Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 34
82 ÓÐINN Sveitin mín. Hiott um sinn jeg hýst á ílug, t)lær þólt kinnar Ijósli. Æskuminning heillar hug, hlýjar innan brjósti. Iilfur fjellu þvert um þing, þeyttu svella róma. Iðjavellir urpu’ í kring ilm af pelli blóma. Reyndi’ á kosti — þrólt og þor. F’jelt var lostinn flötur. Hætti nostur, hjuggust spor. Ilófum brostu götur. f*ar sem sanda svöldra við svalar randir hranna, opin standa hafnlaus hlið heim til Landeyjanna. Snemma fífill finnur þrif. Fræ í hlífum vaka. Gullskör ýfir blævar bif. Blómin dýfur taka. Teptu gljárnar gönuskeið. Gusum flárnar stöktu. l’ótli kárna’ í keldum reið. Klandur árnar vöktu. Þú varst, sæla sveilin, mjer sumarhæli’ og vetra. Skal því gælur gera þjer — gamanmæli letra. Reynd að seiglu sóley prúð sjer í deiglum vaggar. Túnadreglum skapar skrúð, skygð í speglum daggar. Bólgið þykkju Affall óð, Álar hlykkjum skutu. Gengu skykkjum fen og flóð. Fljót í lykkjum þutu. — Heilsu — alt, sem efldi hag, cnginn galt mjer betur; unaðsvalt um sumardag, sjaldan kalt um vetur. Eimist flæði’ af árdagsgljá. Ásar slæður draga. Lífdögg græðir gullin strá. Grösin klæða liaga: Aldrei brast þar útsýn hóll. Árblik vattst um mæii. Við mjer blasti Bergþórshvoll blítt — á rastar færi. Móinn breiður brosti mjer, blóma’ á skeiði fagur. Æskan leið í örmum þjer eins og heiður dagur. Víðir, klungur1), krækilyng, kattartungur, hærur, galtarpungur, greinelfting, gulstarungur, smærur. — Ægifiíð var fjallasýn — fossar prýða tjöldin —: Gunnars Hlíð með gullið lín glóði blíð á kvöldin. Stráði gleði stekkjarlíð, streymdi fjeð um völlu. Vorið meðan Ijek við lýð iifsæld rjeði öllu. Söng við hreiður hersing fleyg. Hljóðaseiður kætti. Bjart á heiðar sum’rið seig. Svona leið að slætti. Hjaldurstoga Hekla spann, hyrjarsoga þagði. Glóð úr íloga-gulli brann. Glit af boga lagði. Sílgræn nál úr sinu hófst, seig og hál af frymi. Röðul-báli bygðin ófst — bali, skál og rimi. Skerptu rekkar skygðan Ijá, skærubekki slógu. Töðuflekk á teigi sá. Túnabrekkur hlógu. Mjallarþökin röðul-rjóð risu’ á stöku hæðum. Sjálfur Jökull seinast stóð sveiptur hökulklæðum. Uti’ eg stóð með undrun títt, augum hljóður rendi yfir fóður-flæmi vítt — fagurt gróðurlendi. Hveld varð tóltin hneppifull. Hýr var dróltum Ijettir. Himneskt þótli haustsins gull — heyjagnótt og rjettir. — Stigu’ í gylling Eyjar yst oft við hilling sterka. Undrafylling — æðst að list — aftans snilliverka. Man jeg lengi laufgrænt flos, Ijek um vengi snilli: Lækjar-strengjum stukku bros stararengja miili. Margan lipran leit jeg klár Ieggja flipa’ að stöngum, stólpagrip með stæltar brár, stoltarsvip á vöngum. Dásemd mest, sem veröld veit, vorsins sjest á leiðum, lengst og best er signir sveit sól af Vesturheiðum. Kýindti hróðug hagadý — hjetu góðum kaupum. Sitrur óðu seylum í, sungu ljóð á hlaupum. Tignir þeystu fákar fit, flugu geyst um bakka; sýndu hreysti, vilja, vit, vænan reislu makka. Einhver raust, sem innra bjó, einlægt brautst úr dróma, — alt mitt traust jeg ætti þó undir haustsins Ijóma. 1) Rubus sazátilis.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.