Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 11 FLOTKVÍIN, sem ætlað er að flytja Keiko í, verður á stærð við hálfan fótboltavöll. Hér sést módel af kvínni. NOLAN Harvey, yfírþjálfari Keiko, stendur við veggmynd af hvalnum, sem sennilega hefur verið rannsakaður meira en nokkur annar hvalur. Hefur verið fyrir- myndarnemandi Sama ár var frumsýnd myndin Frelsið Willy 2.1 hana voru notað- ar tökur úr fyrri myndinni og það, sem upp á vantaði, var gert í tölvu. I desember var lokið við að steypa nýju laugina í Newport og hún var fyllt í fyrsta skipti og í jan- úar var hvalurinn fluttur. 350 blaðamenn á vegum rúmlega 100 fréttastofa og dagblaða komu til að fylgjast með. Þegar hann kom til Newport var hann 3,5 tonn. Hann var einnig hlaðinn kaunum vegna papilloma-víruss, sem hafði brotist út í Mexíkó. I lok ársins hafði hval- urinn bætt við sig um hálfu tonni og útbrotin voru aðeins á tveimur afmörkuðum stöðum á skrápnum. Um miðjan júní 1997 var honum lyft upp úr lauginni og hann vigtað- ur á ný. Nú reyndist hann vera 4,3 tonn og hafði bætt við sig tæplega einu tonni á 18 mánuðum. Þá var hann útbrotalaus í fyrsta skipti frá 1982. Um leið var greint frá fyrir- ætlunum um að koma hvalnum fyr- ir í flotkví í Norður-Atlantshafi. Deilur milli stofnunar og safns Ekki voru allir í Newport jafn ánægðir með þessar fyrirætlanir Keiko-stofnunarinnar og brátt var sprottin upp deila milli hennar og stjómenda sædýrasafnsins. Starfs- menn sædýrasafnsins héldu því fram að heilsa hvalsins væri svo slæm að aldrei yrði hægt að sleppa honum. „Við höfum verulegar áhyggjur af heilsu hans,“ sagði Phyllis Bell, framkvæmdastj óri safnsins, í október í fyrra, og bætti við að samtök dýralækna í Oregon hefðu mælst til þess að „óháðir" sérfræð- ingar legðu mat á heilsu hvalsins. Þegar hvalurinn kom til Newport var samkomulag um að Keiko-stofnunin leigði aðstöðuna og sædýrasafnið sæi um umönnun og endurhæfingu hvalsins. I júlí í fyrra tók Keiko-stofnunin hins veg- ar að sér umönnun hvalsins, sem kostar um hálfa milljón dollara á ári. David Phillips, stofnandi Keiko-stofnunarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir því hefði verið sú að þeir hefðu viljað að starfsliðið, sem sæi um Keiko, stefndi heilshugar að því að hvalnum yrði sleppt lausum. Einnig þyrftu þeir að vilja fylgja honum þegar hann yrði fluttur. Að sögn Phillips gagnrýndi stofnunin sædýrasafnið einnig fyr- ir að fylgjast ekki nógu vel með því að sjórinn í lauginni stæðist settar kröfur. Koma Keikos til Newport hefur haft gríðarleg áhrif á efnahaginn í bænum og nágrenni hans. Arið, sem Keiko kom tvöfaldaðist að- sóknin og fór upp í 1,3 milljónir manna, en minnkaði aftur á liðnu ári og fór niður í 600 þúsund. Talið er að hvalnum hafi fylgt 3290 störf af ýmsu tagi og 75 milljóna dollara innspýting í efnahagslífið. Keiko-stofnunin hélt því fram að sædýrasafnið óttaðist aðeins að missa helstu tekjuhndina, en Bell sagði að starfsmenn safnsins hefðu frá upphafi gert ráð fyrir því að hvalnum yi'ði sleppt ef hægt væri. A tímabili var ástandið orðið þannig að samskipti milH stofnun- arinnar og safnsins fóru fram um faxtæki og í tölvupósti þótt höfuð- stöðvar þeirra væru nánast í sam- Hggjandi húsum. Diane Hammond, blaðafulltrúi Keiko-stofnunarinnar, sagði að þetta hefði verið hræðilegur tími. Hún starfaði hjá sædýrasafninu þegar Keiko var fluttur þangað, en gekk fljótlega til liðs við Keiko-stofnunina. Hún sagði að nú væri ástandið betra. Á sínum tíma líkti hún ástandinu við for- ræðisdeilu. Heilbrigðisskýrsla frá óháðri nefnd Lending fannst í deilunni um heilsu hvalsins þegar bandaríska landbúnaðarráðuneytið stofnaði nefnd til að meta ástand hans. Nefndin skilaði niðurstöðu í lok janúar og lýsti yfir því að hann væri heill heilsu. „Nú er ekkert, sem bendir til þess að Keiko sé veikur,“ sagði í skýrslu sex sérfræðinga í sjávar- spendýrafræðum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ónæmis- kerfi hvalsins virtist starfa innan þeirra marka, sem eðlileg mættu teljast, hvalurinn virtist ekki sýna neina afbrigðilega hegðun, engin merki væru um langvinnt smit eða sjúkdóma og mælingar hefðu sýnt að hvalurinn hefði ekki sýkst af 48 veirutegundum. „Eina þekkta við- varandi mein Keikos virðist vera papillomatosis - vörtur af völdum veirusýking- ar,“ sagði í niðurstöðun- um. Phyllis Bell lýsti yfir ánægju með niðurstöður nefndarinnar og kvaðst ekki myndu reyna að koma í veg fyrir að hvalnum yrði sleppt í hafið. „Ég er ánægð með að ekkert amar að honum,“ sagði hún. „Ég held að það sé rökrétt framhald að flytja hann í kví.“ 1 áliti nefndarinnar var ekki lagt mat á það hvort hvalurinn væri undir það búinn að vera sleppt. Larry Cornell dýralæknir, sem hefur haft yfirumsjón með með- höndlun Keikos í Oregon og fylgst með honum undanfarin þrjú ár, sagði að nú væri kominn tími til þess að stíga næsta skrefið í undir- búningi þess að sleppa hvalnum og flytja hann í flotkví. Papilloma-útbrotin væru horfin, þótt hvalurinn væri enn með veiruna, og ætla mætti að flestir háhymingar væru með þessa veiru þótt hún kæmi ekki fram nema við ákveðnar aðstæður á borð við þær, sem Keiko bjó við í Mexikó. Er smithætta? „Þá var lifrar- og nýrnasýking vandamál í Mexikó, en virðist ekki vera til staðar lengur,“ sagði Corn- ell og kvaðst ekki eiga von á því að hvalnum fylgdi smithætta. „Ég held að hann sé jafn heilbrigður og flestir háhymingar. Eini munurinn er sá að hann er með færri sníkju- dýr en gerist í villtri náttúrunni." Cornell, sem hefm* stundað mikl- ar rannsóknir á hvölum, meðal annars við Islandsstrendur, sagði að í hafinu leyndust ýmsar hættur, þar væru margir sjúkdómar, sem gætu herjað á Keiko, en hann kvaðst eiga von á að hann mundi spjara sig þegar þar að kæmi. FIMM manns vinna við að þjálfa hvalinn Keiko í sædýrasafninu í Newport í Oregon og eiga stóran þátt í þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á honum frá því hami var fluttur frá Mexíkó fyrir rúm- lega tveimur árum. Nolan Harvey stjómar þjálfuninni og hefur unnið með hvalnum frá því hann var flutt- ur til Newport. „Ég hóf störf hjá sædýrasafninu í nóvember 1995 og fór að vinna að þjálfun Keikos þegar hvalurinn kom hingað í janúar 1996,“ sagði Harvey. „Það þekkja því fáir hval- inn betur en ég. Endurhæfíng hans hefur verið mitt meginverkefni frá komu hans.“ Þjálfarar háhyrningsins vinna með honum nokkrum sinnum á dag. Þjálfunin snýst meðal annars um að fá hann til að synda hratt, gera ýmsar hreyfingar í vatninu, stökkva, snúa sér og fleira. I hvert skipti sem hann hlýðnast skipun er hann verðlaunaður með fæði. I lok hverrar æfingar fer þjálfarinn út f laugina og syndir með honum og nuddar á honum skrápinn. Mark- miðið er að efla hann og styrkja og hefur hvalurimi þyngst um eitt tonn og lengst um 20 cm á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá flutningnum. Harvey er sérfræðingur í endur- hæfingu, heilsugæslu og þjálfun sjávarspendýra og starfaði hjá sæ- dýrasafninu Seaworld í fimmtán ár áður en hann kom til Newport. Þar átti hann samstarf við Lanny Com- ell dýralækni, sem einnig hefur yf- immsjón með meðferð Keikos. Harvey sagði að Keiko væri mjög forvitin skepna og vildi láta ögra sér. Tvö ár í stað íjögurra „Þegar hann kom hingað fyrst mat ég stöðu hans svo að það myndi taka þrjú til fjögur ára að undirbúa hann undir það að hægt yrði að setja hann í sjávarkví. Hann hefur náð því stigi á tveimur ámm og það er að mestu leyti honum sjálfum að þakka. Ég held að nú sé í fyrsta skipti verið að hvetja hann til dáða, til að gera nýja hluti.“ Harvey kvaðst ekkert geta gert án samvinnu Keikos og hana hefði ekki vantað. „Keiko hefur verið fýrirmyndar- nemandi,“ sagði hann. „Þess vegna er svo spennandi verkefni að flytja hann í sjávarkví og ég á von á því að hann muni spjara sig þar.“ Það er enginn vafi á því að það verða mikil viðbrigði fyrir hvalinn að komast í sjóinn eftir að hafa ver- ið í laugum mestan hluta ævinnar. „Ég hef líkt þessu við mann, sem hefur búið einn á eyðieyju svo ámm skiptir og aðeins heyrt eigin rödd og kannski fuglahljóð og er skyndi- lega bjargað og kemur í stórborg iðandi af lífi,“ sagði hann. „I fyrstu er það yfírþyrmandi, en smátt og smátt fer maðurinn að átta sig og læra. Ég held að þetta verði eins með Keiko. Hann hefur verið Iengi í laug og ekki verið innan um aðra háhyminga. Við vitum að það er mikill hávaði í hafinu og hann mun kynnast því þegar hann kemur í sjávarkvína. Við eram að vona að aðrir háhyrningar muni koma til hans og það verður spennandi að sjá hvemig samskiptin verða.“ Harvey sagði að hann hefði ákveðið að taka þátt í þessu til að láta Keiko lausan, en svona nokkuð hefði aldrei verið gert áður. Það gæti vel farið svo að aldrei yrði hægt að sleppa honum úr flotkvínni og þá yrði að hafa það: „Á meðan honum virðist ganga vel er hægt að halda áfram og stíga næsta skrefið. Lykilatriðið er velferð hvalsins og hann verður ekki látinn laus til að drepast." Harvey sagði að ætlunin væri að hvalurhm gæti snúið aftur í sjávar- kvfna fyrst eftir að honum yrði sleppt út og hann gæti átt þar griðastað. Atferli hvala í Norður- Atlantshafi væri ekki sín sérgrein, en þó mælti margt með því að hvalnum yrði sleppt í sínum upp- ranalegu heimkynnum. „Keiko var velddur við Island og margt segir að best væri að sleppa honum þar,“ sagði Harvey í samtali við Morgunblaðið. „En mikilvægast er að hann nái sambandi við aðra háhýminga, eigi hann að lifa af í hafinu, vegna þess að þeir fara í hópum en ekki einir síns liðs.“ Konudagsblómaurvalið er hjá okkur Málsverður á MIRABELLE fylgir konudags- hlomvendinum frá okkur Einnig óvænlur glaðningur frá JCaneho P.s. Þú getiir sparað þér sporin! HeimsendingarþjcSnusía, simar 561 3030 og 551 9090. blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrœtismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði (Bílastæðahúsið Bergstaðir). Ekkert stöðumælagjald um helgar. Rökrétt framhald að flytja hann í kví
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.