Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 46
46 FÍMMfUDAGUR 25. MAÍ 2000 MINNINGAR MörgUn’blaðíð Akafií rusli Þá mun svarti sauðurinn blómstra sem aldrei fyrr oggeta farið rækilega út fyrir sorpkvótann sinn á kostnað nágrann- ans. Tortryggnin mun verða allsráð- andi og verðurlegið ágœgjugatinu til að fylgjast með sorphegðun sóðans á móti. Eftlr Karl Blöndal Rusl fólks getur oft verið forvitnilegt og hefur reyndar verið mörgum slúður- pennanum drjúg uppspretta. Það þykir hins vegar ekld sjálfsagt að vasast mikið í rusli, hvort sem það er manns eig- ið rusl eða annarra. Því var það tilefni mikillar undrunar þegar ruslatunnur heils bæjarfélags í nágrenni Bostori fylltust fyrir ein- um sjö árum af fólki. Hér voru ekki á ferðinni einstaklingar, sem höfðu verið settir í tunnuna vegna þess að þeir höfðu þjónað tilgangi sínum og áttu heima á ruslahaug- Uinunu umsögunnar, * IWfl vlí r heldur var um að ræða við- brögð við við- leitni bæjarfé- lagsins til að fá almenning til að hætta að henda öllu þessu rusli. Nú átti fólk aðeins að fá eina tunnu og yrði sektað fyrir allt um- fram það, sem í hana kæmist. Nú reið á að koma sem mestu í tunn- una og nærtækast var að hoppa ofan í tunnunni til að þjappa rusl- inu ærlega saman. Ef ætlunin var að ruslið tæki minna pláss náði bæjarfélagið vissulega markmiði sínu. Ef til- gangurinn var hins vegar að draga úr rusli mistókst tilraunin hrapallega. Það eina sem gerðist var að öskubíllinn var þrisvar sinnum lengur við hvert hús en áður vegna þess að í stað þess að hægt væri að hvolfa úr tunnunni í einu vetfangi þurfti að ná sorpinu úr henni með valdi eftir ötular þjöppunaraðgerðir íbúanna. Nú á að taka upp svipaða hætti í Reykjavík. Um þessar mundir stendur yfír tilraun á íbúum í Breiðholti, Árbæ, Selási og Ár- túnsholti og er ætlunin að draga úr því rusli, sem fært er til urðun- ar og auka söfnun endurnýjanlegs úrgangs. Ætlunin er að það gjald, sem nú er greitt á hverja ösku- tunnu, verði lækkað en síðan verði innheimt eftir því sorp- magni, sem frá hverju heimili kemur. Reiknast mönnum til að hendi menn ekki sorpi umfram kvóta gætu þeir sparað um 250 krónur á mánuði. Ætli menn að taka þátt í því að flokka sorpið sitt af fullri alvöru þurfa þeir að koma sér upp full- komnu kerfi. Völ er á sérstökum kassa, sem í eru sex fötur og í þær má flokka plast, gler, málma, pappa, dagblöð og fleira. Slík græja kostar um 20 þúsund krón- ur. Það liðu því 80 mánuðir eða sex og hálft ár áður en sú fjárfest- ing færi að borga sig. Ef tekið er tillit til þess að þeir, sem flokka ruslið sitt, verða að fara með það, sem tækt er í endurvinnslu, í gám á vegum Sorpu. Nú kunna ýmsir að líta svo á að ekki snúist allt um peninga. Um- hverfíð verðskuldi annað og meira. Því má hins vegar svara með því að rusl heimilanna er ekki stærsti þátturinn í almennri losun sorps og tilgangurinn með flokk- un rétt eins að friða samviskuna og að bjarga náttúrunni. Minna hefur verið litið til þess hvílíkur friðarspillir fyrirhugaðar breytingar gætu orðið. Nú má búast við því að þegar annarra manna börn birtast í garðinum séu þau ekki í kúrekaleik heldur hafí foreldrar þeirra sent þau út af örkinni til að setja um- framsorpið í tunnu nágrannans. Þá má búast við að grunnt verði á friði í húsfélögum þegar vist- vænt hátterni eins verður öðrum tilefni til kæruleysis. Fjölskylda með fímm börn hefur sama kvóta og einstæðingurinn í stigagangin- um, en vænta má að hún sendi frá sér sýnu umfangsmeira sorp. Þá mun svarti sauðurinn blómstra sem aldrei fyrr og geta farið ræki- lega út fyrir sorpkvótann sinn á kostnað nágrannans. Tortryggnin mun verða allsráðandi og verður legið á gægjugatinu til að fylgjast með sorphegðun sóðans á móti. Næsta skref er að skoða ruslið þegar tunnurnar fyllast til að sjá hver sé eiginlega svona frekur til sambýliskvótans. Á húsfundinum verður samþykkt að setja upp sérstakt upptökukerfi, ekki til að fylgjast með innbrotsþjófum, heldur sjá hver hendi mestu rusli. Það verður á valdi tölvunefndar hversu lengi má geyma upp- tökurnar, en það mun minnst þurfa að vera sá tími, sem h'ður milli þess að tunnumar eru losað- ar, svo að hægt verði að fá heild- aryfirsýn. Þegar upp er staðið verður lásasmiðurinn sennilega sigur- vegarinn. Til þess að hver fái að vera í friði með sitt sorp mun al- menningur fá sér lás á öskutunn- una. Aðeins þannig er hægt að tryggja að hver og einn fái að vera í friði með sorpkvótann sinn. Hætt verður að nota sorprennur í fjölbýlishúsum, heldur verða merktar tunnur með hengilás í kjallaranum. Þetta mun skapa ákveðið vandamál í sorphirðu vegna þess að annaðhvort verður einhver að vera heima til að opna öskutunnuna þegar ruslið verður hirt eða eiga á hættu að tunnan verði ekki tæmd í það skiptið. En eitt er víst, sorpkvótinn verður aldrei metinn til jafns við þorskkvótann, enda verður þeim fyrrnefnda úthlutað jafnt til allra, án tillits til reynslu. Engar hug- myndir hafa heyrst um að menn muni fá úthlutað sorpkvóta í sam- ræmi við reynslu, enda ljóst að þá fyrst myndu tunnurnar fyllast. Ástandið í Breiðholti, Árbæ, Selási og Ártúnsholti hefur ekki verið kannað nýverið, en það mun brátt koma í ljós hvemig mæling og flokkun sorps hefur gengið þar. Á Akureyri er ýtt undir flokkun sorps og komust ýmsar sögur á kreik. Því var til dæmis haldið fram fullum fetum að sorp- ið, sem Akureyringar flokkuðu fullum fetum, færi síðan allt í sama haug. Slíkt framferði sann- aðist á mafíuna, sem sér um sorp- hirðu í New York. Á Akureyri neita menn hins vegar slíku pirr- aðir. Þið skuluð hins vegar ekki láta ykkur bregða ef þið rekist á nágrannann í öskutunnunni, hann er bara að þjappa. + Þuríður Bald- vinsdóttir fædd- ist í Hægindi í Reykholtsdal 28. febrúar 1910. Hún lést á heimili sínu hinn 15. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ben- ónýja Þiðriksdóttir og Baldvin Jónsson. Systkini: Eiríkur, f. 1906, búsettur í Reykjavík; Helga, f. 1907, búsett í Borg- arfirði; Guðjón B., f. 1908, látinn; Þiðrik, f. 1911, látinn; Magnús, f. 1913, búsettur í Reykjavík; Guðný, f. 1914, búsett í Borgarnesi og Ólöf, f. 1916, búsett á Akureyri. Árið 1936 eignaðist Þuríður dótturina Ingibjörgu Steinu Guðmundsdóttur. Hún er gift Gísla Þór Tryggvasyni. 30. apríl 1944 gekk Þurfður að eiga Konráð Guðmundsson, Kaldur vetrardagur á útmánuð- um í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hópur manna kemur ríðandi að Hægindi sunnan Reykjadalsár. Uti fyrir dymm bíða vinnuhjúin Ben- ónýja Þiðriksdóttir og Baldvin Jónsson. Þau halda á litlu barni, aðeins fárra vikna gömlu. Barnið er dóttir þeirra, Þuríður. Komumenn staldra stutt við og fátt er sagt. Þuríður litla fer með þeim en foreldrar hennar ekki. Ár- ið 1910 leyfist fátæku vinnufólki ekki sá munaður að ala upp börn. Þeim eru önnur störf ætluð, mikil- vægari að mati samtiðarinnar. Þau áttu engra kosta völ annarra en að láta barnið í fóstur. Þetta var ekki fyrsta kveðju- stund Benónýju, Baldvins og barns þeirra heldur sú fjórða. Áður höfðu þau séð á eftir Eiríki, Helgu og Guðjóni í hendur annarra foreldra. Þau voru svo sannarlega fátækt fólk en fátækust voru þau þennan dag. Þau áttu eftir að eignast fjög- ur börn í viðbót en þeim fengu þau að halda. Fósturforeldrar Þurfðar voru Ingibjörg Magnúsdóttir og Þor- steinn Guðmundsson á Auðsstöðum í Hálsasveit. Þar ólst hún upp ásamt fóstursystkinum sínum, Ingibjörgu og Guðmundi, en þau eru bæði látin. Á fósturfjölskyldu sína leit hún alla tíð sem sína nán- ustu og minntist alltaf með mikilli hlýju. Það sýndi hún í verki með því að skíra fyrsta barn sitt Ingi- björgu Steinu. Árið 1944 gekk Þun'ður að eiga Konráð Guðmundsson, húsasmíða- meistara og garðyrkjubónda frá Hesti í Önundarfirði. Þau stunduðu garðyrkjubúskap á Grund í Hruna- mannahreppi fram til ársins 1963. Lífskjör voru allt annað en góð og erfitt að láta enda ná saman. Til þess þurfti að vinna af mikilli hörku og það gerðu þau Þuríður og Konráð, því þau voru bæði iðin og ósérhlífin. Á sex árum eignuðust þau fimm börn til viðbótar og var Þuríður fertug þegar það yngsta, Guðmundur, fæddist. Eftir tvo áratugi á Grund flytja þau svo búferlum að Helgafelli við Rauðvatn. Ég var ekki gamall þeg- ar ég kom þangað fyrst. Ég átti eftir að eiga með þeim margar stundir, enda voru þau Þuríður og Konráð amma mín og afi. Á fyrsta áratug ævi minnar voru þeir dagar talsvert fleiri sem ég var hjá þeim lengri eða skemmri hluta dags en hinir að ég hitti þau ekki. Ég mun alltaf muna hve hlý manneskja amma mín var. Hún var laus við alla tilgerð í samskiptum. Óþarfa tilfinningasemi eða sjálfs- hælni man ég aldrei eftir í fari hennar. En sanna umhyggju og stolt átti hún í ríkum mæli. Ef henni mislíkaði eitthvað man ég ekki eftir því að það hafi leitt af sér rifrildi eða skammir. „Nú, hvað er þetta?“ sagði hún, og þar með var húsasmíðameistara og garðyrkjubónda frá Hesti í Önund- arfirði, f. 1908, d. 1991. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur, f. 1944, gift Karli V. Jónssyni. 2) Sól- rún, f. 1946. 3) Snorri Sævar, f. 1947, kvæntur Sof- fíu H. Bjarnleifs- dóttur. 4) Bryndís, f. 1948, gift Krist- jáni A. Agústssyni. 5) Guðmundur Guðni, f. 1950, kvæntur Elínu Sigríði Braga- dóttur. Þuríður og Konráð bjuggu lengi á Grund í Hrunamanna- hreppi, en síðar á Helgafelli við Rauðavatn. Samtals eru afkom- endur þeirra á fimmta tug. ^ Útfór Þuríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. málið afgreitt. Amma mín naut ekki mikillar menntunar, öðru nær. Skólaganga hennar var samtals sex vikur í far- skóla í Borgarfirði. Skort á mennt- un vann hún upp með eftirtektar- semi og góðri greind. Þegar flest tímarit sem seld voru hérlendis voru á dönsku stautaði sig hún sig smám saman fram úr þeim með því að spyrja afa minn um þau orð sem hún ekki skildi. Þeim orðum fækk- aði ört og loks las hún dönsku áreynslulaust sér til gagns. Þetta kalla ég menntun þótt ekkert sé prófskírteinið. Hún hefur vafalaust hugsað til þeirrar skólagöngu sem hún sjálf fór á mis við þegar afkomendur hennar útskrifuðust með sveins- próf, stúdentspróf og háskólapróf. Það voru henni dýrmætar stundir, miklu stærri í hennar huga en okk- ar hinna brautskráðu. Síðustu árin hefur Þuríður dval- ist á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum en áður áttu þau hjónin um nokkurra ára skeið heima í þjónustuíbúð við Norðurbrún. Hún stundaði hannyrðir meðan heilsa leyfði, einkum útsaum. Afrakstur þeirrar vinnu setti svip á heimili hennar og prýðir einnig heimili okkar afkomend- anna. Hinn 28. febrúar síðastliðinn hélt hún upp á 90 ára afmæli sitt með glæsibrag. Þangað fjölmenntu af- komendur og tengdafólk, allir sem heimangengt áttu. Miðvikudaginn 11. maí sl. feng- um við að vita að hún hefði veikst alvarlega og væri ekki hugað líf út nóttina. Næturnar urðu þó fjórar áður en yfir lauk. Ailan tímann sátu eitt eða fleiri barna hennar hjá henni dag og nótt og létu hana ekki vera eina eitt andartak. Litla stúlkan sem var tekin af foreldrum sínum vegna fá- tæktar og lifði lengi við nauman kost átti þegar hún kvaddi þennan heim dýrustu auðæfi sem nokkur manneskja getur eignast. Hún var elskuð af heilum hug. Þuríður Baldvinsdóttir lifir áfram í hug og hjarta afkomenda sinna. Þannig mun hún lengi lifa. Bjarki Már Karlsson. Ólíkar voru fyrstu ferðir okkar ömmu að heiman. Báðar voru ferð- irnar farnar í mars en 58 ár liðu á milli þeirra. Ég fór mína fyrstu ferð að morgni með foreldrum mín- um til dagmömmu og var sótt þangað í lok dags. Þannig gekk það fyrstu æviárin. Með ömmu mína vafða inn í hlýja voð riðu lang- amma og langafi orðfá af bæ árið 1910 og komu henni fyrir í fóstri hjá ókunnugu fólki. Amma var ekki sótt aftur að kvöldi heldur skilin eftir og tengslin við foreldrana urðu aldrei söm. Efnalitlir foreldr- ar hennar voru ekki sjálfstætt fólk og höfðu ekki ráð til að hrinda ákvörðun húsbænda sinna um að þau skyldu gefa barnið frá sér. Á nýja heimilinu eignaðist amma fósturforeldra og fóstursystkini er alla tíð voru henni kær fjölskylda. Amma mín keyrði aldrei bíl eða hringdi úr farsíma. Hún fór aldrei til útlanda. I skóla var hún aðeins nokkrar vikur. Hún var fátæk af því sem við nú til dags teljum nauðsynlegt en hún var samt flug- rík. Ámma var rík af ást og um- hyggjusemi. Hún var rík af úrræð- um og útsjónarsemi. Hún var rík af raunsæi og nægjusemi, af virðingu og reisn. Amma fór í síðustu ferð sína með nægjusemi, raunsæi og virðingu í farteskinu. Hún brosti við okkur og hlýjan streymdi frá henni. Á sinn hátt og með reisn minntist hún við fjölskyldu sína þó að skammt væri til leiðarloka. Lokin voru hljóðlát sem upphafið er henni var komið í fóstur. Ég og bræður mínir kveðj- um ömmu á sama hátt og hún heilsaði okkur með hlýju og ástúð í augum. Við þökkum henni fyrir það sem hún var ríkust af. Kolbrún Björk Snorradóttir. Elsku amma, loksins hefur þú fengið langþráða hvíld að langri ævi lokinni. 90 ár eru langur tími og þú sagðir stundum að það væri of langur tími. I haust sagðirðu að þú ætlaðir að halda upp á 90 ára afmælið þitt í febrúar og svo væri kominn tími til að kveðja þennan heim fljótlega eftir það og þú stóðst við það eins og annað sem þú ákvaðst. Þegar leið mín lá til Reykjavíkur á barnsaldri þá var yfirleitt alltaf gist hjá afa Konna og ömmu Þuríði, sem við börnin kölluðum alltaf ömmu Hurý þar sem það var svo erfitt að segja Þuríður. Þau bjuggu þá á Helgafelli rétt ofan við Ar- bæinn og þar ræktuðu þau græn- meti og sinntu gróðurrækt. Við barnabörnin tóku virkan þátt í garðyrkjustörfunum á milli þess sem við lékum okkur í grennd við Helgafell. Amma Hurý vakti alltaf yfir velferð okkar þegar við vorum hjá henni og hafði mjög gott auga með okkur. í þá daga lá Suður- landsvegurinn þar sem nú er Bæj- arháls og var mikil og hröð umferð um veginn og ekki var það sjaldan sem amma eða afi komu hlaupandi á eftir einhverju barnabarninu sem þeim fannst vera komið of nálægt veginum og snéri því við og brýndi fyrir því hvaða reglur giltu um um- gengni við þjóðveginn. Aldrei taldi amma eftir sér að verða við óskum okkar barnanna ef mögulegt var að koma því við enda var hún mjög hlý manneskja sem vildi allt fyrir alla gera. Amma sá alveg um heim- ilishaldið en afi um útivinnuna á Helgafelli og er mér alltaf minnis- stætt dekkað kaffihlaðborðið í kaffitímunum og kjarngóður há- degis- og kvöldmatur. Alltaf var borðað á ákveðnum tímum og komu þá allir inn í mat og gerðu hlé á því sem þeir höfðu verið að gera. Þegar ég var hjá ömmu og afa kom það oft fyrir að ilminn frá Kaffibrennslu O.J. & Kaaber lagði yfir bæinn þeirra, enda kaffi- brennslan ekki langt frá. Þegar ég fann þennan ilm hugsaði ég alltaf með mér að nú væri amma að baka flatkökur og flýtti mér inn til að fá flatkökur en áttaði mig auðvitað ekki á því að það voru alltaf flat- kökur á borðum hjá ömmu í kaffi- tímum. Þegar ég finn kaffibrennslulykt- ina í dag þá langar mig alltaf í flat- kökur og verður hugsað til ömmu. Að fá að umgangast fólk af kynslóð afa og ömmu, fólk sem hafði upp- lifað frostavetrinum mikla 1918, hafði alist upp í torfbæ, mundi eftir Lýðveldisstofnuninni og hafði upp- lifað miklar tækniframfarir eru for- réttindi sem maður mun búa að alla ævi. Ég þakka því Guði fyrir öll þau ár sem ég fékk að njóta nærveru ömmu og ég veit að nú líður henni vel hjá afa. Hvíl í friði. Kristján Ágúst. ÞURÍÐUR BALD VINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.