Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 51
1 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 51 í DAG 1 BRIDS llniíijón Guðniuiiiliir l’áll Arnarsmi ÍSLAND tapaði naurnlega fyrir Bretum í undanúrslita- leik um NEC-bikarinn í Yokohama. Spiluð voru 64 spil og unnu Bretar með 145 | IMPum gegn 132, eða með á 13 IMPa mun. Breska sveitin J vann síðan úrslitaleikinn f gegn pólsk-bandarískri sveit. Suður gefur; allir á hættu. i i Vestur A8 ¥G862 ♦ Á1096 *7654 Norður *KG VÁD107 ♦ 83 *ÁDG32 Austur *D102 VK53 ♦ KG52 *K98 Suður AÁ976543 V94 ♦ D74 ♦ MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningaim og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla rrr|ÁRA afmæli. Á I Vfmorgun, mánudaginn 23. febrúar, verður sjötug Guðríður Soffía Sigurðar- dóttir, kaupmaður, Sunnu- braut 43, Kópavogi. Eigin- maður hennar er Jónas Ás- mundsson. Þau hjónin taka á móti gestum í dag, sunnu- daginn 22. febrúar, á Solon Islandus, 2. hæð, kl. 15-18. ! ; i ; i i i i i i i i : i i i i ”1 Breska sveitin var skipuð John Armstrong og Hackett-fjölskyldunni, þ.e.a.s. bræðrunum Justin og Jason, og fóður þeirra Paul, eða „Papa Hackett", eins og hann er iðulega nefndur í mótsblaðinu. í spilinu hér að ofan unnu Bretarnir geimsveiflu á nokkuð óverðskuldaðan hátt. Sagnir gengu eins á báðum borðum: suður vakti á þremur spöðum og norður hækkaði í fjóra. Sá samn- ingur er vonlítill eins og leg- an er, og Sævar Þorbjörns- son fór einn niður eftir mis- heppnaða hjartasvíningu. Á hinu borðinu var Jason Hackett sagnhafi gegn Bh-ni Eysteinssyni og Karli Sigurhjartarsyni. Karl spil- aði út hjarta, sem Jason tók með ás, spilaði laufás og drottningu. Björn lagði kónginn á og Jason tromp- aði. Hann fór svo inn í borð á spaðakóng og henti hjarta niður í laufgosa. Ágæt byrj- un, en spilið er samt dæmt til að tapast, því vörnin á heimtingu á þremur tíg- ulslögum tU viðbótar við trompslaginn. Jason spilaði næst spaða á ásinn. Þegar legan kom í ljós hefðu margir gefist upp, en Jason var ekki hættur. Hann spUaði meiri spaða, sem Björn fékk á tíuna. Björn fór út á hjartakóng og Jason trompaði. Nú lá hann í óratíma yfir spilinu, sem er UlskUjanlegt, því blindur er innkomulaus og heima er sagnhafi með tvö tromp og drottningu þriðju í tígli. Loks spUaði Jason litl- um tígli, nían frá Karli og hjarta frá Birni!! „Keppnisstjóri!" Björn hafði sofnað á verð- inum og svikið lit. Viðurlög- in við slíku eru skýr: einn slagur í refsingu. Bretar fengu því 620 fyrir spUið og unnu 12 IMPa. Með morgunkaffinu TM Reg U.S. Pmton — all rtDht* re«aved (c) 1998 Los Angeles Tme« Syndcate Ást er... 1-24 ... að fara yfir reikning mánaðarins í rólegheit- um. LILLI er víst þyrstur Hanna. COSPER HANN koni líka hingað í fyrra þegar fjöllcikahúsið var í bænum. Að skíða ORÐABÓKIN HEYRZT hefur í Ríkis- útvarpinu í auglýsingu að norðan, þar sem orð- að hefur verið eitthvað í þá áttina, að unnt sé að skíða í Hlíðarfjalli. Eins mun þessu so. hafa brugðið fyrir í fréttum frá ólympíuleikunum i Japan. Meðal annars af þessu tilefni hafði les- andi þessara pistla samband við mig og bað mig um að minnast á þetta sagnorð, sem virðist eitthvað vera að ryðja sér til rúms á síð- ustu tímum og þá trú- lega einkum í íþrótta- máli. Þaðan breiðist það svo út til almennings. Þessum lesanda finnst fráleitt að nota þetta so., enda hafi fram að þessu verið talað um að renna sér á skfðum og eins að fara á skíðum. Allt er þetta rétt, enda hefur so. að skíða hljómað undarlega í mínum eyrum og ég veit líka í eyrum margra annarra. Ég hlýt að játa, að mér finnst ólíkt fallegra að segja sem svo: Hann renndi sér fimlega á skíðum en segja: Hann skíðaði fimlega niður brekkuna. So. að skíða um það að fara, renna (sér) á skíðum er ör- ugglega nýlegt fyrir- bæri í máli okkar. Eng- in dæmi eru t.d. um hana í prentuðum orða- bókum og aðeins eitt dæmi i ritmálssafni OH. Er það úr austfirzkri ævisögu frá 1977, þar sem segir svo: „Að skíða undir hundrað pundum var mér leik- ur.“ Ekkert dæmi er í talmálssafni OH. Næst verður litið á so. að skauta. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drakc FISKAR Aímælisbarn dagsins: Þú þarft sífellda ögrun og þér leiðist ef þú þarft ekki að hafa fyrir hlutunum. Öll hugareinbeiting heillar þig. Hrútur — (21. mars -19. apríl) Fjölskyldulifið er í algleym- ingi og upplagt að borða og gleðjast saman. Óvænt skemmtiatriði eru alltaf best. Naut (20. aprfl - 20. maí) Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kaupir eitthvað. Þótt um nauðsynlegan hlut sé að ræða þarftu að vera varkár. Tvíburar (21. maí-20. júní) KA Nú væri upplagt að bjóða til sín góðum gestum. Þú munt ná sáttum við einhvem og það mun gleðja þína nánustu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef þú ætlar að vera önugur í allan dag, skaltu halda þig í hæfilegri fjarlægð frá fólki. Vertu þá einn með sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gefðu þig ekki freistingum á vald þótt þú sért á barmi ör- væntingar. Það gæti haft af- drifaríkar afleiðingar. Meyja (23. ágúst - 22. september) &L Þú munt geta talað um fyrir barni og fengið það til að skipta um skoðun. Ræddu það síðan við félaga þinn. Vog (23. sept. - 22. október) Einbeittu þér að fjölskyld- unni fremur en að hugsa um vinnuna og því sem þú getur ekki breytt. Taktu starfið ekki með þér heim. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur skemmt þér á kostnað þess sem síst átti það skilið. Gættu þess að sýna iðrun og yfirbót og biðstu afsökunar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ák Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Ekki hvað síst hversu góðar fréttir þú færð. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú ert fullur einbeitingar og atorku og ættir að nota það þér í hag og koma ýmsum verkefnum frá. Njóttu svo kvöldsins. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) Þú munt halda áfram í því hlutverki að styðja vin þinn. Gefðu sjálfum þér líka tíma þvi þú þarft að anda að þér frísku lofti. Fiskar imt (19. febrúar - 20. mars) Þú ættir að eyða deginum í lestur góðra bóka og slappa ærlega af. Ástvinur þinn mun sjá um að af því geti orðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Kæru viðskiptavmir! SHef hafið störf á hárgreiðslustofunni ■- FÉLAGAR Skólavörðustíg 8, sími 552 3425. Verið velkomin. Ævar 0sterb\ Höfum hafið störf á Space, Hárstúdíó, Rauóarárstíg 41. Tímapantanir í síma 5513430 Hrafnhildur er aðstaðan í Lundi í Öxarfirði iaus tii leigu fyrir ferðaþjónustu. Um er að rasða skólahúsnæði með mötuneytisaðstöðu, iítilii heimavist, sundlaug og fþróttahús ásamt Gamla-Lundi, sem er gamla heimavistarhúsnæðið. Hitaveita verður lögð í öll húsin í sumar. Stutt i mestu náttúruperlur iandsins: Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðakletta og Jökulsárgijúfiir aö ógleymdum miðnastursólarhringnum. Tilboð óskast sent fyrir 1. mars á skrifstofu Öxarfjarðarhrepps, Bakkagötu 10,670 Kópaskeri. Nánari upplýsingar í síma 465 2188. ■Medisana puxur Styðja vel við mjóbak, mjaðmir og hné (Styðja við hné í lengri sídd, niður fyrir hné) Örva vessakerfið og auka blóðstreymi. Húðin endumýjar sig örar og verður stinnari. Hafa hjálpað mörgum í baráttunni við appelsínuhúð. Henta vel í alla líkamsrækt, sérstaklega ÐHÐ Fáanlegar í tveimur lengdum og sjö Grfptu tækifærid - medan birgðir endast. Útsölustaðir: Lyfja, Lágmúla - Ingólfsapótek, Kringlunni Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68 - Grafarvogsapótek,HverafoId 1-5 Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 - Dekurhornið, Hraunbergi 4 í \ i | i v f I I Blað allra landsmanna! - kjarni niálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.