Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 46
94 ÓÐINN hæstu gleði hlaut jeg samt í latínuprófinu. ]eg man það eins og það hefði skeð í gær. Prófað var árdegis. Sá, sem kom upp næstur á undan mjer, kom upp í Eneasarkviðu Virgils. I miðjum klíðum steinleið yfir hann og var hann borinn upp í Langaloft, en jeg gekk upp að katedrunni, þar sem hann hafði staðið, ör af geðshræringu, er þetta atvik hafði komið af stað hjá mjer, og einnig af prófhrollinum. ]eg hafði allan veturinn fengið afbragðs gott í latínu og stund- um var mjer strítt á því, að Steingrímur gæfi mjer alt af »præ«, hvernig sem jeg stæði mig. Nú voru strangir dómarar, það voru rektor sjálfur og Halldór Guðmundsson fyrverandi kennari, og þóttu þeir gefa lágt. — Jeg kom upp í 5. bókinni í Disp. Tusculanis. Jeg las rösklega og lagði út viðstöðulaust, svaraði fljótt og greiðlega öllum spurningum og fann með sjálfum mjer að jeg hafði staðið mig vel og bjóst við að fá 5 eða 5^3 fyrir. — Svo var jeg staddur uppi á efra gangi í »korterinu«. Rektor kom upp til morgun- verðar og sá mig. Hann vjek sjer að mjer og sagði: »Þú stóðst þig prýðisvel; þú færð ekki minna en 42/3«. Mjer fanst fátt um en svaraði engu til. Þegar rektor kom aftur frá borðun, var jeg enn á ganginum rjett við stigann. Hann víkur sjer aftur að mjer og segir: »Það getur vel verið að þú fáir 52/3«, og svo gekk hann hratt niður, en í efstu tröppunni leit hann um öxl og sagði: »Eða kannske 6«, og flýtti sjer svo niður. Mjer lá við að skella upp úr, mjer fanst þetta svo skringilegt. Seinna datt mjer í hug, að rektor hefði haldið að verið gæti, að yfir mig mundi líða, ef jeg fengi svo mikinn fagnaðar boðskap að óvörum og hafi svo viljað undirbúa mig. Jeg fekk svo 6 og var ákaflega hróðugur yfir, enda var sú einkun frem- ur sjaldgæf í latínu á þeim dögum. Eftir prófið var nú tekið að búast til norðurferðar. Jeg hafði þegar fengið Skjóna minn úr fóðri ofan úr Kjós. Það var ráð fyrir gert að samferðahópurinn legði af stað kl. 5 síðdegis og var gert ráð fyrir að gista á Möðruvöllum f Kjós. Blöndalsbræður voru í förinni og ýmsir fleiri og tvær eða þrjár bændadætur að norðan, er verið höfðu um veturinn í Reykjavík við lærdóm. Jeg og Eiríkur Sverrisen vorum sam- mæltir að leggja af stað um miðnætti og ná samferða- fólkinu um fótaferðartíma á Möðruvöllum. Þetta varð svo þannig. Jeg var allan daginn á þönum að kveðja kunningjana og kom í mörg hús og drakk mikið af kaffi. Svo um nóttina kl. 12V2 lögðum við Eirikur af stað frá Briemshúsinn í Lækjargötu. Svo riðum við fremur hægt um nóttina upp í Kjós yfir Svínaskarð. Það var mjög björt og skemtileg nótt og vorum við hugfangnir af fegurðinni og höfðum margt að tala saman um. Við komum snemma að Möðruvöllum og var það rjett fyrir ristíma. Við hvíldum svo hestana og lágum í grasinu utan vallargarðs þar til fólk kom á fætur. Svo var efinn árbítur og lagt af stað. Veður var heitt og fólkið skemtilegt. Vjer komum hvergi, en áðum all-lengi í kjarrlendi einu í Skorradal og ljettum ekki fyr en vjer komum að Hvítá. Blöndalsbræður og jeg fórum ofan að Stafholtsey og gistum hjá Páli Ðlöndal lækni, föðurbróður Blön- dalsbræðra. Þangað komum við kl. 12 um nóttina og varð jeg feginn hvíldinni eftir 24ra tíma ferð. Um morguninn fengum við ágæta máltíð og var læknirinn hinn alúðlegasti, ekki að eins við bróðursyni sína heldur og við mig. Það var komið fram undir hádegi, er við lögðum af stað þaðan og hjeldum svo áfram í besta veðri upp að Fornahvammi í Norðurárdal, og gistum þar. Ekkert bar svo framar sögulegt við á leiðinni, þar til við komum að Kornsá; var okkur tekið þar með hinni mestu biíðu og dvaldi jeg þar hálfan mánuð í miklu yfirlæti. Mig minnir að alt af væri sólskin og blíða. En þó getur verið að þetta sje rangminni, sem kemur þá til af því, að sólskinið inni fyrir hafi verið svo mikið að ský og skúrir hafi með öllu gleymst. Það var mjer eins og töfraheimur og þó fanst mjer að jeg eiga þar heima. Sýslumannshjónin voru mjer eins og foreldrar og börnin eins og systkini og jafnvel glettur og smákritur, sem gat komið fyrir milli mín og sumra systkinanna í bili, gerði heimilistilfinninguna enn ríkari, svo að mjer finst enn, eftir nær því 4 ára- tugi, að þau systkin vera mín systkin, hvar sem jeg hitti þau, og börn þeirra sem systkinabörn. Þetta sumar kyntist jeg á Kornsá Þuríði Sigfúsdótt- ur, systurdóttur sýslumanns. Hún hafði orðið að ganga í gegn um margar þrautir vegna veikinda, legið rúm- föst nokkur ár, en var nú komin til heilsu aftur. Hún var ágætis stúlka, þroskuð vel og vel að sjer og átti göfuga sál. Hún hafði og mjög mikið yndi af allri söng- og hljóm-list. Mjer fanst hún vera samgróin sólskinsblænum, sem mjer fanst hvíla yfir verunni á Kornsá. Jeg leit á hana alt af sem góða vinkonu. Tíminn leið fljótt og varð jeg nauðugur viljugur að fara leiðar minnar, því hlutverk beið mín norður í Skagafirði. Jeg lagði svo af stað norður og kom að Glæsibæ til Árna frænda míns læknis. Tók hann við mjer sem yngra bróður og var ákveðið að jeg skyldi vera þar mest um sumarið. Frh. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.