Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 (JRVERINU MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/F riðþjófur Helgason Mörg skip eru á leiðinni á síldarmiðin en veiðin hefur verið heldur dræm siðustu daga. LANCOME PAR IS mf Brun huð á svipstundu FLASH BRONZER BRÚNANDi VÖRUR MF.Ð i IREINU F-VÍTAMÍNI fáan r harðvirkar sjálfbrúnkandi vörur í n, sem eru einstaklega auðveldar í notkun og þorna á mettíma egum eðlilegur og landi húð FEG PA H Y G E A ényrtivðruveralun Laugavegi 23 s. 511 4533 Fjöldi glæsilegra sumartilboða og einstakir kaupaukar að hætti LANCÖME Ráðgjafi verður á staðnum í dag, föstudag og laugardag. H Y G E A V ny rtivð ruvcrv lun Kringlunni s. 533 4533 Norsk-íslenska sfldin Möguleiki á löndun í norsk verksmiðjuskip ÍSLENSKU skipin sem eru við síld- veiðar í Smugunni eiga þess nú kost að landa afla sínum í norsk verk- smiðjuskip sem þar eru, í stað þess að sigla langa sjóleið í land. Leyfi hefur verið veitt fyrir þess- um löndunum og segir Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri fiskveiðisviðs í sjávarútvegsráðuneytinu, að það hafi verið gert í samráði við Fiski- stofu en að frumkvæði útvegs- manna. „Meginregla okkar í fiskveiði- stjórnun er sú að skipum er bannað að landa afla erlendis nema með ströngum takmörkunum og þá að- eins á viðurkenndum stöðum. Áhugi hefur hins vegar verið fyrir því af hálfu útvegsmanna að landa síld í vinnsluskip sem eru í Smugunni og vissir aðilar telja sig geta fengið hærra verð fyrir aflann með því að fara þessa leið. Því bárust óskir núna fyrir vertíðina frá útvegsmönnum um leyfi til að landa í norsk vinnslu- skip og veittum við það. Við settum hins vegar þau skilyrði að viðkom- andi skip áætli aflann þegai- honum er landað og svo fáum við staðfest- ingu frá norsku vinnluskipunum." Jón segir að með þeim skilyrðum sem sett hafi verið sé hægt að fylgj- ast með afla þeirra skipa sem kjósa að fara þessa leið og auk þess séu Norðmenn með eftirlit með sínum skipum sem mörg hver landi í vinnsluskip. Léttir fyrir löndunarmálum Birtingur, skip Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað, lagði af stað á sfldina í gær en önnur skip útgerðarinnar verða á kolmunna um sinn. „Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver af íslensku skipunum myndu landa í verksmiðjuskip," segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Sfldar- vinnslunnar í Neskaupstað. „Það hefur ótvíræða kosti, skipin fá hærra verð fyrir aflann og þurfa ekki að sigla þessa löngu leið í land. Ég veit ekki hvaða verð þeir eru að greiða en það fæst þokkalegt verð fyrir vinnslusíld í Noregi núna.“ Þar sem verkfall stendur enn yfir í mörgum helstu löndunarhöfnum fyrir austan gætu skip nýtt sér þennan möguleika til að komast hjá löndunarörðugleikum vegna verk- falls. „Það er alveg ljóst að þetta léttir fyrir löndunarmálunum að hafa þennan möguleika. Það verður annars að koma í ljós hvað við gerum í þessum málum, við tökum ekki ákvörðun um það fyrr en þörfin kemur. En ef gott verð er í boði fyrir að landa í þessi verksmiðjuskip þá er það miklu hagstæðara heldur en að fara að sigla alla leið til íslands," segir Freysteinn. Löndum f landi Það eru þó ekki allir sem ætla að nota sér þennan löndunarmöguleika. Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Fiskimjöls og lýsis 1 Grindavík, segir að þeirra bátar muni koma í land en þeir eru nú með fjóra báta við síld- veiðar. „Við erum með fjóra báta úti eins og er en það eru Seley, Oddeyr- in, Háberg og Sunnutindur. Það er ætlunin hjá okkur að landa megninu af aflanum á Þórshöfn. Verkfalls- málin koma lítið við okkur þar sem það er búið að semja á þeim stöðum þar sem við löndum.“ Óskar segir að aflabrögðin séu dræm í augnablikinu en þó hafi veiðst ágætlega aðfaranótt þriðju- dags en sú sfld hafi verið heldur mögur eins og eðlilegt er á þessum árstíma. „Mér skilst að lítið veiðist núna en Seley fékk 250 tonn aðfara- nótt þriðjudags. Annars skilst mér að síldin liggji djúpt og sé stygg þannig að það er erfitt að eiga við þetta og skipin hafa ekki orðið vör við mikið.“ Skipin streyma á síldina Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, hafði svipaða sögu að segja en Kap, bátur Vinnslustöðvarinnar, er nú á miðunum. „Kap fékk 200 tonn á mánudagskvöldið en síðan hefur ekkert veiðst og skilst mér að það sé sömu sögu að segja af hinum bátunum. Hvað landanir varðar þá er það al- menn stefna okkar að sigla með allan afla til Vestmannaeyja og ég á ekki von á að nein breyting verði þar á.“ Stefán segir að skip hafi streymt út frá Vestmannaeyjum í fyrradag og sagði að ástandið hafi verið svipað í gær. „Það fóru 5 skip á þriðjudag en það er tveggja sólarhringa sigling á miðin þannig að menn verða að drífa sig af stað ef þeir ætla á sfldina fyrir sjómannadag." Hóta refsi- tollum EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur hafnað beiðni Norðmanna um að láta af reglum sem settar voru til að vernda markaði inn- an sambandsins fyrir innflutn- ingi ódýrs lax. Evrópusam- bandið áskilur sér rétt til að leggja 15% refsitoll á norskan lax ef hann er seldur of ódýrt til landa Evrópusambandsins. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir norska eldismenn þar sem verðið á norskum eldislaxi hef- ur lækkað undanfarið. Norski aðstoðarsjávarút- vegsráðherrann, Magnor Ner- heim, er að vinna að því ásamt öðrum EFTA-löndum, fslandi og Lichenstein, að fá reglunum aflétt. Islandsmótið í handflökun SJÖTTA opna íslandsmótið í hand- flökun fer fram á Miðbakka Reykja- víkurhafnar á Hátíð hafsins laugar- daginn 3. júm' eða daginn fyrir sjómannadaginn en skráningu þátt- takenda lýkur á morgun, föstudag- inn 26. maí. Flakaðar eru þrjár tegundir fiska og er dæmt eftir hraða, nýtingu og gæðum en íslandsmeistari er sá ís- lenskur ríkisborgari sem hæsta einkunn fær fyrir þessa þrjá þætti samanlagt. í fyrra kepptu tuttugu handflakarar frá íslandi, Bretlandi og Filippseyjum og varð Ásmundur S. Tómasson íslandsmeistari auk þess sem hann varð gæðameistari, karfameistari og ýsumeistari. Kristofer Reyes varð í öðru sæti og einnig þorskmeistari en Harpa Ing- ólfsdóttir varð í þriðja sæti. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunn- ar, Fiskvinnsluskólinn og Reykja- víkurhöfn efna til mótsins en skrán- ing keppenda er hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.