Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 29 „Kvef er veirusýking og vel er hægt að hugsa sér að með genalækningum verði hægt að koma í veg fyrir tímgun veirunnar“ - Hafa aðrir rannsóknahópar verið að vinna að því að hanna genaferju úr visnuveiru? „Nei, ekki úr visnuveru. Nokkr- ir hafa verið að vinna að því að gera genaferju úr HlV-veiru. Að baki liggur sama hugmyndin; að veiran sé laus við sjúkdóma og geti örugglega flutt genið inn í frumuna." - Hafíð þið sérstakan sjúkdóm í huga við rannsóknirnar? „Nei, við erum fyrst og fremst að leggja almennan grunn að genalækningum. Ef okkur tekst að ná settu marki verður hugsanlega hægt að nota genaferjuna til að meðhöndla margvíslega sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúk- dóma, krabbamein, sjúkdóma í lif- ur o.fl. Ekki er hins vegar óeðlilegt að með hliðsjón af eiginleikum genaferjunnar verði ákveðið að leggja áherslu á að þróa lækningu við ákveðnum sjúkdómum." Mestur áhugi á krabbameinsrannsóknum - Hvernig miðar tilraunum með genalækningar í heiminum? „Sumir hefðu kannski haldið að flestar tilraunir snerust um ein- genasjúkdóma því að einfaldast er að setja inn heilbrigt gen til að bæta upp vanstarfsemi á stökk- breyttu geni. Staðreyndin er hins vegar að flestir eingenasjúkdómar eru sjaldgæfír og því hefur áhug- inn á fjölgena sjúkdómum á borð við krabbamein verið mun meiri. Núna snýst raunar rúmur helm- ingur allra tilrauna í genalækning- um um meðferð á krabbameini og farið er að gera tilraunir á krabba- meinssjúklingum. Enn hafa ekki fengist endanlegar niðurstöður. Ki’abbameinssjúkdómar eru flókn- ir og fylgja þarf hverjum sjúklingi eftir í langan tíma til að meta ár- angurinn. Eins og fram hefur komið er tæknin heldur ekki full- þróuð. Engu að síður er ástæða til bjartsýni því að bráðabirgðaniður- stöður gefa til kynna að krabba- meinið geti minnkað í sumum til- vikum, a.m.k. tímabundið." - Hefur komið til umræðu að gera tilraunir á fólki hér? „Jú, sú hugmynd hefur verið reifuð. Annars eru umræðumar á frumstigi og ekki ákveðið um hvers konar tilraunir yrði að ræða. Áður en farið er út í slíkar tilraun- ir þarf viðeigandi tækjabúnaður og þekking að vera fyrir hendi.“ - Hvenær heldurðu að gena- lækningai• verði orðnar viðtekin lækningaaðferð? „Við verðum að sýna nokkra biðlund enda fást ekki skýrar nið- urstöður úr rannsóknunum fyrr en eftir nokkur ár. Þegar árangurs- ríkt genalækningakerfi er fundið þarf að finna því farveg í hefð- bundinni læknisfræði. Ef vel geng- ur er ekki óeðlilegt að áætla að farið verði að nota genalækningar gegn krabbameini og öðrum alvar- legum sjúkdómum eftir innan við áratug.“ Genalækningar framtíðin - Þú efast s.s. ekki um að gena- lækningar séu framtíðin? „Ég tel engum vafa undirorpið að genalækningar séu framtíðin. Fræðilegu rökin era einfaldlega svo sterk. Með genalækningum gæti í sumum tilfellum orðið hægt að fyrirbyggja sjúkdóma og halda niðri eða lækna varanlega alvar- lega sjúkdóma. Fyrir utan hvað líf- fræðUegu áhrifin eru öflug. Með genalækningum framtíðarinnar ætti að vera hægt að breyta líkam- legri starfsemi, t.d. þannig að ónæmiskerfið verði færara um að ráðast gegn krabbameini. Gena- lækningar eru því taldar geta orð- ið eitt öflugasta tæki læknisfræð- innar til að fást við sjúkdóma. Ekki ætti kostnaðurinn heldur að koma í veg fyrir útbreiðslu með- ferðarinnar. Hér væri hægt að taka dæmi af skorti á ensími. Að framleiða og sprauta ensími í blóð- rásina getur verið gagnlegt en kostnaðurinn getur farið upp í 140 milljónir íslenskra króna á sjúk- ling á ári. Ekkert þjóðfélag getur borið uppi þann kostnað. Með genalækningum verður hugsan- lega hægt að ráða bót á meininu með einni aðgerð. Kostnaðurinn yrði hverfandi miðað við hina leið- ina.“ - Hverju spáir þú um þróun genalækninga? „Núna er aðeins verið að gera tilraunir með genalækningar í tengslum við aivarlega sjúkdóma. Ef vel gengur er ekki ástæða til að ætla annað en að genalækningar verði notaðar í glímunni við al- gengari og ekki eins alvarlega sjúkdóma, t.d. kvef. Kvef er veiru- sýking og vel er hægt að hugsa sér að með genalækningum verði hægt að koma í veg fyrir tímgun veirunnar. Annar angi genalækn- inga gæti verið gena-bólusetning- ar. Sprautuefnið væri ekki venju- legt bólueíhi heldur DNA-kjama- efni. Með því fæst mun öflugra ónæmissvar en ella.“ Innbyggð líkamsklukka - Genalækningar hljóta að lengja mannsævina. „Rannsóknh’nar miðast að þvi að lækna og líkna fólki með alvar- lega sjúkdóma. Ekki er þar með sagt að við lifum endalaust, enda virðumst við vera með innbyggða líkamsklukku og falla frá á ákveðnu aldursskeiði. Annars vit- um við ekki sérlega mikið um líf- fræðilegar orsakir öldrunar. Sum gen sem valda hraðri öldrun hafa nýlega fundist og ekki er ólíklegt að með vaxandi þekkingu verði reynt að lengja ævi fólks.“ Hvaða siðfræðivandamál fylgja genalækningum? „I kringum fyrstu tilraunina með genalækningar fór fram mjög mikil umræða í Bandaríkjunum um siðfræði þessara lækninga. Niðurstaðan varð í grófum drátt- um að ef markmið genalækninga væri að lækna og líkna kæmu ekki upp sérstök siðfræðileg vandamál. Aðeins væri um að ræða svipuð siðfræðivandamál og við væri að glíma í annarri hátæknilæknis- fræði, t.d. líffæraflutningum. Ef markmiðið væri hins vegar að bæta eiginleika mannsins á ein- hvem hátt, t.d. gera hann þolnari hlaupara, væri komið að allt öðrum siðfræðilegum vandamálum sem sum hver kannski líktust vanda- málum á borð við lyfjagjafir til íþróttamanna. Ef markmiðið væri að flytja gen inn í kynfrumur vöknuðu enn önnur vandamál, sið- fræðileg og líffræðileg. Aðal líf- fræðilega vandamálið fælist í því að ekki væri til nógu góð tækni til að láta heilbrigða genið fylla skarð veika gensins. Hugsanlega gætu afkvæmi erft aukagenið en ekki það gallaða og enginn gæti séð fyr- ir afleiðingamar. Siðfræðivanda- máhð er tengt rétti okkar til að breyta erfðaefni mannsins í fram- tíðinni. Þar af leiðandi eru gena- lækningar sem miða að því að flytja gen inn í kynfrumur bannað- ar.“ Llkamsmeðrerð Andlitsmeðferð Stórarog litlarblöðkur | ÞESSI MIÐI GILDIR SEM 2.000 KR. INNÁBORGUN Á 10 TÍMA, EINSMÁNAÐARKORT Gildir til 15.feb. 1998 kr/pokinn HAGKAUP Gildir 22., 23. og 24 febrúar NýHrogf&slg SoHKjót 09 bfiviMir Eldorado gular hálfbaunir 500 g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.