Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 12
60 Ó f) I N N Ríkisráðfundur í Reykjavík 15. júní 1926. Á myndinni sjást, frá vinstri til hægri: fón Þorláksson núv. forsætisráð- herra, Jón Magnússon fyrv. forsætisráðherra, Kristján konungur X., Magnús Ouðmundsson atvinnumálaráðherra og Jón Sveinbjörnsson konungsritari. fjallar um þýðingu prestaheimilanna fyrir menn- ing landsins, en hann er þar fyrir ekki hinn ómerkasti. Síra Þorvarður var skyldurækinn um öll sín prestsstörf. Hann þótti jafnan góður barnafræð- ari. Ræður hans voru vel hugsaðar — einkum tækifærisræður. En framburðurínn lýtti nokkuð, enda var hann óskýrmæltur hin síðari árin fyrir sjúkleika sakir. Dagfar hans var gott og prests- legt. Hann var bindindismaður og áhugasamur um bindindismál. Hann átti upptökin að stofn- un »Jólasjóðs Súgfirðinga«, sem notaður er um jólin til glaðnings þeim, sem við þröngan kost búa. Sjóðurinn er nú um 1000 krónur. Síra Þorvarður gekk jafnan að vinnu með heimilisfólki sínu, enda voru efnin litil fyrstu árin, en jukust jafnt og þjett. Voru þau hjónin samtaka um alt er að búskapnum laut. Jarða- bætur voru töluverðar gerðar. Túnið var girt á síðasta árinu sem liann lifði. Hús öll voru í ágætu standi og tún og jörðin öll í góðri rækt, er hann fjell frá. Jafnan var hann stálbirgur að heyjum. Eins og oft vill verða um presla, hlóðust á hann ýms aukastörf. Las hann mikið lækninga- bækur og þótti athugull um alt slíkt. Hann lagði stund á búpeningslækningar og tók fyrstur manna upp bólusetning á fje og bjálpaði öðrum til í því efni. 1 hreppsnefnd sat hann mörg ár. Odd- viti hreppsnefndar var hann í sex ár; fóru þau störf honum vel úr hendi. Hann var aðgætinn um öll fjármál og reikningsfærsla hans glögg. Sex ár sat hann í sýslunefnd. Hann var einn af stofnendum sparisjóðs Súgfirðinga og í stjórn hans um nokkur ár, en varð að láta af stjórn- arstörfum; þau urðu honum óhæg sakir fjar- lægðarinnar frá Suðureyri,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.