Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 41
 ‘f'l M MtÚ DÁÖUk ^s'.m'ÁÍ l200Ö LISTIR MYIVDLIST K a in b ii r / R a n g á r v a 11 a sý s 1 u LJÓSMYNDIR GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Opið alla daga nema miðvikudaga Ljós- myndasýningin til 4. júnf en innsetningin í allt sumar. Aðgangur ókeypis. SUMUM þykja skógarnir fegurstir þegar trjábolirnir standa naktir að vetrarlagi, líkast- ir óteljandi skúlptúrum þar sem engin er ná- kvæmlega alveg eins, og ríma svo undarlega ófreskir við hvunndaginn í tilbrigðalítilli ein- semd sinni. Þetta hefur rýnirinn upplifað er- lendis, er lestirnar sem hann hefur verið far- þegi í hafa þotið gegnum margvísleg skógarbelti, en aldrei jafngreinilega og þegar hann fór með lítilli og hægfara lest frá Hille- röd til Helsingjaeyrar fyrir nokkrum árum. Sannarlega eru dönsku skógarnir á sinn hátt fagrir í nekt sinni, þótt ekki prýði þá unaðs- legt laufskrúð sumarsins, en það eru líka ber náttúrusköpin á eldfjallaeyjunni úti við ystu höf, heimkynni okkar íslendinga. Eins og lit- róf regnbogans ber í sér mikla fegurð, búa til- brigðin frá flauelsvörtu, sem er hið svartasta af öllu svörtu til barytsúlfat sem er hið hvít- asta af öllu hvítu, yfir ómældum yndisþokka. Það hefur og verið sagt, að enginn sé málari sem ekki geti málað málverk í hvítu gráu og svörtu, það sé undirstaðan. Þetta má allt eins yfu’færa á ljósmyndina, að enginn sé ljósmyndari sem ekki geti tekið góða mynd í svart-hvítu, og má vera alveg jafnrétt. Sumir einbeita sér að litljósmyndum en aðrir að svart-hvítum, og hér eru öfgarnar þær sömu og í málverkinu, en farsælast að hafa sem minnstar áhyggjur af því, lofa fólk- inu að gera það sem það hefur helst upplag til. Og ef einhver vill mynda landið í svart-hvítu, einbeita sér að formrænu hliðinni er það jafn- eðlilegt og hugnist öðrum að draga fram sí- Island í hvunndagsfötum Ljósmyrd/Bragi Ásgeirsson Innsetning Chihuly-hópsins að Kambi. Hið kjarvalska landslag Guðmundar Ing- ólfssonar. kvikul litbrigðin, í báðum tilvikum næst fram árangur sem er andstæður hinum og þó jafn- rétthár. Guðmundur Ingólfsson, er einn þeirra sem um langt skeið hefur einbeitt sér að svart- hvítum ljósmyndum og hefur þá ekki síst sótt í formanir landslagsins, jafnt hinar sterku andstæður afmarkaðra fyrirbæra sem fjöl- þættum tilbrigðum víðáttanna. Ein myndanna á sýningunni að Kambi er þannig áberandi kjarvölsk, er þó bara landið rétt og slétt, en þar bregður ljósmyndarinn upp einu dæmig- erðu sjónarhorni málarans, hefur vísast kom- ið í fókus myndavélarinnar fyrirhafnarlaust líkt og fljótandi á fjöl. Vel til fallið að sýna nokkrar ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar í litla listhúsinu að Kambi, þar sem fjölþætt landslagið blasir við til allra átta, frá því sveigt er af þjóðveginum og ekið þar sem leið liggur eftir öðrum af- leggjara þegar komið er austur yfir Þjórsár- brú, merktur Gíslholt. Listamaðurinn er afar næmur fyrir ljósi og brigðum í náttúrunni og kann að hagnýta sér þá þætti í uppbyggingu myndheildar, bæði til að ná fram sterkum formrænum andstæðum og mjúkum yfirgangi frá ljósi í skugga, eins konar birtuhryni. Þetta gerir hann á afar náttúrulegan og sannverð- ugan hátt, án áhrifameðala og þótt sumar myndirnar láti ekki mikið yfir sér í fyrstu búa þær yfir leyndardómum sem tala til skoðand- ans, líkt og gerist um sjálfa náttúruna. Enn aðrar taka áhorfandann við fyrstu sýn, en það sem þessar vel teknu og unnu ljósmyndir hafa helst sameiginlegt er eins konar innra vaxtar- magn, sem er neisti og lífgjafi allra góðra hluta í skapandi athöfnum. INNSETNING CHIHULY-HÓPSINS Þegar búhöldurinn að Kambi, Gunnar Örn listmálari, var að vinna veggverkefni sitt á Kjarvalsstöðum kynntist hann meðlimum úr Chyhuly-hópnum, sem fengu mikinn áhuga á að heimsækja hann að Kambi. Vildu gera staðinn að vettvangi náttúruinnsetningar á ís- landi, líkt og á Reykjanesskaganum, sem felst helst í því að reka marglit glerspjót á ýmsa vegu niður í jarðveginn og láta þau rýma við náttúrusköpin allt um kring. Varð hnúskóttur grassvörðurinn og svæðið sem Gunnar Örn hefur tekið til skógræktar fyrir valinu og kall- ast spjótin þar á við trjáhríslunar og landslag- ið. Rauð og bleik spjótin sem oddhvöss teygja sig upp til himinsins eiu líkust fjarlægum og fjarrænum skilaboðum, og eiga eftir að taka á sig ýmsa mynd eftir litbrigðum sumarsins. Stinga í senn í stúf við litbrigði grómagnanna og kveðast á við þau í rými og tíma. Bragi Ásgeirsson ÁST OG ÖRYGGI MYIVÍDLIST BGGO Langlioltsvcgi RAGNAR LEÓSSON LJÓSMYNDIR Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 5. júní. VERSLUNIN BECO hefur lengi séð atvinnuljósmyndurum fyrir tækjum og Ijósmyndavörum en hef- ur nú í nýju húsnæði við Langholts- veg opnað lítinn sýningarsal fyrir ljósmyndasýningar. Þar sýnir nú ungur ljósmyndari, Ragnar Leós- son. Segja má að sýning Ragnars sé í tveimur hlutum. Annars vegar eru stakai- myndir þar sem hann tekst á við 'ýmiss konar ljósmyndun, leikur sér með skugga og uppstillingu, myndbyggingu og mismunandi við- fangsefni og virðast að minnsta kosti sumar þessara mynda helst vera eins konar stúdíur eða tilraunir. Hinn hluti sýningarinnar vegur þó þyngra og er metnaðarfull tilraun til að skapa stærri og samfelldari verk. Þar er um að ræða þrjár myndraðir sem taka á sínu viðfangsefninu hver. í þeim öllum sjáum við fólk í mis- munandi umhverfi og við aðstæður sem virka strax undarlega á áhorf- andann og virðast jafnvel vera eilítið absúrd eins og Lísa sé að reyna að fanga Undralandið á filmu. Þó er í myndunum sterkur raunsæistónn sem skilar sér við nánari skoðun og er það einmitt þetta sem gerir mynd- irnar skemmtilegar og umhugsunai’- verðar. í einni myndröðinni sjáum við mann ganga eftir hanabjálka og virð- ist hann reka sig í sífellu upp í þak- sperrumar. Myndirnar virðast tekn- ar augnabliki eftir að hann hefur rekið sig á og andlit hans er í móðu þar sem hann hefur kippt höfðinu snöggt niður svo myndin er hreyfð. í annarri myndröðinni sjáum við ungan mann ganga eftir húsasundi og sparka upp laufum af stígnum. í kringum hann virðist vera eins og hvít móða eða ský, en þegar betur er að gáð sjáum við að hann er að ganga gegnum haug af flúorperum sem hann sparkar upp svo þær brotna og mynda hvítu móðuna af gleri og gasi. Eitt verka Ragnars Leóssonar. Þriðja myndröðin er raunsæisleg- ust en þó eru í henni þættir sem trufla slíkan lestur. Á myndunum sjáum við ungt par í ókennilegu um- hverfi. Stúlkan og pilturinn láta vel hvort að öðru og í kringum þau sjá- um við tómai’ bjórdósir, álpappírs- snifsi sem virðast hafa verið notuð til að búa eiturlyf til neyslu og, í einni myndinni, heimavafða sígarettu sem styður þá tilgátu. Þetta gæti virst afskaplega hvers- dagsleg og frekar dapurlega lýsing á lífi fólksins, en það sem í raun grípur augað er viðmót unga fólksins hvors til annars og hlýleg atlot þeirra. Þannig er það ástin og öryggið sem skín út úr þessum myndum en ekki hinir þættirnii' sem verða frekar eins og aukatriði eða skreyting. Tvíræðnin í myndröðum Ragnars gerir þær grípandi og áhugaverðar og það er greinilegt að hann hefur gott vald á því að leika sér með frá- sögn og merkingu myndmálsins á þennan hátt. Jón Proppe Björk leggur til „Feg- urðarinnar“ í Avignon BJORK Guðmundsdóttir er nú komin til Avignon í Frakklandi til að vinna við listverkefni á veg- um frönsku ríkisstjórnarinnar. Verkið sem um er að ræða heitir „La Beauté" eða „Fegurðin“ og er framlag frönsku ríkisstjórnar- innar til þúsaldarhátíðarhald- anna. Sýningarstjóri verkefnisins er Jean de Loisy, en hann er einnig sýningarstjóri í Georges Pompi- dou-safninu í París. Björk er að vinna tónlist við innsetningu eftir Alexander MeQueen og Nick Knight, en þeir sáu um myndræna útfærslu á umslaginu um geisladiskinn „Homogenic". Verkið „La Be- auté“ verður staðsett í Avignon, sem er ein menningarborga Evrópu árið 2000. Meðal annarra listamanna sem taka þátt í þessu verkefni eru hönnuðurinn Philippe Starck, listamaðurinn Jeff Koons, David Bowie, leikstjórinn David Lynch, Jean Luc Goddard, hönnuðurinn Hussein Chalayan og ýmsir fleiri. Hver þátttakandi býr til innsetningu sem lýsir hans sýn á fegurðina. Innsetningarnar verða á mismunandi stöðum, í kirkjum, húsum, verksmiðjum, klúbbum og á opnum svæðum. Jacques Chiraq, forseti Frakk- lands, mun opna þennan listvið- burð í Papes-höllinni í dag. M-2000 Fimmtudagur 25. maí. Háskóli íslands - líf í borg. Fræða- og menningarhátíð Há- skóla íslands þai’ sem boðið verður upp á dagskrá sem speglar borgar- lífið í sínum margvíslegustu myndum - allt frá huliðsheimum Reykja- víkur til líkamsburð- ar og heilsufars W borgarbúa. Dag- * skráin stendur til 28. maí. www.hi.is. Kaffileikhúsið. Kl. 21. Kammeróperan Kisa. Óvænth’ bólfélagar halda áfram að krydda borgarlífið. I þetta sinn eru það hljómsveitin múm, söngkonan Ásgerður Júmusdóttir og Vala Þórs- dóttii’ sem flytja kammeróperu eftir Sjón. Auxpan mun stýra TALsím- gjörningnum Telefóníunni og Imma og Hilmai' Bjarnason myndlistarspír- ur steikja skífur. wap.olis.is Listahátíð Þjóðmenningarhúsið, Hverfis- götu. Kl. 20. Skáldavaka í tengslum við íslands 1000 Ijóð. Borgarleikhúsið. Kl. 20. Leikritið Einhver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson verður frumsýnt. Sameiginleg dagskrá Tjamarbíó. Kl. 18. Prinsessan í hörpunni. Leikbrúðuland frumsýnir brúðu- leikrit eftir Böðvar Guðmundsson en efniviðurinn er sóttur í Völsungasögu. www.reykj avik2000.is. www.artfest.is. ------------------- Myndband í LÍ Á SÝNINGUNNI íslensk og erlend myndbönd sem er liður í sýningunni Nýr heimur - Stafrænar sýnir verða í dag sýnd verkið Optical Noize IV, 1995 eftir Ivan Engler kl. 12 og 15. Ivan Engler er fæddur 1971 í Sviss. Hann er að Ijúka námi við Kvikmyndaskólann í Zúrich. Hann hlaut „National Promotional" verð- launin fyrir myndbandið „Optical Noize IV“ á alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðinni VIPER í Lucerne 1995 og hlaut tilnefningu til Intemationaler Videokunstpreis 1996. Einnig hlaut hann verðlaun á Paleo Musicfestival í Nyon 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.