Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 11
59 Ó Ð I N N Síra Þorvarður Brynjólfsson og Anna Stefánsdóttir á Stað í Súgandafirði. Síra Þorvarður Brynjólfsson var fæddur á Isa- flrði 15. maí 1863. Foreldrar hans voru Bryn- jólfur Oddsson bókbindari og kona hans Rannvcig Ólafsdóllir. Brynjólfur hók- bindari var fjörmaður, ræðinn og skemlinn, hagorður vel og vinsæll. Rannveig var dóltir Ólafs I’jeturssonar, er lengi bjó á Kalastöðum í Borgar- firði. Ólafur var atgervis- og dugnaðar maður, þjóðhaga- smiður og er mælt að hann hafi smíðað á þriðja hundrað báta; hann álti um skeið útgerð með Ólafi Stephenscn stiftamt- manni og voru þeir aldavinir. l}orvarður ólst upp með for- eldrum sínum. Flultust þau lil Reykjavikur er hann var átla ára að aldri. Ljetst móðir hans nokkru síðar, en faðir hans giflist aftur Þorgerði Magnús- dóttur, ágætri konu, er reynd- ist stjúpsonum sinum sem besta móðir. Mintist síra Þorvarður hennar jafnan með ást og virðingu. í’orvarður var setlur til menta. Útskrifaðist hann úr lærða skólanum í Reykjavík 30. júní 1888. Gekk hann síðan i Prestaskólann og úl- skrifaðist þaðan 25. ágúst 1892. Stundaði hann síðan um skeið barnafræðslu í Múlasýslu. 17. scpt. 1896 varð hann forslöðumaður fríkirkju- safnaðar i Vallaness- og Þingmúlasóknum. Úví starfi hjelt hann til 24. ágúst árið 1901, er hon- um var veittur Staður í Súgandafirði, og tók hann þá vígslu 22. sept. sama ár. Úau ár er hann var í Múlasýslu hafði hann barnafræðslu á vetrum og verslunarstörf á sumrum jafnframt safnaðarstörfunum. Tvö síðustu árin hafði hann og forstöðu fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði. Árið 1899 gekk síra Þorvarður að eiga Önnu dóttur síra Stefáns Pjeturssonar prests á Hjalta- stað og konu hans Ragnhildar Metúsalemsdóttur bónda í Möðrudal, Jónssonar. Er myndin af þeim hjónum tekin um likt leyti og þau giftust. Frú Anna misli föður sinn er hún var 13 ára gömul. Átti móðir hennar þá mörg börn i ó- megð. Meðal bræðra hennar eru þeir Björn og Halldór alþingismenn og Metúsalem búnaðar- málastjóri. Anna var hjá móður sinni þar til 1894, að hún fór í kvennaskólann í Ytri-Ey. Sumarið eflir var hún í kaupavinnu þar nyrðra, en næsta vetur hafði hún barnakenslu á hendi. Hauslið 1896 fór hún aítur að Ytri-Ey og stundaði þar nám, en að því loknu ílutti hún aftur austur á firði, og gift- ist nokkru síðar, eins og áður var sagt. Þeim hjónum varð tíu barna auðið. Ljetst einn dreng- ur ungur, en niu eru á lífi. Börn þeirra eru þessi: Stefán, cand. jur., starfsmaður í ut- anríkisráðuneyti Dana, Bryn- jólfur, er tekið hefur verslun- arpróf á Samvinnuskólanum, nú verslunarmaður á Reyðar- firði, Jón, gekk á Hvanneyrar- skólann 1924—25, ráðsmaður hjá móður sinni, Ragnheiður, lauk kennaraprófi 1924 og hefur verið kennari við ungl- ingaskólann á Hesti siðasta vetur, Brynveig og fjögur börn í ómegð: Laufey, Haraldur, Þor- gerður og Þórdís. Auk þess átti síra Þorvarður einn son áður en hann giftist; ólst hann upp á heimili þeirra hjóna sem þeirra eigið barn og hafði lokið búnaðarnámi á Hvanneyri, en fórst í snjóflóði nálægt Stað á síðasta vetri. Heimili þeirra sira Þorvarðar og frú Önnu var til fyrirmyndar. Hjónin voru samvalin og fór jafnan vel á með þeim. Börnin voru vanin við vinnu og góða siðu, enda hafa þau reynst vel, sem út í lífið eru komin, og hin efnileg, sem enn eru í æsku. Heimilisbragurinn var hinn besti, konan stilt og stjórnsöm. Umgengni öll bar vott um dugnað og búskaparáhuga. Það leyndist ekki fyrir ókunnugum að heimili þeirra hjóna var eilt hinna mörgu prestaheimila hjer á landi, sem mikla þýðingu hafa fyrir sveitina. Sá þáttur úr sögu Islands er enn óritaður, sem

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.