Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1918 119. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hizbollah-skæruliðar í suðurhluta Líbanons hafa í hótunum við Israela Barak segir árásum verða svarað af hörku Beirút. AFP, AP, Reuters. AP Líbanar hliðhollir hizbollah-samtökunum veifa fánum Líbanons og samtakanna við landamæri fsraels í gær. Bandarfkjaþing Samþykkt að efla við- skipti við Kínverja Washington. AP, AFP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gærkvöld lög sem kveða á um að Bandaríkin taki upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína. Samþykktin er álitin mikill sigur fyr- ir utanríkisstefnu Bills Clintons for- seta sem barist hefur ötullega fyrir málinu. Lögin voru samþykkt með 237 atkvæðum gegn 197. Fram til þessa hefur Bandaríkja- þing endurskoðað árlega þá við- skiptasamninga sem verið hafa í gildi milli Kína og Bandaríkjanna, m.a. með tilliti til stöðu mannrétt- indamála í Kína hverju sinni. And- stæðingar laganna, sem margir koma úr Demókrataflokknum, flokki forsetans, halda því fram að mörg bandarísk störf muni hverfa úr landi með samþykkt laganna. Verkalýðsfélögin á móti Lögin munu opna bandarískum fyrirtækjum greiðari aðgang að kín- verskum mörkuðum en þau hafa hingað til haft, meðal annars fyrir landbúnaðarvörur og fjarskiptaþjón- ustu. Kínverjar munu á móti fá hlið- stæð tollafríðindi í Bandaríkjunum og flest önnur ríki heims njóta. Samningurinn mun að auki greiða fyrir aðild Kína að Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO). Verkalýðsfélög í Bandaríkjunum voru mjög andvíg lögunum en sam- tök atvinnurekenda lögðu átta millj- arða dollara, jafnvirði yflr 600 millj- arða íslenskra króna, í auglýsinga- herferð til að vinna þeim fylgi. EHUD BARAK, forsætisráðherra Israels, hótaði því í gær að svara hugsanlegum árásum líbanskra skæruliða á skotmörk í norður- hluta Israels af fullri hörku. Hann sagði einnig að ísraelar litu svo á að ríkisstjórnir Líbanons og Sýr- lands bæru ábyrgð á því að við- halda friði á landamærum fsraels og Líbanons. Mikill fögnuður ríkir meðal stuðningsmanna múslímskra skæruliðasamtaka í Líbanon vegna brottflutnings ísraelshers frá land- inu aðfaranótt gærdagsins. Sigur- reifir hizbollah-skæruliðar tóku öll völd í Suður-Líbanon í sínar hend- ur í gær og héldu margir þeirra allt að girðingu sem skilur að Líb- anon og ísrael. Þar heyrðust þeir hrópa vígorð og hafa í frammi hót- anir um árásir á skotmörk í ísrael. Yfirmenn ísraelska hersins hafa lýst því yfir að brottflutningur hersins hafi verið vel heppnaður og benda á að enginn hermaður hafi fallið. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Barak hafi viljað flýta brottflutningi hersins og ljúka honum í skyndi, einum og hálfum mánuði fyrr en ætlað var, til að forðast árásir hizbollah á síð- ustu dögunum fyrir tilkynnta brottför. Viðbrögð almennings í ísrael hafa yfirleitt verið jákvæð en margir hafa gagnrýnt óðagotið og það sem virðist vera fljótfærn- isleg framkvæmd brottflutnings- ins. Þá eru margir ísraelar mjög ósáttir við það sem kallað hefur verið svik ísraela við liðsmenn Hers Suður-Líbanons (SLA), sem verið hafa bandamenn Israels í meira en 20 ár. Krefjast þess að fá Shebaa Forsætisráðherra Líbanons, Sel- im al-Hoss, sagði í gær að hann vonaði að brotthvarf ísraelshers leiddi til friðar á landamærum ríkjanna. Hins vegar hótaði einn af yfirmönnum hers Líbanons að Líb- anar myndu ekki ábyrgjast öryggi á landamærunum nema ísraelar yfirgæfu einnig landsvæði sem þeir hafa tekið af Sýrlandi og leystu vandamál palestínskra flóttamanna í arabaríkjunum. Líb- anonsstjórn krefst þess að fá af- hent landsvæði í suðurhlíðum Hermons-fjalls þar sem landnema- byggðir ísraela eru, á Shebaa- svæðinu svokallaða. Israelar unnu svæðin af Sýrlendingum árið 1967 en þeir síðarnefndu segjast hafa látið Líbanon þau eftir. Margir íbúar í þorpum í Suður- Líbanon, sem studdu hernám ísra- ela, sögðust í gær óttast um öryggi sitt eftir að hizbollah-skæruliðar héldu innreið sína þangað. Margir SLA-liðar, sem voru bandamenn ísraelska hersins í Líbanon, hafa gefíð sig á vald líbönskum stjórn- völdum en á annað þúsund þeirra hefur flúið ásamt fjölskyldum sín- um til Israels. Líbönsk stjórnvöld fullvissuðu fólkið í gær um að það hefði ekkert að óttast í Líbanon. ■ Brottflutningnum/26 Fundur utanrfkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Flórens Varað við sundrung milli ESB o g NATO Fldrens. Morg-unblaðið, AFP, Reuters. Frá fundi NATO í Fldrens, efri röð fráyinstri: Janos Martonyi, utanrík- isráðherra Ungverjalands, Halldór Ásgrímsson, utr.rh. Islands, og Lydie Polfer, utr.rh. Lúxemborgar. Neðri röð frá vinstri: Lamberto Dini, utr.rh. ítah'u, George Robertsson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og Madeleine Albright, utr.rh. Bandaríkjanna. TVEGGJA daga vorfundur utanrík- isráðherra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) hófst í Flór- ens á Ítalíu í gær og var þar lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Evrópu- sambandsins (ESB) um aukinn hlut þess í öryggis- og varnarmálum Evrópu. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra ítrekaði þó á fundin- um mikilvægi þess að frumkvæði ESB í slíkum málum mætti ekki verða til þess að veikja NATO og varnarskuldbindingar bandalagsins og varaði við því að sundrung yrði sköpuð milli ESB og NATO. Island og þau fimm önnur NATO- ríki sem standa utan ESB vilja hafa áhrif á öryggis- og varnarmála- stefnu ESB og taka þátt í öryggis- stofnunum sambandsins og áréttaði Halldór mikilvægi þess að íslandi og hinum ríkjunum fimm yrði boðin reglubundin þátttaka í fyrirhuguð- um leiðtogafundi ESB-ríkja í næsta mánuði. Ekki hefur enn verið kom- ist að samkomulagi um hvernig haga beri slíkri þátttöku en Morg- unblaðið hefur fengið staðfest að til- lögur skrifstofa utanríkisráðuneyta aðildarríkja ESB liggi þegar fyrir en niðurstöðu í málinu sé þó ekki að vænta fyrr en á leiðtogafundinum í Portúgal, sem haldinn verður í næsta mánuði. Tortryggni vegna áætlana um eldflaugavarnir Á fundinum í Flórens lýstu sum Evrópuríki NATO yfir tortryggni vegna fyrirætlana Bandaríkjanna um að smíða eldflaugavarnir á bandarískri grund til að forða árás- um svokallaðra útlagaríkja. Made- leine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ógnin frá slíkum ríkjum væri raunveruleg og það réttlætti smíði varnarkerfisins en lagði jafnframt áherslu á að það myndi í engu breyta varnarsam- starfi innan NATO. Hubert Vedr- ine, utanríkisráðherra Frakklands, sagði hinsvegar að mörgum spurn- ingum um gagn slíks kerfis væri enn ósvarað sem og hvaða áhrif það hefði á stöðugleika, og Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði að áætlanir um smíði kerfisins yrðu að fara fram innan nýs ramma um almenna afvopnun. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, var viðstaddur fund ut- anríkisráðherranna í gær, í fyrsta sinn síðan kastaðist í kekki með Rússlandi og bandalaginu vegna átakanna á Balkanskaga sl. ár en Rússar slitu samskiptum við NATO eftir að loftárásir bandalagsins á Júgóslavíu hófust. Var þátttöku Rússa á fundinum fagnað en miðað er að því að koma samstarfi Rússa og NATO í samt lag á næstu miss- erum. George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að Rússar og bandalagið myndu ekki verða sammála um allt. Noregur Lögreglan finnur DNA NORSKA lögreglan tilkynnti í gær að fundist hefði erfðaefni (DNA) á líkum telpnanna tveggja sem fund- ust myrtar í Kristiansand á sunnu- dag, samkvæmt frétt á vefsíðu Af- tenposten í gærkvöld. Talið er að fundurinn geti auðveldað lög- reglunni að finna ódæðismanninn en enginn var í gærkvöld enn formlega grunaður um verknaðinn. Lögreglunni höfðu þá borist meira en fimmhundruð ólíkar vísbendingar vegna málsins og 60 manns höfðu verið yfirheyrðir. Hingað til hefur athygli lögreglu sérstaklega beinst að dæmdum morðingja sem vitað er að var staddur á þeim slóðum þar sem talið er að morðin hafi verið framin sl. föstudag. Einnig er vitað að tveir 18 ára piltar, að sögn undir áhrifum fíkniefna, höfðu verið í ná- grenni við staðinn þaðan sem telp- urnar hurfu á föstudagskvöld. ■ Athyglin beinist/30 MORGUNBLAÐIÐ 25. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.