Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 22
70 ÓÐINN Stefán múrari áttræöur. Allir fulltíða Reykvíkingar munu kannast við Stefán múrara Eoilsson. Hann hefur dvalið leng' í þessum bæ og áunnið sjer svo mikla hylli með verkum sínum og viðkynningu, að óhætt mun að telja hann hjer með allra vinsælustu mönnum. Jeg, sem rita þessar línur, hef því miður ekki átt kost á að kynnast Stefáni neilt, fyr en nú á elliárum hans. En þó sú þekking sje lítil, geng jeg þess ekki dulinn, að hjer er að ræða um mikla hæfi- leika: frábæra mannkosti og göf- ugmensku, sem mörgum gætu verið til fyrir- myndar. Og þess vegna langar mig til að fara nokkr- um orðum um helstu æfiatriði þessa mæta manns nú við áttræðis- afmælið, að svo miklu leyti sem mjer eru þau kunnug. Stefán múrari er fæddur að Laugarvatni í Laugardal í Árnessýslu 2. des. 1845. Faðir hans hefur verið talinn Egill Vigiússon, þá ráðsmað- ur(?) Magnúsar bónda Waage í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd. Dvaldi Guðrún, móðir Stefáns, þar þá ógift. Ljek fljótt orð á þvi, að pilturinn væri launsonur Magnúsar bónda. Kona Magn- úsar var, eins og kunnugt er, Guðrún Eggerts- dóltir prófasts í Reykholti, mikilhæf kona og rausnarleg; voru þær bræðradætur, Guðrún og hún. Ekki er óliklegt, að þetta ástand hafi dregið í sundur með frænkunum, því sumarið 1845 fer Guðrún alfarið burt frá Vogum og kom þar ekki síðan. En í kirkjubók Laugardalssóknar er Egill Vigfússon talinn faðir Stefáns. Fyrntist svo yfir þetta og mun aldrei hafa komið til opin- berrar viðurkenningar. En almannarómurinn, svo og ummæli Stefáns sjálfs, má heita að taki hjer af öll tvímæli. Móðir Stefans, Guðrún, fædd 1815, var dóttir Jóns frá Höll í Þverárhlíð, Guðmundssonar öko- nomus’s i Reykjavik, Vigfússonar í Hjörsey. En móðir Guðrúnar, kona Jóns, var Halldóra Auð- unsdóttir, prests í Rlöndudalshólum. — Systkini Guðrúnar voru mörg (14?); meðal þeirra: Guð- ríður, átti Jón í Múlakoti í Lundarreykjadal; þeirra börn voru mörg; eitt þeirra var tíenedikt sótari. Stefán gullsmiður, kvæntist Guðrúnu Vig- fúsdóttur frá Hundastapa, Jónssonar, Erlends- sonar Hellnaprests.1) tíenedikt, ólst upp hjá föðurbróður sín- um, síra Páli á tíorg, varð seinni maður Halldóru riku Jónsdóttur í Hjörsey. Guð- mundur, óðalsb. á Hömrum í Hraun- hreppi, og Hall- dóra, gil't Tómasi í Eskiholti í Borg- arhreppi. Systkini Stefáns, börn Guðrúnar, voru einnig mörg: Eitt þeirra Árni, bóndi í Hábæ í Vogum, elstur barna hennar. Hans sonur er Ásmundur, nú í Hafnarfirði. Meðal barna þeirra, er hún átti með manni sínum, Hallgrími Jónssyni á Mið- húsum og Smiðjuhóli í Álltaneshreppi, var Jón í Skildinganesi, seinna kaupmaður á Bakka í Arnarfirði, sýslnnefndarmaður.2). Benedikt, bú- seltur á Eskifirði, og Þórdís, giftist Jóni Jóns- syni frá Akratanga (eða Skutulsey) á Mýrum.3) Þó hjer sje stutt yfir sögu farið, má vænta, 1) Pau áttu 4 dætur: Steinunni, konu Dalmanns Ár- mannssonar, Halldóru, k. Sigurðar Jónssonar í Fíflhott- um, Mörtu Rlísabetu, k. Samúels Eggertssonar skraut- ritara, og Ingveldi, konu Halldórs Valdasonar; þau fluttu til Vesturheims. 2) Kvæntur Guðnýju Jónsdóttur. Pau áttu 14 börn; meðal peirra eru Björn Blöndal, Guðmundur Kamban skáld og Gísli vjelstjóri. 3) Peirra sonur er Helgi í Tungu (frá Hótabrekku) og fleiri börn áttu pau. Sesselja ljósmóðir. Stefán múrari.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.