Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 32

Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 SAN FRANCISCO-BALLETTINN MORGUNBLAÐIÐ Svanavatn Helga Tómassonar og San Francisco-ballettsins er langviðamesta danssýning sem sett hefur verið upp her á landi „Þetta er það sem ég kann - og kann vel“ San Francisco-ballettinn sýnir uppfærslu Helga Tómassonar á Svanavatninu í Borg- arleikhúsinu um helgina og komast þar færri að en vilja en þetta er langviðamesta danssýning sem sett hefur verið upp hér á landi. Margrét Sveinbjörnsdóttir mælti sér mót við Helga yfír kaffibolla á Hótel Borg einn rigningarmorgun í vikunni og ræddi við hann um ballettinn. HELGI Tómasson, sem hefur verið listrænn stjórnandi San Francisco-bailettsins síðastliðin fímmtán ár, gleðst mjög yfír því hafa fengið tækifæri til taka þátt í Listahátíð í Reykjavík. „Það var alveg sérstaklega mikil- vægt fyrir mig að vera boðið að koma hingað með flokkinn og ég er þakklátur fyrir að af því gat orðið, því það er svo sjaldan sem Islend- ingar hafa möguleika á að sjá það sem ég er að fást við,“ segir Helgi. yE>að er mjög sjaldan sem ég hitti Islendinga, helst er það einstaka sinnum að það komi Islendingar á sýningu hjá okkur í San Francisco og spyrji eft- ir mér baksviðs að henni lokinni. Þetta hefur verið mirin starfsferill í fímmtán ár og hefur geng- ið alveg stórkostlega vel, svo það er gam- an fyrir mig að geta sýnt Islendingum þó ekki væri nema smásýnis- horn af því sem ég hef verið að gera,“ heldur hann áfram. Fyrir tíu árum kom Helgi hingað til lands með hluta af dans- flokknum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur með svo að segja allan flokkinn. Um 50 dansarar taka þátt í sýningunni, fyrir utan lið 20 tækni- og aðstoðarmanna. Að auki taka þátt tólf ungir nem- endur Listdansskólans, stúlkur á aldrinum 9-11 ára, sem hafa að undanförnu æft af kappi undir stjórn kennara síns, Helenu Jó- hannsdóttur. Svanavatnið alltaf vinsælt Koma San Franeiseo-ballettsins hingað til lands er eitt af höfuð- samstarfsverkefnum Listahátíðar og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 en sérstakur bakhjarl viðburðarins er Lands- banki Islands. Fyrsta sýningin verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld, tvær á laugardag og tvær á sunnudag og komast færri að en vilja - en miðar seldust upp á fjór- um klukkutímum á fyrsta degi for- sölu. Helgi setti Svanavatnið fyrst upp í San Francisco árið 1988 og hefur uppfærslan æ síðan notið mikilla vinsælda og farið víða. „Svanavatnið er alltaf mjög vin- sælt, alveg sama hvar er,“ segir Helgi. Ballettinn Svanavatnið, við tón- list Pjotr Íljítsj Tsjajkovskís, var frumfluttur í Bolsjoi-leikhúsinu í Moskvu árið 1877 og var danshöf- undurinn Julius Reisinger. Árið 1895 frumsýndi svo Maryinskíj- leikhúsið í Pétursborg útgáfu Pet- ipa og Ivanov. Síðan hafa margii- kunnir höfundar gert sína útgáfu af ballettinum. Um endursköpun Helga á þessum klassíska ballett hefur verið sagt að hún sé fast- heldin á hefðir verksins og rætur en um leið sé hún sniðin að þörfum nútímadansflokks. „Eg held náttúrulega sög- uþræðinum - honum hef ég ekkert breytt,“ segir Helgi, sem kveðst hafa gert mestar breyting- ar á fyrsta og fjórða þættinum g fært verkið nær okkur í tíma. Fyrsta þáttinn endurskapaði hann algjörlega, en gerði einungis smávægilegar breytingar á öðrum þætti. Þriðja og fjórða þáttinn sameinaði hann, hélt sumu í hinum þriðja en samdi fjórða þáttinn alveg upp á nýtt. Hér er á ferð langstærsta og viðamesta danssýning sem nokkur- ntíma hefur verið sett upp á Is- landi. Helgi segir að vissulega sé svið Borgarleikhússins í minna lagi fyrir uppsetninguna en er þó fullur bjartsýni á að allt muni ganga upp. Því til stuðnings nefnir hann að á árunum 1996-1997 hafi dansflokk- urinn þurft að fara út úr óperu- húsinu í San Francisco í hátt á annað ár vegna viðgerða eftir jarðskjáiftann mikla og þá hafi hann þurft að gera sér að góðu minni hús. Sjálft óperuhúsið er gríðarstórt, tekur um 3.200 manns í sæti, en eitt þeirra leikhúsa sem dansflokkurinn sýndi í meðan á viðgerðunum stóð var einmitt á stærð við Borgarleikhúsið. „Fólk var hrifið af því að geta verið svona nálægt dönsurunum og séð þann kraft sem þarf til þess að dansa,“ segir Helgi og bætir við að návígið hafi líka verið spenn- andi og ögrandi fyrir dansarana. Mikil ljós og litir og dansandi og stökkvandi fólk Ekki er úr vegi að fá Helga til Morgunblaðið/Ami Sæberg Helgi Tómasson kveðst vera afar þakklátur og glaður yfir því að hafa fengið tækifæri til að koma með San Francisco-ballettinn til Islands. að rifja upp sín allra fyrstu kynni af ballettinum. Þá var hann ekki nema fimm ára gamall peyi í Vest- mannaeyjum. „Móðir mín og systir hennar höfðu farið á ballettsýn- ingu en þar voru komnir nokkrir sólódansarar frá Konunglega danska ballettinum. Þær fóru heim og náðu í mig í hléinu, því þær héldu kannski að ég myndi hafa gaman af þessu,“ segir hann og brosir við tilhugsununa. „Eg sá sem sagt seinni helming sýningar- innar og það varð til þess að ég smitaðist - og hingað er ég kom- inn!“ segir Helgi. „Eg man eftir miklum ljósum og miklum litum í Ijósum og búningum - og fólki sem var dansandi og stökkvandi." Lita- dýrðin og hreyfingarnar heilluðu piltinn unga og eftir það varð ekki aftur snúið. „Eftirlætissonur snýr til baka“ var fyrirsögn á viðtali við Helga í The New York Times á dögunum í tilefni af frumsýningu á nýju verki hans, Prism, sem hann samdi fyrir New York City-dansflokkinn, þar sem hann dansaði í fimmtán ár áð- ur en hann flutti sig um set til San Franciseo. Og ekki kæmi á óvart þótt viðlíka orð myndu falla hér á landi á næstu dögum í tengslum við hingaðkomu Helga með dans- flokk sinn. En hvernig var að koma aftur til New York eftir svo langa fjarveru? „Það var alveg stórkostlega gaman. Nú eru fimm- tán ár síðan ég hætti að dansa og fór frá New York. Ég fékk afskap- lega hlýjar móttökur og það var mjög gaman að sjá sitt eigið verk sýnt í þessu leikhúsi þar sem ég dansaði svo lengi. Það var eigin- lega eins og að koma heim,“ segir Helgi - sem enn á ný er kominn heim, að þessu sinni alla leið til ís- lands. Dansflokkur á heimsmælikvarða „Mér finnst alveg sérstaklega gaman að vera kominn hingað með dansflokk sem ég stjórna og hef byggt upp. Ég hef valið hvern ein- asta dansara í þennan ílokk og hann er orðinn mjög góður - á heimsmælikvarða. Það er deilt um hvort hann sé sá albesti í Banda- ríkjunum - og ég leyfi fólki að deila um það, ég get ekki blandað mér í þá umræðu,“ segir hann hóg- vær. Að loknum sýningunum hér á landi um helgina halda dansararnir til síns heima í sumarfrí en Helgi tekur stefnuna á meginland Evrópu, þar sem hann mun eiga viðræður við danshöfunda, líta á leikhús og undirbúa jarðveginn fyrir sýningar dansflokksins á þeim slóðum á næsta ári. „Við verðum með sýningu í gamla óp- eruhúsinu í París í maí á næsta ári og svo kemur til greina að við för- um víðar um Evrópu í framhaldi af því; svo sem til Spánar og Ítalíu," segir Helgi, sem vitanlega mun einnig nota tækifærið og sjá ball- etta sem víðast á ferðum sínum. „Maður verður að fylgjast með af opnum huga. Það er í mörg horn að líta því ég sé alveg um feril næstum því sjötíu dansara - það er undir mér komið hvernig þeim gengur og hvað þeir dansa, ég ræð hvert við förum, hvað verður sýnt, hverjir eru ráðnir og hverjir eru látnir fara,“ segir Helgi. Á herðum hans hvílir þannig gífurleg ábyrgð - en skyldi honum aldrei finnast sú ábyrgð fullþung og mikil? „Vissu- lega er ábyrgðin mikil. En þetta er það sem ég kann - og kann vel. Og maður gerir það sem þarf að gera.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.