Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNÐLABIÐ Helg’um okkur stað í hverri borg ✓ I Helsinki verður frumsýnt í kvöld dans- verk þar sem listamenn þriggja menningar- borga Evrópu árið 2000 taka höndum sam- an. Erna Omarsdóttir dansari er íslenski þátttakandinn og Hávar Sigurjónsson sló á þráðinn til hennar í tilefni dagsins. EITT af þeim verkefnum sem menningarárið 2000 hefur alið af sér er fjöllistaverkefni með þátttöku listamanna frá þremur menningar- borgum, Brussel, Helsinki og Reykjayík. Það eru dansararnir Erna Omarsdóttir frá íslandi og Riina Saastamoinen frá Finnlandi Okkar verð kr. 2.795- Við reiknum efnisþöriina og veitu þér fnglegnr róðleggingnr um vinnu ú viðnum Grensásvegi 18 s: 581 244^ Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Þú ffærð nllar helstu fúavarnartegundir hjó Litoveri, Grensásvegi Kjörvari 14 4 Itr. - gegnsær Verð kr. 5.376- Okkar verð kr.' Texolin 4 Itr. - þekjandi kr. 3.447- Okkar verð kr. 2.75S* Woodex llltra 2.5 Itr.- gegnsær Verð kr. .509- Okkar verð kr. 2.1 33“ Sólignum 5 Itr.- þekjandi Verð kr. 3.493- Erna Ómarsdöttir ásamt Cameron Corbett í verkinu „Krossgötur" eftir Sveinbjörgu Þórhallsdöttur sem sýnt var í Reykjvik fyrr í vetur. ásamt arkitektinum og hönnuðinum Eric Pringels og hljómsveitinni Martians go home sem eru höfundar verksins. Það verður frumsýnt í Helsinki í kvöld en síðan sækir hóp- urinn heim hinar tvær borgirnar síðar á árinu. Erna Ómarsdóttir er ungur og efnilegur dansari sem hefur þegar getið sér mjög gott orð í danslistinni í Belgíu þar sem hún stundaði nám við hinn þekkta skóla PARTS í Brussel og útskrifaðist þaðan 1998. Hún hefur tekið þátt I tveimur sýn- ingum leikstjórans, danshöfundar- ins og myndlistarmannsins Jans Fabre sem er einn þekktasti leik- húsmaður Belgíu og í apríl sl. hlaut sýning hans viðurkenningu á Suður- amerísku leiklistarhátíðinni sem haldin er árlega í Bogatá í Colombíu og er ein stærsta slíka hátíð sem haldin er þar í álfu. Erna tók þátt í þeii-rí sýningu, sem verður jafn- framt eitt af framlögum Belga til heimssýningarinnar í Hannover nú í júní „Eg hef verið mjög heppin með verkefni síðan ég útskrifaðist,“ segir Erna en auk þess sem að ofan er talið hefur hún tekið þátt í sýning- um hópsins Dansleik- hús með EKKA sem vakið hefur verðskuld- aða athygli hér heima með sýningum sínum. Erna sagði í samtali við Morgunblaðið þar sem hún er stödd í Helsinki að hugmynd- in að baki menningar- borgasýningunni væri fólgin í þvi að finna staði í borgunum þremur sem væru nán- ast óþekktir. „Við vild- um finna staði sem enginn hefði veitt eftirtekt. Við fór- um til borganna þriggja í fyrra í þessu skyni og skoðuðum þær með þetta í huga. I Reykjavík varð hafn- arsvæðið fyrir valinu og mér fannst sjálfri merkilegt að uppgötva ýmsa staði í borginni sem ég þekkti ekki, þótt ég sé þar uppalin." Erna segir að þau sæki innblástur í rúss- nesku kvikmyndina Stalker eftir Tarkovskí og tónlistin sé byggð á sönglínum frumbyggja Ástralíu. „Frumbyggj- arnir helguðu sér svæði með því að fara um þau syngjandi og við gerum hið sama á okkar hátt; finnum okkur stað í borgunum og helgum okkur hann. Hér í Helsinki sýn- um við á auðu svæði fyrir utan bílageymslu en færum okkur síðan inn í geymsluna og leik- um seinni hlutann þar. Sýningin tekur mikið mið af staðsetningunni og við erum við æfingar á hverjum stað í viku áður en við frumsýnum. Við leyfum staðnum að hafa áhrif á okkur og kannski verða til ný atriði á hverjum stað. Sýningin verður því ekki nákvæmlega eins í borgunum þremur þótt grunnurinn sé alls stað- ar sá sami.“ I Helsinki verða þrjár sýningar, 25., 26., og 27. maí, síðan verður sýnt í Brussel 26.-28. ágúst og hér í Reykjavík verður sýnt 1.-9. septem- ber en endanleg ákvörðun um sýn- ingardagana liggur ekki fyrir að sögn Ernu. Eftir það verður sýnt í Marseille í Frakklandi í lok septem- ber en á þessu stigi hefur ekki verið ákveðið hvort sýnt verður víðar. Erna þarf þó ekki að kvíða verk- efnaleysi því sýning Jans Fabre verður á ferð um Evrópu þvera og endilanga í sumar, eftir heimssýn- inguna í Hannover 14.-18. júní verð- ur sýnt í París, Berlín og Stokk- hólmi og vafalaust eiga fleiri stórborgir eftir að bætast í hópinn áður en lýkur. Erna Ómarsdóttir dansari. Aströlsk leiksýning markar upphaf hátíðarinnar Hinsegin dagar Einleikur um karlmennskuna í kvöld verður sýnd í íslensku óperunni ástralska leiksýningin Go by Night eftir Stephen House. Stephen Sheehan hefur farið víða um heim með sýninguna og hvar- vetna hlotið góðar viðtökur en sýningin markar upphaf hátíðarinnar Hinsegin dag- ar sem hefst í Reykjavík í kvöld. Morgunblaðið/Sverrir Stephen Sheehan leikari frá Ástralíu. STEPHEN Sheehan er Ástrali og búsettur í Adelaide þar sem hann hefur starfað að leiklist undanfarin ár. Go by Night er sagður kraft- mikill og ögrandi einleikur, sem fjallar á áleitinn hátt um líf ungs manns í Ástralíu, Johnny boy, en hann er hörkutól og hommi af verkamannastétt. Verkið rekur ör- væntingarfulla og hættulega leit Johnny að sjálfum sér, en við fylgj- um honum á því ferðalagi og end- um á götum Sidney. „Verkið fjallar um þörf okkar allra fyrir hlutverk í lífinu. Það fjallar um þörfina fyrir að vera elskaður og það fjallar um karlmennskuna," segir Stephen í samtali við blaðamann. Höfundur- inn er ungur Ástrali, Stephen Hou- se og þeir nafnar hafa báðir fengið frábæra dóma; House fyrir verkið og Sheehan fyrir túlkun sína á Johnny boy. Leikstjóri er Nick Gill og tónlist er samin af George Kall- ika. Verkið hefur farið víða í Ástr- alíu og var nú síðast sýnt á Mardi Gras-hátíðinni í Sidney. Sheehan frumsýndi Go by Night fyrir þremur árum og hefur sýnt það víða síðan víðsvegar um Ástr- alíu en einnig í Bretlandi, þar sem hann sýndi í Gill leikhúsinu, þar sem Felix Bergsson sýndi Hinn fullkomna jafningja fyrr í vor. „Ég hef unnið með ýmsum leik- hópum og leikið í kvikmyndum auk þess að sýna Go by Night,“ segir Sheehan, sem margir kannast ef- laust við í hlutverki Roger Woodward, keppinautar hins ein- staka píanóleikara úr kvikmynd- inni The Shine. „Það var skemmti- legt hlutverk og þar segi ég við hinn unga Helfgott um píanóleik- inn að hann sé „blóðug glíma.“ Hið sama má segja um efni Go by Night. Þar er sagt frá baráttu Johnny boy upp á líf og dauða og þó endir verksins sé ekki beinlínis jákvæður þá er hann raunsær. Sumir hafa sagt að þetta sé ekki verk um homma heldur eiturlyfja- neytanda. Hvorutveggja er rétt þar sem þetta er saga eintaklings sem er bæði hommi og eiturlyfja- neytandi. Hann endar á götunni sem klæðskiptingur og dregur fram lífið á vændi. Þetta er ekki falleg saga en hún er raunsæ." Þegar gluggað er í gagnrýni ástr- alskra fjölmiðla um sýninguna vek- ur einmitt athygli að höfundinum er hrósað fyrir frábærlega vel skrifaðan texta; hann er sagður ljóðrænn og grófur í senn. Sheehan undirstrikar þetta og segir að feg- urð verksins sé einmitt fólgin í þessu. „Þetta er saga eins manns og House segir hana frábærlega vel. Þegar ég var beðinn að koma í prufu fyrir hlutverkið fann ég strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi leika og linnti ekki látum fyrr en mér tókst að fá hlutverkið." Þar sem verkið fjallar um homma verður spurningin um hvort þetta sé leikrit fyrir homma áleitin. „Ég hef sýnt þetta á hátíð- um sem samkynhneigðir hafa stað- ið að og í þeim skilningi hefur það náð til fleiri samkynhneigðra en gagnkynhneigðra. Þetta er líka saga um pilt sem hrekst burt úr því samfélagi sem hann elst upp í vegna þess að hann er hommi og reynir að fóta sig í nýju umhverfi. Samt er sá raunveruleiki sem verk- ið lýsir ekkert dæmigerður fyrir homma í Ástralíu. Ég held að verk- ið hafi einnig mun breiðari skír- skotun en svo að einungis samkyn- hneigðir hafi skilning á þeim aðstæðum sem þarna eru dregnar upp. Aðeins verður þessi eina sýning á Go by Night í tengslum við opn- unarhátíð Hinsegin daga, fimmtu- daginn 25. maí en hátíðin fer einnig af stað með sýningu Felix Bergs- sonar á Hinum fullkomna jafningja sem vakti mikla athygli í London fyrr í vor eftir góðar viðtökur hér heima í fyrravetur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.