Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 13
Ó Ð I N N 61 > Hornsteinn Landspítalans lagður 15. júní 1926. Vinstra megin sjest ]ón Magnússon forsætisráðherra lesandi upp ágrip af sögu spítalans, sem lagt var inn í hornsteininn, en hægra megin sjást konungshjónin sitjandi. * Síra Þorvarður var hinn umh)rggjusamasti heimilisfaðir. Sömu kostir lcomu og fram í af- skiflum hans af sóknarbörnunum. Hann hrygðist ekki eingöngu með hryggum, heldur kunni og þá list, sem fágætari er, að gleðjast yfir höppum annara og velgengni. Hann var nokkuð bráður í lund, en íljótur til sátta. Reiðina ól hann al- drei með sjer. Sterk sómalilfinning stýrði öllu hans dagfari. Það lætur því að líkum, að hann var einkarvel látinn og hjeraðssorg við hið snögga fráfall hans, er hann ljetst eftir stulta legu 9. maí 1925. Guð blessi minningu þessa mæta manns. K. & Á. # Hugur og Tunga, hið nýútkomna málfræð- isrit eftir dr. Alexander Jóhannesson, er fróðleg og skemtileg bók og öllum aðgengileg. Verð 6 kr. 0 Einar Þorgilsson kaupmaöur og Geirlaug Sigurðardóttir. Eins og getið var um víða í blöðum landsins, átti hinn góðkunni dugnaðar og framkvæma- maður Einar Þorgilsson, útgerðar og verslunar- rekandi í Hafnarfirði, sextugsafmæli þann 25. á- gúst síðastliðið ár. Nú í sumar, þann 16. júlí, varð kona hans, frú Geirlaug Sigurðardóttir, einnig sextíu ára að aldri. Sýnist því vel við eiga, að þessara merku hjóna sje minst opinberlega á slikum tímamótum. Saga þeirra, efnalitlu frum- býlinganna í Hlíð, sem nú eru meðal stærstu atvinnurekenda landsins, er bæði ánægjuleg og lærdómsrik íyrir íslenska þjóð. Er þar tvímæla- laus sönnun þess, hverjir möguleikar hjer eru til efnalegrar afkomu, ef ósjerhlífni, hagsýni og framtakssemi hlutaðeigenda skortir ekki.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.