Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 38
86 ÓÐI NN vinna með því upp, það er oss fanst áfátt í fylgdinni. Hann tók því öllu með jafnaðargeði; var víst gæða- karl í raun og veru. Hann spurði, hvað kjötrjettur sá hjeti, er vjer borðuðum, og sögðum vjer hann heita »bomsaraboms«, og var hann hreykinn af þessu merkilega orði og notaði það óspart við borðið til mikillar skemtunar fyrir oss, gárungana. — Að morgni þess 1. októbers lögðum vjer af stað frá Fornahvammi. Var enn hið versta hrakveður. Hugs- uðum vjer þá til skólasetningarinnar, sern þann dag færi fram í Reykjavík, en vjer holdvotir í óveðri upp í Norðurárdal. Vjer komum að Hvammi. Þar bjó sjera ]ón Magnússon og tók hann og frú hans móti oss opnum örmum. Vjer drukkum þar ilmandi kaffi með ágætum kökum. Síðan lánaði prestur oss tvo röska pilta til þess að fylgja oss yfir Norðurá, sem var í afarmiklum vexti. Þeir voru vel kunnugir og völdu oss gotf vað. Þó vantaði ekki mikið á að sund væri. Jeg bað einn af samferðamönnum mínum, sem var ramur að afli og jeg treysti betur en sjálfum mjer, að ríða við hliðina á Birni Blöndal, því að hann var talsvert utan við sig enn þá, og reið jeg rjett í kjölfar þeirra. En er út í miðja á var komið og straumurinn kolmórauður svall upp á lend á hest- inum, sá jeg þann, er átti að ríða með Birni, taka annari hendi í reiða og hinni í fax hesti sínum og tók þá klár hans að vaða örara, er taumhaldið slak- aðist, og var þá Björn eftir. Það kom þá geigur að honum og ætlaði hann að snúa við rangsfreymis. ]eg varð svo hræddur um Björn, að jeg gleymdi hvar jeg var og sló í Skjona minn og stýrði honutn niður fyrir hest Björns. Jeg sagði hægt og einbeitt við hann: »Ef þú snýr ekki hestinum upp í straum- inn og heldur áfram, læt jeg svipuna ríða um haus- inn á þjer«. Jeg held að þetta hafi verið einustu vondu orðin, sem milli okkar fóru nokkru sinni. Hann svar- aði stilf: »Skárri er það nú vondskan«, en gerði eins og jeg sagði fyrir. Jeg reið svo við hliðina á honum til lands. En jeg var svo reiður, er upp á bakkann kom, að jeg reið beint að þeim, er hafði brugðist mjer, og sló hann vænt högg með svipunni. Við stukk- um af baki og hefðum ráðið hvor á annan, ef aðrir hefðu ekki hlaupið á milli. Það var nú víst gott fyrir mig, því hann var mjer miklu sterkari og hefði haft í öllurn höndum við mig. Við vorum látnir lofa því hátíðlega að eigast ekki ilt við á ferðinni. Það entum við, en lengi var fátt í vinfengi okkar þaðan af; þó býst jeg við að fáleikinn hafi aðallega verið á mína hlið. - Nú hjeldum vjer ferðinni áfram yfir Grjófháls, og komum klukkan 6 að Norðtungu. Sama var óveðrið og var áin þar ekki fær, svo að vjer settumst þar að. Þar var þá bóndi gamall og blindur, Jón að nafni, og var þar mikið og rausnarleot heimili. Rjett á eftir oss komu þangað 4 piltar að norðan og slógust í förina. Vorum vjer þá orðnir 16. Vjer fengum um kvöldið kjötsúpu ljúffenga mjög með nýju kjöti. Mat- arlystin var feikileg og ríkulega fram borið. Að mál- tíð lokinni umdi allur bærinn af söng og skemtun. Jón bóndi var skemtinn og fróður og vel kátur. Mjer finst alt af, er jeg hugsa til hans, að jeg sjái ein- hvern tignarljóma hvíla yfir öldungnum blinda, svo mikið fanst mjer til um hann. Vjer fengum allir góð og vel upp búin rúm og vorum tveir og þrír í rúmi; en hvað gerði það? Það var aðdáanlegt að geta tek- ið á móti 16 gestum á einu sveitaheimili og farið með þá eins og gert var við oss. Næsta dag, sunnudaginn annan október, hjeltst enn sama veðrið, en slotaði þó nokkuð er á daginn leið, en áin var ófær. Vjer sátum þar um kyrt í miklu yfirlæti til kl. 3 síðdegis. Húslestur var lesinn. Alt heimilisfólkið og gestirnir voru þar saman. Guðmund- ur Guðmundsson las lesturinn. Jeg man að fólkið talaði um, hve háfíðlegt hefði verið og mikill söngur. Því margir í förinni voru afbragðs raddmenn. Með því að heldur virtist draga úr ánni, var lagt af sfað kl. 3 og voru tveir menn fengnir oss til fylgd- ar; var farið yfir ána aillangt fyrir ofan vað, á krók- óttum brotum og vandrötuðum. Var svo haldið áfram og hugðumst vjer að ná yfir Hvítá á Langholtsferju. A leiðinni komum vjer við á Lundum og drukkum þar kaffi. Blöndalsbræður voru náskyldir fyrirfólkinu þar. I rökkurbyrjun komum vjer niður að Hvítá, gegnt Langholti. Þar hrópuðum vjer á ferju og öskruðum af öllu megni í heilan klukkutíma. Heyrðust þau óhljóð um hálfan Borgarfjörð, nema að Langholti. Það kom engin ferja. Svo skall myrkrið á og var aftur tekið að rigna. Allir vorum vjer ókunnugir á þeim slóðum. Svo var tekið til ráðs að halda niður með ánni, ef ske kynni að vjer rækjumst á bæ. Það varð og. Neðranes hjet bærinn, er vjer hittum fyrir oss í myrkrinu. Þar voru víst fremur lítil húsakynni þá. Lítil stofa var þar frammi í bænum, með einu allstóru rúmi og bekkjum í kring. Þar ljetum vjer fyrir berast; hátt- uðu 4 niður í rúmið, en vjer hinir sátum á bekkjun- um. Inn af stofunni var eldhús með eldavjel. Þar var óspart kynt alla nóttina og við og við hitað kaffi handa oss. Reynt var líka til að þurka vetlinga og sokka eftir megni. Fólkið var oss svo dæmalaust gott og sparaði ekkert, er það gat gert oss til þæginda.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.