Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGIÍR 25. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HEIMIR STEINSSON + Sr. Heimir Steinsson fædd- ist á Seyðisfirði hinn 1. júlí 1937. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. mai. „Ó, þú brostir svo blítt, og ég brosti með þér.“ Þessar ljóðlínur ötefáns frá Hvítadal víkja ekki frá mér vor- daginn langan á meðan rigningin grætur á glugganum og bros eru slokknuð. Fyrstu bemskuminningar mínar eru órjúfanlega tengdar Heimi. Hann passaði mig, ók mér um Öld- una í gamla barnavagninum sem kallaður var brunabíllinn vegna þess hve hávær hann var. Löngu eftir að ég hefði átt að vera komin úr þessum vagni var ég með í leikjum strák- anna, stóð í fararbroddi með rautt hárið slegið og Heimir við stýri. Seinna gengum við um túnin, mér fannst vatnasóleyjamar í skurðinum innan við Tungu fallegastar en man - ekki lengur hver vom blómin hans. Við tíndum sóleyjar og skreyttum borðstofuborðið heima. Svo fór hann í framhaldsskóla og ég beið ýmist eftir jólum eða vori, beið þess að hann kæmi heim, að húsið fylltist af hlátram, söng og spilinu hans. Stundum hélt ég að hann mundi brjóta orgelið, þá var hann svo sterkur, spilaði vals vonar- innar, sársaukans eða tríó sorgar- innar allt eftir því hvernig lá á hon- hlátur, glens og gaman. Svo lögðum við land undir fót eitt af öðra. Gangan sú gekk á ýmsa vegu. Ég kýs að halda mig við branabíl- inn en margir verða til þess að rifja upp aðra tíma. Við systkinin ornum okkur við minningarn- ar. Hafðu þökk fyrir allt, bróðir. Kristín Steinsdóttir. Milt vorregn strauk grasflötina við Útvarpshúsið á Efstaleiti þegar þangað barst fréttin um andlát Heimis Steinssonar fyirverandi út- varpsstjóra. Síðustu vikur höfðum við vitað að hverju fór, en þessi fregn kom samt eins og kaldur gustur inn í vaknandi vorið. I söknuði okkar ætt- um við þó að minnast þess að Heimir var maður Ijóss og sumars, og því var það í hans anda að kveðja einmitt á þeirri tíð þegar daginn lengir og grösin grænka. Snemma á Skálholtsárum sínum batt hann þessa Sumarósk í ljóð: Mættiégdeyjaívatnið undir logandi sumarsól milligrænnagrasa. Mætti ég stíga upp af vatninu og þéttast kumpánlega á himnum í kveðjuskyni yiir framandi landi. Mætti sterkur vindur bera mig þangaðsemvatniðfellur yfir heimbyggð mína alla. um. . Það var mikið sungið í Tungu. Eig- "inlega finnst mér að þar hafí alltaf verið sól og allir að syngja við orgelið hans pabba en auðvitað er það mis- minni. Mamma millirödd, pabbi ten- ór, Heimir bassi en við systurnar sópran sem var svo dauðans venju- legur og ómerkilegur í mínum huga. Mig dreymdi um að syngja bassa, sterkum rómi eins og hann, æfði mig á Gunnari og Njáli uppi á lofti, ósköp hjáróma en ætlaði þrátt fyrir allt að að æra ömmu... Stríðinn var hann og fljótur að fiska upp hvern karlkyns vina minna átti að nefna til þess að ég æpti á fermingaraldri. Þá vora ortir bragir og sungnir í passíusálmastíl, hurðum skellt, æpt og grátið en alltaf stutt í Varanleg minning er meitlub ístein. Si S. HELGASONHF ISTEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Nú hefur Heimir verið lagður í mold á þeim helga stað þjóðarinnar sem hann unni umfram aðra staði, við vatnið djúpa og tæra. Við trúum því að honum verði að ósk sinni. Fyr- ir okkur sem þekktum Heimi verður mynd hans og minning ævinlega tengd Þingvöllum og þar mun hon- um hvíldin vær. Ég heyrði Heimi Steinsson fyrst nefndan á menntaskólaáranum á Akureyri. Hann hafði numið við sama skóla alllöngu fyrr og getið sér orð fyrir námshæfileika. Raunar hafði hann stýrt skólablaðinu, ort í það og skrifað, eins og ég gerði í minni tíð. Þegar hann var rektor í Skálholti vakti hann athygli mína vegna snarprar greinar í Kirkjurit- inu um kristna trú, „Tilvera til dauða, trúin hrein“. Urðu út af henni harðar deilur og stóðu mörg spjót á Heimi, en hann varðist vel, enda rit- fær í besta lagi. Sjálfur taldi hann síðar að hann Legsteinar .t í Lundi SOLSTEÍNAK við Nýbýlaveg, Kúpavogi Sími 564 4566 hefði gengið fram af of mikilli hörku og ekki gætt tillitssemi í þessari um- ræðu og tjáir það raunar í einu ljóði sínu. Þetta má vel vera rétt, en hitt er víst að einarðar skoðanir eru illa séðar í þvi andrúmslofti moðsuðu og skoðanaleysis sem einatt kennir sig við frjálslyndi nú á dögum. Það var gaman að hitta Heimi í Skálholti og ekki síður á Þingvöllum eftir að hann gerðist þjóðgarðsvörð- ur. Ljóst mátti vera hve vel hann naut sín á þessum söguríku stöðum, enda var tilfinning hans fyrir sögu- legri helgi einkar næm og vel var hann máli farinn sem alþjóð veit. Enginn var betur til þess fallinn að leiða gesti um Þingvelli og kynna þeim sögu staðarins. - En kynni mín af Heimi vora langmest þann tíma sem hann gegndi starfi útvarps- stjóra. Þegar hann tók við því var ég í löngu leyfi erlendis, en jafnskjótt og ég kom til starfa í Útvarpinu aftur varð að samkomulagi að ég ritaði sögu Ríkisútvarpsins. Heimir hafði mikinn áhuga á því verki og var mér traustur bakhjarl allan þann tíma sem að því var unnið. Ætlunin var raunar að rekja söguna lengra til samtímans en varð, eins og fram kemur í formála Heimis að bókinni Útvarp Reykjavík, saga Ríkisút- varpsins 1930-1960. Hún kom út í júní 1997, hálfu ári eftir að hann lét af störfum við stofnunina. Það var okkur báðum gleðidagur. Áhugi Heimis og atbeini réðu því að þessi bók var skrifuð og hann samdi við Sögufélag um útgáfuna sem vel var staðið að í hvívetna. Við Heimir áttum oft samræður utan við dagsins önn í Útvarpshús- inu, um ýmis sameiginleg áhugamál, bókmenntir, kirkju og trú og almenn menningarmál að fornu og nýju. I viðkynningu reyndist hann býsna ólíkur því sem ég hafði fyrirfram ætlað. Skrif hans sum gátu bent til þess að hann væri harðskeyttur maður, öfgafullur og jafnvel ófyrir- leitinn. En því fór fjarri. Heimir Steinsson var ljúfmenni, góðviljaður og sanngjarn og alveg laus við pers- ónulega áreitni. Hann var víðsýnn, hrifnæmur og kyrrlátur unnandi fegurðar, fræða og menningarverð- mæta. En slíkt hugarþel hrekkur skammt þegar staðið er áveðurs á bera svæði. Heimi skorti kannski þegar til kom þá tillitslausu hörku sem stundum er krafist af þeim sem háar stöður skipa. Það er alkunna að útvarpsstjóra- árin urðu Heimi örðug á ýmsa lund. Hann kom að stofnuninni án þess að þekkja innviði hennar að ráði, en með góðan hug og vilja til að halda merki hennar hátt á loft sem menn- ingarstofnunar. Og það gerði hann. En hann var- aði sig ekki á þeim annarlegu póli- tísku veðram sem jafnan næða um slíka stofnun, helsta fjölmiðil lands- ins, og hafa gert frá öndverðu, eins og lesa má um í sögu Ríkisútvar- psins. Heimir var kvaddur til mikill- ar ábyrgðar sem útvarpsstjóri. Þeim sem það gerðu bar auðvitað að standa þétt að baki honum og ekki síður nánustu samstarfsmönnum innan stofnunar. Sú var efalaust sár- ust raun Heimis að þessir aðilar skyldu bregðast honum þegar mest á reið. Sjálfur hafði hann hug á að gera á prenti grein fyrir sínu sjónarmiði í þeim átakamálum sem upp komu. Úr því varð ekki. En einhvern tíma verður saga Ríkisútvarpsins í stjórn- artíð Heimis Steinssonar skráð. Þá mun það sannast að allar hans gerðir stjórnuðust af hollustu í garð stofn- unarinnar og samstarfsfólksins og einlægum vilja hans til að hún yrði áfram sú brjóstvöm íslenskrar menningar sem hún á að vera. Jafn- víst er hitt að það var ekki umhyggja fyrir Ríkisútvarpinu og stöðu þess sem réð ferðinni hjá þeim valds- mönnum sem harðast gengu fram gegn Heimi og ákvörðunum hans í stöðu útvarpsstjóra. Heimir Steinsson hvarf frá Ríkis- útvarpinu og tók aftur við starfi á Þingvöllum. Ég hugði gott til að hitta hann eins og fyrram á þeim slóðum þar sem hann undi sér best. En nú hallaði ört undan fæti. Hann veiktist í fyrra og var lengi að ná sæmilegri heilsu. A síðastliðnu hausti kom hann á ný til starfa. En þegar vor- vindarnir blésu yfir vatnið og vellina tæmdist stundaglas Heimis. Hann lifði það ekki að halda þjóðhátíð og fagna þúsund ára kristni sem staðar- haldari á Þingvöllum. En við eram þess fullviss að andi hans verður þar nálægur í sumar og framvegis. Að leiðarlokum þakka ég honum af heil- um hug alla vinsemd í minn garð og votta Dóra og fjölskyldunni samúð á sorgarstund. Guð blessi Heimi Steinsson og allt sem honum var kært. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Hvað ertu líf nema litur, ljósblettir ótal. A dauðasæ lygnum er leiftra í lífsólarskyni, hví ertu lífröðull ljósi svoljúfurogfagur? Hví ertu helsærinn kyrri svohulinnogdjúpur? (Steingr. Thor. Mér er ljúft og sárt í senn að setja nokkur orð á blað til að minnast vin- ar míns og bróður, Heimis Steins- sonai-. Ljúft vegna hinna opnu og sönnu kynna sem við áttum - sárt, sem og öllum öðram, að njóta hans ekki lengur. Heimir var maður hugmyndaríkis, skáldskapar og málsnilldar, þar sem móðurmálið leiftraði í tignríkri feg- urð. Albezt þótti mér honum þó tak- ast, er hann talaði undir beram himni á Þingvöllum. Hann var maður Þingvalla, og tjáði mér, að þar fyndi hann sig vel heima og liði hvað bezt. Þingvellir vora bezti ræðustóllinn hans. Þar sveif hann í mestu málfars- litríki í stíl við stórfengleik staðarins og tign. Og þó ekki væri hann flug- maður í venjulegum skilningi, var hann eigi að síður flugmaður. Hann var „hugarheims-flugmaður“ og þegar hann tók flugið, þótt mér jafn- an ljúft að fá far með honum. Það var á fjórþættu sviði að leiðir okkar lágu saman. í fyrsta lagi kynntumst við sem skólamenn - kennarar og skólastjór- ar, samhuga um, að kennsla og skólastjóm séu hugsjónastörf, sem aldrei megi verða nokkuð annað. í öðra lagi sem guðfræðingar, kennimenn og prestar, með Krist sem hinn eina, sanna grandvöll allr- ar trúar og siðfræði. I þriðja lagi sem reglubræður hárra hugsjóna um kristlega mann- rækt og göfgi. Öll vora þetta heilsteypt, gagn- kvæm og auðgandi kynni - enda hann harla heilsteyptur, hreinskipt- inn, sannur og traustur í einu sem öllu - mikill mannvinur. I fjórða lagi bar okkur saman á sviði söngsins, þar sem við fengumst ofurlítið við karlakórssöng. Sagt er, að ekkert opni og sameini hugi manna svo sem söngur gerir. Þetta er ofurskiljanlegt og hárrétt í senn, því til þess að syngja, og syngja vel, verður að opna hugar- heiminn til innstu inna til skilnings á tónum og texta, og síðan í túlkun hvoratveggja sameiginlega. Þetta er leiðin til söngs, til söngtúlkunar, söngáhrifa, söngfagnaðar og ekkert minna. Þessa opnu leið leggur tón- listin sjálf frá einum hugarheimi til annars, og það er eftir henni, sem maður skynjar mann nánast, dýpst og bezt. Ég hygg, að einmitt á þessu sviði hafi ég kynnst og lesið hugarheim míns kæra bróður hvað bezt, því standandi augliti til auglitis sem stjórnandi og söngvari í næmri túlk- un verður engu leynt. Þar er allt gef- ið, allur tilfinningaheimurinn opinn. Heimir unni sönglist, enda alinn upp við mikið sönglíf allt frá bemsku. Hann lifði sig gjörla inn í það sem sungið var og söng af hjart- ans list. Raddsvið hans var vítt, röddin hljómdjúp og einkar yfirtón- arík, en naut sín þó hvað bezt á lægra tónsviðinu. Stóra C (djúpa C) var honum ekkert vandamál með fullum, vel kringdum tóni, og neðan þess átti hann nokkra ljúfa djúptóna. En þó röddin hans sé nú kvödd til þagnar hér, mun hún óma því fegurri á æðra sviði. Kæra Dóra, Þórhallur og allir aðr- ir ástvinir. Við hjónin sendum ykkur innilegustu samúðar- og vinakveðj- ur. Minningaljóminn lýsir langt ofar harmi og trega í vonarvissunni um endurfundi á landi lifenda. Guð blessi ykkur öll og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. í mínum huga hefur sr. Heimir ekki skroppið langt. E.t.v. sitjum við saman og skeggræðum ljóðin okkar að „heiman“ og fjöllin blá, en Ijóða- eldmóð áttum við sameiginlegan. Það er skrítið til þess að hugsa að það eina sem sameinar okkur nú era nýútkomin ljóð: Raddir að austan. í gamla daga skiptumst við á umslög- um, auðvitað um ljóð, lífið og tilver- una. En manni eins og Heimi verða ekki gerð skil í mörgum minningar- greinum. Slík var persóna hans og slíkt lífshlaupið. Minning þín mun lifa, kæri vinur. Drottinn leggi líkn með þraut. Mættiégdeyjaívatnið undir logandi sumarsól milligrænnagrasa. Mætti ég stíga upp af vatninu og þéttast kumpánlega á himnum í kveðjuskyni yfir framandi landi. Mætti sterkur vindur bera mig þangað sem regnið fellur yfir heimsbyggð mína alla. (H.S.) Karlína Hólm. Við stöllurnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Heimi er við unnum hjá honum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Reyndar höfðu foreldr- ar okkar beggja kynnst þeim hjónum á unglingsáram sínum þegar mæður okkar sátu á skólabekk með Dóra og faðir annarrar okkar var með Heimi í Menntaskólanum á Akureyri. Það var alltaf yndislegt að koma til þeirra hjóna á Þingvöllum því að samhentari hjón höfðum við sjaldan hitt. Á messudögum sá Heimii- um messuna og svo sá Dóra um kaffi- borð á eftir, ávallt hlaðið kræsingum. Á öllum tímum vora dyrnar hjá þeim opnar og í sameiningu tókust þau á við hvern þann atburð er komið gat upp. Heimir hafði lag á því að laða það besta fram í starfsfólki sínu. Hann gerði ótrúlega miklar kröfur til sjálfs sín sem smitaði okkur hin og við upp- götvuðum að við gátum svo miklu meira en við sjálf höfðum gert okkur grein fyrir. Hann kom fram við alla sem jafningja og ef eitthvað kom upp á í sambandi við starfið eða annað þá vai- það bara rætt og leyst úr málun- um í rólegheitunum. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur þrátt fyrir að það lengdi vinnudaginn hans oft fram á rauða nótt. Enginn var fróðari um Þingvelli en Heimir, að manni fannst. Hann þekkti hverja þúfu og hvern stein og hann hafði yndi af að segja fólki frá því sem þarna hafði gerst. Hann varð líka hálfhneykslaður á okkur stöllun- um fyrir þekkingarleysi okkar á staðháttum þegar við fyrst hófum störf á Þingvöllum, og setti sér tafar- laust það markmið að bæta úr þeirri vankunnáttu okkar. Hann fór með okkur í bíltúr um garðinn og nafn- greindi fjöll og heiðar. Annarri okkar fannst hún vera bráðsniðug að muna nafnarununa eftir ljóðinu „... Ár- mannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar, og hraunið fyrir sunnan Eyktarás." En þegar til átti að taka, nokkrum dögum síðar, verð- ur Heimir ansi furðulegur á svipinn þegar daman byrjar að þylja upp ,AkrafjaH og Skarðsheiði..." Hún hafði því miður tekið vitlaust ljóð og „Vorkvöld í Reykjavík" var víst ekki alveg það rétta. Heimi var bráð- skemmt þegar skýringin kom í ljós og þótti mikið til um svo ljóðræna að- ferð til að muna hluti. Hann benti þó réttilega á að betra væri að muna rétt ljóð hverju sinni. En við lærðum og nutum tilver- unnar, þessi fáeinu sumur sem við unnum í þjóðgarðinum á Þingvöllum undir leiðsögn Heimis. Og einnig seinna meir þegar Heimir gifti aðra okkar heima í stofu á Þingvöllum. Það var yndisleg stund á þeim stað sem við þekkjum svo vel og þykir svo vænt um. Blessun Heimis var okkur mikils virði. Heimir setti mikinn svip á líf okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.