Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 28
w v» v» ERLENT 0002 ÍAM.ðS aUÖAai JTMMI'*! 28 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 la ndsbanki.is aiíIAji<i 4Ji <)UQM MORGUNBLAÐIÐ Samningaviðræðum við uppreisnarmenn á Filippseyjum frestað Þaö sem skiptir máli er aö vera meö... Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu FORGJOF Þú getur ekki tapað Sölutímabil 4.-26. maí uiidslKmkmii oa Oplfi it* n t*l l*i Greidir stjórn Estrada lausnargjald fyrir gíslana? Manila, Jolo. AP, AFP, Reuters. Reuters Uppreisnarmaður úr röðum Abu Sayyaf á verði yfír tveim gislum, Marc Wallert frá Þýskalandi og Maria Moarbes frá Líbanon. Myndin var tekin í búðum uppreisnarmanna á eynni Jolo á þriðjudag. FYRIRHUGUÐUM viðræðum fúll- trúa stjórnvalda á Filippseyjum við islamska uppreisnarmenn í syðsta hluta eyríkisins um lausn erlendra gísla úr haldi var frestað í vikunni þangað til í dag, að sögn BBC. Sam- tök uppreisnarmanna, er nefnast Abu Sayyaf, hafa oft tekið gísla en ávallt sleppt þeim gegn greiðslu frá stjórnvöldum í Manila og sögðu tals- menn stjómvalda að til greina kæmi að sú yrðu einnig niðurstaðan að þessu sinni. Uppreisnarmenn krefjast þess að stofnað verði sérstakt ríki múslima á svæðinu en flestir íbúar Filippseyja eru kaþólskir. Abu Sayyaf-liðar halda tveim Filippseyingum og 19 út- lendingum, þ.á m. Malasíumönnum, Þjóðverjum, Frökkum og Finnum í gíslingu en fólkinu var rænt 23. apríl á ferðamannaeyjunni Sipadan í grannlandinu Malasíu. Hafa samtök- in með óformlegum hætti boðist til að láta Þjóðverjann Renate Wallert, sem er veik, lausa gegn því að fá tvær milljónir dollara eða um 150 milljónir króna í lausnargjald. Stjórn Josephs Estrada, forseta Filippseyja, hefur vísað kröfunum um sjálfstætt, islamskt ríki í suður- hlutanum á bug. Gíslamir fengu fil- ippseyska blaðamenn, sem leyft var að heimsækja þá í víggirtum búðum á eynni Jolo, að koma á framfæri ósk til stjórnvalda um að flýtt yrði við- ræðum um lausn þeirra úr gíslingu. „Líkamlegt ástand gíslanna var ágætt en sumir þeirra voru þó langt niðri og þunglyndir," sagði einn fréttamaðurinn, Camcer Ordonez. Stjórnarhermenn hafa átt í stöð- ugum bardögum við flokka uppreisn- armanna múslima á Mindanao og víðar í suðurhlutanum að undanförnu en vopnaðar skærur hafa verið þar tíðar síðustu áratugi. Síðustu mánuði hafa um 200.000 manns orðið að flýja heimili sín vegna átakanna. Gíslamálið er orðið mikið vanda- mál fyrir Estrada sem auk þess hef- ur legið undir þungu ámæli fyrir spillingu og óstjóm. Stuðningur við hann í skoðanakönnunum hefur hrapað og ekki bætir úr skák fjöldi sprengjutilræða í Manila að undan- fomu. Einn lét lífið í tilræði í stór- markaði sl. sunnudag. Óljóst er hverjir standa fyrir tilræðunum en yfirvöld vamarmála hafa kennt múslimasamtökum um, annaðhvort Abu Sayyaf eða öðmm og öflugri samtökum, MILF. Ósennilegt þykir hins vegar að þau hafi bolmagn til að standa fyrir aðgerðum svo langt frá aðalvígjum sínum í suðurhlutanum. Lögreglan segist gruna hópa hægri-öfgamanna um sprengjutil- ræðin í höfuðstaðnum. Sé markmið þeirra að grafa undan ríkisstjóminni. Skæmliðahópar kommúnista hafa einnig verið virkir lengi á Filippseyj- um. Einn hópurinn gerði í gær árás á tvo báta á fljóti nálægt borginni Sasmuan í Pampanga-héraði og felldu fréttamann auk þess sem fjórir særðust. Um borð vora einnig borg- arstjóri Sasmuan og sonur Estrada, Joel Ejercito, en hvoragur þeirra særðist. Forsetinn gerir Iítið úr vandanum Estrada forseti gerir lítið úr átök- unum, hann viðurkennir þó að við „minniháttar vanda“ sé að etja á Mindanao. Fulltrúar ferðaþjónustu- mála segja ennfremur að ekki sé um að ræða neina hættu á helstu ferða- mannastöðum, aðeins séu átök á af- mörkuðum og afskekktum stöðum. Fjármálaráðherrann, Jose Pardo, sagði á hinn bóginn fyrr í vikunni að stjórnvöld myndu verða að endur- skoða áætlanir um hagvöxt ef upp- reisnarmenn múslima héldu áfram aðgerðum sínum fram í júní eða leng- ur. Hinn áhrifamikli leiðtogi kaþólsku kirkjunnar í landinu, Jaime Sin kardínáli, sakaði í gær ríkisstjómina um að valda ekki hlutverki sínu, hún væri stefnulaus og sundrað. „Æ fleiri telja að tómarúm sé á æðstu stöðum valdsins. Ekki einu sinni liðsmenn stjórnarinnar, einkum þeir sem fara með ákvörðunarvaldið, geta tekið sig saman í andlitinu," sagði kardínálinn. Hann hefur lengi gagnrýnt Estrada harkalega en for- setinn er fyiTverandi kvikmyndaleik- ari og glaumgosi og þótti beita óspart lýðskrami er hann var kjörinn í emb- ættið 1998. Sin sagði kirkjuna reiðu- búna að hafa milligöngu um friðar- viðræður við múslima. Sjálfstæðisbarátta í 30 ár Aðskilnaðarsinnar úr röðum músl- ima í suðurhlutanum hafa um 30 ára skeið reynt að brjótast undir yfirráð- um ráðamanna í Manila. Sumir emb- ættismenn á Filippseyjum segja að uppreisnarmenn séu ekkert annað en staðbundnir hópar glæpamanna er séu á höttunum eftir lausnargjaldi íyrir gísla. Aðrir telja þá vera í sam- bandi við alþjóðlega, islamska hryðjuverkamenn. En faðir Angel Calvo, prestur sem flúði frá eynni Basilan í suðurhlutanum eftir að starfsbróðir hans þar var tekinn í gíslingu, segir uppreisnarmenn njóta stuðnings meðal ungs fólks á svæð- inu sem aðallega er byggt múslimum. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki sinnt þörfum fólks á svæðinu. Frétta- skýrendur benda á að þótt islam hafi orðið sameiningartákn í átökunum sé raunveralega ástæðan fyrir óánægjunni efnahagslegt misrétti. Opinber þjónusta á sviði menntunar og heilbrigðismála sé lélegri en ann- ars staðar á Filippseyjum og húsa- kynni verri. Engell ritstjóri Ekstrablaðsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HANS Engell, fyrrverandi ráð- herra og leiðtogi danska Ihalds- flokksins, hefur tekið að sér að rit- stýra Ekstrablaðinu. Tilnefningin kom vægast sagt á óvart þótt Engell hafi reyndar verið blaðamaður er hann hóf feril sinn í stjórnmálum. Hann varð að láta af embætti flokksleiðtoga árið 1998 eftir að hafa verið staðinn að því að keyra drakk- inn. Engell tekur við ritstjórninni af Sven Ove Gade, sem hefur stýrt blaðinu síðan árið 1976 og lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Upplag Ekstablaðsins er nú hið minnsta í mörg ár. Blaðið hefur lýst yfir andstöðu við aðild Dana að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, og þeirri stefnu ætl- ar Engell ekki að breyta fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna um EMU-að- ild 28. september. Hverfur úr stjórnmálum Það mátti öllum vera Ijóst að Engell hvarf ekki sjálfviljugur úr stjórnmálum eftir að hafa verið staðinn að því að keyra drakkinn. Hann var að koma heim frá kvöld- verði fyrir tveimur árum er hann keyrði á steinsteypublokk á vegi, sem verið var að leggja. Hvorki hann né aðrir slösuðust, en hann hringdi á lögregluna, sem þegar sá að ástand ökumannsins var ekki sem best. Á þeim tíma skein stjarna Engells skært í dönskum stjórnmálum og hann var vinsæll stjórnmálamaður, sem naut trausts og vinsælda langt út fyrir raðir flokksmanna íhalds- flokksins. Bendt Bendtsen núver- andi formaður íhaldsflokksins er þriðji formaðurinn frá því að Engell neyddist til að segja af sér. Það lá í loftinu að Engell gerði lífið ekki létt fyrir eftirmenn sína, en sem stendur virðist sem nýja formanninum hafi tekist að sameina flokkinn á ný og ró hafi færst yfir. Er hið nýja starf Engells var tilkynnt lýsti hann því yfir að hann hætti samstundis allri stjórnmálaþátttöku. Það samræmd- ist ekki hinu nýja starfi að vera bundinn einum ákveðnum stjórn- málaflokki. Barist gegn minnkandi sölu Líkt og hitt síðdegisblaðið hefur Ekstrablaðið mátt horfa upp á minnkandi sölu undanfarin ár. Langmest af sölu blaðsins er lausa- sala og hún hefur dregist mjög sam- an. Upplag blaðsins er nú 139 þús- und eintök og það er minna en upplag BT, sem keppir við Ekstra- blaðið á síðdegismarkaðnum. Margir velta fyrir sér hvernig Engell muni taka á ritstjórn blaðs, sem hefur það sem yfirlýsta stefnu að taka á viðkvæmum málum og lít- ur á sig sem hálfgerðan götustrák er ekki lætur kurteisi og mannasiði halda aftur af sér. Fyrir því fann Engell ótvírætt er hann varð að láta af embætti flokksleiðtoga. Það vekur einnig athygli að Eng- ell skuli gangast inn á að láta vera að halda á loft stefnu sinni um EMU-aðild. Hann er fylgjandi EMU-aðild, en hefur sagt að hann muni ekki fjalla um málið í leiðurum sínum og þar af leiðandi ekki ganga gegn yfirlýstri stefnu blaðsins gegn EMU. í Berlingske tidende var kveðið svo fast að orði að sem rit- stjóri þyrfti Engell í raun að gleyma sínu gamla sjálfi og verða nýr mað- ur, sem væri víst meira en hægt væri að búast við af nokkram manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.