Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ __ A Frímerki Islands- pósts hf. í aprfl 2000 FRIMERKI HINN 27. apríl sl. sendi Póstur- inn frá sér tvær frímerkjaútgáfur. Fyrri útgáfan bar hið sérkennilega heiti Gufuvaltari/Slökkvidæla. Hér er auðsæilega beint framhald af út- gáfu Póstsins frá fyrra ári með myndum af eimreið þeirri, sem notuð var við hafnargerð í Reykja- vík 1913 - 14, og svo þeim fræga kútter, Sigurfara, á Akranesi. Segja má, að frímerkjaútgáfa með myndum úr atvinnu- og þróunar- sögu íslendinga, þegar þjóðin er að hverfa frá fortíð tii nútíðar, sé skemmtilegt viðfangsefni fyrir Póstinn. Þar er af ýmsu að taka, þegar grannt er skoðað. A fyrra merkinu, að verðgildi 50 kr., er mynd af svonefndum gufu- valtara, sem fenginn var hingað til Reykjavíkur árið 1912. Var hann lengst af notaður við gatnagerð í höfuðborginni. Bæjarfulltrúarnir Bnet Bjamhéðinsdóttir og Knud Zimsen, sem síðar var lengi borg- arstjóri, beittu sér fyrir þessu framtaki. Vafalítið hefur ýmsum þótt þessi nýjung undarleg, enda var valtarinn nefndur í höfuð þeirra beggja, Bríet Rnútsdóttir, trúlega í háðungarskyni. Valtari þessi er nú geymdur í Árbæjar- safni og enn í góðu gangfæri. Á síðara merkinu,75 kr. að verð- gildi, er mynd af slökkvidælu, sem flutt var til landsins árið 1912. Slökkvilið Reykjavíkur var stofnað 1875, en slökkvistöð í bænum ekki tekin í notkun fyrr en 1912. í stór- brunanum í miðbæ Reykjavíkur 1915 var dæla þessi tekin trausta- taki og síðan keypt. Með þessum kaupum hófst vél- væðing slökkviliðsins í Reykjavík. Hlynur Ólafsson hannaði þessi frímerki, en þau voru offsetprent- uð hjá Cartor S.A. í Frakklandi. Frímerkin eru einungis fáanleg í heftum, fjögur samhangandi, eins og var með merkin í fyrra. Af því leiðir sama og þá, að hér eru á ferð- inni fyrir nákvæma safnara fjögur merki með tökkun á tveimur eða þremur hliðum og eins skorin að ofan eða neðan og til hægri. Þetta er ekki vel séð af öllum söfnurum, eins og áður hefur verið minnzt á.. Þennan sama dag komu svo út tvö frímerki, sem nefnd eru Árþús- undamót. Á þessum frímerkjum er skyggnzt til fortíðar og framtíðar, eins og segir í tilkynningu Pósts- ins. Á 40 kr. frímerkinu „er tákn- mynd eins helsta afreks íslendinga síðustu þúsund árin, ritun íslend- ingasagna“ eins og skýrt er í til- kynningunni. Merki þessi eru mjög nýstárleg, svo að ekki veitir af útskýringu um þau. „Myndefnið byggir á minnum úr íslenskum handritum. I bakgrunni er vangamynd manns sem lítur yfir farinn veg. Við vanga hans ber fjaðrapenna og skreyttan upphafs- staf úr Jónsbók frá 16. öld. Textinn á bláa fletinum er úr Ormsbók frá miðri 14. öld.“ „Á 50 kr. frímerkinu er litið til óráðinnar framtíðar og myndefnið er tækni og erfðavís- indi,“ eins og segir í tilkynning- unni. íslendingar hafa haslað sér völl í erfðavísindum, svo sem al- kunna er, og eins eru þeir, svo sem á svo mörgum öðrum sviðum einna fremstir, ef ekki fremstir við notk- un einkatölvu. Hönnuður merkisins, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, freistar þess með teikningu sinni að koma þess- ari þróun í myndrænt form. í til- kynningu Póstsins má lesa þetta: „Yfir táknmynd mannsins á frím- erkinu er erfðafræðilegt ættartré karls (ferningur) og konu (hring- ur). Flöturinn sem maðurinn stendur á táknar rökrásir í tölvu- vélbúnaði.“ Þessi tvö frímerki ár- þúsundamótanna eru einnig of- fsetprentuð hjá Cartor S/A í Frakklandi. Nýju frímerki Póstsins í apríl, Áttu ÍbKEstund fyrir íÆE^S^-Mlegt áhugamál? ! PÓfiT'UWI NN Framhlið fjórblöðungs Póstsins, sem hann sendi skólabörnum fyrir fáum vikum. , Síðasta afrek Islandspósts hf. Mér barst fyrir stuttu í hendur litprentaður fjór- blöðungur, biytl- ingur, frá Póstin- um. Á framhlið hans stendur þetta, svo sem lesa má á mynd framhliðarinnar: Áttu FRÍstund fyrir MERKIlegt áhugamál? Næstu síðu er skipt í nokkra stutta kafla, þar sem fyr- irsagnir eru prentaðar í rauð- um lit og hljóða á þessa leið. Það er gaman að safna - Viltu safna frí- merlqum? - Viltu skiptast á merkj- um? - Lærðu réttu handtökin. Á þriðju síðu eru svo Leiðbeiningar við að leysa upp frí- merki. í sjö liðum er greint frá því, hvernig leysa skal upp frímerki og síðan þurrka þau og fergja, svo að þau verði að lokum „þurr og fín“. Loks má svo raða frímerkjunum í fallega frímerkjabók. Markaðsdeild Póststsins mun standa fyrir þessu átaki til að örva frímerkjasöfnun meðal skólabarna á aldrinum 6 til 12 ára. Munu hafa verið send út 12 þús. bréf til barn- anna eða réttara sagt til foreldra/ forráðamanna hinna yngstu þeirra a. m. k. Sérstök orðsending er svo í lokin til hinna fullorðnu, þar sem tekið er fram, að frímerkjasöfnun sé fræðandi og skemmtilegt tóm- stundastarf, sem foreldrar hafi margir kynnzt af eigin raun og eigi góðar minningar tengdar frí- merkjasöfnun. Síðan segir orðrétt: „Frímerkjasala Póstsins hefur hug á að kveikja áhuga barna á þessu fróðlega tómstundagamni og leitar eftir tilstyrk og samþykki foreldra/ forráðamanna." Pósturinn býður börnum að koma á næsta pósthús, þar sem þau geta fengið frímerki og frímerkjatöng að gjöf. Póstur- inn klykkir svo út með því að taka fram, að hann hafi hug á að setja á fót sérstakan frímerkjaklúbb fyrir böm. „Frímerkjaklúbbur getur hjálpað krökkum að kafa ennþá dýpra í þetta frábæra tómstunda- starf.“ AJlt hljómar þetta vissulega vel í eyrum margra, en fyrir mér hljómar þetta næstum sem öfug- mælavísa. Pósturinn hefur nefni- lega hafið markvissa útrýmingu frímerkja á póstsendingar og tekið í staðinn upp gúmstimpla sem greiðslumiðil á allan þann póst, þar sem ekki er sérstaklega beðið um frímerki til greiðslu burðargjalds- ins. Ég býst við, að foreldrar/ for- ráðamenn skólabarna hafi tekið eftir þessari stefnu sem íslands- póstur hf. tók upp, þegar hann tók við af ríkisfyrirtækinu Pósti og síma. Af þessu leiðir að sjálfsögðu það, að æ færri frímerkt bréf og aðrar sendingar berast í hendur landsmanna og þá um leið notuð frímerki í hendur þeirra barna, sem Póstinum er svo umhugað um að safni frímerkjum. Eða ætlast Pósturinn til þess, að börnin kaupi ónotuð frímerki á fullu nafnverði í söfn sín? Það gætu orðið töluverð fjárútlát fyrir þau og foreldra þeirra. Um þetta hefur verið skrifað í þessum þáttum og bent á þennan tvískinnung í starfsemi Póstsins. Ekki veit ég, hvort stjórn Lands- sambands íslenzkra frímerkjasafn- ara tekur einhvern þátt í þessu nýja átaki Póstsins til þess að örva ungdóminn til frímerkjasöfnunar? Það kemur væntanlega í Ijós á næstu vikum og mánuðum? Jón Aðalsteinn Jónsson FRÉTTIR Ráðstefna um hamfarir og neyðarviðbúnað ALÞJÓÐLEG ráðstefna um ham- farir og neyðarviðbrögð verður hald- in dagana 27. til 30. ágúst í Háskóla- bíói á vegum umhverfisráðuneytis- ins og Sambands íslenskra sveit- arfélaga en Slysavamafélagið Landsbjörg aðstoðar einnig við und- irbúning hennar. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við LACDE, sem eru alþjóðleg samtök sveitarfélaga um náttúruhamfarir og neyðarhjálp. Er þetta fjórða alþjóðlega ráðstefn- an sem haldin er undir merkjum LACDE en þær hafa verið haldnar á tveggja ára fresti frá árinu 1994; í ísrael, Hollandi, Chile og nú á Is- landi. Meginþema ráðstefnunnar snýst um samstarf vísindamanna og sveit- arfélaga hvað varðar vamir og við- brögð við hvers kyns vá er steðjað Meistarafyrir- lestur í iðnað- arverkfræði ÍVAIt S. Kristinsson heldur fyrir- lestur fimmtudaginn 25. mai kl. 11 um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir „Fryst- ing uppsjávarfiska í fiskiðjuveri Síld- arvinnslunnar hf.“ Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað og era allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verkefnið felst í rannsóknum á meðferð og nýtingu uppsjávarfiska, aðallega loðnu, til manneldis hjá Síldarvinnslunni hf. Sérstök áhersla er lögð á framleiðsluferli frystingar í nýju fiskiðjuveri íyrirtækisins og at- hugað með hvaða hætti fyrirtækið getur bætt nýtingu þeirra aðfanga, sem það hefur yfir að ráða, á sem hagkvæmastan hátt. Rannsakað er með hvaða hætti best er að stýra framleiðslunni í fiskiðjuverinu. I því felst m.a. ráðstöfun afla í afurðir, samhæfing framleiðslubúnaðar og framkvæmd viðhalds og endurbóta- starfs. Námskeið í hugleiðslu SRI Chinmoy-miðstöðin gengst fyrir námskeiðum í hugleiðslu í kvöld, fimmtudagskvöld, og um helgina, þar sem fólki gefst kostur á að læra einfaldar og áhrifaríkar aðferðir til að kyrra hugann og skynja þannig betur dýpri svið eigin tilvera, segir í fréttatilkynningu. Á námskeiðunum verða einnig til sölu bækur, spólur og geisladiskar tengt efni námskeiðanna. Kynningamámskeiðin era haldin í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, (við hliðina á Gerðubergi) á eftirtöld- um tímum: Fimmtudag kl. 20-22, föstudag kl. 20-22, laugardag kl. 15- 17 og sunnudag kl. 10-12 og 15-17. Þessi námskeið era öll ókeypis og nægir að mæta á eitt af ofantöldum námskeiðum. Framhaldsnámskeið verður á kvöldin vikuna á eftir og það er einnig ókeypis. Skólagarðar Reykjavíkur hefja starfið SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur starfa á átta stöðum í borginni í sum- ar. Innritun verður dagana 25. og 26. maí og hefst klukkan 8 í hverjum garði fyrir sig. Garðamir era í Árbæ vestan Ár- bæjarsafns, í Breiðholti við Stekkja- bakka og við Jaðarsel, í Foldahverfi fyrir austan Logafold, í Fossvogi við Bjarmaland, í Laugardal við Holta- veg, í Skerjafírði við Þorragötu og í Víkurhverfi við Gorvík. Skólagarðamir era ætlaðir börn- um frá 8 til 12 ára (fæddum árin 1988 til 1992). Eldri borgarar fá afnot af görðunum ef rými leyfir og geta inn- ritað sig 31. maí klukkan 8 á ofan- greindum stöðum. getur að umhverfi og byggðum, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. A heimasíðu ráðstefnunnar www.samband.is/ lacde era drög að dagskrá sem skipt- ist í erindi almenns eðlis, sem flutt verða í aðalsal Háskólabíós fyrir há- degi alia ráðstefnudagana, og sér- tækari umfjöllunarefni, þar sem þrjú viðfangsefni verða tekin fyrir á sama tíma í þremur sölum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrir- lesara hefur þegar staðfest þátttöku sína i ráðstefnunni, þar sem meðal annars verður fjallað um fyrirboða, varnir og viðbrögð við hvers kyns hamfóram, náttúralegum og af mannavöldum eins og snjóflóðum, jarðskjálftum, eldgosum, flóðum og mengunarslysum ásamt umræðu um hættumat, áhættustjórnun, samstarf opinberra aðila og sjálfboðaliða í al- mannavömum, tryggingarmál og mögulegar leiðir fyrir sveitarfélög í að draga úr og verjast náttúraham- föram og öðram áföllum. Gluggavígsla í Friðrikskapellu AÐILDARFÉLÖG Friðrikskapellu minnast afmælis sr. Friðriks fimmtudagskvöldið 25. maí kl. 20.30. Á dagskrá verður almennur söng- ur og kórsöngur. Ræðumaður verð- ur Sigurbjöm Þorkelsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri KFUM. Sr. Valgeir Ástráðsson stýrir stundinni. Vígður verður nýr gluggi eftir Leif Breiðfjörð. Glugginn er gefinn til minningar um Árna Sigurjónsson. Allir era velkomnir. LEIÐRÉTT Mynd á hvolfi Með umfjöllun um sýningu Ragn- heiðar Jónsdóttur í blaðinu í fyrra- dag snéri rhyndin öfugt. Um leið óg myndin BÍftistrétt er beðist velvirð- ingar á mistökunum. Málstofa á fræðahátið Háskólans Ranglega var sagt frá því í blaðinu í gær í umfjöllun á miðopnu um Líf í borg, menningar- og fræðahátíð Há- skóla íslands, að málstofa um Nátt- úra og umhverfi, sem haldin verður í Endurmenntunarstofnun Háskól- ans, hæfist riæstkomandi sunnudag kl. 10. Hið rétta er að málstofan hefst kl. 10 á laugardag ög síðan aft- ur á sama tíma á sunnudeginum. Ennfremur var rangt farið með nafn Evelyn Fox Keller, prófessors í söga og visindaheimspeki við Massachu- setts Institute of Technology, sem flytur upphafsfyrirlestur á málstofu um Borgarlíkamann á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Hlutu styrk Vegna greinar um eftirfylgdar- þjónustu hjá Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag vill Hafnarfjarðarbær koma því á framfæri að Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar styrkti verkefnið um kr. 200.000. Rangt föðurnafn Beðist er velvirðingar á að rangt var farið með föðurnafn séra Jóns Helga Þórarinssonar, sóknarprests í Langholtssókn, í frétt í blaðinu í gær. Margit Elva Nafn ljósmyndara myndar á bak- síðu blaðsins í gær misritaðist. Rétta nafnið er Margit Elva og er beðist velvirðingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.