Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 8

Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR The Times Ijallar um Okkur veitist hver upphefðin eftir annarri að utan á þessu herrans kristnihátíðarári. rVampyrino 920 Sogkraftur 1.300 W' Fimmfalt filterkerfi k Tveir fylgihlutir Á AEG Rykbomba Réttsýnar ryksugur á rosalega fínu verði* Vampyrino SX • Sogkraftur 1.300 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Þrír fylgihlutir 900 . stgr Vampyr 5020 • Ný, orkusparandi vél • Sogkraftur 1.300 W • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir CE-POWER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku • Sogkraftur 1.600 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Geislagötu 14 • Slml 462 1300 * Það að lyksuga sé réttsýn veröur ekki útskýrt hér og kannski aldrei, en maöur hefur það á tilfinningunni að það hljóti kannski að geta skipt máli Vornámskeið Greiningarstöðvar Þroska- og hegð- unarfrávik barna Stefán J. Hreiðarsson FIMMTÁNDA vor- námskeið Grein- ingar- og ráðgjafa- stöðvar ríkisins verður haldið á Grand Hóteli í dag og á morgun. Stefán J. Hreiðarsson læknir er for- stöðumaður Greiningar- stöðvar, hann var spurður hvert umfjöllunarefni vor- námskeiðs væri að þessu sinni? „Yfirskrift námskeiðs- ins er; Þroska- og hegðun- arfrávik barna, grunur -frumgreining - greining. Það verður fjallað um að- draganda þess að frávik í þroskahegðun uppgötvist hjá bami, helstu leiðir til að tryggja að slíkt gerist sem fyrst og þau viðbrögð sem eru nauðsynleg til að tryggja að vandamál barnsins sé skilgreint á fullnægjandi hátt.“ - Er mikill misbrestur á að fólk komi nógu fljótt með börn sín ? „Það er erfitt að tala um beinan misbrest en margar rannsóknir benda til þess að óæskileg töf verði oft. Það er þannig þekkt að grunur vaknar hjá foreldrum en þau virðast oft eiga erfitt með að ná eyrum fagfólks með áhyggjur sínar. Stundum vakna áhyggjur hjá fagfólki t.d. við eftirlit hjá ung- barnavernd og í skólum og leik- skólum og þá geta stundum orðið erfiðleikar við að vekja máls á þvi við foreldra.“ - Erum við hér þess megnug að bregðast við á þann hátt sem æskilegt er? „Svarið er bæði já og nei. Við eigum afbragðs fagfólk sem hægt er að leita til á ýmsum vettvangi en álag á flesta er mikið og biðtími við flest úrræði. Þannig er oft nokkurra mánaða bið eftir þjón- ustu Greiningarstöðvar. Hins veg- ar eru ný úrræði að skapast og má þar nefna greiningarteymi Heilsuvemdarstöðvar sem dæmi.“ -Af hverju er mikilvægt að greina þessi frávik snemma? „Tilgangur þess er að sjálf- sögðu að hafa áhrif á atburðarás- ina og bæta framtíðarhorfur barnsins með viðeigandi þjálfun og kennslu. En einnig að styðja foreldra." - Eruð þið búin að fjalla um öll helstu atiiðií sambandi við fatlan- ir bama á þessum vornámskeið- um? „Vornámskeið hafa verið haldin á hveiju vori frá því Greiningar- stöð tók til starfa. I hvert sinn hef- ur verið tekið fyrir afmarkað efni á sviði fatlana og komið víða við, hins vegar er þekkingin á hverju sviði alltaf að aukast og breytast. Það hefur verið mikil aðsókn að þessum námskeiðum allt frá byrj- un og þátttakendafjöldi farið mest upp í rúmlega fimm hundruð. I ár eru skráðir þátttakendur rúmlega þrjú hundruð og er þar að finna fulltrúa helstu stétta heilbrigðis- kerfis og þjónustukerfis fatlaðra." - Eru margir fyrirlesarar á þessu vornámskeiði? „Fyrirlesarar em alls sextán. Rætt verð- ur t.d.um hvernig leit- að er að frávikum í ungbamavemd, leik- skólum og hjá bömum í áhættuhópum. Einnig verða kynnt tæki til frekari skimunar, svo sem íslenski þroska- listinn, atferlislisti Achenbach og EFI-málþroskaskimunin. Þá verður fjallað um á hvem hátt verður staðið að greiningu á ákveðnum fötlunum og hlutverk heilbrigðis- og skólakerfis í þess- um efnum. Síðast en ekki síst ► Stefán J. Hreiðarsson fæddist á Akureyri 28. júlí 1947. Hann tók stúdentpspróf frá Mennta- skólanuin í Reykjavík og lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1974. Hann fór til framhalds- náms í Bandaríkjunum 1976 og var við það til 1982, fyrstu þrjú árin stundaði hann nám í al- mcnnum barnalækningum og svo þrjú ár við Kennedystofnun- ina í Baltimore í fötlunum barna. Stefán hefur verið forstöðumað- ur Greiningarstöðvar frá 1. jan- úar 1986. Hann er kvæntur Mar- gréti O. Magnúsdóttur meina- tækni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. verður fjallað um notkun greind- arprófa og um það á hvern hátt hvernig greining nýtist til að bæta framtíðarhorfur barnanna." - Hvað með annað fræðslustarf á vegum Greiningarstöðvar? „Við höfum lagt áherslu á það síðustu árin að byggja upp víð- tækara fræðslustarf á Greiningar- stöð, fyrst og fremst í formi Iítilla námskeiða sem fjalla um afmörk- uð efni, svo sem óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, einhverfu og með- ferð hennar, klofinn hrygg svo dæmi séu nefnd. Þessi námskeið hafa verið haldin reglulega á veg- um Greiningarstöðvar en jafn- framt geta skólar og aðrar stofn- anir óskað eftir slíku námskeiði fyrir starfsfólk sitt; Fræðslufull- trúi Greiningarstöðvar, Vigdís Halldórsdóttir, hefur yfirumsjón með þessu starfi." - Fáið þið erlenda fyrirlesara á þessi námskeið hjá Greiningar- stöð? „Yfirleitt ekki. Þegar byrjað var með vornámskeiðin var hluti af hugmyndafræði þein-a að leiða fram þá þekkingu sem til er á ís- landi þannig að fyrirlesarar hafa alltaf verið íslenskir fagmenn. Við höfum einstaka sinnum fengið er- lenda gesti en síðan sækja sér- fræðingar Greiningarstöðvar gjarnan ráðstefnur erlendis. T.d. var hópur starfsfólks á alþjóðlegri ráðstefnu um innhverfu í Glasgow í síðustu viku og tveir starfsmenn kynntu þar niðurstöður rann- sókna sem gerðar hafa verið hér í þessum efn- um.“ - Hvar er mest þekk- ing á þessum efnum í heiminum núna? „Það er erfitt að nefna einn stað eða eitt iand. Við búum að því á Islandi að sérfræðingar okkar hafa sótt sérþekkingu sína til margra landa beggja vegna Atl- antshafsins, þannig að vonandi tekst okkur að sækja það besta frá hinum ýmsu stöðum og nýta í þjónustu okkar við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra.“ Eigum af- bragðs fag- fólk sem hægt er að leita til á ýmsum vett- vangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.