Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 14
62 Ó t) I N N Einar Þorgilsson er fæddur að Ásmúla í Holt- um 25. ágúst 1865. Tveggja ára fluttist bann með foreldrum sínum suður í Garðahverfi á Álftanesi og dvaldist hjá þeim fram að tvítugsaldri, en þá andaðist faðir hans. Tók Einar þá við búsfor- ráðum á jörðinni Hlíð í Garðahverfi með móður sinni og bróður. Rjeðist hann þá þegar í að kaupa skip til sjóróðra, sexmannafar, og gerðist sjálfur formaður á þvi. Hcpnaðist það svo vel, að hinir eldri og reyndari formenn á Álftanesinu máttu hafa sig alla við, að standa drengnum í Hlíð á sporði. Var þá sóttur sjór vetur, sumar, vor og liaust og þurfti oft mikla karlmensku og mikið snarræði til þess að ná landi heilu og höldnu, einkum á miðjum vetrum í hinum svokölluðu suður- túrum. I’ótti Ein- ari takast frábær- lega vel í þeim mannraunum. — Kom þá þegar í Ijós sú afburða glöggskygni og þeir forystuhæfileikar er jafnan síðan hafa einkent öll hans störf. — — Þegar útgerð- armenn við Faxaflóa hófust handa að kaupa fiskikúltera frá Englandi, myndaði Einar með Alftnesingum og Hafnhrðingum hlutafjelag til skipakaupa. Var hann framkvæmdarsljóri fjelagsins meðan það starfaði. Afkoma út- gerðar þessarar varð svo góð, að hluthafar fengu á fáum árum endurgreidd hlutabrjef sín með ágóðahluta, ásamt góðum arðiafþeim, og að endingu, þegar fjelagið var rofið og eignir þess seldar, tvöfalt verð fyrir hluli sína í því. Siðustu árin sem Einar bjó í Hlið, hafði hann á hendi framkvæmdir fyrir pöntunarfjelag á Alfta- nesi, og voru það fyrstu afskifti hans af versl- unarrekstri. En árið 1900 keypti hann jörðina Óseyri við Hafnarfjörð og byrjaði þá þegar að reka þar verslun fyrir eigin reikning. Gerði hann nú út tvö og þrjú fisklskip árlega, en keypti auk þess mikinn fisk, er hann verkaði sjálfur, og varð það upphaf fiskverkunar þeirrar, er hann jafnan síðan hefur rekið í stórum stíl, samhliða versluninni. I’ykir fiskverkun hans og öll með- ferð á þeirri vöru ávalt hafa verið hin full- komnasta og er viðurkend af öllum, sem til þekkja, hreinasta fyrirmynd. Fimm árum eftir að Einar fluttist að Óseyri, eða árið 1905, keypti hann i fjelagi við aðra botnvörpuskipið »COOT« og stjórnaði útgerð þess fyrstu árin sem það stundaði bjer fiski- veiðar. Með fyrirtæki þessu var stigið fyrsta sporið til innlcndra botnvörpuveiða, og komu hingað til lands með »COOT« nokkrir íslend- ingar, er stundað höfðu sjó á botn- vörpuskipum í Englandi og nú öfluðu sjer á hon- um meiri æfingar og reynslu í þess- ari veiðiaðferð. Urðu sumir þeirra brautryðjendur botnvörpunga-út- gerðarinnar hjer, er tímar liðu. 1 mörgu fleiru hefur Einar Þor- gilsson verið for- göngumaður í sínu bygðarlagi og sluðningsmaður ýmsra þarflegra fyrirtækja, sem of langt yrði að telja upp í stultri blaða- grein. Árið 1907 flutti Einar verslun sína og útgerð frá Óseyri og inn í Hafnarfjörð. Bygði hann þar stórt og vandað verslunarhús ásamt öflugum sjógarði lil varnar verslunarlóð sinni, er lá undir skemd- um af sjávarágangi. Um svipað leyti byrjaði hann á því, fyrstur manna, að brjóta Hafnarfjarðar- hraun til fiskreitagerðar. Eins og nærri má gela, hefur slíkur maður sem Einar Þorgilsson verið kvaddur til að gegna ýmsum opinberum störfum. Arið 1896 varð hann hreppstjóri Garðahrepps og gegndi því starfi uns Hafnarfjörður fjekk bæjarrjettindi, en síðan hefur hann lengst af átt sæti í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Á alþingi hefur hann setið eitt kjörtíma- bil, sem fyrsti þingmaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Hafnarfjarðarbæjar, en bauð sig ekki fram til þingmensku aftur, að því loknu. Geirlaug Sigurðardóttir. Einar Þorgilsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.