Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA GUÐBJÖRG (Gúa) GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturvegi 13, Seyðisfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Neskaup- staðar mánudaginn 22. maí. Útförin auglýst síðar. Gunnar Sigurbjörnsson, Gerður Sigurbjörnsdóttir, Ingólfur Krsitjánsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Ingibjörg Svanbergsdóttir, Rúnar Sigurbjörnsson, Pálína Þorvaldsdóttir, Jenný Sigurbjörnsdóttir, Þorgrímur Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, ÞÓRÓLFS ALVINS GUNNARSSONAR. Gunnar Örn Þorvaldsson, Gréta Björg Jósefsdóttir, Unnur Elva Gunnarsdóttir, Þorsteinn Austri Björnsson. t Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, bróður, mágs og frænda, HJARTAR GUNNARS KARLSSONAR loftskeytamanns, Hvanneyrarbraut 40, Siglufirði. Margrét Björnsdóttir, Sveinn Hjartarson, fris Eva Gunnarsdóttir, Herdís K. Karlsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðlaugur H. Karlsson, Magðalena S. Hallsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför sonar, stjúpsonar, föður okkar, bróður, afa og systur- sonar, HRAFNS HAUKSSONAR hárskera, Reynimel 51, Reykjavík. Haukur Óskar Ársælsson, Unnur S. Jónsdóttir, Davíð Hrafnsson, Anna Gréta Hrafnsdóttir, Gunnar Haukur Hrafnsson, Albína Halla Hauksdóttir, Heiða Hauksdóttir, Gunnhildur Harpa Hauksdóttir, Friðjón Unnar Halldórsson, Hugi Freyr Álfgeirsson, Hildur Friðjónsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalang- afa, HARALDAR HANNESSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Fagurlyst, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Unnur Haraldsdóttir, Magnús B. Jónsson, Ásta Haraldsdóttir, Hannes Haraldsson, Magnea Magnúsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. HEIMIR STEINSSON þess samruna fyrir trú og náðarmeð- ul orðs og sakramenta gæfist helgað líf. „Og helguðum manni sýnir Guð helgaða veröld handan við sundr- ungu, átök og togstreitu. Svo lífíð verðm- linnulaust sakramenti" sem farvegur Guðs nándar og virkni. Kristin dulvísi og einingarþrá settu mjög mark sitt á trúarvitund sr. Heimis enda sótti hann í sjóði dul- hyggjumanna miðalda og kynnti sjónarmið þeirra í ræðu og riti. Hann hafði haldið merk fræðsluerindi á vegum Hafnarfjarðarkirkju og oft stigið í prédikunarstól hennar, og við altari hennar stóðum við saman þeg- ar hann jarðsöng Inga föður minn. Sr. Þórhallur sonur sr. Heimis er nú þjónandi prestur við Hafnarfjarðar- kirkju við hlið okkar Þórhildar og oft komu foreldrar hans þangað til messu. Sr. Heimir hafði unnið ötullega í vetur við ritsmíðar og undirbúnings- störf fyrir kiástnihátíð og lítt kunnað sér hóf þó veikst hefði alvarlega fyrir ári. Hann horfði fram með mikilli til- hlökkun til fyrirhugaðrai’ hátíðar á Þingvöllum, er þjóðin safnast þar saman til að minnast og þakka og endurnýja trúarheit. Hann lifði það ekki að fá að þjóna að þeirri helgu hátíð ekki frekar en Móse fékk að ganga inn í fyrirheitna landið eftir að hafa leitt þjóð sína um haf og eyði- mörk en Guð gaf Móse að líta lendur þess af „Pisgatindi Nebófjalls". Sr. Heimir var löngum við því búinn að ganga ótrauður inn í eyðimörk til að finna þar Guð í þykku skýi, eldingum og lúðurþyt. Og hann þráði að leiða sem flesta þangað frá hremmingum og hillingum fallins heims til að taka við boðum Guðs og fagnaðarerindi hans, því náð hans gerir eyðimerkur að svalalindum. Dýrmætt var mér að fá að vera sr. Heimi samferða og geta átt hann að traustri fyrirmynd og hollvini svo líf okkar samfléttaðist margvíslega og bast sömu báráttu- málum og hugsjónum. Sr. Heimi þótti sem Guð umlykti sig og flæddi gegnum sig í sólstöfum er hann skyldi í fyrsta sinni standa andspæn- is honum í helgum skrúða. Lífssaga sr. Heimis síðan hvert sem leiðin lá var játning og túlkun þeirrar nándar og snertingar eilífs Guðs. Lýsi slíkir sólstafir nú ástvinum hans og yfir Þingvelli á kristnihátíð og færi með sér návist Guðs og þeirra sem honum eru ævarandi bundnir og lifa daginn hans. Gunnþór Ingason. „Mín klukka, klukkan þín“ heils- aði er hann gekk til starfa þar sem Kjarval málaði steininn gimstein. Sr. Heimir Steinsson vann gott starf - í þágu þjóðarinnar, í þágu kristninnar - við hvíta kirkju, með „Islandsklukkuna" frá 17. júní 1944, nærri svörtum vegg AJmannagjár, við litla kirkju, byggða á bjargi, þó á reki samkvæmt kenningum jarð- fræðinga, við fagra kirkju er skýlir þjóðskáldunum. „Mín klukka, klukkan þín“ kveður nú eina af gersemum Þingvalla. Hví nú? Hví, hví nú? Jón Ogmundur Þormóðsson. Ég ætla í örfáum orðum að rifja upp nokkrar minningar frá sam- skiptum okkar Heimis og þakka fyr- ir góða vináttu. Kynni okkar hófust fyrir tæplega þrjátíu árum. Þá voru Heimir og Dóra nýlega flutt í Skál- holt sem fyrstu rektorshjón Lýðhá- skólans. Það var ekki laust við að ég, piltungur austan af landi, væri hálf- feiminn og jafnvel kvíðinn fyrir því sem í vændum var, en ég hafði í hyggju að sækja um skólavist að hausti komanda. Þetta var sólríkur ágústdagur og móttökurnar hjá þeim hjónum voru slíkar að allur kvíði og efasemdir hurfu sem dögg fyrir sólu. Hlý hand- tök, bros og góðlátlegt spjall. Það var allt sem þurfti. Akvörðun var tekin, ákvörðun sem ég tel enn í dag að hafi verið ein af þeim gæfusöm- ustu sem ég hef tekið. Lýðháskólar eru mjög frábrugðn- ir öðrum menntastofnunum. Þar eru engin próf tekin, heldur verða menn að læra frá degi til dags. Mér er ekki grunlaust um að vegna þessa forms hafi oft reynt á þolinmæði og mann- þekkingu Heimis. Hann var ætíð réttsýnn og hjálpsamur við okkur og gætti þess að ekki hallaði á neinn. Án efa hefur oft reynt þar á því þótt hópurinn hafi verið tiltölulega lítill var skoðanamunur mikill og nem- endur tókust oft á um hin ýmsu mál. Ég tel að sem lærifaðir hafi hann haft mikil áhrif á nemendur sína. Yf- h'gripsmikil þekking hans á hinum ýmsu málum og rík frásagnargáfa varð til þess að kennslustundirnar urðu lifandi og skemmtilegar. Lýðháskóla sem vel er stýrt má líkja við sjónarhól, því þeir nemend- ur sem þangað sækja standa yfirleitt á krossgötum í lífi sínu. En til að sjónarhóllinn gagnist mönnum þarf góðan vegvísi. Kom þar einkum til kasta Heimis og frá honum fékk ég margar „föðurlegar ábendingar“ sem mér munu fylgja ævilangt. Sannur lýðháskóli verður einnig að vera þannig að allir sem þar starfa, nemendur sem annað starfs- fólk, finni að skólinn er heimili þeirra. Því reynir oft á húsbóndann og ekki síður húsmóðurina. í því hlutverki stóðu þau Heimir og Dóra sig frábærlega. Þeim tókst að skapa heimiliskennd og fann hver og einn til þeirrar hlýju og þess öryggis sem nauðsynleg er. Vinatengsl, góð, hreinskiptin og sterk, urðu til. Veturinn leið, en vegna þeirra áhrifa og þess atlætis sem ég naut hjá þeim hjónum urðu heimsóknir mínar í skólann og á heimili þeirra næstu ár tíðar. Síðar stofnuðu Skál- hyltingar samband sín á milli, Nem- endasamband Skálholtsskóla. Við sem völdumst þar til ábyrgðarstarfa nutum ætíð alúðar, trúfesti og hjálp- ar Heimis. Að lokum langar mig til að þakka Heimi sérstaklega fyrir þær móttök- ur sem ég og fjölskylda mín, móðir, systkini og fjölskyldur þeirra, feng- um þegar við komum eitt sinn á Þingvelli. Okkur var tekið opnum örmum, boðið til kirkju og við frædd um sögu staðarins. Þessi stund, ásamt svo mörgum öðrum, verður mér ógleymanleg og ég minnist Heimis ætíð með hlýju og virðingu. Kæra Dóra, Þórhallur og Arn- þrúður, megi algóður Guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í sorg- inni. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Steinarr Þór Þórðarson. Heimir er allur. Þögn slær á Þing- velli og sveitina alla. Menn minnast prests, sálusorgara, þjóðgarðsvarð- ar, sveitunga og vinar. Hann var t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall móður minnar, tengdamóður og ömmu, BERGLJÓTAR H. GUÐMUNDSDÓTTUR. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Júlíus Pétursson, Tore Holte, Bergljót Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur. höfðingi heim að sækja - og höfð- ingjar sóttu hann heim. Hann naut þess að taka á móti gestum, ganga með þeim um staðinn og miðla þeim af sínum óþrjótandi fróðleik um sögu og náttúru Þingvalla. Háum jafnt sem lágum, ungum sem öldnum, er- lendum sem innlendum, þjóðarleið- togum sem og blönkum bakpoka- ferðalöngum. Þó veit ég að hans mestu aufúsugestir voi*u skólabörnin sem skunda á Þingvöll í hundraðatali haust og vor. Það var árið 1982 sem séra Heimir Steinsson kom að Þingvöllum og tók við embætti prests og þjóðgarðs- varðar af séra Eiríki J. Éiríkssyni. Von bráðar tókust góð kynni milli okkar fjölskyldunnar á Heiðarbæ og þeirra Heimis, Dóru, Þórhalls og Arnþráðar. Aðkomufólkið var tekið inn í hina stóru fjölskyldu sem íbúum Þingvallasveitar er stundum líkt við en þar sem sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu er hreint og beint lífsnauðsynlegt að sveitung- arnir standi saman - sem stórfjöl- skylda væri. A sama hátt vora Þing- vellingar boðnir velkomnir á heimili prestshjónanna og var þar alltaf vel tekið. Sjálf var ég komin á unglingsár þegar Heimir kom að Þingvöllum, svo ekki kom til hans kasta að ferma mig. Hins vegar fermdi hann yngri systkini mín þrjú, Jóhannes, Helgu og Kolbein, og létu þau öll vel af fermingarfræðslunni, sem fjallaði raunar langt frá því eingöngu um trúarleg málefni. Meðal þess sem lærifaðirinn lagði einnig áherslu á að kenna fermingarbörnum sínum var að draga fána að húni og að þekkja fjöllin og öll helstu örnefni nánasta umhverfis. Aldrei bar heldur skugga á samstarf Heimis og föður okkar, sem hefur verið meðhjálpari í kirkjunni um árabil. Minnist sá síð- ai’nefndi sérstaklega ánægjulegra ferða sem hann fór með Heimi á hér- aðsfundi Amesprófastsdæmis. Fyrst og fremst kynntist ég Heimi í hlutverki þjóðgarðsvarðarins, sumrin sem ég vann í þjóðgarðinum og þjónustumiðstöðinni á Þingvöll- um. A þeim tíma var sú regla enn í heiðri höfð að Þingvallabærinn skyldi aldrei vera mannlaus, svo ef þau Heimir og Dóra þurftu bæði að bregða sér frá var kallaður til starfs- maður úr þjóðgarðinum til að vera heima á bæ á meðan, svara í síma og vera til taks til að leysa úr vanda gesta sem að garði bar ef á þurfti að halda. Símavakt var þessi vakt köll- uð, sem gjarnan var á síðkvöldum og misvinsæl meðal starfsmanna. Aldrei þurfti þó að leggja hart að mér að taka símavaktina og voru til þess þónokkrar ástæður. Fyrst ber þar að nefna að mér hefur alltaf liðið vel í Þingvallabænum, sem er svo sannarlega hús með sál. í öðru lagi voru þar ógrynnin öll af góðum bók- um, sem Heimir lagði mikla áherslu á að mér væri frjálst að grípa til og lesa á vöktunum. Sömuleiðis lét Dóra þess alltaf getið að nóg væri nú af matnum í ísskápnum, svo hvorki skorti líkamlega né andlega nær- ingu. Og síðast en ekki síst vora það oft svo góðar stundir þegar Heimir og Dóra komu heim. Því þó að þá hafi oft verið orðið framorðið og kannski réttast að ganga til hvílu og safna kröftum fyrir næsta dag, þá vildi það iðulega dragast, því um ótalmargt var að spjalla. Um atburði dagsins heima og heiman, um sameiginleg áhugamál okkar, sem vora lýðhá- skólahugsjónin, bókmenntirnar, saga Þingvalla og svo margt annað. Arin þeirra í Skálholti og þar áður við nám og störf í norrænum lýðhá- skólum, dvöl mín í dönskum lýðhá- skóla og í framhaldi af henni óslökkvandi áhugi á norrænum mál- efnum. Þessi kvöld era dýrmæt í minningunni. Eitt af síðustu embættisverkum Þingvallaprestsins var þegar hann kom heim að Heiðarbæ í mikilli ófærð 19. mars sl. og skírði Tryggva litla Kolbeinsson, en skömmu síðar veiktist Heimir. Eftir á að hyggja verður minningin um stundina sem við áttum með honum heima í stofu þennan dag okkur enn kærari. Um leið og við fylgjum Heimi til hinstu hvílu á Þingvöllum við Öxará vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar á Heiðarbæ I þakka honum samfylgd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.