Morgunblaðið - 10.06.1999, Page 31

Morgunblaðið - 10.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 31 Jospin sakaður um að hafa verið Trotskusti París. The Daily Telegraph. LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, var á þriðju- dag sakaður um að vera fyrrver- andi Trotskíisti af gömlum leið- toga samtaka franskra Trotskí- ista, sem hafa helgað sig alheims- byltingu og því að kollvarpa hag- kerfi kapítalismans. Jacques Kirsner, sem var með- limur Aiheimssamtaka kommún- ista á sjöunda og áttunda ára- tugnum, sagði í viðtali í franska dagblaðinu Libération á þriðju- dag að þeir Jospin hefðu starfað hlið við hlið „árabil“ og að þeir hefðu deilt sömu byltingarsinn- uðu skoðununum. Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um pólitíska fortíð Jospins. Forsætisráðherrann hefur reynd- ar aldrei neitað því að hafa átt í samskiptum við Trotskíista seint á sjötta áratugnum þegar hann, eins og margir franskir náms- menn á þeim tíma, tók þátt í mót- mælum gegn Alsírstríðinu, sem frönsk stjómvöld héldu úti. Jospin hefur hins vegar ávallt neitað því að tengsl sín við Trotskíista hafi náð lengra. 8 O € t N S £ T Minni matarlyst • Hraðari brennsla • Fæst í betri ap ó tekum, Lyfju or Dreifing 1 H S , pðntunarsím A ¥ l k Regla á meltingui MEIRI HOLLUSTA MEIRA HEiLBRIGÐI Ný réttarhöld yfir Anwar Ibrahim Deilt um breytingu á ákærunni Kuala Lumpur. Reuters. DÓMARI í Malasíu ákvað í gær að fresta réttarhöldunum yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármála- og aðstoðarforsætisráðherra, sem hef- ur verið ákærður fyrir brot á lögum sem banna samkynhneigð, um tvo daga vegna deilu um breytingu á ákærunni. Verjandi Anwars hafði krafist þess að ákærunni yrði vísað frá á þeirri forsendu að saksóknin væri ekki réttlát eftir að aðalsak- sóknarinn í málinu skýrði frá því að ákærunni hefði verið breytt í annað sinn. „Breytingin er ekki viðeigandi af hálfu ákæruvaldsins og ekki sann- gjöm fyrir hinn ákærða," sagði lög- fræðingur Anwars, Raja Aziz Addmse. Anwar var handtekinn í septem- ber og ákærður fyrir spillingu og kynferðisafbrot. Hann hefur þegar verið dæmdur í sex ára fangelsi fyr- ir spillingu. Réttarhöldin nú snúast um meint kynferðisafbrot Anwars, sem er m.a. sakaður um að hafa haft mök við fyrrverandi bílstjóra sinn ásamt ættleiddum bróður sínum, Sukma Darmawan. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm og hýðingu. Dagsetningunni breytt Samkvæmt ákæmskjalinu á Anw- ar að hafa haft samræði við bílstjór- ann í maí 1994 en dagsetningunni var breytt í apríl og þá var sagt að það hefði átt sér stað í maí 1992. Að- alsaksóknarinn breytti dagsetning- unni aftur í gær og sagði að kynferð- isafbrotið hefði átt sér stað á tíma- bilinu janúar til mars 1993. Verjandi Anwars kvaðst hafa bent saksóknumnum á að bygging- in, þar sem brotið á að hafa verið framið, hefði ekki verið reist árið 1992 og þeir hefðu því neyðst til að breyta dagsetningunni aftur. fimmtudag til sunnudags Permasect og úðadælur 20% afsláttur Mold í útikerin 121. fef tÁ-jV 221. fef 4C Ð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.