Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 37 «, Economist, einkum við fjármála- og gengisskrif, „þó ég hefði lítinn áhuga á því málefni eins og margii- sem voru með mér á ritstjórninni. Sumii' höfðu jafnvel enn minna vit á þessu en ég og þarna fannst mér blaðamennska setja mikið niður. Samt sem áður lærði ég þarna heil- mikið í viðskiptum og hagfræði og slík þekking kemur manni alltaf að gagni fyrr en síðar,“ segir Björg. En þetta var ekki starf sem lík- legt var til að njörva Björgu niður. Hún hafði kynnst Palestínumönnum í Frakklandi og bæði Palestínu- mönnum og gyðingum í Bandaríkj- unum. Kynni hennar af því fólki fyllti hana eldmóði og áhuga á því að kynnast betur heimsstjórnmálum og Miðausturlönd heilluðu. Hún hreppti námsstyrk í blaðamennsku hjá Reuters-fréttastofunni og það skilyrði eitt fylgdi að hún útvegaði sér sjálf starfsvettvang til að nýta styrkinn. Eftir að hafa kannað land- ið í Miðausturlöndum hreppti hún stöðu hjá tímaritinu Palestine-Israel Journal, sem kemur út fjórum sinn- um á ári og var ritstýrt og skrifað af friðarsinnum úr röðum Israela og Palestínumanna. „Starf mitt fólst m.a. í að próf- arkalesa greinar og sjá um mark- aðssetningu, en ég hafði líka nægan tíma til þess að ferðast um ísrael og Vesturbakkann. Ég kynntist þarna ákafalega mörgu áhugaverðu fólki, m.a. Siad Abu Sayyed, ritstjóri Pa- lestínumanna, sem var mjög náinn Arafat. Þá kynntist ég þó nokkrum háttsettum leiðtogum úr PLO og hinni nýju ríkisstjórn Palestínu- manna,“ segir Björg Lendingu náð - í bili a.m.k. Þessi tími var trúlega sá sem mót- aði Björgu hvað mest varðandi það starf sem hún tók síðar að sér. Hún segir: „Þessi tími var afskaplega heillandi en tilfinningalega erfíður, þar sem ég reyndi að sjá málin frá báðum hliðum. Ég eyddi oft miklum tíma í að útskýra fyrir öðrum hópn- um hvað hinn átti við. Ég komst líka að því að þó ég teldi mig vita tölu- vert um sögu og aðstæður í Mið- austurlöndum, er allt öðru vísi að vera á staðnum og kynnast þjáning- um fólks af eigin raun. Mér fór að finnast það vera ansi hættulegt að halda að maður gæti bara skellt sér í ferð til ísrael og reiknað með að skilja aðstæður og geta svo túlkað og skrifað um þær. Eftir að ég hafði upplifað þetta á þennan hátt fann ég að mig langaði til að taka þátt í lausn mála í stað þess að skrifa bara um aðstæður og almennar stað- reyndir. Með þetta allt í hrærigraut í höfðinu hélt ég aftur til New York og fór að vinna aftur við fjármála- skrif fyrir Economist og fleiri aðila. Beið færis að geta lagt eitthvað af mörkunum .“ Sumarið 1995 hætti Björg fjár- málaskrifunum, var „búin að fá nóg“ eins og hún orðar það. Vinur hennar hafði sagt henni frá IRC sem áður var getið og hún sótti um starf hjá stofnuninni. Og starfið fékk hún, fyrst sem skrifstofumaður, en ári seinna var hún ráðin sem upplýs- ingafulltrúi í Austur- og Mið-Afríku og þá byrjuðu hjólin heldur betur að snúiast. „Starfið var fólgið í því að fá fréttamenn til að skrifa um aðstæð- ur og sérstaklega starf IRC í Kenýa, Sómalíu, Norður- og Suður-Súdan, Rúanda, Búrúndi og Tanzaníu. Zaire, nú Kongó. bættist svo við í nóvember 1996. Ég skrifaði einnig fréttatilkynningar og leiðara og upplýsingarit um svæðin. En til þess að geta sinnt starfi mínu þurfti ég að þekkja aðstæður vel og eyddi ég því mestum tíma í að ferðast um Mið- og Austur-Afríku og tala við flótta- menn, stjórnmálamenn, blaðamenn og fleira fólk. Oft tókst mér að draga fréttamenn með mér á þess- um ferðum. Þetta var ákaflega spennandi starf og óborganleg reynsla. Stríðið i austurhluta Zaire skall á eftir að ég var nýkomin til Afríku og allt í einu vai' græningi frá Islandi kominn í óþægilegt návígi við sprengjur og vélbyssur, spjallandi við þjóðarleið- toga og leiðtoga uppreisnarmanna, haldandi á deyjandi börnum, ásökuð um að vinna fyrir CIA, dúsandi í nokkra tíma innan fangelsismúra í Tanzaníu og svo framvegis. En það er ótrúlegt hverju maður getur van- ist. Hermenn, flóttamenn, þjáning- ar, fjöldamorð, hungursneyð og stöðugt hættuástand verður allt í einu daglegt brauð, næstum hvers- dagslegt og maður hefur lítinn tíma til að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á mann. Stundum var það einnig erfitt, gagnvart fólkinu þarna, að ég hafði þá sérstöðu að geta alltaf farið „heim“ og þó ég byggi stundum í moldarkofum eða tjöldum voru að- stæður mínar yfirleitt miklu betri en almenningar þarna mátti búa við.“ Hvað var nú erfiðast þarna niður frá? „Ég held að það hafi verið erfiðast þegar ég fór að heyra um fjöldamorð frá hendi þeirra sem við hjá IRC og fleiri stofnunum og fé- lagasamtökum urðum að vinna með til þess að geta hjálpað þeim sem voru í neyð. Fyrst vildi enginn heyra um morðin nema franskir og belgískir blaðamenn og þá bara til þess að ná sér niður á Bandaríkja- mönnum. Bandaríkjamenn og marg- ir aðrir innan Sameinuðu þjóðanna og hjá hjálparstofnunum, m.a. IRC, neituðu fyrst að horfast í augu við það að sjaldnast er hægt að skipa fólki í hópa eftir því hvort það er gott eða vont. Öll vildum við helst hjálpa þeim saklausu. Það var líka erfitt að geta ekki skrifað sem blaðamaður, að þurfa að þassa sig á því hvað sett var á prent. Ég tók samt þá ákvörðun að reyna að fá blaðamenn til að birta greinar um þetta án þess að nefna IRC, því ef það hefði gerst hefði okkur verið vísað úr landi,“ segir Björg. Eftir ár í Afríku sneri Björg aftur til New York til að fara í framhalds- nám. í nóvember síðastliðnum var hún þó enn komin til Rúanda, sem „ráðgjafi" þar sem hún aðstoðaði IRC við að skrifa umsóknir um styrki, skýrslur og fleira. Þrátt fyrir eril og yfirreið er kominn sambýlis- maður í spilið hjá Björgu og hún er spurð hvað framtíðin beri í skauti sér. „Sambýlismaður minn, Andre- Jaques Neusy, er læknir og prófess- or við New York-háskóla. Hann hef- ur líka unnið mikið við hjálparstörf og við erum að vinna, ásamt fleirum, að undii'búningi að stofnun þjálfun- ar- og rannsóknarstöðvar fyrir fólk sem vinnur við eða hefur áhuga á að vinna að hjálparstörfum. Við teljum að brýn nauðsyn sé á slíkri stofnun, sem verður líklega eitthvað tengd New York University. Þó margir hafi menntun og reynslu í störfum eins og hjúkrun, bókhaldi, verk- fræði, stjórnun o.s.frv. þá eru að- stæður svo gjörólíkar á stöðum eins og Afi-íku, að fólk fer oft út í slík störf óundirbúið og þolir oft ekki álagið í slíku starfsumhverfi. Sjálf stefni ég að því að hefja nám í því sem heitir annars vegar „public and non-profit management“, eða stjómun þar sem gróðasjónarmið eru ekki í öndvegi og hins vegar það sem kallað er „Community Psychology, eða cross cultural psychology," sem gæti útlagst þver- menningarleg samfélagsft-æði. Ástæðan fyrir því að ég nefni síðari greinina, þ.e.a.s. samfélagsfræðina, er sú að ég hef mikinn áhuga á því að geta hvatt og örvað fólk sem býr við allt aðra menningu en við til þess að finna lausnir á vandamálum heimalanda sinna. Ég sá allt of marga Vesturlandabúa sem héldu að þeir gætu komið og bjargað þriðja heiminum, en verða síðan fyr- ir miklum vonbrigðum þegar fólk kann ekki að meta það sem við erum að „gefa þeim“, heldur stelur öllu steini léttara og virðist hafa lítinn áhuga á því sem við sem utanaðkom- andi höfum upp á að bjóða nema að það fái eitthvað sem hefur fjárhags- legt gildi. Ég tel að einu lausnirnar sem dugi í framtíðinni séu lausnir sem koma frá fólkinu sjálfu. Við get- um verið til staðar og verið til halds og trausts ef þess er óskað en verð- um jafnframt að gæta okkur á því að troða ekki menningu upp á aðra. Mig langar því til að læra stjórnun sem tengist „margmenningu“ eða „multi-culturalism“ sem eykur skiln- ing og virðingu okkar allra á menn- ingu og hugsunarhætti annarra. En hver veit hvar ég enda.“ INNLENT Lýsa andstöðu við stefnuna í íraksmálinu ALÞÝÐUBANDALAGIÐ lýsir ákveðið yfir andstöðu við stefnu ís- lensku ríkisstjómarinnar í Iraks- málunum. Ríkisstjórnin hefði átt að mótmæla hótunum Bandaríkja- manna um loftárásir á írak í stað þess að styðja þær með því að lofa aðstöðu á Islandi í tengslum við hugsanleg hernaðarátök, segir í frétt frá Alþýðubandalaginu. Þar segir ennfremur: „Þeim mun alvarlegri er afstaða íTkisstjórnarinnar þegar fyi-ir ligg- ur að Bandaríkjamenn virðast ætla að hafa allar reglur alþjóðaréttar að engu; þannig liggur ekki fyrir afstaða Sameinuðu þjóðanna og ör- yggisráðið hefur ekki fjallað um málið. Alþýðubandalagið telur að ríkis- stjórn Islands ætti að hafa eftirfar- andi meginatriði að leiðarljósi í Iraksmálunum: 1. Að unnið verði að því á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna að við- skiptabanninu á Irak verði aflétt enda hefur viðskiptabannið einung- is leitt til þess að styrkja Saddam Hussein í sessi samfara stórfelld- um hörmungum, barnadauða og vannæringu. Talið er að yfir hálf milljón bama hafi látið lífið vegna viðskiptabannsins. 2. Að hafnað verði öllum tilraun- um Bandaríkjamanna til þess að fá alþjóðasamfélagið til þess að styðja loftárásir á írak. 3. Að því verði þegar í stað lýst yfir að íslenskt land verði aldrei til afnota fyrir þær loftárásir á Irak sem Bandaríkjamenn nú hafa í hót- unum um að efna til. Jafnframt beiti ríkisstjómin sér fyrir því að gerð verði íslensk út- tekt á afleiðingum viðskiptabanns- ins á mannlíf í Irak og skal í þeirri úttekt hafa samráð við þær ís- lensku stofnanir sem þekkja best til í þessum efnum, það er Hjálpar- stofnun kirkjunnar, Amnesty International og aðrar slíkar stofn- anir sem hafa um árabil fylgst með þeim hörmungum sem viðskipta- bannið hefur haft í fór með sér í írak.“ Fundur um greiðslukortamál Þriðjudaginn 24. febrúar nk. kl. 8.00 standa Samtök verslunarinnar — FÍS fyrir morgunverðarfundi um greiðslukortamál í Hvammi Grand Hóteli í Sigtúni. Til umfjöllunar verður nýfallinn úrskurður Samkeppnisráðs vegna greiðslukorta og þau úrræði sem kaupmenn geta gripið til. Framsöaumenn á fundinum verða: Anna Birna Halldórsdóttir frá Samkeppnisstofnun. Haukur Þór Hauksson, varaformaður Samtaka verslunarinnar. Jóhannes Jónsson, kaupmaður i Bónus. Allir þeir sem stunda verslun af einhverju tagi eru hvattir til að meeta d fundinn og kynna sér mdlin. Þátttökugjald er kr. 1.000, morgunverður innifalinn. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna ísfma 888 881Om Blað aUra landsmanna! - kjarni málsins! Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur. Windows 95, Word 97, Excel 97, og notkunarmöguleikar Internetsins. Samtals 48 klukkustundir. Næstu nómskeið byrja 9. og 10. mars Vönduö námsgögn og bækur fylgja öllum nómskeiðum Bfáðam upp é Vúm & Emra Nýi tölvu- & viðskiptaskálinn Hálahrnmii 2-220 Hafnarfirði-aii± 555 4æQ-Far 555 49B1 T&hrapástfang: akaliinbris - Hdniasiða: wwwjiítís •l Magni Sigurhansson Framkv.stjóri Alnabæ „Með nómfnu fékk ég mjög góða yfirsýn yfir möguieika PC tölvunnar og góöa þjálfun í notkun þess hugbúnaðar sem ég nota hvað mest ( starfi mínu,þ.e. ritvinnslu, lötlureikni og Internetinu. Öil aðstaða, tœkjabúnaður og frammistaða kennara hjó NTV var fyrsta fiokks og nómið hnitmiðað og órangursríkt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.