Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 14
- 14 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigð- isnefndar, fylgist með Einari B. Bjarnasyni, deildarstjóra hreinsunardeildar borgarinnar, sýna hvernig nýtt tölvu- kerfi vigtar ruslatunnurnar. Tilraun Reykjavíkurborg’ar í sorphirðumálum Ferðum fækk- að og rukkað eftir þyngd FRAM TIL áramóta taka íbúar í Breiðholti, Ártúns- holti, Árbæ og Selási þátt í til- raun Reykjavíkurborgar með nýtt sorphirðukeríl. Tilraunin var kynnt á fundi hreinsunar- deildar gatnamálastjóra í dag. Tilraun verður gerð með þrenns konar losunarkerfi, en núverandi kerfi gerir ráð fyrir vikulegri heimsókn sorpbfla. 10 daga losunarkerfi verður reynt í Ártúnsholti, Árbæ og Selási. Svæðinu verður skipt í 6 svæði og að meðaltali fer sorphirða fram á 10 daga fresti á hverju svæði. Því get- ur liðið allt frá 8 dögum milli þess að sorptunnur eru losað- ar, upp í 13 daga, eftir því hvernig stendur á frí- og helgidögum. Tvenns konar tilraun í Breiðholti í Breiðholti verður tilraun- in útfærð með tvennum hætti. Annars vegar; í blokkum í Bökkum og öllu Seljahverfi, verður beitt svokölluðu vigt- unarkerfi. Þar verður losað vikulega eins og verið hefur, en sorpið verður vegið jafnóð- um og losað er. Gjald verður svo tekið í samræmi við þyngd hjá hverjum notanda þjónust- unnar. í Stekkjum, Hólum, Fellum og raðhúsum í Bökkum verð- ur gerð tilraun með tíðni/rúm- málskerfi. Ibúum verður gef- inn kostur á að hafa áhrif á hversu oft sorp er losað hjá þeim. I því skyni verður sér- stökum merkjum komið fyrir á sorptunnunum. Notendur geta valið um losun á 7 eða 14 daga fresti. Hrannar B. Arnarsson, for- maður umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur- borgar, segir að markmið með þessari tilraun sé að finna það sorplosunarkerfi sem best stuðli að því að minnka rusl sem lendi í sorptunnunni. „Markmiðið er einnig að finna aðferð við gjáldtöku sem hvet- ur fólk til að sinna sorpmálum sínum, með flokkun sorpsins í hina ýmsu efnisflokka," segir Hrannar. Gámum Qölgað Hrannar segir að samhliða verkefninu verði blaða- og fernugámum í borginni fjölg- að og þeir endurnýjaðir. Nú verði gerður greinarmunur á biaða- og fernugámum, en eft- ir átakið verði gámar stað- settir á 110 stöðum í borginni. „Þannig ættu vegaiengdir í gáma óvíða að vera langar,“ segir hann. Hrannar segist vonast til að tilraunin verði mikilvægt skref í þá átt að virkja al- menning í sorphirðumálum. „Reynslan sýnir að erlendis er auðvelt að virkja fólk til þátttöku ef því finnst auðvelt að leggja sitt af mörkurn," segir Hrannar B. Amarsson. Vísindamaður veiðir ála í Vífilsstaðavatni í sumar Álar lítið verið rannsakaðir á Islandi Garðabær UMHVERFISNEFND Garðabæjar hefur gefið Árna Kristmundssyni, líffræðingi á fisksjúkdómadeild til- raunastöðvar Háskóla ís- lands í meinafræðum að Keldum, leyfi til að veiða ál í Vífilsstaðavatni næstu tvö árin en hann er að fara af stað með rannsókn á á sjúk- dómum í álum á Islandi. Árni segist ekki ætla að rannsaka neina ákveðna sjúkdóma um- fram aðra. Hugmyndin sé að gera almenna úttekt, en hann segir ála ekki hafa verið rannsakaða mikið á Islandi. Niðurstöðurnar notaðar til að skoða tengsl innan vistkerfisins „Kveikjan að þessu var sú að mér finnst vanta ákveðinn hlekk í rannsóknir á ferskfis- kstegundum fiska hér á ís- landi. Áilinn er það algengur í íslenskum vötnum að mér finnst eiginlega synd hve lítið er vitað um hann,“ segir Árni. „Meginmarkmiðið er að gera úttekt á því hvaða sjúk- dóma og sníkjudýr állinn er að koma með úr sjó í fer- skvatn, hvað hann ber á með- an hann er í ferskvatninu og hvað hann fer með úr fer- skvatni í sjó. Það er þetta flæði sem ég er að velta fyrir mér,“ segir Árni. Hann segir að áhugavert sé síðan að geta sett niður- stöður sem þessar í stærra samhengi. „Maður reynir svo að sjá einhver tengsl innan vist- kerfisins og velta sér upp úr vistfræðilegum hlutum í þessu samhengi." Árni ætlar að veiða um hundrað ála í Vífilsstaða- vatni, en hann mun einnig veiða úr öðrum vötnum víðs- vegar um landið. „Eg mun hefjast handa við veiðar í Vífilsstaðavatni fljót- lega og nota sumarið í þær. Eg veiði álana í gildrur og kem væntanlega til með að reyna að halda þeim eitthvað lifandi hérna á Keldum. Það er hægt að frysta þá en það er samt best að skoða þetta ferskt.“ Máltækið háll sem áll er ekki sprottið af tilviljun Árni segist geta vottað það að máltækið „að vera háll sem áll“ sé ekki sprottið af tilviljun. „Það er mjög erfitt að hafa hönd á álunum, það er alveg ljóst. Einu sinni veiddi ég ál fyrir austan, tók hann með mér heim, setti hann í baðka- rið og hafði hann þar yfir nótt. Það tók mig örugglega nær hálftíma að ná honum upp úr baðkarinu og setja hann í poka til að fara með hann að Keldum." Hann segir að álar séu líka mjög lífseig kvikindi. Þeir Morgunblaðið/Þorkell Árni Kristmundsson, líf- fræðingur á fisksjúk- dómadeild tilraunastöðv- arinnar að Keldum. þurfi ekki einu sinni að vera alveg í vatni, blautt gras nægi til að halda í þeim lífinu þó nokkuð lengi. Hann segist vita til þess að nokkuð sé um það í sveitum landsins að fólk veiði ála. „Állinn er mjög ljúffeng fæða, reyktur sérstaklega. Hann er mjög dýr matur og víða erlendis, til dæmis í Danmörku, er hann lúxus- vara. En hann hefur aldrei komist á neitt almennilegt skrið sem neysluvara hér,“ segir Árni. Verðlaun fyr- ir hönnun við Hörðuvelli Morgunblaðið/Porkell Magnús Gunnarsson bæjarstjóri afhenti höfundum verð- launatillögunnar íyrstu verðlaun, sem eru 4 milljónir. Hafnarfjördur ARKITEKTARNIR Finnur Björgvinsson, Hilmar Þór Bjömsson og Sigríður Ólafs- dóttir, ásamt landslagsarki- tektunum Áslaugu Trausta- dóttur, Einari E. Sæmundsen, Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Margréti Sigurðardóttur hjá Landmót- un hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um skólasvæði við Hörðuvelli í Hafnarfirði en úrslit í verð- launasamkeppni voru til- kynnt í gær. Samkeppnin var haldin í samstarfi Hafnarfjarðarbæj- ar og Arkitektafélags Islands. Sjö tillögur bárust og var dómnefnd sammála um að all- ar væru þær vel unnar og vörpuðu skýru ljósi á vanda verkefnisins með ýmsum staðsetningum og lausnum. Verðlaun fyrir 1. sæti námu 4 m.kr. og í umsögn um verð- launatillöguna segir dóm- nefnd að henni takist að flestu leyti að leysa markmið keppnislýsingar. „Aðkoma að húsum, bflastæði og umferð um svæðið er með ágætum. Staðsetning leiksvæða er snjöll og gefur kost á að suð- vesturhluti svæðisins, með- fram læknum, verði útivistar- svæði án mannvirkja. Grunnskólahúsið myndar mjög afgerandi bakgrunn að þessu svæði og um leið raunar öllu lækjar- og tjarnarsvæð- inu. Heildarform byggingar- innar er skýrt og útfærsla markviss. Höfundur velur að gera bygginguna áberandi í umhverfinu og draga ekki úr fyrirferð hennar. Með þessu móti næst markviss mótsetn- ing við umhverfið. Staðsetn- ing leikskóla fellur á sama hátt vel að svæðinu og er að mörgu leyti aðlaðandi. Lega íþróttahús og sundlaugar er hagkvæm bæði í ljósi aðkomu og umferðar innan svæðisins, en einnig sem skjólmyndun fyrir leiksvæði." Ennfremur segir: „Það er skoðun dóm- nefndar að tillagan í heild sé góð og með henni náist flest þau markmið sem sett voru.“ Önnur verðlaun, 3 m.kr., hlutu arkitektamir Aðal- steinn Snorrason, Egill Guð- mundsson, Elín Gunnlaugs- dóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Örn Þór Halldórsson og Stef- án Þórsson tækniteiknari. Þriðju verðlaun, 1 m.kr., hlutu Bjarki Zophoniasson arkitekt og Páll Zóphónías- son, tæknifræðingur hjá Teiknistofu PZ. Sérstaka út- nefningu fyrir athyglisverða tillögu hlutu arkitektai-nir Heba Hertevig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir hjá Arkibúll- unni. Tillögurnar eru til sýnis í Hafnarborg til 30. þessa mán- aðar. I dómnefnd sátu Sigurð- ur Einarsson, V. Svava Guðnadóttir, Dóra Hansen, Ragnar Ólafsson og dr. Maggi Jónsson. Kvödd með virktum eft- ir langan starfsferil Austurbær NEMENDUR og kennarar í Austurbæjarskóla komu f gær saman til athafnar í Hall- grímskirkju í tilefni af starfs- lokum þeirra Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kjartans Sigurjónssonar en þau hafa bæði kennt við skólann um árabil. Vilborg hættir kennslu við Austurbæjarskóla eftir að hafa starfað þar í 45 ár en Kjartan hóf þar hins vegar kennslu árið 1987. Hann hefur þó verið kennari og skólastjóri í alls 37 ár, t.d. á ísafirði og reyndar steig hann fyrst fæti Börnin kveðja Vilborgu og Kjartan með söknuði. sínum inn í Austurbæjarskóla árið 1949 en þá sem nemandi. Við athöfnina f gær lék Kjartan nokkur verk á orgel og Vilborg las Ijóð. Á eftir fengu þau afhent blóm í þakk- lætisskyni fyrir góðar stundir innan veggja Austurbæjar- skólans. Morgunblaðið/Sverrir Vilborg Dagbjartsdóttir og Kjartan Siguijónsson. Kennsla í Sóltúnsskola hefst ekki í haust Laugarnes - Tún KENNSLA í Sóltúnsskóla mun ekki hefjast í haust eins og til stóð. Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að gert sé ráð fyrir því að kennsla hefjist þar haustið 2001. „Við höfðum ráðgert að hafa þar útibú frá Laugar- nesskóla núna í haust, en svo kom í ljós þegar inn- ritunin fór fram í vor að það voru svo fáir nemend- ur þarna að það var ekki nóg í skóla,“ segir Gerður. Hún segir að vegna nýbygginga í hverfinu sé þörf fyrir þennan skóla en ástæða þess að færri skráðu sig en gert hefði verið ráð fyrir væri sú, að líklega væri ekki byrjað að taka nýjar íbúðir þarna í notkun í eins miklum mæli og búist var við. Einnig hefur verið sam- þykkt að færa kennslu í sjöunda bekk í Laugar- nesskóla yfir í Laugalækj- arskóla. „Það gerist þegar við erum búin að fá húsnæði leikskólakennaradeildar Kennaraháskólans sem er þarna á lóðinni, en það verður líklega ekki fyrr en árið 2002,“ segir Gerður. Hún segir að til standi að gera einhverjar breyt- ingar á húsnæðinu þegar skólinn fái það afhent, meðal annars eigi að reisa tengibyggingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.