Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 13
MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 13 FRÉTTIR Doktor í rafmagns- verkfræði • ANNA Þórdís Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína við Tækniháskólann í Darmstadt, Þýskalandi. Heiti ritgerðarinnar er: „New Concepts for Submillimet- re-Wave Power- Generation Us- ing Resonant- Tunnelling Diodes“. Leið- beinandi við gerð verkefnisins var prófessor doktor Eng. dr. h.c. mult. Hans L. Hartnagel. And- mælandi var prófessor dr. rer. nat. Arno Kostka. Rafsegulbylgjur með tíðni á bilinu 400 GHz til 3 THz koma að notum við rannsóknir í útvarpsstjörnu- fræði, við litrófsgreiningu efna og til að sýna fram á tilvist ákveðinna sameinda í lofthjúpi jarðar. I flestum tilfellum er um kerfi að ræða þar sem merki frá sveifluvaka með fastri tíðni er blandað saman við merki frá því sem verið er að mæla, t.d. gas- sameindum. Við blöndunina verður til merki sem hefur tíðni sem sam- svarar millitíðni (intermediate fre- quency) hinna merkjanna tveggja. Dæmi um sveifluvaka sem gefa frá sér eins háa tíðni og hér um ræði eru gasleysar, Gunnsveifluvakar með tíðnimargföldurum og rásir sem innihalda resonanssmugdíóður (double-barrier resonant-tunnelling diodes: DBRTD). Gasleysar hafa verið notaðir til að framleiða rafsegulbylgjur í efri hluta tíðnibilsins. Á þeim er sá galli að þeir eru þungir, plássfrekir og þarfnast mikillar orku. Á tíðnibilinu 400 GHz til 800 GHz hefur þeim möguleika verið beitt að nota Gunn-sveifluvaka til að framleiða 100 GHz sveiflu og margfalda tíðnina með því að not- færa sér ólínulega hegðun Schottky- díóða. Þriðji möguleikinn er sá sem rannsakaður var í framangreindu doktorsverkefni. Hann felst í því að nota svokallaðar resonanssmugdíóð- ur til að búa til grunnsveifluna beint við þá tíðni sem óskað er eftir, t.d. 600 GHz. DBRTD er skammtafræðilegur rásahluti (quantum-electronic dev- ice). Vandamálið við sveifluvaka sem nota DBRTD er að þeir gefa frá sér mjög lítið afl. Markmið verkefnisins var að finna leiðir til að hámarka það afl sem hægt er að ná út úr slíkum sveifluvökum og rannsaka nánar hvar mörkin liggja. Við útreikninga á kennOínu voru Schrödinger- og Poissonjöfnurnar leystar tölulega. Vegna margra góðra eiginleika varð efniskerfið InAs/AlSb/InAs/AlSb/ InAs fyrir valinu. Ferli var þróað til að framleiða DBRTD úr þessu efnis- kerfi. Niðurstöður tilrauna þar að lútandi eru kynntar í ritgerðinni. Ritgerðin inniheldur rásafræði- lega umfjöllun um leiðir til að auka afl í umræddum sveifluvökum og áhrif þeirra leiða á hámarkstíðni og hámarksafl sveifluvakans. Gefið er yfirlit yfir öll þau DBRTD-smá- og stórmerkislíkön sem höfðu verið birt í fagtímaritum fram að þeim tíma er skrifum rit- gerðarinnar lauk. Þar sem ekkert þeirra líkana sem til staðar voru reyndist nothæft til útreikninga á hegðun heildaiTásarinnar, var nýtt stórmerkislíkan þróað. Anna Þórdís er meðal höfunda rúmlega tuttugu greina sem hafa verið kynntar á ráðstefnum og birtar í virtum fagtímaritum. Foreldrar Önnu Þórdísar eru Sigrún Óskars- dóttir og Sigurður Albert Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Grasa- garðs Reykjavíkurborgar. Anna er gift Rainer Lischetzki, sem einnig er rafmagnsverkfræðingur. Þau eiga tvo syni: Jón Jökul og Óskar Leó. Anna Þórdís lauk stúdentsprofi frá eðlisfræðideild Menntaskólans við Sund vorið 1986 og hóf nám í raf- magnsverkfræði við Háskóla Islands sama ár. Haustið 1989 hélt hún utan til náms við Tækniháskólann í Darmstadt, Þýskalandi með ra- feindatækni fastra efna (Festkörp- erelektronik) sem aðalnámsgrein. Hun lauk diplómaprófi þaðan vorið 1993. Sumarið 1993 hóf hún störf við „Institut fur Hochfrequenztechnik" við sama háskóla. Þar starfaði hún þar til fjölskyldan fluttist til Eng- lands haustið 1999. Anna starfar nú við hönnun heildaðra analogrása hjá fyrirtækinu ST Microelectronics í Englandi. Netfangið hennar er: anna.sigurdardottir@st.com. Kringlan 4-12, sími 533 5500. að gera við malbikið. BMW X5 verður kominn um næstu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.