Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 72
72 FI.MMTÚDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGÚNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 2000 Síðasti skráningarfrestur í bikar- inn er föstudagur 26. maí. Dregið verður í 1. umferð bikarsins í sumar- bridsi á föstudagskvöld. Kjördæmakeppni BSÍ Kjördæmakeppnin verður haldin í Reykjanesi við ísafjarðardjúp um hvítasunnuhelgina. Formenn svæða- sambandanna og skrifstofa BSÍ veita allar nánari upplýsingar. Svæða- stjómir eiga að skila inn nafnalistum í síðasta lagi mánudaginn 29.maí. HM í parasveitakeppni Heimsmeistarmót í parasveita- keppni verður spilað í annað sinn 5.-9.september nk. í Maastricht í Hollandi, en þar er Ólympíumótið einnig spilað. Mótið er öllum opið og athygli vakin á því að sveitarfélagar þurfa ekki að vera af sama þjóðerni. Islendingar hafa titil að verja, en á Ól- ympíumótinu á Rhodos 1996 sigraði íslensk/bresk sveit skipuð Aðalsteini Jörgensen, Birni Eysteinssyni, Jóni Baldurssyni, Ragnari Hermannssyni, Heather Dhondy og Liz McGowan. Sveit Sigfiisar Þórðarsonar bikarmeistari Suðurlands ÚRSLITALEIKURINN í bikar- keppni Suðurlands var spilaður 21. maí sl. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar spilaði gegn sveit Þórðar Sigurðsson- ar og sigruðu hinir fyrmefndu með 154 stigum gegn 115. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar er því Bikarmeistari Suðurlands árið 2000. I sigursveitinni spiluðu Sigfús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Brynj- ólfur Gestsson, Auðunn Hermann- sson og Guðmundur Theodórsson. I sveit Þórðar spiluðu, Þórður Sigurðs- son, Gísli Þórarinsson, Sigurður Vil- hjálmsson, Guðmundur Gunnarsson, Júlíus Sigurjónsson og Sigurður Hjaltason. í undanúrslitunum sigraði sveit Sig- íúsar Þórðarsonar sveit Garðars Garðarssonar með 128 stigum gegn 84 og sveit Þórðar Sigurðssonar, Sel- fossi, vann sveit Össurar Friðgeirs- sonar, Hveragerði, með svipuðum mun í hinum undanúrslitaleiknum. Fjör í sumarbrids á föstudaginn Föstudagskvöldið 19. maí var spil- aður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 20 para og urðu þessi pör efst: (Meðalskor 216): NS GylfiBaldurss.-SteinbergRíkarðss. 274 Baldur Bjartmss. - Steindór Ingimundars. 249 Þórður Jörundsson-Friðrik Jónsson 244 RafnThorarensen-GuðniIngvarsson 234 AV Harpa Fold Ingólfsd. - Guðl. Bessason 260 JóhannStefánss.-StefaníaSigurbjd. 259 Jörundur Þórðars. - Hrafnhildur Skúlad.234 Guðm. Sigursteinss - Eggert Bergsson 219 Að loknum tvímenningi var brydd- að upp á nýjung, Monrad-sveita- keppni, og tóku átta sveitir þátt í henni. Spilaðar vora þijár umferðir og varð staða efstu sveita eftirfar- andi: Dam'el Már Sigurðsson (Heiðar Sigmjóns- son, Ámi Hannesson og Ormarr Snæbjöms- son) 62 stig Hrafnhildur Skúladóttir (Jörundur Þórðar- son, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson) 58 stig Gylfi Baldursson (Steinberg Ríkarðsson, Jón Stefánsson,TorfiAsgeirsson) 53 stig Sunnudagskvöldið 21. maí var spil- aður Howell-tvímenningur. Meðal- skor var 84 og varð þetta lokastaðan: NS ErlingurSverriss.-BjömFriðrikss. 109 Halldór Guðjónsson - Leifur Aðalsteinss 101 JónV. Jónmundss.-ÞorvaldurPálmas. 97 Halldóra Magnúsd. - Guðlaugur Bessason95 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld, alltaf byijað klukkan 19:00. Spilastaður er Þönglabakki 1, húsnæði Bridssambandsins. AUir eru velkomnir, lögð er áhersla á létt og skemmtilegt andrúmsloft og hjálpað er til við myndun para. Fyrirtæki og nýsköpun erlend samskipti Fundurinn, ætlaður litlum og meðalstórum fýrirtækjum sem hafa áhuga á erlendu samstarfi við lausnir á tæknilegum vandamálum og nýsköpun, verður haldinn í Versölum, Hallveigarstíg 1, þriójudaginn 30. maí kl. 8.00 tiL 9.30. Eftir fundinn er boðið upp á viðtöL við ráðgjafa sem þekkja umsóknarferLið i fyrirtækjaáætlunum ESB Dagskrá: Staður: Versatir, HaLlveigarstíg 1, kjalLara Tfmi: Þriðjudaginn 30. mai nk. frá kL. 8.00 til 9.30 8.00 Fyrirtækjaáætlanir ESB um stuðning við hugmyndir að nýsköpun - Umsóknarstyrkir (stuðningur við gerð umsókna 2,1 m. kr.). - Samstarfsverkefni (framlög til kaupa á tækniLausnum 20-140 m. kr.) - Reynsla af þátttöku ísLendinga í umsóknum tiL ESB Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins, Pétur Pétursson Innlendur stuðningur við fyrirtæki sem sækja um í fyrirtækjaáætlun ESB - Fjárhagslegur stuðningur vegna umsókna (umsókna- og ferðastyrkur 350 - 550 þús. kr.) - Fjármögnun verkefna - Aðstoð við gerð umsókna Hjördís Hendriksdóttir, Rannís Gisti Benediktsson, Nýsköpunarsjóóur atvinnulífsins Elisabet Andrésdóttir, Aflvaki hf 9.30 Einkaviðtöl fyrirtækja við sérfræðinga á eftirfarandi sviðum: • Forsendur umsókna ■ Innlendur stuðningur vió umsóknir ■ Innlend ráðgjöf við umsóknir ■ Innlend fjármögnun á nýsköpunarverkefnum Þátttaka er ókeypis, vinsamlega tilkynnið hana til RANNÍS í síma 515 5800. Eftirtaldir standa að fundinum: Aflvaki hf Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Byggðastofnun, þróunarsvið RANNIS Hringur hf Samtök iðnaðarins Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Útflutningsráð íslands Hörður Jónsson, ráðgjafi ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kjör eldri borgara ÉG get ekki lengur orða bundist. Nú hef ég starfað við og aðstoðað eldri borg- ara þessa samfélags í sjö ár og mér líst ekki á. Þetta er fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag. Og hvemig komum við fram við þau? Margir þeirra eiga varla til hnífs og skeiðar í dag. Hvað er það sem við vilj- um? Viljum við að ömmur okkar og afar eða mömmur okkar og pabbar þurfi að velta fyrir sér hverri krónu, að þau þurfi að velja á milli þess að borða góða máltíð eða gefa barnabörn- um sínnum afmælis- eða jólagjöf. Víða er ástandið þannig hjá eldri samfélags- mönnum okkar. Hvað erum við að gera? Jú, við erum að svipta þetta fólk æru sinni. Þetta er fólkið sem búið hefur í hag- inn fyrir okkur hin sem yngri erum. Þetta er fólkið sem getur ekki farið út og unnið sér inn aukapening efþað vantar. Þetta er fólkið sem verð- ur að láta sér nægja þann aur sem skammtaður er af Tryggingarstofnun eða, ef þau era lánsöm, þann aur sem þau fá frá lífeyrissjóð- um sem þau hafa borgað í. Nú er það þannig að margir af okkar eldri borg- urum, og þá sérstaklega konur, hafa ekki verið í neinum lífeyrissjóðum. Þær hafa verið bundnar yf- ir börnum eða unnið við láglaunastörf sem ekki kröfðust þess að borgað væri í neina sjóði. Þessir einstaklingar lifa við fá- tækramörk í dag. Mér finnst vera skömm að þessu. Af hverju er til dæmis verið að taka skatta af þeim litlu tekjum sem þetta fólk hefur frá Tiygg- ingastofnun, eru þessir ein- staklingar ekki búnir að borga sína skatta, á að margskatta þetta fólk? Þetta er fólkið sem við eig- um að virða. Þetta er fólkið sem byggði upp þjóðfélag- ið. Þetta er fólkið sem á að eiga áhyggjulaust ævik- völd. Sjúkraliði. Tapað/fundið Silfurtertuhnífur/- spaði tapaðist Silfurtertuhnífur/-spaði af gerðinni Renæs’sance tap- aðist íyrir um það bil tveim- ur árum. Skaftið er allt út- skorið og er hann merktur með nafninu Þórdís Björnsdóttir. Tertuhnífur- inn/-spaðinn er ættargrip- ur og er eigandanum afar kær. Ef einhver kannast við að hafa hann í fórum sínum eða veit hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast hafið samband í sima 566- 6707 eða 898-6707. Brúnn barnaskór fannst í Fossvogi BRÚNN barnaskór frá Steinari Waage númer 22 fannst í Fossvogi föstudag- inn 19. maí sl. Upplýsingar í síma 553-8543. Hvítur fótbolti tapaðist HVÍTUR fótbolti með rauðu Nike merki tapaðist á leikvellinum við Engja- smára í Kópavogi um pásk- ana. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 4754. Kringlótt plastborð tapaðist HVÍTT kringlótt plastborð hvarf úr garði við Dalaland í Fossvogi. Ef einhver veit hvar borðið er niðurkomið, vinsamlegast hringið í síma 553-3065. Grá borvélataska tapaðist GRÁ borvélataska datt aft- ur úr sendibíl á leiðinni frá Austurbrún 31 að Borgar- túni 2. Skilvís fmnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í sima 894- 4656. Svart peningaveski tapaðist SVART peningaveski tap- aðist á Café Amsterdam laugardagskvöldið 20. maí sl. I veskinu voru öll skilríki og ökuskírteini. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Berglindi í síma 692-2616. Svartur ullarfrakki tekinn í misgripum SÁ sem tók í misgripum svartan ullarfrakka úr fata- henginu á Gauki á Stöng síðastliðið föstudagskvöld (19.05) er vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band í síma 863-9779, hafi hann áhuga á að koma hon- um til rétts eiganda. Dýrahald Mjög vel upp aldar læður fást gefíns ÞRJÁR mjög vel upp aldar læður, tveggja og hálfs mánaða gamlar, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 553-0939 eftir kl. 20. Fress óskar eftir heimili 2JA ára fress, mjög falleg- ur, svartur með gul augu, geltur, óskar eftir heimili vegna ofnæmis á heimili. Upplýsingar í síma 564- 0008 eftir kl. 18. Morgunblaðið/Aðalheiður Þessir duglegu krakkar, sem allir eiga heima á Hellu, héldu nýlega tombólu til styrktar Rauða krossi fslands og söfnuðu alls 6.153 kr. sem áreiðanlega eiga eftir að koma sér vel í starfi samtakanna. Efri röð f.v. Sóldi's H. Sigurgeirsdóttir, Bjöm Traustason, Eva Amarsdóttir, Lóa Dagmar Smáradóttir. Neðri röð f.v.: Eva Yr Sigurð- ardóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðbjörg Sandra Guð- jónsdóttir, Anton K. Pétursson og Salka Jóhannsdóttir. COSPER Víkveiji skrifar... NÚ ER sá tími ársins þegar fólk hugai’ að umhverfi sínu. Rusl, sem safnast hefur fyrir á lóðum yfir veturinn, er hreinsað, garðurinn er tekinn í gegn, gert við girðingar og hugað að því að mála húsið að utan. Fyrir flesta er þetta eðlilegur hluti af því að eiga húsnæði. Víkverji er einmitt nýbúinn að taka til í garðin- um og hefur tínt allt rusl, talsvert út fyrir lóðamörk. Eins og gengur er fólk misduglegt að taka til í kringum sig og hirða um eignir sínar. í nágrenni Víkverja er hús sem sker sig algerlega úr hvað almenna umhirðu varðar. Húsið hef- ur ekki verið málað í mörg ár, ef ekki áratugi. Timburverk er brotið. Girð- ingin er í algerri niðurníðslu. Garð- urinn blasir ekki við götunni, en Vík- verji var á gangi um hverfið fyrir nokkram dögum og þá blasti hreint ótrúleg sjón við augum. í garðinum ægir saman alls kyns hlutum. Þar era barnaleikföng innan um bfla- varahluti og ýmislegt annað drasl. Það sem vakti þó mesta athygli Vík- verja var steypuhrærivélin sem kannski bar vitni um góðan ásetning eiganda um að hann hafi einhvern tímann ætlað sér að laga skemmdir á húsinu. Eins er ekki hægt að segja annað en að húseigandinn hafi ein- hverja þörf hjá sér til að skreyta hús- ið því að utan á því hangir ljómandi falleg jólasería. Sú spurning vaknaði í huga Vík- verja hvort borgaryfirvöld hafi ekki einhver tæki til að skylda borgarbúa til að taka til hjá sér og sinna eðlilegu viðhaldi á húsum. Augljóst er að í þessu tiltekna tilfelli hefur þessu ekki verið sinnt og húseigandinn hef- ur hunsað allar kröfur borgarinnar um úrbætur, hafi þær yfirleitt verið gerðar. Það er einnig jafnaugljóst að hörmulegt útlit á þessu húsi hefur áhrif á fasteignaverð á þeim húsum sem næst því liggja. Sem betur fer býr Víkverji ekki mjög nálægt þessu húsi, en hann vorkennir hins vegar nágrönnum sem þurfa að horfa upp á steypuhrærivél og jólaséríu út um eldhúsgluggann. xxx ORFINNUR Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, sagði á kvikmyndahátíðinni í Cannes að hann héldi að íslendingar gerðu sér almennt ekki grein fyrir hvað Björk Guðmundsdóttir væri mikil stjarna í heimi kvikmynda og tónlistar. Þetta er sjálfsagt rétt. Björk er hreint ótrúlega vinsæl og er án efa þekktasti íslendingur sem uppi hefur verið til þessa. Víkverji var nýlega á ferðalagi erlendis og hitti þá vel menntaða konu sem er í góðu starfi. ísland barst í tal og hún kvaðst aðeins þekkja einn íslending með nafni, Björk. Þetta gildir öragg- lega um mjög marga. Björk nýtur virðingar í tónlistarheiminum fyrir frumlega tónlist og sérstakan flutn- ing. Sigur hennar í Cannes fyrir leik í kvikmyndinni „Dancer in the Dark“ vekur enn meiri athygli á henni. Lík- legt má telja að við höfum aðeins séð upphafið að því sem koma skal varð- andi þessa kvikmynd því hún er enn ekki komin í almenna dreifingu og tónlist Bjarkar í myndinni er enn ekki komin út. íslendingar fyllast eðlilega stolti yfir velgengni Bjarkar. En því má heldur ekki gleyma að Björk hefur lagt mikla vinnu í tónlistina og kvik- myndina og eins og fram hefur kom- ið hefur þetta á stundum verið erfið og sársaukafuli vinna. Því meiri ástæða er til að gleðjast yfir árangrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.