Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 2
50 Ó Ð I N N Sigurjón var maður fjesæll og kunni vel með að fara, þólt laus væri hann við ógirnd og aura- sýki; áhugi hans og starfshvöt áttu sjer alt aðra rót. Hann gat ekki á sjer setið fyrir athafnalöng- un. 1 lionum spriklaði fjörfiskur manndáðar og Varphólmi í Laxá. atorku. Eftir að hann settist í helgan stein og þaullas sálmabókina og Nýja testamentið, ræddi hann þó um nauðsyn manndáðar og gladdist mjög, ef frjeltir bárust af velmegun í einhverri átt. Hann hafði fjörgamall ávalt eitlhvað fyrir stafni og var afarspurull um daginn og veginn. Sigurjón hafði stálminni fram á grafarbakkann og sagði frá, svo að atburðirnir urðu Ijóslifandi. Hann talaði mest um gleðilega atburði og frain- kvæmdir og þá menn, sem veigamiklir voru. »Ljót er lystin í Bakkus!« sagði hann við mig stundum. »En gaman að bragða staup fyrir þá, sem kunna með að fara«, og svo hló liann. »En þeir sem ekki kunna sjer hóf, eiga að fara mína götu og steinhætta að bragða það«. »Já, hvernig gekk það til Sigurjón, að þú steinhættir, viltu segja mjer þá sögu?« Þá bljes gamli maðurinn og púaði við. »Já, það er nú saga, að segja frá því«. Jeg var búinn að reyna og reyna, hætta hvað eftir annað og halda út hálfan mánuð. Og Snjólaug mín búin að leggja að mjer oft. En freistingin sigraði mig. Svo var það einu sinni, að Snjó- laug lagðist á sæng og engin Ijósmóðir nærri. Þá lá jeg í ölæði. Og það var nú Ijótt athæfi. En samvitskan vakti þó, og jeg var eins og á nálum. Þá bar að garði Pjetur í Reykjahlíð, drukkinn, en hann var stálheppinn yfirsetumað- ur. Jeg geri honum orð út að finna mig inn. Og Pjetur kemur, og jeg bið hann að sitja yfir konu minni. Og þá rann af honum í einu augnabliki. Og þá hjet jeg því, að nú skyldi jeg steinhætta, ef alt ta»kist vel. Og þá fæddist Líney mín (í Görðum, prestsfrú). Og síðan hef jeg ekki vætl varir mínar í víni«. — Þá hafði Sigurjón haldið lieit silt í 40 ár, en þó átt og veitt vín geslum sínum, og haft af því mikla ánægju. Gestrisni Sigurjóns ó Laxamýri var hvorki hölt nje blind og ekki einfætt. Svöngum gestum, þ. e. fátækum mönnum, gaf hann mat, þótt ekki væru næturgestir. En öllum þeim, sem gistu, var gef- inn beini, 4—5 hreppar fóru um túnið á Laxa- mýri þegar í kaupstað var farið. Og allir lang- ferðamenn útlendir og innlendir komu þar. Kaffi fengu allir, ef eigi mat. Og vín gaf hann allmörg- um; öllum fágætum gestum fyrst og fremst. En allavega skamtaði hann vínið. Ef sá maður kom, scm sótginn var i vín, eða alltíður gestur og með- al-aufúsugestur, þá kom húsbóndinn með seitil neðan í flösku. Þá mælti hann og leit á dreggj arnar: »Hjerna á jeg svolítið bragð, ef þú hefðirgam- an af«. Þegar það var búið, var eigi bætt við og geslurinn fór ódrukkinn. Þegar sjaldgæfir menn komu, tók húsbóndinn úr fórum sínum fulla flösku ósnerta. Þessum siðum hjelt hann óbreytt- um eftir að hann flutti búferlum til Akureyrar. Löngum var Sigurjón lijálpsamur og sann- Varphólmi í Laxá. nefndur bjargvættur í sveit sinni. — Hjálpaði hann óspart um hey og matvæli.er í harðbakka sló i vorharðindunum, og ljet engan í þörf synj- andi frá sjer fara. — Sigurjón var örlyndur og opinskár. Hann gat

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.