Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 40
88 Ó Ð I N N reið vorum vjer alt í einu komnir niður að sjó. Þá gáfum vjer fyrst áttað oss. Vjer vorum komnir niður að Hvalfirði, rjett fyrir utan Þyril. Það hafði þá verið Þyrillinn fjallið bratta hinum megin við ána. Kl. 7 komum vjer heim að bænum Þyrli um fótaferðartíma. Þar bjó bóndi sá er Þorkell hjet, tók hann vel á móti oss og ljet oss heimila bæði hvíld og mat. Var nú háttað ofan í volg rúm heimamanna, þeir sem þar komust. Frammi í bænum var stofa og lítið herbergi fyrir framan, og sitt rúmið í hvoru. I innri stofunni sváfum vjer fjórir, og áður vjer færum upp í rúm undum við 2 og 2 nærföt okkar; var stofugólfið lík- ast tjörn. Vjer sváfum nú sætt og vært til kl. 2 síðdegis, risum þá úr rekkjum og fengum heita máltíð góða. Meðan vjer sváfum hafði hlaðió niður töluverðum snjó. Nú var farið að svipast að hestum. Þá vantaði 3 hesta; það voru hestar Dlöndalsbræðra og Guð- mundar Guðmundssonar. Þorkell bóndi rjeðist til fylgdar yfir að Reynivöllum, til þess að finna fyrir oss einstig það er liggur niður braitan Reynivallahálsinn. Lögðu svo 12 af stað með Þorkel í fararbroddi, en vjer 4 urðum eftir, þeir þrír, er hestana vantaði, og jeg, því jeg vildi ekki skilja við þá bræður, Björn og Agúst. Skömmu seinna fundust hestarnir og vjer lögð- um af stað. Það var hásjáva, svo vjer urðum að fara alveg fyrir fjarðarbotninn og riðum vjer eins greitt og vjer gátum til þess að ná hinum. Það var orðið skuggsýnt, er vjer komum að Botnsá. Hún var blá og virtist ekki mikil. Var asi á oss, svo að vjer riðum í ána þar sem vjer komum að, en þar var hylur og hreptum vjer þar hrokbullandi sund. En nokkrum föðmum neðar var vaðið og þar var áin ekki öllu meira en í kvið. Vjer náðum fjelögum vorum rjett fyrir ofan Fossá. Þegar upp á hálsinn var komið, tók að hvessa og gerði skafhríð. Bar svo mikinn snjó í veginn að Þorkell gat ekki fundið stíginn ofan að Reynivöllum. Þegar vjer komum fram á brúnina, sá- um vjer ljósin í gluggunum á Reynivöllum, er sýnd- ust beint fyrir neðan. En tvo iíma tók það, að kom- ast ofan hálsinn. Það var langversta raunin á allri ferðinni. Loks komust vjer að prestssetrinu og þar enduðu allar þrautir. Presturinn, hinn nafnkendi fræði- maður, sjera Þorkell Bjarnason og hans ágæta frú tóku á móti oss með miklum höfðingskap og gestrisni. Voru vosklæði dregin af oss og komið með þur föt af heimamönnum; síðan var matur á borð borinn og snætt með mikilli gleði. Allir fengum vjer ágætis rúm. Um nóttina var þurkuð af oss hver spjör. Það voru viðbrigði eftir að hafa verið votir inn að skinni í samfleytta viku. Næsta dag, 5. október, fengum vjer besta veður, fyrsta sinn á allri ferðinni. Svo ljettir og kátir í lund höfðum vjer aldrei verið, og þó hafði gleði og kátína aldrei brugðist í öllum hrakningunum. Við vörðuna á Svínaskarði fanst flaska full af svensku bankó og gekk hún á milli þeirra, sem ekki voru bindindismenn. Það var fyrsti áfengisdropinn, er menn höfðu smakk- að á allri leiðinni frá Þóroddstöðum. Að aflíðanda degi komum vjer svo til Reykjavíkur og var oss tekið eins og menn þættust hafa oss úr helju heimt, og var þetta ferðalag lengi síðan allfrægt. Mörgum árum seinna, er jeg var á ferð í Borgarfirði og þessi ferð barst á góma, var oftast viðkvæðið: »]æja, svo þú ert einn af þeim sextán«. — Nú lýkur svo þessari ferðasögu. Jeg hef haft hana svo ítarlega, bæði af því að þessi ferð er mjer svo minnisstæð og af því að lýsingin á henni getur, að jeg hygg, gefið mynd af haustferðalagi pilta á þeim árum, þótt þessi ferð væri að vísu óvenjulega við- burðarík. En þessar ferðir í stærri og minni flokkum norður og norðan voru meðal annars það, sem í þá daga knýtti skólabræður svo föstum fjelagsböndum og heyrðu til skólalífinu í þá daga. Þær voru líka þrosk- andi bæði líkamlega og andlega. Margir telja líka ferðaminningar skólaáranna meðal bestu minninga æsku sinnar. — Þegar jeg var nú setstur aftur við lærdóm, þá lagð- ist mjer það til, að mjer var boðið að lesa með pilti einum, Kolbeini Þorleifssyni frá Háeyri. Hann bjó hjá fósturföður sínum og fjárráðamanni, Guðmundi Thorgrímsen, er lengi hafði veitt forstöðu Lefoliversl- uninni á Eyrarbakka. Nú var hann alfluttur til Reykja- víkur og bjó í stóru, tvílyftu húsi við Grjótagötu. — Jeg átti að Iesa með Kolbeini eftir að komið var úr skóla á daginn til undirbúnings næsta dags. Dr. Björn M. Olsen hafði mælt fram með mjer til þessa hlut- verks. En jeg var samt sem áður heimasveinn og svaf í skólanum og varð að mæta til háttunar kl. IOV2 á kvöldin. Jeg átti og að borða morgunverð hjá Thor- grímsen. Jeg þáði þetta tilboð með þökkum. Kolbeinn var besti drengur, skemtilegur og vinsæll, en lítill námsmaður, mest af því að hann var latur við lær- dóm, og svo var hann eftir því sem þá gerðist flug- ríkur, hafði erft stórfje og hjelt því að sjer væru allir vegir færir. Hann var ákaflega góður í sjer og mátti ekkert aumt sjá; hann var líka ör á fje og gerðist seinna hneigður til drykkjar. Það voru líka margir, sem sóttust eftir að vera með honum vegna örlætis hans og góðgerða. Hann var gefinn fyrir nautnir og veitti vinum sínum óspart. Jeg reyndi að halda aftur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.