Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 39
ÓÐINN 87 Var víst ekki næðissamt þar þá nótt. Annað slagið var verið að syngja og á milli dottuðu menn fram á borðið. ]eg fór eitt sinn inn í eldhús og settist á bekk við stóna. Þar var svo hlýtt og notalegt og sofnaði jeg þar og svaf um hríð. Lengi á eftir sfríddu fjelagar mínir mjer á þessari eldhúsveru. Kl. 6 eða 7 var svo lagt af stað um morguninn. Veðrið var þá kyrt og regnlaust, en loftið þrungið af skýjum. Nú fengum vjer greiðlega ferju og gekk ferðin yfir ána vel; en mikið var það sund er hest- arnir fengu. Var nú og riðið greitt og fagnað þur- viðrinu; en upp úr dagmálum fór að hvessa og gerði afspyrnurok og seinna hrakviðri. Vjer komum að Grund í Skorradal um miðjan dag. Þar snæddum vjer og fengum mjög góða máltíð og hinar bestu við- tökur, eins og við mátti búast á slíku sæmdarheimili. Óveðrið óx og var talið ófært bæði að ríða Anda- kýlsá og komast yfir á ferju. Var þá um tvent að velja, að setjast þar að og bíða byrjar, eða ríða fram með öllu Skorradalsvafni að norðanverðu og fara yfir Botnsheiði. Sá kosturinn var upp tekinn í trausti til þess, að fá mætti fylgd yfir heiðina frá Vaínshorni. Fram með vatninu er löng leið og var riðið niður við fjöruborðið, en vindur stóð af vatninu og skóf í hrynum vatnið upp yfir oss í viðbót við hrakviðrið. Vjer riðum þegjandi lengst af, hver á eftir öðrum, og var slagviðrið og vatnsausturinn svo mikill, að þeir sem aftarlega riðu sáu varla þá fremstu. Ekki var unt að ríða nema fót fyrir fót. Tók ferðin að Vatnshorni oss eitthvað um 3 tíma. Þegar að Vatnshorni kom, var þar ekki karla heima nema einn rnaður og gátum vjer ekki fengið fylgd; þó gekk sá er heinia var með oss upp á brúnina og sagði oss til vegar. Er upp á heið- ina var komið, var tekið að skyggja en storminum farið að slota. Vegir voru þar aðeins óglöggar og slitróttar götur. Týndum vjer þeim brátt, og leiðar- merkjum líka, þeim sem oss hafði verið skýrt frá, því þegar lygndi, skall á þoka og fól fyrir oss alla útsýn. Fyr en varði vorum vjer því komnir afleiðis út í forarflóa, þar sem vjer einatt þurftum að draga upp hestana úr keldunum. Síðan fórum vjer yfir holt og móa og melabreiður og vissum hvorki stefnu nje stíg. Loks komum vjer fram á brún eina og var þar sótmyrkur fyrir neðan. Þar stigum vjer af baki og hjeldum ráðstefnu. Síðan rjeðust tveir efldir menn til niðurgöngu að kanna hvað við tæki. Það voru þeir Steingrímur frá Gautlöndum og Guðmundur Guð- mundsson. Loks heyrðum vjer til þeirra djúpt niðri og kölluðu þeir, að unt mundi vera að fara þar niður, væri það grasbrekka allbrött. Vjer teymdum svo hest- ana þar niður snarbratfa brekku, en fyrir neðan tóku við sandar. Brátt komum vjer að á einni, eigi breiðri, en hún valt þar fram með beljandi sfraumfalli. Vjer riðum svo niður með ánni og höfðum hana á vinstri hönd; það var fremur greiðfær vegur. Ain óx eptir því sem neðar dró. Alt í einu vissum vjer ekki fyrri til, en vjer vorum komnir á stall nokkurn og fjell áin þar niður í gljúfri allmiklu. Þar urðum vjer að nema staðar og kanna leiðina. Þar fundum vjer skeið eina mjóa niður, rjett svo að hestur mátti fóta sig á henni. Þar selfluttum vjer hestana niður. Niður kom- umst vjer heilu og höldnu og hjeldum áfram niður með ánni og voru þar sandar og gróðurleysi. Fyrir handan ána sáum vjer í myrkrinu gnæfa upp snar- bratta hlíð, en vor megin var fjallshlíð, ekki mjög brött að því sem virtist. Er vjer höfðum riðið þannig um stund, komum vjer að áarsprænu eða læk, sem kom ofan úr fjalls- hlíðinni vor megin og rann niður í aðalána. En sprænan var nú svo bólgin af ilsku og beljaði fram með gný og grjótkasti, að eigi virtist gerlegt að leggja út í hana í dimmunni. Nú var ekki um annað að gera, en að nema þar staðar, binda saman hestana, því ekki var þar gras, og láta svo fyrir ber- ast á melnum. Rennblautir vorum vjer inn að skinni og ekkert til að hressa sig á. Tveir fullorðnir lágu hvor sínu megin við Halldór litla og var hlaðið yfir þá hnökkum og reiðingum. Halldór bar sig hið besta og ljet engan biibug á sjer finna. ÞrátLfyrir sliddu- hríð og alt, sofnuðum vjer þar á berum melnum, og vöfðum um oss blautum kápunum. Hve lengi vjer sváfum þar man jeg ekki, en hitt man jeg, að vjer vöknuðum í birtingunni skjálfandi af kulda. Var þá úrkomulaust en komið ofurlítið frost. Vjer börðum oss eins og vjer gátum til að fá úr oss skjálítan og fórum svo að leggja á hestana. Allir báru sig karl- mannlega, enda þótt sumir væru svo lopnir, að þeir gátu ekki girt á hesfum sínum. Aarsprænan, sem hafði stöðvað oss, var nú orðin talsvert minni og var hún örmjó. Vjer fundum vað rjett fyrir framan bunu eina, en rjett fyrir neðan var strengur. Svo straumhart var, að yfir skall. Minsta hestinn hrakti niður að sfrengn- um. Það var hestur Agústs Blöndal. Var urn stund tvísýnt, hvernig fara mundi. Hlupu þá sumir niður á klöppina til þess að vera viðbúnir að ná í Gústa, ef hann bærist þar að. En til þess þurfti þó ekki að taka, því Agúst var mjög röskur drengur og kunni lag á hestum, og komst hann klakklaust úr ánni. Nú hjeldum við áfram eins og áður niður með aðalánni. Kl. var um 5, er vjer lögðum af stað. Eftir skamrna

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.