Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 49 ELSA HAIDY ALFREÐSDÓTTIR + Elsa Haidy Al- freðsdóttir fædd- ist 3. júní 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 16. niaí síðastlið- inn. Elsa var dóttir hjónanna Alfreðs Búasonar, verk- stjóra, f. 30. júlí 1909, d. 29. nóvember 1995, og konu hans Svövu Marions, f. 7. júní 1910, d. 15. desember 1977. Elsa átti tvo bræður, Hörð, f. 1931, d. 1933, og Agnar Búa, fv. flugumferðar- stjóra, f. 1935. Elsa giftist 7. júní 1958 eftirlif- andi maka Erlingi Hanssyni, fv. deildarstjóra í Ríkisbókhaldi, f. 13. apríl 1926. Börn þeirra eru: 1) Al- freð Svavar, deildarstjóri, f. 1958, eiginkona hans er Guðrún Sigurð- ardóttir, leiðbeinandi, f. 1961. Börn þeirra eru: Elsa Ósk, f. 1982, Matthías Svavar, f. 1986, og Sig- urður Björn, f. 1992.2) Búi Ingvar, múrari, f. 1960, eiginkona hans er Anna Gunnhildur Jónsdóttir, hús- móðir, f. 1964. Börn þeirra eru: Jó- hanna, f. 1989, Arnar Már, f. 1990, og Ing- var Búi, f. 1999. Áður átti Búi soninn Al- freð Hrafn, f. 1980, með þáverandi sam- býliskonu sinni Báru Jónsdóttur. 3) Hanna, leiðbeinandi, f. 1962, eiginmaður hennar er Karl Arn- arson, rafvirki, f. 1961. Börn þeirra eru: Erlingur Om, f. 1982, Ragnheiður Svava, f. 1987, og Ás- laug Kristín, f. 1992. Elsa lauk hefðbundnu barna- og gagnfræðaskólanámi. Hún vann hjá ÁTVR uns hún gifti sig. Hún hóf aftur störf utan heimilis 1972 fyrst hjá versluninni Sísí á Lauga- vegi en hóf fljótlega störf í Hag- kaupi þar sem hún vann fram á síðasta dag sem svæðisstjóri á lag- er. Hún var félagslynd að eðlisfari, starfaði nokkuð að félagsmálum í Hagkaupi, var m.a. formaður starfsmannafélagsins í tvö ár. títför Elsu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma og mín besta vin- kona, minning þín er ljós í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, ráaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margserað minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margserað minnast, margserað sakna, Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð guði, guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Pabbi minn. „Guð gefl þér æðru- leysi til að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt, kjark til að breyta því sem þú getur breytt og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbæn- in.) Ég bið góðan guð að styrkja pabba og fjölskylduna alla í okkar miklu sorg. Þín dóttir, Hanna. Elsku amma mín. Nú ert þú farin frá okkur og við því bjóst enginn, það gerðist svo snöggt. Þú varst besta amma í heimi og ég mun aldrei gleyma þér. Mig langaði svo að þú myndir sjá bömin mín í framtíðinni og að þau kynntust þér, heimsins bestu ömmu. Það kom oft fyrir að ég hjólaði til þín og afa, fyi’st í Melgerðið og svo í Funalindina. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af því að ég væri svangur og fórst alltaf að búa til ommilettu með skinku handa mér, því þú vissir svo vel hvað mér þótti hún góð. Einhvern tímann komum við öll til þúij amma mín. Ég sakna þín mjög mikið og vona að þér líði vel. Ég bið guð að gefa honum afa mín- um styrk í hans miklu sorg. Þinn Erlingur Öm. Amma mín. Ég á ennþá erfitt með að trúa þessu og við öll. Ég hugsa mikið um góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Eins og þegar við fórum í sumarbústað og vorum þar í viku, þú byrjaðir að róla með mér og Áslaugu. Það er eitt af því sem ég á eftir að muna alla mína ævi. Mér þykir svo vænt um þig ég vildi að þú yrðir alltaf hjá okkur. Við söknum þín öll og við lofum að hjálpa afa, hann á svo bágt. Ég var að vona að þú kæmir í ferminguna mína, gætir séð loka- einkunnina mína og gert eitthvað skemmtilegt með okkur í sumar eins og alltaf. Ég skal sjá um það að við gerum eitthvað til að halda uppá afmælið þitt 3. júní. Jæja, ég vona að þér líði vel uppi í himnaríki, þú ert ábyggilega falleg- asti engillinn þar. Þín Ragnheiður Svava. Það eru forréttindi flestra okkar að lifa fyrstu áratugina án náinnar snertingar við sorgina og dauðann. Vissulega hverfa oft afi og amma yfir móðuna miklu þegar við erum á þess- um aldri en þau eru oftast öldi-uð og lífið að okkar mati að hafa sinn vana- gang. Við syrgjum en höldum áfram að lifa lífinu okkar sem við teljum óbreytilegt og eilíft. Og líf þeirra sem okkur skipta mestu er hluti af óbreytileika lífs okkar. Þegar við nálgumst miðjan aldur rennur það hins vegar upp fyrir okkur að ekkert er eilíft. Lífið er breytilegt og breyt- ingai’nar geta orðið snöggt og án þess að við fáum nokkru ráðið. Einn góðan veðurdag munum við ekki lengur geta sótt í smiðju foreldra það traust og þá umhyggju sem við höf- um talið svo sjálfsagða. Foreldrar, foreldrar vina og frændur og frænk- ur hverfa á braut. Og lífíð verður ekki samt á eftir. í dag kveðjum við eina konu þess- arai- kynslóðar í mínu lífi, Elsu Haidy Alfreðsdóttur eða Elsu mágkonu, eins og hún var ætíð kölluð í minni fjölskyldu. Hún var mágkona móður minnar, konan hans Erlings frænda, uppáhaldsfrændans í fjölskyldunni. I minningunni eiu þau eitt, ef nafn annars var nefnt kom nafn hins upp í hugann. Þau voru samrýnd hjón þótt ólík væru, hann opinn og skoðana- fastur, hún hljóðlát og prúð. Eigin- lega var hún daman í minni fjöl- skyldu, bæði í klæðabm’ði og í framkomu. Ég held hins vegar að hún hafi leynt á sér og haft sínar ákveðnu skoðanir. En eins og sönn- um dömum af hennar kynslóð sæmir þá flíkaði hún þeim ekki. Hún átti mikið af hlýju, ekki síst í garð barn- anna í fjölskyldunni. Hér á árum áður ferðuðust þau mikið saman foreldrar mínir og Er- lingur og Elsa. Fyrir nokkru sýndum við Már dætrum okkar skuggamynd- ir af okkur þegar við vorum börn, myndir fengnar að láni hjá pabba og mömmu og tengdamömmu. Þær voru ekki margar myndirnar sem búið var að varpa á vegginn þegar myndir af Elsu birtust, með Erlingi eða þær mágkonurnar saman. Auð- vitað voru þær klæddar í pils og blússu með tösku í hendi og jafnvel slæðu á höfði, jafn fínar úti í íslensk- um móa sem á siglingu á hafi úti með ms. Gullfossi. Elsa var yngst í þess- um hópi og sú sem ég átti síst von á að yrði fyrst kölluð. En forsjónin ákvað að taka hana til sín, taka hana burt án viðvörunar eða nokkurs að- draganda. Eftir stöndum við hin orð- laus. Eftir stendur fjölskylda hennar sem ekki getur lengur sótt í smiðju hennar reynsluna, hlýjuna og traust- ið. Fyrir hann Erling, frænda minn, Alfreð, Búa og Hönnu er sorgin án efa stærri en við, sem ekki höfum upplifað svo snögga breytingu í okk- ar lífi, getum nokkru sinni ímyndað okkar. Fyrir elskulegan frænda minn er þó tómarúmið stærst. Ég veit að á slíkri stundu mega orð sín lítils, kæri frændi. Við Már sendum þér, bömum þínum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsa S. Þorkelsdóttir. Látin er öðlingskonan Elsa H Al- freðsdóttir. Ekki átti maður von á að hún myndi kveðja svona snöggt. Elsa var kona sem maður leit upp til, hæg og sterk kona að sjá, en þegar maður fór að kynnast henni betur var þarna mjög tilfingarík kona og hlý. Ekki heyrði maður hana tala um að eitt- hvað væri að hjá henni heldur var hún alltaf að hugsa um manninn sinn, Erling Hansson, að hann myndi fara vel með sig. Elsa vann úti allan daginn og alveg fram á síðasta dag, og var að hugsa um að fara þann dag í vinnu eins og venjulega þegar hún kvaddi þennan heim. Ég kynntist Elsu fyrir nokkrum árum gegnum dóttur hennar og tengdason því að ég bjó í sama húsi og þau og myndaðist mjög góð vin- átta við Elsu og Erling þegar þau komu þangað í heimsókn. Alltaf var ég velkominn inn á heimili þeirra í Funalindinni þar sem þau voru búin að koma sér vel fyrir.Við höfum alltaf hist um hver áramót og áttum við alltaf góða kvöldstund saman. Það verður erfitt að vita að Elsa verði ekki meira hjá okkur þar jarðnesk, en ég veit að hún mun ekki láta sig vanta andlega þar sem við munum koma saman. Alltaf voru barnabömin efst á blaði hjá Elsu og verður erfitt hjá þeim að sjá eftir ömmu sem alltaf var með eitthvað í farteskinu handa þeim, bæði hlýju og lítinn poka.Veit ég að það hefur verið vel tekið á móti Elsu og alheimsljósið umlukt hana fyrir handan. Megi algóður Guð vernda þig og takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér og hafðu þökk fyrir allt. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í móti til ljóssins: Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég mun taka þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ók. höf.) Elsku Erlingur minn, megi algóð- ur Guð styrkja þig og blessa því missir þinn er mikill. Ég sendi þér og börnum og barnabörnum þínum samúðarkveðjur. Valgarður Einarssson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi’einum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARTA SVAVARSDÓTTIR, Kelduhvammi 7, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 23. maí. Jóhannes Guðmundsson, Birgir Jóhannesson, Kristín Svavarsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sverrir Jóhannesson, Elín Pálsdóttir, Selma Jóhannesdóttir, Gunnar R. Sumariiðason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Lindasmára 37, Kópavogi, lést þriðjudaginn 23. maí. Ásrún Björk Gísladóttir, Vilborg Aðalsteinsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Kristín Aðalsteinsdóttir. t Móðir mín og amma, RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR frá Víðidalsá, Bergþórugötu 51, lést laugardaginn 13. maí. Að ósk hinnar látnu var útförin gerð í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Guðrún Heiðar Sveinsdóttir, Brynjar Hauksson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ÞÓR STEFÁNSSON fyrrverandi skólameistari, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 29. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á MND-félagið. Bryndís F. Guðjónsdóttir, Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn Gestsson, Kristín María Hafsteinsdóttir, Stefanfa Ó. Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNSSON málarameistari, Brautarlandi 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 26. maí kl. 10.30. Birna J. Benjamínsdóttir, Gyða J. Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jón Þorgrímsson, Birna Ólafsdóttir, Lars Nyström, Jón Ólafur Ólafsson, Anna S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. .rfíséyííj Upplýsingar í símum I 562 7575 & 5050 925 1 HOTEL LOFTLEIÐIK icílandair hotels Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA %■ 0'■ -4« Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.