti. „Það fór ekki alveg eins það átti að fara,“ sagði Kristinn þegar hann settist niður með blaðmanni Morg- unblaðsins í Nagano að keppni lok- inni. „Maður er sæmilega svekkt- ur(!)“ Að vinna til verðlauna á Ólympíu- leikum, stærstu íþróttakeppni sam- tímans, er draumur hvers íþrótta- manns og því er erfitt að sætta sig við að falla úr keppni. Fjögur ár eru í næstu ólympíuleika en þó má ætla að Kristinn mæti þar sterkari og reynslumeiri til leiks ef honum held- ur áfram að ganga eins vel og honum hefur vegnað í vetur. „Maður hugsar nú samt aldrei það langt fram í tímann, veit aldrei hvað gerist. Ég lít næst til heimsmeistara- mótsins á næsta ári og stefni að góð- um árangri þar,“ segir Kristinn. ,Annars vil ég bara vera stöðugur í á meðal tíu efstu í heimsbikamum en eins og er er ég í tíunda sæti. Ég er þá að tala um að vera meðal tíu efstu í hverju einasta móti. Það er tak- mark mitt en það tekur tíma að festa sig í sessi og finna sig á toppnum." Ef þú heldur áfram á þeirri braut sem þú hefur verið á í vetur, hvernig heldur þú að þróunin verði? „Þetta var fyrsti veturinn í langan tíma sem æfingaaðstaðan hefur verið góð alveg frá sumri og það lítur út fyrir að dagskráin í kringum liðið [finnska landsliðið sem hann æfir með] verði enn betri á næsta ári, fleiri menn með og þá verður hægt að gera betri æfingar. Ég tel að við í liðinu getum bætt okkur mikið,“ sagði Kristinn Björnsson. Samkeppni er að hans sögn mikil innan liðsins en allir liðsmenn eru á svipuðu reki hvað styrkleika áhrær- ir, á æfingum. „Það er mjög gott að hafa góða stráka til að keppa við,“ bætir hann við. Einn þeirra sem æfir með honum, finnski landsliðsmaðurinn Kalle Pa- lender, átti mjóg góðan dag í sviginu og náði 9. sæti þrátt fyrir að vera 33. í rásröðinni í fyrri umferðinni en SVEINN Brynjólfsson var eini ís- lendingurinn sem kláraði svigkeppn- ina, kom í mark á tímanum 2.06,18 mín. og lenti í 25. sæti af 31 sem lauk keppni. Hann var nýstiginn upp úr flensu en ákvað samt að bíta á jaxl- inn og taka þátt í keppninni. „Ég lét mig bara hafa það og gleymdi þessu meðan ég var í brautinni en annars samkvæmt því hefði verið raunhæft að ætla að hann næði í kringum 30. sæti. „Þetta var rosalega gott fyrir hann því hann er búinn að vera frek- ar óheppinn í vetur. Búinn að vera tvisvar eða þrisvar númer 31 í fyrri umferð í heimsbikarmótinu og því ekki komist í seinni ferð. Þannig að þetta var rosagott fyrir hann að ná þessum árangri núna. Þetta er líka gott fyrir liðið, eykur umfjöllun sem skilar sér í því að við fáum meira að- stoð og styrki." Kristinn talar um sig og finnska liðið sem eina heild enda æfa þeir saman, hafa sama þjálfara og hvetja og styrkja hver annan og í umfjöllun um liðið, segir Kristinn, er fjallað um alla liðsmenn saman, þrátt fyrir að hann sé íslendingur. „Við erum allir með sama þjálfarann, Christian Leitner frá Austurríki, og hann vill náttúrlega hafa mig inni í liðinu. Það styrkir liðið. Og það er auðveldara að fá peninga inn í sterkt lið. Þetta er lið á uppleið og það er mjög já- kvætt.“ Kristinn fær mikinn stuðning frá heimabæ sínum, Ólafsfirði, bæði fjárhagslega og andlega, góðar kveðjur og uppörvun. „Ég hef fengið gríðarlega mikið af kveðjum að heiman og góðan stuðning. Og þegar ég tala við mömmu og pabba héðan frá Japan biður allur bærinn að heilsa,“ segir Kristinn og hlær. „Það er svo auðvitað leiðinlegt þegar mað- ur fer að hugsa um það, að fara nokkrar beygjur, eins og í dag, og keyra svo út úr. Maður vill auðvitað gera sitt besta fyrir bæinn sinn og þjóðina." Gætti einhverrar taugaspennu áð- ur en þú lagðir af stað í dag, hugsað- irðu mikið um að nú yrðirðu aldeilis að standa þig? „Ég var mjög afslappaður. Ég fann þó fyrir því í gær, þegar ég lá uppi í rúmi, hve spenntur ég var og á þannig stundum fer maður að velta sér upp úr einhverju svona. Svo vaknaði ég fínn í morgun og var ekk- ert að pæla í þessu og var því af- slappaður þegar ég kom í brekkuna. Ég er nokkuð góður í að ýta svona taugaspenningi frá mér, læt hann ekki hafa áhrif á mig.“ Hvernig gekk þér fram að því að þú keyrðir út úr brautinni? „Það kom mér á óvart hve ég náði góðum millitíma og mér gekk ágæt- lega í fyrstu hliðunum en síðan end- er ég hálfslappur," sagði Sveinn eftir seinni ferðina en hann var í vafa um það eftir fyrri ferðina hvort hann ætti að taka þátt í þeirri seinni. „Ég hélt að það væri ekki möguleiki að ég gæti það en svo náði ég að jafna mig, drekka og borða banana. En auðvitað var tíminn ekki góður, ég hefði viljað gera betur en þetta.“ aði ég örlítið seint eftir svona tíu til fimmtán hlið þannig að ég hafði ekk- ert alltof góða tilfinningu, svoleiðis, en brautin var bara þannig að það voru margar beygjur og því held ég að enginn keppenda hafi verið með það á tilfinningunni að hann hafi ver- ið að skíða eitthvað ægilega hratt. Ég var með þokkaleg spor fyrst í brekkunni en svo voru það grunnmi- stök, tæknileg mistök sem urðu mér að falli, að fara á vitlaust skíði, það var klaufaskapur." Þú talaðir um það þegar ég talaði við þig stuttu eftir ferðina að það væri það leiðinlega við svigið hve maður þyrfti að þola mörg áfóll. „Þegar maður er ekki orðinn nógu stöðugur þama við toppinn á lista bestu manna er maður alltaf að berj- ast í þessu, en svo er þetta náttúr- lega persónubundið, sumir keyra aldrei út úr en aðrir taka kannski að- eins meiri áhættu og keyra oftar út úr þannig að maður hefur upplifað margar mótbárur. Ég hef þurft að þola ýmislegt, hef ekki staðið mig nógu vel á þeim stórmótum sem ég hef keppt á, hef keppt á þrennum Ólympíuleikum og einu heimsmeist- aramóti og aldrei hefur verið mikið um að tala eftir þau mót. Það hefur náttúrlega verið svekkjandi en ég tel líka að maður þurfi meiri tíma til að ná stöðugleika á toppnum og staðan hjá mér er allt önnur nú en hún hef- ur verið áður á ferli mínum. Ég tel samt að ég eigi mikið eftir ólært.“ Ef þú berð þig saman við þá sem náðu efstu sætunum í dag í sviginu, hvað eru þeir að gera sem þú gætir lærtaf? „Flestir þeirra eru náttúrlega miklu reynslumeiri og eldri en ég, þótt sigurvegarinn, Burás, sé auðvit- að nýkominn inn í þetta eins og ég en hann hefur verið mjög stöðugur í heimsbikarnum og ég veit ekki hvað það er sem hann gerir sem ég gæti lært af. Ég hef til dæmis unnið hann í báðum mótunum sem ég hef komið í mark í í vetur .en þess á milli hefur hann verið í topp fjögur í flestum mótunum. En það er kannski ekki hægt að líkja aðstöðunni sem hann hefur haft og alist upp við, við þá að- stöðu sem ég hef alist upp við sem skíðamaður á íslandi, þótt þetta sé alltaf að batna smám saman hjá okk- ur.“ Tal okkar berst nú að íslensku íþróttafólki sem hefur náð langt og að því hve aðstöðumunur miðað við erlent íþróttafólk hefur háð því á ferlinum. „Ég held að íslendingar séu mjög hæfileikaríkir og það er í raun ótrúlegt að við séum með skíða- mann hér í fremstu röð á meðan til dæmis Austurríkismenn, sem hafa þúsundir krakka á æfingum og góða aðstöðu, eiga einungis tvo eða þrjá af tuttugu fyrstu hér. Þannig að eitt- hvað hlýtur að benda til þess að við höfum hæfileika,“ sagði Kristinn. Hann segist vona að árangur sinn eigi eftir að gefa Skíðasambandi ís- lands (SKÍ) einhvern pening enda sé það grátlegt hve litlu fé sambandið hefur úr að moða. „Við íslendingar verðum auðvitað aldrei neitt stór- veldi í skíðaíþróttunum en það er nauðsynlegt að hlúa vel að þessum krökkum sem hafa hæfileika. Síðan þarf líka að efla félagastarfið og hækka standardinn í þjálfun, það er náttúrlega hlutverk félaganna að þjálfa upp þessa krakka,“ segir Kristinn, „Þetta er harður heimur.“ Beit á jaxlinn Reuters KRISTINN Björnsson gengur vonsvikinn burt frá svigbrautinni í Nagano, eftir að hafa keyrt út úr í fyrri ferð í fyrrinótt. í Nagano hafa erlendir fjölmiðlar sett sig í samband við Kristin og augljóst er að hann er orðinn þekkt stærð í skíðaheiminum. „Já, það er fylgst með mér. Svíar hafa mikið verið að tala við mig, og eins Norð- menn, Bandaríkjamenn og Japanir, sérstaklega fyrir leikana. Ég held að ástæða þess að menn eru famir að þekkja mig sé sú hvað það varð mikil sprengja í Park City þegar ég lenti í öðru sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem menn urðu vitni að því að íslendingur var skyndilega kominn í fremstu röð, þannig að maður finnur fyrir því að það er fylgst með manni og fær líka hvatn- ingu og góð orð frá alls konar fólki.“ Eftir Ólympíuleikana heldur Kristinn áfram að safná sér heims- bikarstigum og fer til keppni í Kóreu í næstu viku. „Ég verð að ná mér í stig núna á síðustu tveimur mótun- um til að geta verið í topp fimmtán á næsta ári.“ Það eru kynslóðaskipti væntan- leg á toppi svigsins og menn eins og stórstjarnan Alberto Tomba eru lík- legir til að fara að leggja skíðin á hilluna. En hverjir taka við, eru ein- hverjar nýjar stjörnur, eða má kannski búast við að Kristinn sjálfur sé einn af erfðaprinsunum? „Ég líkist Tomba nú ekki mikið,“ segir Kristinn og skellir upp úr. „Það er auðvitað hann Burás, sem vann í dag, hann hefur svo gaman af sviðsljósinu, en ég ætla náttúrlega að reyna að vera meðal þeirra sem koma í staðinn fyrir Tomba og aðrar stjörnur sem eru að fara að hætta.“ George setti heimsmet EMMA George frá Ástralíu bætti heimsmet sitt í stangar- stökki kvenna utanhúss á móti í Auckland í Nýja Sjálandi í fyrr- inótt að íslenskum t íma. Geor- ge, sem er 23 ára, fór yfir 4,57 metra og bætti metið þar með um tvo sentímetra. Heimsmetið innanhúss er sem kunnugt er í eigu Völu Flosadóttir. Það er 4,44 metrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.